Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1997, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1997, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1997 Útlönd Stuttar fréttir i>v Framtíö breska konungdæmisins helsta umræöuefni Breta: Vilja Vilhjálm prins í hásætið á eftir ömmu Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, segir að dauði Díönu prinsessu hafi sýnt fram á að breska konungsfjölskyldan verði að laga sig að nútímanum eða líða hreinlega undir lok. Blair ræddi einslega við Elísa- betu Englandsdrottningu í sumar- höU hennar i Skotlandi í gær um framtíð konungsfjölskyldunnar og hefur eflaust flutt henni þessi boð. Blair steig fram fyrir skjöldu í gær og hélt uppi vörnum fyrir kon- ungsfjölskylduna og hvemig hún brást við dauða Díönu. Þá sagði hann að Karl ríkisarfi yrði góður konungur. Bretar virðast hins vegar ekki sömu skoðunar, ef marka má skoð- anakönnun sem blaðið Guardian gerði í síðustu viku. Þar sögðu 72 prósent aðspurðra að þau vildu að Vilhjálmur prins, eldri sonur Karls og Díönu, tæki við konungdæminu eftir ömmu sína. Aðeins 21 prósent vildi að Karl yrði konungur eftir móður sína. Þá töldu tveir þriðju að- spurðra að dauði Díönu veikti kon- ungdæmið. „Konungsfjölskyldan hefur mátt þola miklar raunir þessa viku og mér finnst gagnrýnin hafa verið mjög ósanngjörn," sagði Blair. Fjölmiðlar og almenningur sök- uðu konungsfjölskylduna um að neita að láta af viðteknum siðaregl- um og taka þátt í sorg almennings. „Ég tel að konungdæmið sé hefð sem við viljum halda í,“ sagði Blair í gær. Hann staðfesti jafnframt að hann hefði beðið Díönu um að verða eins konar mannúðarsendiherra og hún hefði failist á það. Díana hafði sýnt því mikinn áhuga að taka við nýju hlutverki sem „drottning í hjörtum fólksins" eða sendifulltrúi Bretlands. Skömmu fyrir andlátið fór hún til Bosníu til að berjast fyrir banni við notkun jarðsprengna. Prinsarnir Vilhjálmur og Harrý, synir Karls og Díönu, eru nú komn- ir til sveitaseturs fóður sins, High- grove. Karl fór fram á það í gær að drengimir fengju tímá og ráðrúm til að syrgja móður sína í friði. Milljónir manna, sem fylgdust með útför Díönu á laugardag, klökknuðu við að sjá prinsana ganga á eftir kistu móður sinnar síðasta spölinn til Westminster Abbey. „Ríkisarfmn vill að synir hans fái frið til að jafna sig á þessum mikla missi og til að búa sig undir fram- tíðina," sagði talsmaður Karls. „Það sem þeir þurfa síst af öllu eru leift- urljós myndavélanna þegar þeir fara aftur í skóla.“ Spencer jarl, bróðir Díönu, veitt- ist harkalega að fjölmiðlum í minn- ingarræðu sinni við útförina og sak- aði þá um að hafa orðið systur sinni að bana. Hann sagði aö hendur ritstjóra dagblaðanna bresku væru blóði drifnar. Margir leiðarahöfund- ar og frammámenn í blaðaheimin- um viðurkenndu i gær að lífið yrði ekki samt og áður að Díönu látinni. Reuter L^gJJfív Æjk p- : . Ww0!!$t ", í föv-’ .v^*' l liðL * Sí \ j 1 aBI j Yf 1 ^ Wm 1 \ t £ Karl ríkisarfi, Harrý prins, Spencer jarl og Villhjálmur prins fylgjast með þegar kistan meö líki Díönu prinsessu er borin inn í Westminster Abbey í Lundúnum þar sem útför prinsessunnar var gerð á laugardagsmorgun. Milljónir manna fylgdust meö þegar líkfylgdin fór um götur borgarinnar. Símamynd Reuter Rússar halda upp á 850 ára afmæli Moskvu Milljónir manna ílykktust út á götur Moskvu um helgina til að halda upp á 850 ára afmæli borg- arinnar með dansi, söng og ærsl- um af margvíslegu tagi. Meðal skemmtiatriðanna á Rauða torginu voru tónleikar hins franska Jeans-Michels Jarres. Meðan hann lék tónlist sína á laugardagskvöld sprungu flugeldar yfir höfðum áheyrenda og myndum úr sögu borgarinnar var varpað á veggi Moskvuhá- skóla. Leiðtogi á móti fangaframsali MartinMcGuinness, einn leið- toga Sinn Fein, pólitísks arms írska lýöveldishersins, hvatti bandarísk stjómvöld um helgina til aö framselja ekki þrjá flótta- menn úr norður-írsku fangelsi. Strokufangamir þrfr era í haldi í fangelsi i nágrenni San Francisco. Dómari hefur heimil- að framsal þeirra. Reuter Leiðtogar Palestínu, Egyptalands og Jórdaníu: Hvetja ísraela til að standa við friðarloforð Leiðtogar Egyptalands, Jórdaníu og Palestinu hvöttu ísraelsk stjórn- völd í gær til að standa við loforð sín um frið og láta af stefnu sem þeir sögðu að samrýmdist ekki „friðarandanum". Þeir Hosni Mubarak Egyptalands- forseti, Hussein Jórdaníukóngur og Yasser Arafat, forseti Palestínu- manna, hittust í Kaíró í Egyptalandi til að samræma stefnu sína fyrir fyrstu heimsókn Madeleine Al- bright, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, til landanna fyrir botni Miðjarðarhafsins síðar í vikunni. Fundur leiðtoganna fylgdi í kjöl- far sjálfsmorðsárásar á fjölfarinni göngugötu í Jerúsalem á fimmtudag in þar sem sjö týndu lífí, þar á með- al þrír sprengjuvargar, og nærri tvö hundrað særðust. Daginn eftir fóra ísraelar svo í misheppnaða herför til suðurhluta Líbanons og misstu tólf menn. Það var mesta mannfall Miklar vonir eru bundnar við för Madeleine Albright, utanrikisráð- herra Bandaríkjanna, til Miö-Austur- landa í vikunni. Símamynd Reuter þeirra þar í mörg herrans ár. Benjamin Netanyahu, forsætis- ráðherra ísraels, átti í vök að verj- ast í gær vegna ófara þessara og reyndi að kæfa vaxandi umræður um hvort ísraelsmenn ættu að hverfa brott frá sjálfskipuðu örygg- issvæði slnu í suðurhluta Líbanons. Netanyahu sagði að ef Albright legðist á Palestímunenn með öllum þunga Bandarikjanna færi að miða áleiðis í friðarviðræðunum í Mið- Austurlöndum. „Það er kominn tími til að hefjast handa,“ sagði Netanyahu í viðtcdi við bandarisku Fox-sjónvarpsstöð- ina. Hann sagði að Albright yrði að gera það ljóst að Bandaríkjastjóm ætlaðist til þess af Palestínumönn- um að þeir stæðu við friðarsamn- ingana við ísrael en þeir voru voru undirritaðir árið 1993. Reuter Synd að kjósa ekki Háttsettur biskup kaþólsku kirkjunnar í Póllandi hvatti landsmenn í gær til að mæta á kjörstað eftir hálfan mánuð og sagði það synd að neyta ekki kosningaréttarins. Óbreytt Helmut Kohl Þýska- landskanslari ætlar ekki að breyta neinu, hvorki stjóm sinni né stefnu hennar, þegar stjórnmálalífið vaknar aftur til lífsins eftir sum- arhlé. Hann gerir sér vonir um að með því að berja sömu bumb- una hærra en áður muni likum- ar á endurkjöri hans á næsta ári aukast. Svefnlausir af ótta Sífellt fleiri ibúum höfuðborg- ar Alsírs verður ekki svefnsamt um þessar mundir eftir síðustu tjöldamorð bókstafstrúarmanna. Um fimmtíu vora drepnir innan borgarmarkanna um helgina. Óvíst um krossfestingu Óvíst er hvort tveir glæpa- menn í Sameinuðu arabísku fúrstadæmunum verði krossfest- ir áður en þeir verða teknir af lífi, eins og tilkynnt var um helg- ina. Mannfall á Kómoreyjum Meira en 30 hafa fallið í átök- um aðskilnaðarsinna og stjórn- arhermanna á Anjouaneyju í Kómoreyjaklasanum. Æst til Harðlinu- menn úr röð- um Bosníu- Serba hvöttu stuðnings- menn sína í gær til þess að hafa að engu bann lögregl- unnar við fyrirhugðum fjölda- fundi gegn Biljönu Plavsic, for- seta Bosníu-Serba, sem nýtm- stuðnings Vesturlanda. Hamasliði tekinn Jórdönsk yfirvöld hafa hand- tekið talsmann Hamashreyfmg- arinnar sem segist hafa staðið fyrir morðtilræðinu í Jerúsalem fýrir helgi. Ræða Ei Nino Veðurfræðingar úr sunnan- verðri Afriku koma saman til fimm daga fundar í dag til að ræða ótta manna við gífurlega þurrka af völdum hafstraumsins E1 Nino í Kyrrahafí. Reyndu að sókkva skipi Herstjórar Afríkuríkisins Si- erra Leone sökuðu nígeríska flugherinn um að reyna að sökkva skipi sem var að koma með hrísgrjón til landsins. Solti látinn Sir Georg Solti, einn virtasti hljómsveitarstjóri í heimi, er lát-. inn, 84 ára að aldri. Á löngum ferli hefur hann m.a. stjómað hljóðritunum á 40 óperum. Solti stjórnaði sinfóníuhljómsveit Chicago um langt árabil og fræg- ar eru óperuuppfærslur hans í Covent Garden. Enga sérmeðferð Tony Blair, forsætisráð- herra Bret- lands, varaði foringja breskra verka- lýösfélaga við því í gær að þeir mundu ekki fá neina sérmeðferð hjá ríkisstjóm sinni, þrátt fyrir áframhaldandi tengsl verkalýðshreyfingarinnar við Verkamannaflokkinn. Reuter ohlýðni hjá Kohl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.