Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1997, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1997, Blaðsíða 16
16 enning MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1997 JLlV Viðburðaríkt myndlistarsumar Tveir myndlistaratburðir hafa sett svip á menningarlíflð í höfuð- borginni í sumar umfram annað: hin alþjóðlega myndlistarsýning ON iceland 1997, sem Hannes Lár- usson átti frumkvæðið að, og al- þjóðleg námsstefha um myndlist, sem haldin var samhliða þessu sýningahaldi og að hluta til með sömu þátttakendum. Hvort tveggja tókst vel og var vítamín- sprauta fyrir myndlistarlífið í landinu. Sýningamar ON iceland 1997 hafa náð til flestra sýningarsala borgarinnar og sýna hvernig samtímalistin tekst á við sinn veruleika meö ólíkum hætti, bæði hvað varðar miðilinn sjálf- an og viðfangsefnið. Auk hefð- bundnari myndlistar voru fjöl- margir gjömingar sýndir í Ný- listasafninu sem undirritaður hafði ekki tök á að fylgjast með nema að litlu leyti. Hér í blaðinu hefur áður verið fjallað um verk þeirra Thomasar Hubers og Robins Pecks, en það var ekki síður fengur að sjá hér ögrandi eft- irlíkingar Svisslendinganna Peters Fischli og Davids Weiss á dóti úr ruslakompunni, sem þeir sýndu í Listasafni íslands, eða að sjá IKEA-út- færslu Kanadamannsins James Grahams á súprematískri abstraktlist Kazimirs Malevich og miskunnarlausa túlkun Þjóðverjans Urs Lúthi á sjáifsævisögu sinni í ljósmyndum, „séð- um með bleikum augum löngunar og þrár“. Báð- ir þessir listamenn sýna i Norræna húsinu, ásamt dönsku listakonunni Elle-Mie Hansen sem sýnir gervitunglamyndir og fréttaskeyti er lýsa ástandi í hinum veöurfarslega og pólitíska lofthjúp jarðarinnar. Þá er einnig minnisstæð innsetning Kanada- mannsins Davids Askevolds, „Don’t Eat Crow“, sem hann sýnir á Kjarvalsstöðum: melankólskt myndbandsverk sýnt inni í blikkskúr, þar sem blaðskellandi kráka er að gæða sér á einhverju gómsætu á meðan ónefnd listakona úr rithöf- imdastétt rekur raunir sínar í sendibréfi til vin- ar. „Éttu ekki kráku“ mun vera enskt orðatil- tæki sem merkir að maður eigi ekki að láta bjóða sér hvað sem er. Ljósmyndir og mynd- bandsverk Vestur-lslendingsins Áma Haralds- sonar voru einnig athyglisverð lýsing á þeirri víglínu byggðar og náttúru, sem getur tekið á sig óhugnanlega mynd ef hún er séð í víðara samhengi. Afar athyglisverð tilraun til að nota ljósmyndina til að túlka samspil byggingarlistar og umhverfis. Yfirlýst þema allra þessara sýninga var „tíma- tengd myndlist", og í víðri túlkun má teygja það hugtak nokkuð langt. En verkin sem hér um Myndlist Ólafur Gíslason ræðir byggjast á gjörólíkum tæknilegum for- sendum, jafnvel þótt skyldleika megi finna í inn- taki þeirra. Þannig má sjá vissan skyldleika þeirra Urs Lúthi og Thomasar Hubers í harm- sögulegri túlkun þeirra á trúðshlutverkinu, og túlkun þeirra James Grahams og Hubers á módernískri formhyggju á sér líka snertifleti. Dagbókarkennd verk Elle-Mie Hansen, Urs Lúthi og Askevolds hafa llka inntakslega snertifleti, og þannig mætti lengi telja. Æski- legt hefði verið að sjá meira af íslenskri myndlist í beinum tengslum við þessi verk, þannig að við gætum betur áttað okkur á stöðu okkar gagnvart þeim straumum i list samtimans sem þessi verk eru góðir fulltrúar fyrir. En mestu máli skiptir þó að hér höfum viö fengið inntaks- ríkt og vandað yfirlit yfir nokkra helstu stramna í mynd- list samtímans, og slíkt ætti ekki sist að vera ómetanleg hvatning fyrir myndlistarmenn okkar. Alþjóðlega námsstefnan um myndlist, sem haldin var í tengslum við sýninguna ON iceland 1997 var ekki síður merkur viðburður. Það hefur varla gerst áður að fjórir kenn- arar úr fremstu röð frá Vestur- heimi og Evrópu kæmu saman hér á landi til að kenna og starfa með blönduð- um hópi íslenskra og erlendra listnema og lista- manna. Sá sem hér skrifar átti hlut að máli á þessari námsstefnu sem skipuleggjandi og kenn- ari, og hafði því tækifæri til að fylgjast með þétt- skipaðri dagskrá hennar í fullar tvær vikur. Er skemmst frá að segja að það voru óvenjuleg for- réttindi að fá að fylgjast með starfi og kennslu frábærra listamanna á borð við þá Thomas Huber, Robin Peck og James Graham. Þá var ít- alski listfræðingurinn Liborio Termine ekki síð- ur óvænt vítamínsprauta með sinn suðræna ástríðuþunga og sína glöggu túlkun á stöðu ljós- myndarinnar. Skilningur hans á stöðu íslands í evrópsku samhengi, sem hann setti fram á loka- málþingi námsstefnunnar í Norræna húsinu og í viðtali hér í blaðinu síðastliðinn fimmtudag, var líka ögrandi hvatning. Uppskera þessa viðburðaríka myndlistarsum- ars er langt í frá afstaðin, því þessir atburðir eiga eftir að skila sér í margvíslegu formi í ís- lensku myndlistarlífi á næstu misserum og árum. Vonandi verður alþjóðleg námsstefna um myndlist að árlegum viðburði á íslandi I fram- tíðinni. „Lífið er aðeins hér" Titill þessarar umijöllunar er tekinn úr nýútkominni ljóðabók Erlings Sigurðarsonar frá Grænavatni, Heilyndi, og segir sitt um innihald hennar. Höfundi er tíðrætt um dauðann og í fleiri ljóðum en einu er fjallað um möguleikana sem manninum er boðið upp á á langri ævi, ævi sem þegar á allt er litið er kannski ekki svo ýkja löng. Og möguleikana nær hann ekki alltaf að grípa af mörgum og misjöfnum ástæðum. Stundum er hann of upptekinn af að skima eftir því sem er hinum megin við fjallið í stað þess að njóta þess sem hann hefur hér og nú. Svo uppgötvar hann skyndilega að tímaglasið er að tæmast og þá „lýkst upp hið sanna: Lífið er aðeins hér“, eins og seg- ir í upphafsljóði bókarinnar „Lífshlaupi". Bókmenntir Sígríður Albertsdóttir „Lífshlaup" er að mínu mati eitt fal- legasta ljóð bókarinnar og holl áminning til okkar nútimamanna sem lifum svo hræðilega hratt og gefum okkur of sjald- an tíma til að staldra við (bls. 11): Því held ég áfram og himinsins víddir kanna og horfi sífellt í fjarskann, hvar blánar loft, en gleymi hinu: Að lifa á meðal manna og miðla öðrum af sjálfum mér, vel og oft. Þemað er augljóst: Leitið ekki langt yfir skammt. Ljóðmælandi er fullur angurværðar og trega þegar hann minnist þeirra fjölmörgu stunda sem hann stikaði allt of hratt á milli „staða", fullur óyndis og eirðarleysis, í stað þess að njóta lífsins hér og nú. Mörg ljóðanna eru með raunalegum undirtón og lesandinn er iðu- lega minntur á að maðurinn er ailtaf einn, hann fæðist einn, ferðast einn og yfirgefur heiminn einn. (Sjá t.d. „Einn“, bls. 34.) En hamingjan er innan seilingar þrátt fyrir allt, ef til vill í líki lítils bams sem gefur þreyttmn „lífsgleði, yl“ („Bæn“, bls. 19). Og æðruleysið fær einnig sinn skammt (úr Hugró bls. 41): Mæltu ei æðru, maður, þótt myrkrið leggist að. Áður skein ljós um alheim en einhver slökkti það. Reyndu heldur að halda hugarró þinni og gá hvort ekki megi ennþá einhverja ljósgeisla sjá. Rúmlega helmingur bókarinnar inniheldur frumsamin ljóð en í seinni hlutanum eru ljóð þýdd úr þýsku. Það fyrsta er eftir Johann Wolfgang von Goethe (1749-1832) og það síðasta eftir Reiner Kunze (f. 1933). Eftir því sem ég best fæ séð eru þýðingamar laglega af hendi leystar, en lesendur geta auðveld- lega kannað málið sjálfir því hvert ljóð má finna á frummáli við hlið þýðingar. Það er mikill og góður kostur. Heilyndi Erlings Sigurðarsonar er falleg og vönduö ljóðabók og ég tel að margir muni njóta hennar. Ekki bara unnendur hins hefð- bundna ljóðforms heldur flestir þeir sem kunna að meta ljóö. Erlingur Sigurðarson frá Grænavatni: Heilyndi Mál og menning 1997 Nína Margrét á amer- ískan markað Nína Margrét Grímsdóttir hefur gert samning, fyrst klassískra ís- lenskra píanóleikara, við bandarískt dreifingarfyrirtæki í New York. Hann felur í sér dreifingu á geisla- diski Nínu Margrétar, Mozart & Mendelssohn, í allar helstu tónlistar- verslanir í Bandaríkj- unum. Ðisk- urinn kom út hjá Skrefi fyrir síðustu jól og var dreift af Jap- is hér innan- lands. Hann hefur verið leikinn reglulega á klassísku út- N|na Margrét varpsstöðv- Grímsdóttir. unum WNYC í New York, WVIA í Pennsylvaníu og á CJRT í Toronto fyrir milljónir útvarpshlustenda. Sjálf býr Nína Margrét í Banda- ríkjunum og starfar þar. Hún verður fulltrúi íslands á skandinavískum tónleikum I Steinway Hall í haust og mun kynna íslenska og bandaríska píanótónlist. Meðal annars frumflyt- ur hún þar nýtt verk eftir Jolin Speight. Nína Margrét var enn fremur ný- lega valin í úrslit Simone Belsky pí- anókeppninnar sem er haldin í Bandaríkjunum annað hvert ár. Söngnámskeið Orlowitz íslenska óperan stendur fyrir komu söngkennarans Andrés Or- lowitz hingað til lands 16.-20. sept- ember næstkomandi. Hann hafði „masterklass” hér í fyrrahaust sem mikil ánægja var með og hafa ís- lenskir söngvarar sótt tíma hjá hon- um síöan til Kaupmannahafnar. En nú kemur hann til okkar og verður með þrenns konar námskeið: virka þátttöku, sem kostar 15.000 kr., áheymarþátttöku, sem kostar 6.000 kr., og áheym einn dag í senn sem kostar 1.500 kr. André Orlowitz barítonsöngvari fæddist í Póllandi og lærði viö Tón- listarháskólann í Gdansk, fyrst á fiðlu og síðan söng. Hann stundaði framhaldsnám á Ítalíu og hefur sung- iö í helstu óperuhúsum þar, í Þýska- landi, á Norðurlöndum og víðar. Einnig hefur hann sungið með hljóm- sveitum víða um Evrópu, í Banda- ríkjunum, Japan, Ástralíu og Taívan. Hann er einnig þekktur fyrir söng- námskeið sín og fyrirlestra um víða veröld. Nánari upplýsingar fást hjá ís- lensku óperunni. „Á-Kafi" Stopp-leikhópurinn lætur ekki deigan síga í baráttunni viö fikniefn- in. í „Skiptistöðinni" í fyrra var fjall- að um eiturlyf og nú er hann að æfa nýtt leikrit eftir Valgeir Skagfiörð, „Á-Kafi“, um skað- semi tóbaksreyk- inga. Þaö verður frumsýnt á Vest- fjörðum um miðj- an þennan mánuð. Þetta verður far- andleiksýning fyr- ir 7. og 8. bekk gmnnskóla og for- eldrafélög, og hún er unnin í sam- vinnu við Krabba- Eggert og Katrín meinsfélag Reykja- hæBast aö reyk- víkur og Tóbaks- ingum. vamanefnd. í leikritinu er bmgðið upp mynd- um úr lífi reykingafólks og aöstand- enda þess þar sem ósiðimir fá háðu- lega útreið. Fjórtán persómu- koma við sögu en þær era leiknar af aðeins tveim leikurum - svona í stíl við Bar par. Leikaramir eru Eggert Kaaber og Katrín Þorkelsdóttir en höfúndur leikstýrir sjálfur. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.