Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1997, Blaðsíða 4
4 MANUDAGUR 8. SEPTEMBER 1997 Fréttir — Nýr biskup Islands, sr. Karl Sigurbjörnsson, i viðtali við DV: Ursagnir ber að taka alvarlega „Mér er efst í huga þakklæti fyrir þennan mikla stuðning sem ég hlaut og hlýhug sem umvafið hefur mig og mína fjölskyldu," sagði sr. Karl Sigurbjömsson við DV í gær en hann var kjörinn næsti biskup íslands með yfirgnæfandi meiri- hluta um helgina, hlaut 111 at- kvæði. Næstur kom Sigurður Sig- urðarson vígslubiskup með 42 at- kvæði, sr. Gunnar Kristjánsson fékk 15 og sr. Auður Eir 14. Þrír prestar fengu eitt atkvæði hver, sex seðlar voru auðir og einn barst of seint. „Já og nei,“ sagði Karl þegar hann var spurður hvort svo yfir- gnæfandi kosning hefði komið hon- um á óvart. „Kosning er alltaf kosn- ing og við öllu að búast. Frá upphafi fann ég mikinn stuðning sem fór vaxandi jafnt og þétt, þannig að ég mátti eiga von á þessu.“ Aðspurður um fyrstu verkefni sem biskups sagði Karl þau einkum beinast að áframhaldandi imdirbún- ingi hátíðahalda um aldamótin í til- efni 1000 ára afmæli kristnitöku á íslandi. Varðandi innra starf þjóðkirkj- unnar og stefnumörkun sagðist Karl leggja áherslu á nokkur atriði. í fyrsta lagi endumýjun og innri uppbyggingu þjóðkirkjunnar og í öðra lagi að takast á við ýmis verk- efni er tengdust nýrri stöðu kirkj- unnar í tilefni nýrra laga er tækju gildi um næstu árcimót. Að kirkjan yrði m.a. fyrirmynd hvað varðar Næsti biskup yfir íslandi, sr. Karl Sigurbjörnsson. DV-mynd BG hagsýni og ráðdeild. Einnig hyggst Karl beita sér í þvi að kirkjan veiti aukinn stuöning við uppeldi í trú og bæn á heimilum og í skólum lands- ins. Úrsagnir úr þjóðkirkjunni hafa verið tiðar undanfarin misseri. Sagði Karl þær vissulega vera áhyggjuefni og þróun sem yrði að snúa viö. „Það eru skilaboð til kirkjunnar sem ber að taka alvarlega. Viðbrögð kirkjunnar verða að vera þau að leggja meiri rækt við fólkið og sinna betur hlutverki sínu sem kristin kirkja. Að vanda sig betur. Það mætti kannski segja að það hafi ver- ið vanrækt," sagði Karl. Séra Karl hefur þjónað Hallgrims- kirkjusöfnuði í 22 ár og tekur við af Ólafi Skúlasyni 1. janúar næstkom- andi. Hann er kvæntur Kristínu Þórdisi Guðjónsdóttur og saman eiga þau þijú böm; Guðjón Davíð, Rannveigu Evu og Ingu Rut. -bjb Ólafur Skúlason biskup. Yfirburöakjör sr. Karls: Vonandi vís- bending um biskupsferilinn - segir Ólafur Skúlason „Ég óska séra Karli hjartan- lega til hamingju með frábæran árangur í kjörinu og vona að það verði vísbending um hvemig fer- ill hans verður sem biskup. Ég setti mig ekki mikið inn í kosn- ingaundirbúninginn. Var búinn að heyra að þeir sem best fylgd- ust með málum fyrir séra Karl reiknuðu með jafnvel rúmlega 100 atkvæðum þannig að þeir fóru ekki fjarri því,“ sagði herra Ólafúr Skúlason, fráfarandi bisk- up, við DV í gærkvöld um glæsi- legt kjör arftaka síns, séra Karls Sigurbjömssonar. Ólafur hefur sem kimnugt er upplifað súrt og sætt sem biskup yfir íslandi undanfarin átta ár, ekki síst í seinni tíö. Aðspurður hvaða heilræði hann heföi handa Karli í ljósi þeirrar reynslu sagð- ist Ólafur viija ræða við komandi biskup í einrúmi um slík mál. Kveö ekki bitur „Ég vona þaö svo sannarlega að þessi mikli meirihluti, sem haun fékk, verði til þess aö kirkjan sameinist að baki honum. Það er okkur bráðnauösynlegt. Þegar ég lít til baka er margt sem ég hefði svo sannarlega mikið vilja gefa til að ekki hefði komiö upp. En ég kveð ekki mitt starf í neinum bit- urleika. Það sem mæddi okkur hjónin og okkar fjölskyldu er þess eðlis að við reynum aö láta það ekki spilla fyrir okkur framtíð- inni,“ sagði Ólafur Skúlason. -bjb Frá talningu atkvæða í biskupskosningu sem fram fór í dómsmálaráðuneytinu sl. laugardag. Hér fer Þorsteinn Geirs- son ráðuneytisstjóri yfir úrslitin ásamt kjörnefnd. DV-mynd S Dagfari Móðursjúkar fegurðardrottningar Það er ekki allt tekið út með sældinni. Og ekki allt fengið með fegurðinni. Þetta mátti Harpa Lind Harðardóttir, fegurðardrottning ís- lands, reyna i Úkraínu. Þar var hún stödd á dögunum með stall- systram sínum frá öðram heims- homum til að taka þátt í alheims- fegurðarkeppni og þeir í Úkraínu vildu auðvitað fá sinn skerf af feg- urðinni og neituðu að samþykkja að stúlkumar færa heim á hótel þegar þeim var boðið á nætur- klúbb. Allt hefur þetta verið ítarlega rakið í fréttum og raunar lá við að þessi atburður yfirskyggði útfór Díönu, enda ekki á hverjum degi sem þarf að draga fegurðardísir út úr sturtubaði á hóteli til aö þær sýni sig. En þetta gerðist nu samt og það var þá sem stúlkumar, og meðal annars okkar eigin fegurðar- dís, drýgðu þá dáð að flýja frá Úkra- ínu við illan leik. Hún var nánast heimt úr helju og ef ekki hefði kom- ið til aðstoð finnskrar fegurðardís- ar og fmnska sendiráðsins hefði Harpa Lind eflaust þurft að dúsa í Úkraínu áfram að sæta því harð- ræði að vera boðið á næturklúbba og dansa við ókunnuga menn. Sú spuming er jafiivel áleitin hvort fegurðarmærin hefði nokkum tíma komist aftur til ætt- jarðarinnar, svo nær var að henni og stöllum hennar gengið þegar flóttinn mikli tókst. Samkvæmt áreiðanlegum frétt- um foður Hörpu Lindar fengu stúlkumar vart að matast meðan á dvölinni í Úkraínu stóð. Og þaö litla sem þær fengu var ekki mannafæða. í kálinu vora pöddur og maurar og líka í brauðinu og það þurfti í rauninni mikið þrek og úthald til að þrauka þessa vist af, ef marka má föður Hörpu Lindar, sem að vísu var ekki staddur í Úkraínu en hefur þetta eftir að- framkomnum stúlkunum. Sjálf var Harpa Lind öll í skor- dýrabiti og sumar stúlknanna höfðu fengið taugaáfall vegna þess álags sem fylgir því að vera svona fallegur og taka þátt í alheimsfeg- urðarkeppni en alvarlegasta atvik- ið var þó það að fulltrúi Englands varð mjög döpur þegar hún frétti af dauða Díönu, sem skiljanlegt er, og þegar ungfrú England varð döpur urðu hinar fegurðardrottningarnar auðvitað líka daprar, eins og skilj- anlegt er. í blöðum er þessi depurð útskýrð sem móðursýki og þegar fallegustu konur i heimi gráta og kjökra í móðursýkiskasti er úr vöndu að ráða og ekki von til að þær láti bjóða sér á næturklúbb undir þeim kringumstæðum. Og svo þegar innfæddir skilja ekki alvöruna í móðursýkinni og skilja ekki hvers vegna fallegar stúlkur koma ekki á næturklúbb er eðlilegt framhald á viðbrögðum þessara hugrökku og ráðagóðu kvenna að flýja land. Koma sér heim. Fara í burtu frá þessum vondu mönnum og pöddunum í kálinu og segja pabba frá því hvað allir séu vondir við þær. Þetta var spuming um líf eða dauða. Það mátti engu muna að þær kæ- must burt úr þessari lífshættu. Harpa Lind þurfti að sækja farang- ur sinn á hótelið og það tókst. Hún þurfti síðan að aka á miklum hraða til að ná flugvélinni sem beið sérstaklega eftir henni til. að forða henni úr lífshættunni. Það tókst. Harpa Lind komst úr landi vegna snarræðis síns og nokkrar aðrar stúlkur með henni. Hefur þeim hvarvetna verið fagnað sem hetjum. Þær dvelja nú í London. Ekki er þó enn vitaö hvort stúlk- umar hafa jafnað sig á móðursýk- inni. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.