Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1997, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1997, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1997 Jjír u I -I-J f c Heimskulegar hár- greiðslur Það eru margir að fárast yfir hártískunni þessa dag- ana. Brot af því sérkenni- legasta þar er hægt að sjá á http://www.collec- tive.com.au/dofe/tjdean/cart- er/stupid/stupid.html. Englar Sumir trúa því að englar vaki yfir okkur á nóttunni. Hvort sem menn trúa því eða ekki geta menn fræðst um englana á http: //www.aboutangels.com. „Beib" vikunnar Það eru margir áhugamenn til um faUegar konur. Einn þeirra velur í hverri viku eina konu sem honum finnst skera sig úr í fegurðinni. Slóðin á þá síðu er http: //mem- bers.aol.com/babewe- ek/index.html. Óhefðbundin kvenna- störf Þær konur sem vUja taka að sér störf sem ekki hafa talist hefðbundin kvennastörf, svo sem vörubílstjórar eða útkastar- ar á skemmtistað, ættu að skoða http://ww.access- il.com/iwttp/noutrad.htm. : Éff U: Barnsfæðingar Það er alltaf hátíðleg stund þegar bam fæðist. Allt sem tengist barnsfæðingum er að flnna á http: //www.child- birth.org. Afmæl- isdagar Hvaða fræga fólk á afmæli í dag? En á sama degi og maður sjálf- ur? Svör við þessu og ööru tengdu afmælisdög- um er að finna á http: //205.199.95.66/~cdog/bday.ht ml. Enid Blyton AUar upplýsingar um þennan sívinsæla bamabókahöfund er að finna á http://www.enid- blyton.co.uk. Samsæriskenningar Margar samsæriskenningar eru tU sem tengjast blessaðri pólitíkinni. En maður getur búið tU sína eigin á http://www.cjnet- works.com/~cubsfan/consp- iracy.html. Ingvar Sigurgeirsson, dósent við Kennaraháskólann, rekur leikjavef: Hjálpar mönnum að muna leikina AUir kannast við þessa sigUdu samkvæmisleiki sem farið er í í af- mælum, fríminútum, ferðalögum og jafnvel frjálsum tímum í skólum. Ef menn eiga í vandræðum með að muna slíka leiki er gott að fara inn á síðu Ingvars Sigurgeirssonar, dós- ents i Kennaraháskólanum, en þar hefur hann safnað saman um 300 leikjum sem hægt er að velja úr. Fyrir tveimur áfrum safn- aði Ingvar síðan þessum leikjum saman og með aðstoð Láru Stefáns- dóttur, sem þá starf- aði hjá Islenska menntanetinu, var þetta sett inn á vef- inn. Nemendur safna leikjum Ingvar segist hafa kennt í rúm 27 ár á öUum skólastigum og aUtaf haft áhuga fyrir alls kyns leikjum. „Ég bauð siðan upp á valnámskeið í Kennaraháskólanum sem var kaUað „Leikir sem kennsluað- ferð“. Þátttakendur áttu þar að safna leikjum saman í púkk og í lok námskeiðsins fengu nemendur allt sem safnað hafði verið.“ Ingvar segir að nám- skeiðið hafi verið vel sótt og í framhaldi af því fór hann að velta fyrir sér af hverju leikir væru ekki meira notaðir í skólum. „Niður- staðan varð sú að það væri eins með leiki og skrýtlur: Maður man þá ekki þegar á þarf að halda. Ingvar sagði þá hafa komið í ljós að þörf væri á hugmynda- banka sem kenn- arar gætu leitað tU. Þar væri hægt að finna leiki til að brjóta upp hefðbundna kennslu eða jafnvel nálgast við- fangsefni á nýjan hátt. Fleiri nám- skeið þá hefur Síðan Ingvar ir. Nú eru komnir um 300 leikir í leikjabankann og hann fer enn stækk- andi. „Ég hef einnig safnað saman tenging- um á erlenda leikja- banka og einnig á ég nokkrar umsagnir kennara um leiki sem verður bætt inn fljótlega," sagði Ingv- ar. Ingvar fær hins veg- ar ekki bara leiki frá nemendum. „Fólk getur sent leiki í gegnum heimasíð- ef það lumar á einhverju skemmtUegu. Viðbrögðin við því eru mun meiri en ég átti von á og ég hef nú fengið mUli 20 og 30 leiki á þennan hátt. ,, Jafnvel krakkar hafa verið að senda leiki sem þeir kunna.“ Einnig verður hægt að kynnast betur ýmsum söng- og hreyfileikjum. Ingvar sagði að Diddi fiðla hefði tekið að sér að skrifa út nótur fyrir söngleiki þannig að sá sem vill kynnast leikn- um getur fengið lagstúfinn leikinn. „Þetta er ótvíræður kostur fyrir kennara sem vUja kenna krökkum slíka leiki þar sem þeir lesa ekki aU- ir nótur,“ sagði Ingvar. 50 manns á dag Ingvar segir að viðbrögðin hafi verið ótrúleg. „Ég hef ekkert aug- lýst síðuna enn þá opinberlega. Samt sem áður hef ég fengið yfir 2.400 heimsóknir síðan ég setti síð- una upp. Það skoða allt að 50 manns siðuna á dag,“ sagði Ingvar. Leitarmöguleikar Að endingu sagði Ingvar að bráð- lega yrði boðið upp á leitarmögu- leika á vefnum. Þá er hægt að leggja inn fyrirspurnir um leiki á ákveðnu sviði, svo sem landafræði, ensku- kennslu o.þ.h. Slóðin á leikjabankann er http: //www.ismennt.is/vefir/leikir. -HI Biblian komin á Netið Ingvar Sigurgeirsson, dósent í Kennaraháskólanum og maóurinn á bak við leikjabankann. DV-mynd E.ÓI. haldið áfram að safna leikjunum saman með því að halda fleiri nám- skeiö á borð við þau sem hann lýs- Netútgáfan hefur nú sett Biblí- una á Netið. Þetta er í fyrsta sinn sem öU Biblían er til í tölvutæku formi þar sem allir geta fengið að- gang að henni en hingað tU hefur verið hægt að fletta upp í ákveðn- um ritningargreinum. Hið ís- lenska biblíufélag vann að þessu verki með Netútgáfunni. Netútgáfan tók tU starfa í janú- ar og hefur það að markmiði að gera bókmenntaverk aðgengUeg á Netinu eins og fram kom í DV í mars. Meðal þess sem þar er að finna nú auk Biblíunnar eru 13 ís- lendingasögur (þ.á.m. Njála, EgUs saga og Laxdæla), 13 fomaldasög- ur Norðurlanda (meðal annars Völsungasaga og Bósa saga og Herrauðs), fornkvæði (t.d. Völu- spá, Hávamál og LUja) og mUli 60 og 70 þjóðsögur. Biblían er þó langstærsta ritið sem útgáfan hef- ur gefið út hingað tU. I fréttatUkynningu frá Netútgáf- unni segir að búist sé við frekari samvinnu við Biblíufélagið í út- gáfumálum. Meðal annars er í undirbúningi að gefa út Apókrýfu- ritin. Einnig er ætlunin að halda áfram að gefa úr fornrit og forn- kvæði. Loks stefnir Netútgáfan að því að hasla sér vöU á nýjum svið- um, t.d. með því að gefa út nýrri bókmenntaverk eða erlendar þýð- ingar á íslenskum verkum. Slóðin á heimasíður Netútgáf- unnar er http://www.snerpa.is/net. -HI Skjámyndir af Díönu Menn minnast Díönu prinsepsu á Netinu með ýmsum hætti. Áður hef- ur verið minnst á minningarsiður og minningargreinar sem fólk skrifar um hana. En það era tU fleiri tölvu- vænar leiðir tU að minnast prinsess- unnar. Lengi hefur verið vinsælt að gera hreyfimyndir sem fara af stað ef tölv- an er tiltekinn tíma í gangi án þess að nokkuð sé unnið á hana (e. screensaver). Knattspymuunnendur hafa t.d. náð sér í nokkrar slíkar myndir af uppáhaldsleikmönnum sínum úr enska og ítalska boltanum. Nú eru slíkar myndir einnig komnar um Díönu. Þannig að nú er hægt að stUla tölvuna þannig að ef ekkert hefur verið unnið á tölvima í tUtek- inn tíma munu birtast hugljúfar myndir af Díönu prinsessu við hin ýmsu tækifæri. AUs er þarna á ferð 21 ljósmynd sem spannar tímann frá því hún trúlofaðist Karli Bretaprinsi aUt þar til skömmu áður en hún lést. Díana prinsessa var mikUs metin eins og fram hefur komið í fjölmiðl- um undanfarið. Margir muna eftir henni sem helsta fylgismanni barátt- unnar gegn eyðni og er meðal ann- ars hægt að sjá myndir frá heim- sóknum hennar til mjög veiks fólks á þessum skjámyndum. Þessi „screensaver" kostar ekki neitt og hægt er að ná í hann af Net- inu. Slóðin er http: //www.screensa- ver.com. Þar er einnig mikið úrval aUs kyns slikra skjámynda af ýms- um toga sem gaman getur verið að hafa. -HI 'i m n r _ J Yahoo! til Ástralíu og Nýja- Sjálands Yahoo! eru nú í auknum mæli farnir að setja upp leitarstöðvar sem leita eingöngu í síöum á vissum svæðpm. Ein slík er nú komin sem nær yfir Ástr- alíu og Nýja-Sjáland. Slóðin á síöuna er <B>http://www.yaho- o.com.au/<P>. Nú eru um 20.000 tengingar á síðunni og munu fleiri alltaf bætast við í hverri viku. Apple kaupir Apple hefur nú stigið skref í þá átt að vinna sig út úr þeim vandræðum sem fýrirtækið er í. Fyrirtækið hefur nú samþykkt að kaupa eignir fyrirtækis- ins Power Computing sem hefur fram- leitt eftirlíkingar af Machintosh tölv- um. Þetta er reyndar nokkuð sem reiknaö var með eftir aö Steve Jobs tók aftur viö fyrirtækinu. Hann starfar þó aöeins tímabundið meðan leitað er að nýjum forstjóra. Talsmenn Apple sögðust reyndar frekar hafa viljaö leysa máliö með því að fá hærri leyf- isgjöld en hafi hreinlega ekki átt ann- arra kosta völ en að kaupa leyfið aft- ur. Taliö er líklegt aö önnur fyrirtæki, sem búa til Machintosh-eftirlíkingar, eigi von á svipuöum viðskiptum. Netást í kvikmynd Ást á Netinu er aö verða heillandi efni fýrir kvikmyndagerðarmenn. Að minnsta kosti ætlar Þjóöverjinn Eckard Schmidt að fjalla um þetta fýrirbæri í næstu mynd sinni, Internet Love. Tök- ur hefjast í Hollywood f næsta mán- uði. Myndin mun fjalla um blaöamann í Los Angeles sem veröur ástfanginn af þýskri leikkonu í gegnum Netið. Þegar hún síðan kemur að heimsækja hann komast þau aö því að þau hefðu betur haldið sambandinu í tölvunni. Ekkert handrit veröur af myndinni held- ur verður leikiö af fingrum fram. Marokkó laðar að ferðamenn um Netið Marokkó hefur ákveðið að reyna að laða ferðamenn að landinu með hjálp Netsins. Þar verða upplýsingar um mest spennandi staði landsins, flug- leiðir, söfn og hótel. Síðan er á ensku, frönsku og þýsku. Þessi síða er þeg- ar komin á vefinn og varö til í kjölfar samkomulags milli feröamálaráðu- neytis Marokkó ogfýrirtækisins Web Development International. Slóðin á þessa síðu er <B>http://www.tourism- in-morocco.com/<P>. Deutsche Telekom stækkar Deutsche Telekom hefur aukið viö- skipti sín í netþjónustu töluvert. í ný- legum tölum kom fram aö T-Online, sem er netþjónusta Deutsche Tel- ekom, fékk 300.000 nýja viðskipta- vini fyrstu átta mánuði ársins. Einnig kom fram aö í júlf og ágúst var hringt að meöaltali 40 milljón sinnum á mán- uöi f T-Online. Fyrirtækið áætlar að auka þjónustu sína á næstunni. Til dæmis á að bjóöa upp á fþróttaút- sendingar um Netiö og einnig getur fólk náö sér í tónlist meö geisladiska- hljóðgæðum beint inn í tölvuna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.