Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1997, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1997, Side 21
MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1997 29 ^ J |_i 1/J£3JjJJjJ JJS 4C Ny tækni sem eykur öryggi i flugi: Rafrænt flugleiðakort fyrir flugmenn Bandaríska geimferðastofnunin (NASA) hefur ásamt flugumferðar- stjórn Bandaríkjanna verið að prófa undanfarið nýja tækni sem gæti sparað flugfarþegum drjúgan tíma og flugfélögum töluvert fé. Þessi tækni, sem kallast T-NASA, er í raun rafrænt vegakort fyrir flugstjóra. Þar er hægt að sjá stað- setningu vélarinnar sem og annarra véla. Kortið hjálpar flugmönnum að fljúga í gegnum slæmt veður og kanna flugvelli sem eru flugstjórum ekki kunnugir eða eru stórir og flóknir. Einnig er varað við hættum sem steðja að vélinni, t.d. ef flugvél er á sömu braut um vélina í mikilli snjókomu. Flugmenn fá upplýsing- amar á litlum skjá sem settur er á framrúðu vélarinnar. Vegur lagður fyrir vélina Dave Graeber, vísindamaður hjá NASA, skýrir tæknina þannig út. „Þessi skjár samræmir það sem sést á honum við það sem sést út um gluggann i flugstjórnarklefanum. Svo þetta er í raun eins og að vegur sé lagður fyrir flugvélina sem leiðir hana gegnum þokuna." Það sem hér er talið upp snýr allt að þvi að gera flugið öruggara og draga þannig úr dauðaslysum sem og að spara flugfélaginu peninga. Það er einnig hægt að gera vegakort af flugbrautinni með hjálp gervi- hnatta. Flugmaðurinn er því mun fljótari að stýra flugvélinni að rétt- um stað í byggingunni og því getur þetta verið mikill tímasparnaður fyrir farþegana. Mikill sparnaður Áætlað er að þessi búnaður geti sparað hverjum flugvelli 6-10 millj- ónir Bandaríkjadala á ári þar sem þetta dregur úr þrengslum á flug- völlum og öll umferð mun því ganga hraðar fyrir sig. Ekki er vanþörf á þar sem búist er við að umferð um bandaríska flugvelli aukist um þriðjung á næsta áratug. NASA vill ekki gefa upp hvað búnaðurinn kostar. Það verður hins vegar að teljast líklegt að ef þessar spár um sparnað reynast réttar verður hann fljótur að borga sig. -HI/CNN Leiðangri til Satúrnusar seinkar Mikil eftirvænting hefur ríkt meðal visindamanna vegna fyrir- hugaðrar ferðar til Satúrnusar. Ætl- unin er að kanna plánetuna að inn- an sem og hringi og tungl. Nú hafa komið upp erfiðleikar sem geta seinkað ferðinni um einhvern tíma en upphaflega átti geimferjan, sem ber nafnið Cassini, að fara í loftið 6. október. Einangrunarfrauð í aðalrými geimferjunnar rifnaði vegna loft- kælingar á skotpallinum fyrir rúmri viku, að sögn talsmanns bandarísku geimferðarstofnunar- innar. Því þarf að flytja flaugina aft- ur í flugskýli til að gera við skemmdirnar. Talið er að sú við- gerð taki að minnsta kosti viku. Geimferðastofnunin er í nokkru tímahraki því ef flauginni verður skotið eftir 4. nóvember mun það taka geimflaugina mánuði eða jafn vel nokkurra ára lengri tíma að komast að plánetunni vegna þess að skotpallurinn mun snúa það langt frá. Og ef þarf mikið eldsneyti til að komast á staðinn verður þeim mun minna eftir fyrir visindalegar rann- sóknir. Samkvæmt upprunalegum áætlunum átti flaugin að vera kom- in til Satúrnusar í júlí árið 2004. Geimferjan mun fljúga ríflega þrjá milljarða kílómetra í forinni. -HI/ ABCNEWS Samsettar brýr endast betur Brýr verða liklega smíðaðar á nokkuö annan hátt á næstu öld. Tvær nýjar brýr hafa verið byggðar í Bandaríkjunum, önnur í Ohio og hin í Virginiu. Það sem gerir þessar brýr sérstakar er að þær eru samsettar úr margvísleg- um einingum. Slíkar brýr eiga að vera margfalt sterkari en þær hefð- bundnu stál- og steypubrýr sem menn þekkja í dag. Brúin í Ohio er tvær akreinar og byggð algjörlega úr einingum. Hún var opnuð í síðasta mánuði í Butler-sýslu norðvestur af Cin- cinnatti. Þessi brú er afrakstur tveggja ára tilrauna í flugherstöð- inni í Dayton og þær þóttu sanna að slíkar brýr entust í a.m.k öld lengur en stálbrýr. Sett var tvöfalt lag af venjulegum borða sem er álíka þunnur og pappír á botn stál- og steypubita og það síðan beitt umtalsverðum þrýstingi. Bitinn þurfti 17 tonna þrýsting til að brotna sem er tæplega sex tonnum meira en sams konar biti án sam- setninga. Það sem setur þessar einingar saman er skrýtið efni. Það er mjög auðvelt að rifa það í sundur en þegar það er togað er ekki eins auðvelt að ná því í sundur. Annarri samsettri brú hefur ver- ið komið fyrir í Virginíuríki. Þar var brú sem farin var að láta á sjá endurbætt algjörlega með þessari samsetningartækni. Fylgst verður með henni á næstunni til að sjá hvernig hún stenst áhrif tima og umferðar. Þar sem þessi tækni er frekar nýtilkomin er ekki fullkomlega ljóst hvort þessar brýr eru betri þegar til lengri tíma er litið. Ef þetta tekst hins vegar eins og til er ætlast verður þetta sú tækni sem notuð verður í brúarsmíði á næstu öld. -m/CNN KVÖLD^OLI ri KOPAVOGS# Námskeiö á haustönn 1997 TUNGUMÁL Kennt er í byrjenda- KÖRFUGERÐ II ÚTSKURÐUR 4 vikna námskeið 20 kennslustundir framhalds- og talæf- Eplakarfa 9 vikna námskeið ingaflokkum. 3 vikna námskeið 36 kennslustundir WORD II og ENSKA 12 kennslustundir VIDEOTAKA POWER POINT 4 vikna námskeið DANSKA LEIRMÓTUN á eigin vélar I 20 kennslustundir NORSKA 6 vikna námskeið 1 viku námskeið SÆNSKA 25 kennslustundir 14 kennslustundir EXCEL FRANSKA ÍTALSKA SKRAUTRITUN FATASAUMUR fyrir byrjendur 4 vikna námskeið SPÆNSKA 8 vikna námskeið 6 vikna námskeið 20 kennslustundir ÞÝSKA 16 kennslustundir 24 kennslustundir KATALÓNSKA 10 vikna námskeið LJÓSMYNDUNI BÚTASAUMUR BRAUÐBAKSTUR 2 vikna námskeið 20 kennslustundir 3 vikna námskeið 6 vikna námskeið 10 kennslustundir ÍSLENSKA fyrir útlendinga 9 kennslustundir LJÓSMYNDUN II 24 kennslustundir JÓLABÚTASAUMUR GÓMSÆTIR bauna-, pasta- og 10 vikna námskeið 7 vikna námskeið 3 vikna námskeið grænmetisréttir 20 kennslustundir 24 kennslustundir 12 kennslustundir 3 vikna námskeið BÓKBAND SILFURSMÍÐI \ KÁNTRÝ-FÖNDUR 12 kennslustundir 10 vikna námskeið 9 vikna námskeið 6 vikna námskeið EIGIN ATVINNU- 40 kennslustundir 36 kennslustundir 24 kennslustundir REKSTUR GLERLIST TRÉSMÍÐI BÓKHALD 2 vikna námskeið 20 kennslustundir 10 vikna námskeið 9 vikna námskeið Smærri fyrirtækja GÖNGUFERÐIR 40 kennslustundir 36 kennslustundir 4 vikna námskeið VATNSLITAMÁLUN TRÖLLADEIG 24 kennslustundir Undirstöðuatriði fyrir göngufólk tekin fyrir 8 vikna námskeið 4 vikna námskeið VÉLRITUN *Kennt á áttavita 32 kennslustundir 16 kennslustundir 7 vikna námskeið 1 vikna námskeið KÖRFUGERÐI 3 vikna námskeið TRÖLLADEIG -JÓLAFÖNDUR 21 kennslustund TÖLVUNÁMSKEIÐ: 4 kennslustundir 12 kennslustundir 2 vikna námskeið WORD og WINDOWS 8 kennslustundir fyrir byrjendur Starfsmenntunarsjóðir ýmissa stéttarfélaga styrkja félagsmenn sína til náms í Kvöldskóla Kópavogs, t.d. BSRB, BHMR, SÓKN, VR og Starfsmannafélag Kópavogs.- Kennsla hefst 22. september Innritun og upplýsingar um námskeiðin 8.-18. september kl. 17 - 21 í símum 564 1507, 564 1527 og 554 4391 og á skrifstofu Kvöldskólans í Snælandskóla.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.