Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1997, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1997, Blaðsíða 34
42 MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1997 Afmæli Halldór Ásgrímsson Halldór Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra og formaður Framsóknar- flokksins, Brekkuseli 22, Reykjavík, er flmmtugur í dag. Starfsferill Halldór fæddist á Vopnafirði. Hann lauk prófi frá Samvinnuskól- anum 1965, prófi sem löggiltur end- urskoðandi 1970 og stundaði fram- haldsnám við Verslunarháskólana í Bergen og Kaupmannahöfn 1971-73. Halldór starfaði við endurskoðun frá 1970, var lektor við viðskipta- deild HÍ 1973-75, hefur verið alþm. fyrir Framsóknarflokkinn 1974-78 og frá 1979, var sjávarútvegsráð- herra 1983-91 og jafnframt sam- starfsráðherra Norðurlanda 1985-87 og dóms- og kirkjumálaráðherra 1988-89, og utanríkis- og utanríkis- viðskiptaráðherra og samstarfsráð- herra Norðurlanda frá 1995. Halldór var varaformaður Fram- sóknarflokksins 1980-94 og er for- maður flokksins frá 1994, sat i utan- rikismálanefnd 1977-78, í Norður- landaráði 1980-83 og frá 1991, for- maður Islandsdeildar Norðurlanda- ráðs 1982-83, í forsætisnefnd Norð- urlandaráðs frá 1991, í bankaráði Seðlabanka íslands 1976-83 og formaður þess 1980-83. Fjölskylda Halldór kvæntist 16.9. 1967 Sigurjónu Sigurðar- dóttur, f. 14.12. 1947, læknaritara. Hún er dótt- ir Sigurðar Brynjólfsson- ar skrifstofumanns og Helgu Schiöth húsmóð- ur. Dætur Halldórs og Sig- urjónu eru Helga, f. 19.12. 1969, bankastarfsmaður, gift Karli Otto Schiöth, og eru böm þeirra Linda Hrönn, f. 23.8. 1988, og Karl Friðrik, f. 31.7. 1996; Guðrún Lind, f. 15.7. 1975, háskólanemi; íris Huld, f. 2.10. 1979, verslunarskólanemi. Systkini Halldórs era Ingólfur, f. 7.1. 1945, skipstjóri á Höfn í Horna- firði; Anna Guðný, f. 2.7.1951, skrif- stofumaður í Reykjavík; Elín, f. 5.1. 1955, leikskólastjóri; Katrín, f. 10.5. 1962, garðyrkjufræðingur á Egils- stöðum. Foreldrar Halldórs: Ásgrímur Halldórsson, f. 7.2. 1925, d. 1996, kaupfélagsstjóri og framkvæmda- stjóri á Höfn í Homafírði, og k.h„ Guðrún Ingólfs- dóttir, f. 15.6. 1920, hús- móðir. Ætt Ásgrímur var sonur Hall- dórs, kaupfélagsstjóra og alþm. í Bakkagerði í Borgarfirði eystra, Ás- grímssonar, b. á Grund Guðmundssonar, b. á Nesi í Borgarfirði, Ás- grímssonar. Móðir Guð- mundar var Helga Þorsteinsdóttir, b. á Litlu-Laugum, Andréssonar og Ólafar, systur Helgu, langömmu Jó- hannesar, langafa Valgerðar Sverr- isdóttur, þingflokksformanns Fram- sóknarflokksins. Bróðir Ólafar var Friðrik, langafi Ólafs Hjartar, afa Ólafs Ragnars Grímssonar forseta. Ólöf var dóttir Jóns, b. í Reykja- hlíð, Einarssonar. Móðir Ásgríms á Grand var Ingbjörg Sveinsdóttir, b. á Snotranesi, Snjólfssonar og Gunn- hildar Jónsdóttur, b. í Höfn og ann- ars Hafnarbræðra, Ámasonar. Bróðir Jóns var Hjörleifur, langafi Jörundar, föður Gauks, umboðs- manns Alþingis. Móðir Halldórs kaupfélagsstjóra var Katrín Bjöms- dóttir, b. í Húsey, Hallasonar, og Jó- hönnu Björnsdóttur. Móðir Ásgríms kaupfélagsstjóra var Anna Guðmundsdóttir, b. á Hóli, Jónssonar, og Þórhöllu Steinsdóttur, b. á Borg, Sigurðssonar, ættföður Njarðvíkurættar yngri, Jónssonar. Móðurbróðir Halldórs er Amþór Ingólfsson yfirlögregluþjónn. Guð- rún er dóttir Ingólfs, b. á Skjald- þingsstöðum í Vopnafirði, Eyjólfs- sonar, b. í Fagradal, Guðmundar- sonar, b. á Fagranesi í Aðaldal, Bjömssonar, í Lundi, Guðmunds- sonar, bróður Páls, langafa Stefáns, afa Guðmundar Bjamasonar, vara- formanns Framsóknarflokksins. Móðir Guðrúnar var Elín Salína Sigfúsdóttir, b. á Einarsstöðum í Vopnafirði, Jónssonar. Móðir Sig- fúsar var Sigríður Sigurðardóttir, b. á Lýtingsstöðum, Jónssonar, b. á Ljósalandi, Jónssonar, ættföður Vakursstaðaættarinnar Sigurðsson- ar, föður Jóns yngra, langafa Katrínar, móður Gunnars Gunnars- sonar rithöfundar. Halldóra og Sigurjóna taka á móti gestum á Kjarvalsstöðum i dag kl. 17.00 og 19.00. Halidór Ásgrímsson. Kristinn Kristmundsson Kristinn Kristmundsson, skóla- stjóri Menntaskólans á Laugar- vatni, til heimilis að Bala á Laugar- vatni, er sextugur í dag. Starfsferill Kristinn fæddist að Kaldbak í Hranamannahreppi og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá ML 1957 og cand.mag.-prófi í íslenskum fræðum frá HÍ 1966 og prófi í upp- eldis- og kennslufræði við HÍ 1967. Á námsáranum kenndi Kristinn ma. á Laugarvatni, við Laugames- skólann í Reykjavík og við MR.. Hann var kennari við MR 1963-70 og hefur verið skólameistari á Laug- arvatni frá 1970. Kristinn sat í stafsetningarnefnd 1973-74, í skólanefnd Héraösskólans á Laugarvatni frá 1973, í stjórn íþróttamiðstöðvar Islands frá 1989 og hefur gegnt ýmsum nefndarstörf- um sem skólameistari Ásamt Þórleifi Bjarnasyni samdi hann ritið Sléttuhreppur, fyrram Aðalvíkursveit, Byggð og búskapur, Útg. 1971. Fjölskylda Kristinn kvæntist 1.12.1960 Rann- veigu Pálsdóttur, f. 25.5. 1935, hús- móður og starfsmanni við ML. Hún er dóttir Ara Páls Hannessonar og Rannveigar S. Bjamadóttur, bænda í Stóra-Sandvík í Sandvíkurhreppi. Börn Kristins og Rannveigar era Ari Páll, f. 28.9. 1960, forstöðumaður íslenskrar málstöðvar, búsettur á Seltjarnarnesi, kvæntur Sigrúnu Þorgeirsdóttur og eiga þau fjögur börn; Kristrún, f. 7.3. 1962, sýslu- mannsfulltrúi á Akranesi, maður hennar var Sigurvin Ólafur Snorra- son og eiga þau tvö böm; Sigurður, f. 4.4. 1966, prófessor við University of Missouri í St. Louis í Bandaríkj- unum en kona hans er Guðbjörg María Sveinsdóttir og eiga þau eitt bam;Jónína Guðrún, f. 26.5. 1968, íþrótta- og þýskukennari og sjálf- stæður atvinnurekandi, búsett í Reykjavík, sambýlismaður hennar er Jóhann Friðrik Valdimarsson og eiga þau tvö börn. Systkini Kristins era Jónína Guð- rún Kristmundsdóttir, f. 27.8. 1926, d. 1967, bóndi á Jaðri í Hruna- mannahreppi; Sigurður Krist- mundsson, f. 17.6. 1928, bóndi á Kot- laugum í Hrunamannahreppi; Guð- brandur Kristmundsson, f. 15.9. 1930, bóndi á Bjargi í Hrunamannahreppi og síðar starfsmaður Kaup- félags Ámesinga á Sel- fossi; Guðmundur Krist- mundsson, f. 15.9. 1930, bóndi í Skipholti i Hruna- mannahreppi; Gunnar Marvel Kristmundsson, f. 5.11. 1933, verslunarmað- ur hjá Kaupfélagi Árnes- inga, síðar starfsmaður hjá VÍS á Selfossi; Elín Kristmundsdóttir, f. 12.3. 1942, bóndi í Haukholtum í Hranamannahreppi. Foreldrar Kristins vora Krist- mundur Guðbrandsson, f. 1.5. 1897, d. 24.12. 1954, bóndi á Kaldbak, og k.h., Elín Hallsdóttir, f. 12.6. 1896, d. 20.6. 1942, húsfreyja á Kaldbak. Ætt Kristmundur var sonur Guð- brands, b. á Kaldbak, Brynjólfsson- ar, b. þar, bróður Katrínar, ömmu Halldórs Guðjónssonar skólastjóra. Brynjólfur var sonur Guðna, b. á Þverspymu, Brynjólfssonar, b. þar, Brynjólfssonar. Móðir Brynjólfs á Kaldbak var Katrín Jónsdóttir, ætt- föður Hörgslandsættar- innar, Magnússonar. Móðir Guðbrands á Kald- bak var Kristrún Brands- dóttir af Víkingslækja- rætt. Móðir Kristmundar var Jónína Gestsdóttir, b. á Gafli, Gamalíelssonar, b. þar, bróður Gests, afa Ei- ríks Einarssonar alþm. og Gests, föður Steinþórs, alþm. á Hæli. Gamalíel var sonur Gísla, b. á Hæli, Gamalíelssonar, bróður Jóns, afa Hcualds Matthías- sonar, fyrrv. íslenskukennara, föð- ur Ólafs Amar alþm.. Elin var dóttir Halls, b. á Stóra- Fljóti í Biskupstungum, Guðmunds- sonar, og Sigríðar Skúladóttur, alþm. á Berghyl, bróður sr. Jóns í Reykholti. Skúli var sonur Þor- varðs, prests á Prestbakka á Síðu, Jónssonar, prests á Breiðahólstað, Þorvarðarsonar. Móðir Skúla var Anna Skúladóttir. Móöir Sigríðar var Elín Helgadóttir. Tekið verður á móti gestum í sal Menntaskólans á Laugarvatni í dag, kl. 15.00-18.00. Kristinn Kristmundsson. Björn Vilmundarson Björn Vilmundarson, fyrrv. forstjóri, Flyðru- granda 8, Reykjavík, er sjötugur í dag. Starfsferill Bjöm fæddist í Reykja- vík. Hann lauk prófi frá Gagnfræðaskóla Reykja- víkur 1944, prófi frá Sam- vinnuskólanum 1945, stundaði framhaldsnám við Fircroft College í Birmingham 1947^48 og við College of Insurance í Björn Vilmundarson. London 1958. Björn starfaði hjá Al- mennum tryggingum 1945-47, hjá Samvinnu- tryggingum 1948-74, þar af skrifstofustjóri þar 1954 og í framkvæmda- nefhd 1955, var forstjóri Ferðaskrifstofu ríkisins 1974-76, fulltrúi hjá Is- biminum hf. 1978-79, rak eigið fyrirtæki 1979-80, skrifstofustjóri ÍSÍ frá ársbyrjun 1981 og starf- rækti síðan eigið fyrir- Steinunn G. Kristiansen - leiðrétting í afmælisgrein um Steinunni G. Kristiansen, sem birtist í helgar- blaði DV, féllu niður nöfn á fóst- urforeldram hennar og uppeldis- bróður. Fósturforeldrar hennar vora Þorsteinn Jósefsson, f. 11.3. 1893, d. 18.11.1942, bóndi i Umsvölum á Þingi, og k.h., Halldóra Jóhannes- dóttir, f. 24.1. 1893, d. 12.4. 1988, húsfreyja. Uppeldisbróðir Steinunnar er Jónas Jóhannsson, f. 1924, versl- unarmaður sem býr í Hafnarfirði. tæki í Reykjavík fram til síðustu áramóta. Bjöm átti sæti í stjóm Alþýðu- flokksfélags Reykjavíkur, í stjóm KR 1947 og 1949, í stjóm FRÍ 1956^68 og formaður 1967-68, í stjóm ÍSÍ, Ólympíunefndar íslands og i 17. júni nefnd í Reykjavík 1954-58. Hann hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir árangur í íþróttum og starf sitt að íþróttamálefnum, var sæmdur gullmerki KR, gullmerki ÍSÍ og heið- ursmerki FRÍ úr gulli. Fjölskylda Bjöm kvæntist 18.12. 1948 Sig- rúnu Bjömsdóttur, f. 26.11. 1927, bankafulltrúa. Foreldrar hennar: Bjöm Benediktsson, prentari í Reykjavík, og k.h., Guðríður Jóns- dóttir. Bjöm og Sigrún skildu 1967. Björn kvæntist 6.8. 1968, seinni konu sinni, Hólmfríði Snæbjöms- dóttur, f. 17.2.1936, lögfræðingi. For- eldrar hennar: Snæbjöm Sigurðs- son, bóndi á Grand i Eyjafirði, og k.h., Pálína Jónsdóttir húsfreyja. Böm Bjöms eru Ólöf B. Kvaran, f. 1948, kennari, búsett í Lúx- enmborg, gift Ragnari Kvaran flug- stjóra; Ingunn Guðríður, f. 1952, rek- ur bókhaldsþjónustu á Skagaströnd, gift Helga Magnússyni, fjármála- stjóra Skagfirðings hf; Jón Gunnar, f. 1959, viðskiptafræðingur; Ingólf- ur, f. 1963, viðskiptafræðingur; Þor- gerður, f. 1970, nemi í alþjóðasam- skiptum í Genf og London og inn- kaupastjóri hjá íslenskri erföagrein- ingu, gift Steinþór K. Kárasyni, nema í arkitektúr i Genf. Systkini Bjöms era Guðrún, f. 1925, húsfreyja í Steirmesi í Húna- vatnssýslu, gift Jósef Magnússyni; Vilhjálmur, f. 1929, fyrrv. deildar- stjóri hjá tollstjóranum í Reykjavík, kvæntur Rannveigu Jónasdóttur; Björgvin, f. 1934, bankastjóri Lcmds- banka íslands, kvæntur Sigurlaugu Pétursdóttur. Foreldrar Bjöms voru Vilmundur Vilhjálmsson frá Knútsborg á Sel- tjamamesi, f. 29.9.1899, d. 21.1.1962, stýrimaður á togurum og síðar stöðvarstjóri hjá Vörabílastöðinni Þrótti, og Ólafía Bjömsdóttir, f. 7.9. 1901, d. 18.10. 1974, húsfreyja í Reykjavík. Bjöm verður að heimcm í dag. DV Tll hamingju með afmælið 8. september 90 ára Anna Pálsdóttir, Öldugötu 47, Reykjavík. Bjöm Bjamason, Sæbóli, Hafnarfirði. 85 ára Kristinn Jónsson, Seljanesi, Ámeshreppi. Halldóra Ólafsdóttir, Þingskálum 12, Hellu. 80 ára Jóna Erna Sveinbjörnsdóttir, Tómasarhaga 31, Reykjavík. 75 ára Elísabet Pétursdóttir, Þúfubarði 12, Hafnarfirði. 70 ára Magnús Ágústsson, loftskeytamaður, flugleiðsögu- maður og flug- umsjónarmaður, Kelduhvammi 20, Hafnarfirði. Kona hans er Valgerður Axelsdóttir, starfsmaður íþróttahússins í Hafnarfirði. Magnús er að heiman. Þórunn Matthíasdóttir, Giljalandi 24, Reykjavík. Hartmann Antonsson, Vallholti 36, Selfossi. Grimur Magnússon, Króki, Villingaholtshreppi. Birna S. Bjömsdóttir, Hvassaleiti 14, Reykjavík. Martin J. Bevans, Staðarhvammi 1, Hafnarfirði. 60 ára Sjöfn Þórarinsdóttir, Hrlsmómn 1, Garðabæ. Guðmundur G. Magnússon, Steinahlíð Hrunamannahreppi. Jörgen Már Berndsen, Jöklaseli 25, Reykjavík. 50 ára Friðgeir Friðgeirsson, Álfheimum 28, Reykjavík. Kona hans er Sigríður Halla Jóhannsdóttir. Þau verða að heiman i dag. Heiður Gunnarsdóttir, Ásbúð 62, Garðabæ. Guðný A. Guðmundsdóttir, Steinagerði 3, Húsavík. Bára Guðnadóttir, Engihjalla 3, Kópavogi. Birgir Guðnason, Hringbraut 100, Keflavík. 40 ára Hafdis Júlía Hannesdóttir, Laufrima 1, Reykjavik. Amaldur A. Rögnvaldsson, Þverási 3 A, Reykjavík. Guðmundur Ómar Þráinsson, Fellsmúla 14, Reykjavik. Hjálmdís Hafsteinsdóttir, Mávahlíð 43, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.