Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1997, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1997, Qupperneq 40
Vinningstölur laugardaginn 8 18 21 31 37 Fjöldi Vinningar vinninga Vinningsupphœð I • SafS imr 0 3.867.284 2. 4 ats^ 2 346.280 3- 4 ofS 55 12.050 A- 3 a(s 2.197 700 Heildarvinningsupphœð 6.760.494 FRETTASKOTIÐ SIMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö ! hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 118550 5555 Frjálst,óháð dagblað MANUDAGUR 8. SEPTEMBER 1997 Bilun í Metró-vél: Hætt við flugtak Flugmenn Metró-vélar í eigu Flugfé- lags íslands hættu skyndilega við flug- tak frá Reykjavíkurflugvelli í síðustu viku vegna bilunar sem kom upp. Vél- in, sem áður var í eigu Flugfélags Norðurlands, var á leiðinni til Sauðár- króks. Engan sakaði en farþegamir urðu sumir hveijir skelkaðir. Páll Halldórsson, framkvæmdastjóri Flugfélags íslands, sagði við DV í gær- kvöld að bilun heföi komið upp í svo- nefndum bensíngjafarkapli. Flugmenn hefðu ekki tekið neina áhættu, eins og þeim bæri skylda til, og hætt við flug- takið. Metró-vélin, sem orðin er fjórtán ára gömul, komst að sögn Páls ekki strax í notkun þar sem panta þurfti varahluti erlendis frá. -bjb tv Veðurá Faxaflóasvæði næstu viku - samkv. tölum frá Veöurstofu íslands - Hitastig- á 12 tíma bill 14 c° 12 10 8 6 mán. þri. miö. fim. fós. | Vindhraði 12stig MACE A ÚKRAÍNUBA- 6ÚSKURNAR! L O K I Ófremdarástand í grunnskólanum á Suðureyri: Atta og níu ára börn sitja heima aldrei jafnslæmt ástand, segir skólastjóri Slæm staða er nú í grunnskólan- úm á Suðureyri. 12 böm I 3. og 4. bekk, þ.e. átta og níu ára, eru ekki enn byrjuð í skólanum vegna þess að ekki fæst kennari til að kenna þeim. Þau munu þó mæta í skólann í fyrramálið. Tekur soninn til Isafjaröar Burkni Dómaldsson, trésmíða- kennari á ísafirði, á níu ára dreng á Suðureyri. „Það fást engir kennarar til að kenna. Það era bara draumór- ar hjá sveitarfélögunum að halda að þau geti fengið kennara núna,“ sagði Burkni. Hann er að ihuga að taka son sinn með sér til ísafjarðar og láta hann ganga í skóla þar vegna ástandsins á Suðureyri. „Ég er reyndar þeirrar skoðunar að gáfulegast sé að flytja eitthvað af þessum krökkum til ísa- Öarðar," sagði Burkni. skólum á Vestfjöröum. Grunnskól- inn í Hnífsdal verður lokaður í vet- ur þar sem ekki fengust kennarar. Sá skóli hefur verið rekinn sem úti- bú frá grannskólanum á ísafirði og hafa sex til níu ára böm í Hnífsdal gengið í þann skóla. Þau eru nú keyrð til ísafjarðar á hverjum degi í skólann en þau era 18 talsins. Grunnskólinn í Hnífsdal lok- aöur Þetta ástand er ekki einsdæmi í Engin eftirspurn Magnús Jónsson, skólastjóri grunnskólans á Suðureyri, sagði í samtali við DV að hann væri mjög vel settur með fólk að öðra leyti en því að það vantaði þennan eina kennara. Hann viðurkenndi þó að ástandið hefði aldrei verið eins slæmt og nú. „Það var meira um það áður að væri hringt og spurt hvort stöður væra lausar fyrir leið- beinendur. Nú er síminn bara dauð- ur,“ sagði Magnús. Hann sagði að ákveðið hefði ver- ið að leysa málið með því að kenna þremur bekkjum saman í einu. í fá- mennum skólum úti á landsbyggð- inni er algengt að tveir árgangar séu saman í kennslustundum en yf- irleitt aldrei þrír. Magnús sagði að þetta væri neyðarúrræði en hann ætti von á því að það gengi upp. Bömin mundu mæta í skólann í fyrramálið og þeim yrði kennt á þennan hátt. Magnús telur aö framhaldið ráð- ist aö miklu leyti af því hvemig kjör nást fram handa kennurum í deil- unni sem nú stendur yfir. „Ég held að kjörin séu að svæla fólk út úr þessu,“ sagði Magnús. 20 segja upp á Isafirði Þess má geta að um 20 kennarar hafa nú sagt upp störfúm í grunn- skólanum á ísafirði vegna óánægju með launakjör. Burkni Dómaldsson telur að ef bæjaryfirvöld ræði ekki við þá kennara fljótlega komi þeir ekki aftur til starfa eftir verkfall. Hann segist jafhvel vita til þess að sumir þeirra hafi þegar fengið starf annars staðar. -HI Ragna Lóa Stefánsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, borin af velli eftir að hafa fótbrotnað illa í landsleik gegn Úkraínu í gærkvöld. Hermann Hreiðarsson, unnusti hennar og landsliðsmaöur, gengur viö hliö hennar. Sjá bls. 27. DV-mynd BG Veðrið á morgun. Kaldast norðaustan- lands A morgun, þriðjudag, er gert ráð fyrir norðvestankalda, skúr- um eða slydduéljum og hita á bil- inu 1 til 5 stig norðaustan til. Annars verður fremur hæg breytileg átt, skýjað með köflum og 7 til 12 stiga hiti. Veðrið í dag er á bls. 45. Lögreglumenn beittu mace-úöa til að róa hóp ungmenna á landsleik Is- lands og írlands á laugardag. DV-mynd www Bolti. Island - Irland: Beittu mace-úða Lögreglumenn beittu mace-úða gegn hópi ungmenna á landsleik ís- lands og írlands á Laugardalsvelli á laugardag. Um 20 ungmenni höfðu látíð nokkuð illa meðan á leiknum stóð. Hópurinn æstist enn frekar þegar tveir lögreglumenn komu upp í stúkuna undir lok leiksins. Lög- reglumennimir tveir tóku fram brúsa af mace-úða og úðuðu á ung- mennin og fengu nokkur þeirra úða í andlitið. Urðu þá enn meiri læti meðal ungmennanna og varð að kalla á aukalið lögreglu til að skakka leik- inn. Engin var handtekinn eftir has- arinn. „Mace-úði er með öllu hættulaus. Úðinn skapar óþægindi smástund en engin eftirköst. Það er margbúið að rannsaka það. Það era margir sem ragla þessu saman við táragas sem er hins vegar allt annað og get- ur valdið eftirköstum fyrir þá sem viðkvæmir era,“ sagði aðalvarð- stjóri lögreglunnar í Reykjavík, að- spurður um málið. -RR Ráðist á konu Ráðist var á konu inni á skemmti- stað við Laugaveg í fyrrinótt. Konan var flutt á slysadeild en meiðsl hennar reyndust minni hátt- ar. Málið er í rannsókn hjá lögreglu. -RR Harður árekstur Harður árekstur varð á gatnamót- um Grensásvegar og Miklubrautar á laugardagskvöld. Slökkvilið þurfti að beita klippum til að ná einum farþega út úr ann- arri bifreiðinni. Farþeginn var flutt- ur á slysadeild en meiðsli hans reyndust minni háttar. Báðar bif- reiðamar vora mjög illa famar eftir áreksturinn. -RR •JýaJ Cot3-i -Þýskt e&almerki iílheimar e i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i evarhöfba 2a Sími:52S 9000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.