Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1997, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1997, Síða 15
MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1997 15 Um Hamskiptinga Sá andsetni „Vér erum margir,“ segir andsetti maður- inn í Markúsarguð- spjallinu og summar þar með upp, nokkrum árum á undan áætlun, hið póstmóderníska ástand. Mögulega var maðurinn víkingur en þeir voru líka „marg- ir“ þar sem þeir skiptu hömum og hömuðust í bardögum. Hamskipti er afskap- lega skemmtilegt orð, það hefur annars vegar bókstaflega merkingu; að beinlínis skipta um ham eða húð, og hins vegar yfírfærða; að breytast, verða annar, svo notuð sé tilvistar- leg klisja. Hamskipti vísa líka svo ánægjulega í orðið hamingju (enda er hamingjusöm kona vissulega ekki bara hamslaus heldur bein- línis önnur) og sýnir þannig fram á hamingjuna sem er fundin í því að vera stöðugum breytingum undirorpin og geta brugðið sér í allra kvikinda líki. Að auki vísar það í annað þjóðsagnaorð, um- skipti, sem er ein af þessum hent- ugu skýringum á óþægum börn- um, þar sem góða barninu er skipt út fyrir illskeyttan álf. tekur á sig líki ann- ars manns I þeim til- gangi að komast að því hvort hann var dæmdur saklaus og Face/Off gerir ham- skiptin bókstafleg og áþreifanleg með því að tveir and- stæðingar taka á sig líki hins; þeir skipta um húð og ham. Það sem er eftirtekt- arvert við báðar myndir er að hvor- ug þeirra velur þá leið að einfalda hamskiptin niður í hreinar andstæður, því umskiptin ganga aldrei alla leið, né eru þau algerlega aftur-kræf; sá hamskipti ber ævin- lega í sér leifar af sínu fyrra sjálfi og/eða hamnum. Báðar myndirn- ar leggja á þetta ríka áherslu, þar- sem mennimir tveir í Lost Hig- hway virðast á endanum renna saman í einn (án þess þó að málið leysist nokkuð) og óvinirnir í Kjallarinn Ulfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur Hugmyndir sem þessar um margbreytt og mölbrotin sjálf vaða nú uppi sem aldrei fyrr eins og sést best í kvikmyndunum Lost Highway og Face/Off. Þar eru nýtt og endurunnin ævaforn minni um tvífara og hamfara, minni sem eru sérstaklega áhugavekjandi í því upplýsinga- og fjölmiðlasamfélagi sem nútíminn hefur búið okkur. Tíska og fegrunaraðgerðir, myndavélar og avatarar, allt á þetta sinn þátt í því að fjölfalda einstaklinginn, breyta honum og endurforma, þar til hann er marg- ur, líkt og sá andsetni. Lost Highway lýsir eins konar andsetningu eða umskiptum, þar sem dæmdur morðingi hreinlega Atriði úr myndinni „Face/Off“. - í þeirri mynd kemur inn mýtísk vídd á tvífaraminninu segir greinarhöfundur m.a. Face/Off taka að einhverju leyti á sig persónuleika hvors annars; eins og kemur skýrt fram í því að góði maðurinn tekur að sér son vonda mannsins - vonda manns- ins sem hafði drepið son hans(!). í þeirri mynd kemur inn goð- söguleg vídd á tvífaraminninu því vondi maðurinn, Castor, á bróður, Pollux, og heita þeir eftir grískum tvíburum sem urðu að stjörnum. Persónur og leikendur ruglast Og talandi um stjörnur; tvöfóld- unin heldur áfram þar sem það eru ekki bara persónur heldur leikarar sem ruglast. Leikarar eru jú þjóðflokkur sem beinlínis hefur atvinnu af þvi að taka hamskipt- um, umskiptast og tvöfalda sig, og í Face/Off var mjög greinilegt að það eru ekki bara vondi og góði maðurinn sem skiptast á hlutverk- um heldur eru leikararnir (og stjörnurnar) John Travolta og Nicolas Cage að leika hvor ann- an, líkt og text- inn minnir stöðugt á með vísunum 1 út- litseinkenni og stíl. Báðir þessir leikarar eru þekktir fyrir að leika mjög mis- munandi persón- ur og taka þann- ig á sig fjölmörg andlit... P.S. Og meðan Úlfhildur Dagsdóttir hamrar á tölvuna talar Úlfur í símann og Úlla fær sér bjór, en sjálf er ég bara umskiptingur niðri í kjallara. Úlfhildur Dagsdóttir „Hamskipti er afskaplega skemmtilegt orö, það hefur ann- ars vegar bókstaflega merkingu; að beiniínis skipta um ham eða húð, og hins vegar yfírfærða; að breytast, verða annar..." Skyggnst í skýrslu Davíðs Kjaraumræðan hefur ýmis mis- munandi blæbrigði eftir því hvaða stétt eða stéttir eiga í hlut, en eitt af einkennum hennar er saman- burðurinn, sumir hafa jafnvel gengið svo langt að segja að aðall kjarabaráttunnar sé einmitt sam- anburðarfræði hvers konar. Skatttaka og verðlag Ekkert er út af fyrir sig óeðlilegt við það að stéttir beri sig saman um starfskjör öll, launin sjálf þó fyrst og frémst. Oft er eðlilega lit- ið til ofurlauna samfélagsins og spurt í alvöru hvort einhver eða einhverjir séu verðir þeirra. Þetta gildir bæði hjá hinu opinbera, en ennþá frekar í einkageiranum þar sem hæst risa tindar ofurlauna, að ekki sé til margvíslegra hlunninda litið. Öll þekkjum við líka samanburðinn við launakjör í öðrum löndum og ekki óeðli- legt, þó auðvitað þurfi þar til allra átta að líta, ekki síst skatttöku og verðlags í viðkomandi landi. Þegar kemur að launakjörum eða rétt- ara sagt lífskjörum þeirra sem verða að miklu eða öllu leyti að eiga allt sitt undir ákvörðunum stjórnvalda þá virðist oft erfitt um marktækan samanburð við aöra, enda þar ver- ið á lægstu launaþrepum í landinu og alla vega engin leið að fmna samanburðarhópa með lægri laun. Löngum var þó lögfest að bætur almannatrygginga skyldu fylgja ákveðnum launataxta verkafólks og síðar vikukaupi verkafólks eins og það var orðað og þó á ýmsu gengi með framkvæmd alla var þó til staðar ákveðin lagaleg viðmið- un sem vísa mátti til í kjarabar- áttu þessara hópa, mikilvæg við- spyrna ef á dalnum harðnaði um efndir. Þessu undu stjórnvöld ekki og fengu úr gildi numið, einfald- lega til þess að geta látið geðþótt- ann einn ráða ef því væri að skipta. Þannig er nú eftir siðustu kjara- samninga, lágmarkslauna upp á 70 þús. kr. á mánuði, dagljóst hverj- um sem vita vill að umtalsverður munur er orðinn á lægstu launa- töxtum í landinu og bótum al- mannatrygginga s.s. þær geta hæstar orðið og skal þó ekkert dregið úr því að allnokkur hækk- un hefur orðið á þessum bótum nú á þessu ári og verður og í byrjun hins næsta. Samanburð r í óhag En þetta er þó aðeins hluti málsins, því fjarri fer því að allir lífeyris- þegar eigi þess nokkurn kost að hljóta hæstu bætur almannatrygginga. Tveir bótaflokkanna, svokölluð félagsleg aðstoð, eru aðeins fyrir einhleypinga og svo koma öll hin margvíslegu skerð- ingarákvæði inn og raska oft öllu jafn- vægi, hvort sem litið er til vinnutekna eða greiðslna úr lífeyris- sjóði. Kjör örorku- styrkþega eru svo sérkapítuli, sem brýn nauðsyn er að taka á, en samanburð- ur við kjör þeirra nú og í kringum 1970 hins vegar er þeim ótrúlega mikið í óhag og var þó ekki þar úr háum söðli að detta. Ástæðan einfaldlega sú að grunnlífeyri hefur verið haldið niðri, en bætur ör- orkustyrkþegans eru ein- ungis hlutfall af grunnlífeyri einum. Afleiðing þessara ofur lágu bóta hlýtur að verða aukin ásókn í 75% mat og fullar bætur skv. því, þannig að vafasamur er ávinningurinn fyrir ríkiskassann að halda svo niðri þessum kjörum. En svo að saman- burði í lokin. í fróðlegri saman- tekt í skýrslu forsætisráðherra okkai- á liðnum vetri um saman- burð lífskjara hér og á Norðurlöndum komu fram kjaratöl- ur, að hámarksfjár- hæð, örorkulífeyris- þega í Danmörku. It- rekað skal að um há- marksfjárhæð er að ræða. Danir skipta þessu í 4 stig. Hæsta stigið er fyrir 100% öryrkja 18-00 ára og þar er upphæðin 115.152 danskar krónur á ári. Annað stigið er fyrir 75% öryrkja 18-60 ára og 100% öryrkja 60-67 ára = 85.380 danskar krónur á ári. Þriðja stigið er fyrir 50% ör- yrkja og aðra er hafa takmarkaða starfsgetu 18-60 ára og þar er hámarkið 75.060 og fjórða stigið er fyrir þá sömu á aldrinum 60-67 ára og þá 63.804 danskar krónur á ári. Auðvitað ber hér að líta til allra átta og sannarlega eru þetta hámarkstölur, en segja þó sína sögu, ekki síst fyrir þá sem flokkast mundu undir örorku- styrkþega á landi hér. Og nú er bara að umreikna í is- lenskar krónur og fara í svolítinn samanburðarleik, sem auðvitað segir ekki alla sögu. En sam- kvæmt þessum tölum frá forsætis- ráðherra okkar er samanburður- inn okkur vægast sagt í óhag. Enn þarf því að mörgu að huga þegar litið er til lífskjara þessa fólks. Helgi Seljan „Afíeiðing þessara ofur lágu bóta hiýtur að verða aukin ásókn í 75% mat og fullar bætur skv. þvi, þannig að vafasamur er ávinning- urinn fyrir ríkiskassann að halda svo niðri þessum kjórum.“ Kjallarinn Helgi Seljan félagsmálafulltrúi Með og á móti Var frammistaða knatt- spyrnulandsliðsins gegn írum á laugardag ásættanleg? Atli Eövaldsson, þjálfari Fylkls og 21 árs landsliös Margt jákvætt „Þrátt fyrir ósigurinn var margt jákvætt við leikinn. ís- lenska liðið skapaði sér 4-5 ágæt mark- tækifæri, sem er mjög gott í leik með þess- um. Það skor- aði líka tvö mörk, sem ekki gerist á hverj- um degi. Leikmennirnir voru ákveðnir í að koma sér í sóknar- færi og létu ekki ódýrt mark ír- anna snemma í leiknum slá sig út af laginu. Nú kom jöfnunar- mark á besta tíma, í lok fyrri hálfleiks, en einmitt á þeim tíma hefur íslenska landsliðið oft feng- iö á sig mörk í gegnum tíðina. Menn misstu heldur ekki móð- inn þegar írar jöfnuðu og voru nálægt því að komast yfir á ný. Þaö neikvæða við leikinn er að írum voru gefin flögur mörk og slíkt er að sjálfsögðu ófært. En í öllum tilvikum var um að ræða mistök sem auðvelt er að laga, mistök sem Guðjón var búinn að leggja áherslu á að mættu ekki eiga sér stað.“ í sama lélega horfinu „Það er ekki hægt að vera ánægður eftir svona leik. Vörnin var slök og ég skil ekki þá leikað- ferð að spila flata vöm sem við ráðum ekki við. Krist- ján var ekki með á nótun- um í markinu og þeir Eyjólf- ur og Lárus voru slakir og ég hef ekki enn séð þá spila vel fyrir liðið. Siggi Jóns virkaði þungur og ég skil ekki Þórð Guðjónsson sem er vist að gera ágæta hluti í Belgíu. Hann eyðir öllu púðri í að nöldra 1 félögum sínum. Við eigum fullt af mönnum í þessari stöðu sem geta plumað sig betur en hann. Þá skil ég ekki valið á Bjarna Guðjónssyni í liðið og þetta ætt- armót sem Guðjón er að búa til. Bjami er góður leikmaður en er ekki tilbúinn í landsliðið. Við eigum menn á borð við Tryggva GuðmundsSon og Sigurvin Ólafs- son sem báðir eiga heima i byrj- unarliðinu. Ég var mjög óhress þegar tilkynnt var að ekki væri pláss fyrir Arnór Guðjohnsen í liðinu. Hann er búinn að spila manna best fyrir íslenska lands- liðið í mörg ár og aldurinn á ekki að skipta máli ef getan er til stað- ar. Mér fannst menn hræddir við að taka af skarið og spurning er hvort Guðjón sé ekki að setja of mikla pressu á leikmenn. Ég sé enga breytingu til batnaðar síðan Guðjón tók við liðinu af Loga. Liðið er í sama lélega horfinu og það var.“ -VS/GH Hafþór Sveinjóns- son, íþróttafrétta- maöur FM 95,7 og fyrrum varnarjaxl. Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekiö við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á netinu. Netfang ritsfjórnar er: dvritst@centrum.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.