Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1997, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1997, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1997 Neytendur Framleiðsla á lífrænni mjólk: Tryggir ákveðna heilsu og umhverfisvernd „Ég hef lengi gengið með þá hug- mynd í maganum að geta markaðs- sett vöruna sjálfur. Maður er kom- inn með ákveðna sérvöru sem er töluvert eftirspurð. Þvi er freistandi að vera ekki ein- göngu hráefnisframleiðandi, heldur fullvinna vöruna, koma henni á markað og vera þannig í betri tengslum við neytandann," segir Kristján Oddsson, bóndi á Neðra-Hálsi, en hann hefur fram- leitt lífræna mjólk með vottun frá íslensku vottunarstofunni Túni um nokkurt skeið. Tún gefur út vottorð til þeirra sem standast strangar FAGOR Fagor (Dvottavél 5 kg 800 snúninga A frábæru verði 39.900- stgr. ullarkerfi kerfi fyrir viSkvæman þvott nraðkerfi sjálfhreinsandi dæla ryðfrí stáliromla trefjabelgur fjórskipt sápuhólf • 13 þvottakerfi • 800-550 snúningar • sjálfvirkur vatnshæðastillir • skjálftavörn • áfangavinda • hljóðlát • framleiddar undir ISO 9001 gæðastaðli Margra ára reynsla UmboSsmenn um land allt Endursöluabilar: Rafmætti, Fjarðargötu 13-15, HafnarfirSi • Sigurður Ingvarsson, Sunnubraut 8, Garði • Rafstofan, Egilsgötu 6, Borgarnesi • Verslunin Kassinn, Ólafsbraut 55, Ólafsvík • Radíónaust, Geislagötu 14, Akureyri • Sveinn Guðmundsson, Lagarási 10, EgilsstöSum • Rafalda hf., Hafnarbraut 24, Neskaupsstað • GuSmundur Hallgrímsson, Sóltúni, FáskrúðsfirSi • Armann Jóhannsson, Logalandi, StöðvarfirSi • Rafnet, Markarlandi 15, Djúpavogi • Rafás, Austurbraut 6, Höfn-Hornafirði • Rás hf., Selvogsbraut 4, Þorlákshöfn • Jón Þorbergsson, Prestbakkakoti SíÖu, Kirkjubæjarklaustri • Geisli hf., Flötum 27, Vestmannaeyjum • Rafbær, Aðalgötu 32, SiglufirSi • Rafsjá, A&alstræti 21-23, Bolungarvík. RÖNNING Borgartúni 24 • Sími 562 4011 81 Kristján Oddsson, bóndi á Neöra-Hálsi í Kjós, hefur ásamt Hettu, Tertu, Elísu og öllum hinum kúnum framleitt líf- ræna mjólk sem er vottuð frá vottunarstööinni Túni frá því á síðasta ári. Kristján er með mjólkurbú í smíöum sem ætlað er fyrir framleiðslu á lífrænni, ófitusprengdri mjólk. DV-mynd Pjetur kröfur um lifræna matvælafram- leiðslu. Búið er ekki stórt, uppistaðan er mjólkurframleiðsla, 100.000 lítrar á ári, auk grænmetisræktunar, aðal- lega gulrætur og allt lífrænt. Kristján er að undirbúa stofnun eigin mjólkurbús þar sem hann mun framleiða ófitusprengda, líf- ræna mjólk. Samkvæmt gildandi lögum verður hann þó að gerils- sneyða framleiðsluna eins og er en hann vonast til að það geti breyst í framtiðinni. „Mjólkin verður ekki fitusprengd í framleiðslunni hjá mér og það ger- ir hana líka sérstaka. Ég hef þá skoðun að með gerilsneyðingu og fitusprengingu sé verið að rýra gildi mjólkurinnar sem fæðu. Ófitu- sprengd mjólk hjálpar til við að byggja upp og viðhalda ónæmiskerf- inu auk þess að vera bragðbetri. Ég tel gerilsneyðingu í matvælum ai- mennt komna út í öfgar og sé smám saman að koma í bakið á okkur í formi nýrra sjúkdóma.“ Hvað verður um lifrænu mjólk- ina í dag? „Hún fer í stóra pottinn hjá mjólkursamsölunni og nýtist ekki neytandanum nema óbeint. Ég fæ auk þess ekkert meira fyr- ir vöruna eins og ég geri kröfu um. Þetta gengur ekki upp nema við get- um tryggt okkur viðunandi verð því að framleiðsla hjá okkur er minni og dýrari en i hefðbundnum búskap auk þess sem hann er vinnufrekari. Upphafskostnaðurinn er nokkuð mikill en þegar allt er komið af stað ætti framleiðslan að verða ódýrari og varan að lækka í verði þegar til lengri tíma er litið. Ég mun væntanlega gerilsneyða mjólkina, pakka henni í neytenda- umbúðir og dreifa henni sjálfur.“ Tvö ár án tilbúins áburðar „Við fórum að hugsa um lífræna ræktun á jörðinni 1984 og höfum verið að síðan. Það var 1989 sem við markaðssettum fyrsta lífrænt rækt- aða grænmetið. Núna eru tvö ár síð- an við notuðum síðast tilbúinn áburð en fram að þeim tíma vorum við smám saman að trappa notkun- ina niður. Meðalbóndi eins og ég notar um 20 tonn af tilbúnum áburði árlega.“ Standa 100.000 lítrar undir rekstr- inum? „Já, með ákveðnu verði, 30 til 40% hærra en á venjulegri mjólk. Ég er að skoða hvort þetta sé mögu- legt, bæði tæknilega og fjárhagslega. Varan er lífræn sérvara, umhverfis- væn og verið er að skapa fram- leiðslu á matvælum til framtíðar. Það er ekki verið að nýta gæði nátt- úrunnar á kostnað framtíðarinnar. Með því að selja vöruna á hærra verði er í raun verið að staðgreiða fyrir verndun umhverflsins vegna framleiðslunnar. Neysla á lífrænum vörum felur líka í sér ákveðna heilsuvernd þar sem við teljum þessa vöru hollari auk þess að vera laus við öll aukaefni. Sú heilsu- vernd er þá líka staðgreidd í hærra vöruveröi." Eru það kostir lífrænu mjólkur- innar? „Já, auk þessa eru í henni öll þau náttúrulegu efni sem náttúran ætlast til að séu í henni. Þá hefur komið í ljós að frumuuppbygging á lífrænum vörum er öðruvisi en í öllum hefð- bundnum vörum þar sem notaður er tilbúinn áburður. Ég er ekki í vafa um að þetta hefur áhrif og þessir menningarsjúkdómar nútímans hafa allir ákveðnar ástæður þó að vís- indamenn séu ekki búnir að finna þær. Það má segja að eðli lífrænnar ræktunar sé svolítið dulræn. Það tekur tíma að komast að sannleikan- um,“ sagði Kristján að lokum. Framleiðslan á Neðra-Hálsi á ófitusprengdri, lifrænni mjólk verð- ur ekki tilbúin á markað fyrr í fyrsta lagi í janúar á næsta ári. -ST/RR Kr. 700 600 500 400 355 300 ------- 200 649 Big Mac-máltíð og stór kók - verösamanburður nokkurra Evrópulanda - b'V’ 273 118 100 l> »1^ Svíþjóð 170 ísland 55 Rússland 455 155 Noregur Big IVIac Stór kók 364 200 127 Þýskaland 127 Frakkland Máltíð af gerðinni Big Mac kostar mismikið eftir löndum. Áberandi er hvað verð á íslandi er hátt miðað við nágranna- lönd okkar í Evrópu. Verð á stórri kók, um það bil hálfum lítra, á veitingastað er líka nokkuð misjafnt eftir sömu lönd-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.