Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1997, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1997, Blaðsíða 37
MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1997 DV Rebekka Gunnarsdóttir. Rebekka í Eden Rebekka Gunnarsdóttir, lista- kona í Hafnarfírði, opnar sýn- ingu á verkum sínum í Eden í Hveragerði í dag. Þar sýnir hún vatnslitamyndir og glermyndir unnar úr listgleri, braeddu gleri og með steinum. Þetta er áttimda einkasýning Rebekku á vatnslitamyndum en önnur sýning hennar á glerverk- um. Sýningin stendur til 22. sept- ember. Tónleikar Ólafur Sveinsson á Lóuhreiðr- inu Ólafur Sveinsson myndlistar- maður opnar 1 dag sýningu á verkum sýnrnn á Kaffistofunni Lóuhreiðrinu í Kjörgarði á Laugavegi 59. Á sýningunni verða tréristur og einþrykk. Ólafúr hefúr lokið námi frá málunardeild Myndlistaskólans á Akureyri ásamt námsdvöl í Lathi í Finnlandi. Hann hefur áður haldið einkasýningar hér- lendis og tekiö þátt i samsýning- um bæði hér á landi og í Dan- mörku. Sýningin stendur út mánuð- inn og eru allir velkomnir. Jasskvöld á Blúsbamum Annað kvöld verður hitað upp fyrir Rúrek-jasshá- tíðina, sem haldin verður í næstu viku, með léttri sveiflu á Blúsbam- um. Þá mun kanadíska jasssöngkonan Tena Pal- mer syngja fyrir gesti við undirleik Þóris Baldurssonar píanóleikara. Á efhisskránni verður jafiit harður blús og sykursætar ballöður. Tón- leikamir hefjast klukkan 22. Tónlist September- tónleikar Sel- fosskirkju Tónleikar verða í Selfosskirkju annað kvöld eins og önnur þriðju- dagskvöld þessar vikumar. Bjöm Steinar Sólbergsson, organisti Ak- ureyrarkirkju, verður við orgelið að þessu sinni. Hann leikur meðal annars umritun á íslenskum döns- um eftir Jón Leifs og verk eftir C.M Widor, Edvard Grieg og Jo- hann Sebastian Bach. Tónleikamir byrja klukkan 20.30 og em innan við 50 mínútna langir. Aðgangur er ókeypis. Blaðamennskunámskeið í Norræna húsinu Námskeið í alhliða blaðamennsku fyrir unglinga á aldrinum 16 til 20 ára hefst 16. september í Norræna húsinu. Afrakstur námskeiðsins mun birtast í 5. tbl. Ozon, vestnor- rænu unglingablaði sem skrifað er af unglingum handa unglingum. Tímaritið er skrifað á dönsku og því er þetta ágætis tækifæri til að æfa sig að hugsa og skrifa á dönsku. Reyndir kennarar, blaðamenn og útlitshönnuðir sjá um að fag- mennskan sé í fyrirrúmi. Nám- skeiðið er allsherjarþjálfun í öllu sem viðvíkur útgáfu gæðatímarits. Það hefst þriðjudaginn 16. septem- ber og lýkur 6. nóvember, samtals 39 súrndir. Allir sem áhuga hafa á að kynn- ast heimi blaðamennskunnar eru velkomnir. Námskeiðið er ókeypis. Skráning og nánari upplýsingar veitir Árdís Sigurðardóttir verk- efiiastjóri i síma 551 7030 fýrir fóstu- daginn 12. september. Samkomur Áttunda starfsár Barnakórs Grensáskirkju Starfsemi Barnakórs Grensás- kirkju hefúr frá upphafi verið fjöl- breytt og mikil. Hlutverk kórsins er að hvetja sóknarbörn til söngs og kynna fýrir þeim kirkjulega tónlist. Kórinn tekur þátt í guðsþjónustum og syngur á stórhátíðum kirkjunn- ar. Einnig kemur hann fram á ýms- um mannamótum og hefur farið í ógleymanlegar söngferðir, í sumar Norræna húsið. sem leið í Páfagarð. Stjómandi kórsins frá upphafi er Margrét J. Pálmadóttir en í vetur starfar söngkonan og tónmennta- kennarinn Helga Loftsdóttir einnig með kómum. Öflugt foreldrafélag tekur þátt í starfi kórsins og er nýr formaður þess Margét Sigurðardóttir. Kórstarfið hefst á morgun klukk- an 17 og er enn pláss fyrir félaga 6 til 11 ára. Æfmgar em tvisvar sinn- um í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum. Norðan- og norðvestanátt í dag er spáð norðan- og norðvest- an átt, hvassri austanlands en held- ur hægari um vestanvert landið. Slydda verður eða rigning en snjó- koma til flalla norðan- og norðaustanlands en skýj- að með köflum sunnan- og vestan- lands. Hiti verður á bilinu 2 til 11 stig að deginum en víða næturfrost. Veðrið í dag Veörió kl. 12 á hádegi: Akureyriúrkoma í grennd 14 Akurnes skýjaö 12 Bergsstaóirúrkoma í grennd 12 Bolungarvík rigning 7 Egilsstaöir rykmistur 15 Keflavíkurflugv. skúr 10 Kirkjubkl. léttskýjaó 13 Raufarhöfnskýjaó 15 Reykjavík rigning 10 Stórhöföirign. á síö. klst. 10 Helsinki léttskýjaö 17 Kaupmannah. hálfskýjaö 17 Ósló skýjað 18 Stokkhólmur skýjaó 16 Þórshöfn skúr á síö. klst. 13 Amsterdam hálfskýjaö 18 Barcelona léttskýjaö 27 Chicago þokumóöa 18 Frankfurt skýjaö 19 Glasgow skýjaö 17 Hamborg skýjaö 18 London skýjaö 19 Lúxemborg skýjaö 16 Malaga mistur 27 Mallorca léttskýjaó 30 París skýjaö 19 New York hálfskýjað 19 Orlando skýjaö 23 Nuuk snjók. á síö. klst. 2 Vín rigning 21 Winnipeg heiöskírt 13 Edda og Davíð eignast lítinn dreng Edda Rósa og Davíð Adam litli 15 merkur og eignuðust lítinn dreng 4. var 52 sentímetrar að júlí klukkan ___________ lengd. fæðíngu Vvó Barn dagsins Þokkagyöjan Sandra Bullock. Speed 2 Kvikmyndin Speed 2 er enn sýnd í Bíóhöllinni. Anna Porter (Sandra Bullock) fer ásamt tilvonandi eiginmanni sínum, Alex Shaw (Jason Pat- rick), í skemmtisiglingu um Karíbahafið á risastóru skemmti- ferðaskipi. Þegar í upphafi ferð- arinnar fer margt óskiljanlegt að gerast. Siðan kemur i ljós að einn farþeganna (Willem Dafoe), sem er tölvusnillingur, hefur óhreint mjöl í pokahorninu. Hann er staðráðinn í að þetta Kvikmyndir verði ekki nein skemmtiferð fyr- ir farþegana og vinnur skemmd- arverk á tölvustýrðum stjórn- búnaði skipsins svo það siglir stjómlaust áfram. Tölvusnilling- urinn hefur líf farþeganna í hendi sér því hann stýrir skip- inu í gegnum tölvu og getur gert hvað sem honum sýnist varðandi stefnu og stjóm skipsins. Nýjar myndir: Háskóiabfó: Bean Laugarásbíó: The Shadow Conspiracy Kringlubíó: Addicted to Love Saga-bíó: Tveir á nippinu Bíóhöllin: Face/Off Bíóborgin: Face/Off Regnboginn: Addicted to Love Stjörnubíó: Blossi Krossgátan I Lárétt: 1 áður, 7 inn, 9 bráðræði, 10 kroppaö, 11 viðvíkjandi, 12 sljór, 15 yfirhöfh, 16 lærði, 18 strax, 20 hand- sama, 21 íþróttafélag, 22 algengar. Lóðrétt: 1 uppgötvim, 2 munda, 3 hræddur, 4 grjót, 5 skordýrin, 6 kaf- mæði, 8 bor, 13 tóma, 14 yndi, 15 rit, 17 fúgl, 19 frá. Lausn á síöustu krossgátu. Lárétt: 1 kvendi, 8 loga, 9 ála, 10 em, 11 fall, 13 seinn, 15 at, 16 skeinu, 18 al, 20 iðaði, 21 varir, 22 an. Lóðrétt: 1 klessa, 2 vor, 3 egni, 4 nafnið, 5 dá, 6 ill, 7 valt, 12 annar, 14-»~ ekla, 15 auða, 17 eir, 18 vin. Gengið Almennt gengi LÍ 05. 09. 1997 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollqenai Dollar 72,110 72,470 71,810 Pund 114,360 114,940 116,580 Kan. dollar 52,120 52,440 51,360 Dönsk kr. 10,4410 10,4960 10,8940 Norsk kr 9,6590 9,7120 10,1310 Sænsk kr. 9,2030 9,2530 9,2080 Fi. mark 13,2910 13,3700 13,8070 Fra. franki 11,8100 11,8770 12,3030 Belg. franki 1,9240 1,9356 2,0108 Sviss. franki 48,1700 48,4300 48,7600 Holl. gyllini 35,2800 35,4900 36,8800 Pýskt mark 39,7500 39,9500 41,4700 ít. líra 0,040760 , 0,04102 0,04181 Aust. sch. 5,6460 5,6810 5,8940 Port. escudo 0,3917 0,3941 0,4138 Spá. peseti 0,4710 0,4740 0,4921 Jap. yen 0,595500 0,59910 0,56680 írskt pund 106,340 107,000 110,700 SDR 96,890000 97,47000 97,97000 ECU 78,0100 78,4800 80,9400 Simsvari vegna gengisskráningar 5623270 «- _

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.