Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1997, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1997, Blaðsíða 36
44 MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1997 Guðhræddir gráta „Það hefur ekki farið fram hjá neinum að kirkjan er í deiglu erfiðrar reynslu. Erfið mál hafa komið upp, svo mein- fýsnir hafa skemmt sér konung- lega en guðhrætt fólk grátið." Inga Huld Hákonardóttir í DV. Ummæli Afleiðing lé- + legrar stærð- fræðikennslu? „í hvaða þrönga hring þessi æðsti stjórnmálamaður þjóðar- innar hreyfir sig er mér hrein- asta ráðgáta. Að það skuli fara fram hjá honum að stór hluti fólks lifir við hungurmörk er vissulega athyglisvert. Getur þetta verið afleiðing af lélegri stæröfræðikennslu?" Þorsteinn B. Sigurðsson í Mbl. Hræsni „Auðvitað er merkilegast við hið sviplega fráfall prinsess- ^ unnar hve rækilega hefur opin- berast alls konar hræsni sem viðgengst í voru nútímaþjóðfé- lagi.“ Illugi Jökulsson í Degi- Tímanum. Matej Gaspar, fimm milljarðasti jarðarbúinn. Fimm milljarð- asti jarðarbúinn íbúum jarðarinnar fjölgar um 223.285 á dag eða 155 á mínútu. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna tilnefndi Matej Gaspar, f. 11. júlí 1987 í Júgóslavíu, fimm milljarð- asta íbúa hnattarins, var það táknræn athöfn. Blessuð veröldin Lægsti her- skyldualdur Francisco Macias Nguema, for- seti Miðbaugs-Gíneu, gaf í mars 1976 út lög um herskyldu allra sveina á aldrinum 7 til 14 ára. Þeir foreldrar sem neita að af- henda syni sína „verða fangels- aðir eða skotnir". Mesti vaðall Daddy Freddy hreytti út úr sér 346 atkvæðum á 60 sekúndum á Capitol-útvarpsstöðinni í Covent Garden í London 23. júní 1989. Hjólreiðaleiðir í Reykjavík Mest gaman að leika við barnabarnið „Ég hef unnið í 13 ár hjá Út- varpinu, síðustu árin sem dag- skrárstjóri rásar 1. Þetta er fyrst og fremst skipulagningar- og stjórnunarstarf, ekki ólíkt starf- inu sem ég er að taka við,“ segir Margrét Oddsdóttir, nýráðinn yf- irmaður menningarmála í Ríkis- útvarpinu. „Ég þekki starfsemi Ríkisút- varpsins afskaplega vel. Undir menningarsviðið falla leikritin, bókmenntir og ýmsir þættir og umfjöllun innan þessa sviðs, sem er náttúrlega stór hluti af dag- skrá rásar 1. Starfið leggst af- skaplega vel í mig og ég hlakka til að takast það á hendur. Ég þekki allt samstarfsfólkið og við stefnum að því að búa til góða og metnaðarfulla dagskrá. Það er svo gott og skemmtilegt fólk hér á Útvarpinu. Svo fáum við að gera hluti sem aðrir fjölmiðlar eru ekki að gera eins og að vinna list- rænt efni.“ Margrét er með BA-próf frá Há- skóla íslands, í latínu að aðalgrein og ensku sem aukagrein. Auk þess hefur hún bætt við sig i grískri og rómverskri menningarsögu. Margrét er alin upp í Vík í Mýr- Margrét Oddsdóttir. Maður dagsins dal en fór 13 ára til Reykjavíkur í skóla. Eiginmaður hennar er Hörður Filippusson, lífefnafræð- ingur og dósent við Háskóla Is- lands. Þau eiga tvær uppkomnar dætur, Helgu, sem er með BA- próf í heimspeki, og Þórunni sem er kennari. „í tómstundum mínum þykir mér mest gaman að leika við barnabarnið sem heitir Una og er fjögurra ára. Ég hef mjög gaman af matargerð. Svo sæki ég reglulega tónleika, fer í leik- hús og oft á málverkasýningar. Ég er mikill listunnandi. Heima hlusta ég mikið á klassíska tón- list. í seinni tíð er ég auk þess farin að hlusta meira á djass. Ég lærði það hérna á Útvarpinu. Þá hef ég ógurlega gaman af að ferð- ast og hef haft tækifæri til þess, einkum á siðustu árum. Mér finnst sérstaklega gaman að drekka í mig andrúmsloftið í gömlum menningarborgum í Evrópu. Ég er nýkomin frá Búdapest og svo er tiltölulega stutt síðan ég fór til Rómar. Göngutúrar um þessar gömlu borgir þykja mér mjög skemmtilegir. Ég dvaldi í Cambridge fyrstu sex mánuði þessa árs. Maðurinn minn var að vinna þar og ég sótti námskeið, meðal annars í grískri listasögu." -VÁ „...með und- arlegum vindmgum og flæktum setníngum" Á 95. aldursári Halldórs Lax- ness hefur verið efnt til marg- víslegrar umfjöllunar um skáld- ið og verk hans á vegum Vöku- Menning Helgafells og Laxnessklúbbsins. Þar á meðal er röð fyrirlestra í Norræna húsinu. Fimmtudag- inn 11. september halda Guðrún Ingólfsdóttir bókmenntafræð- ingur og Margrét Guðmunds- dóttir málfræðingur fyrirlestur sem þær nefna: „...með undar- legum vindíngum og flæktum setníngum" þar sem þær ræða um ýmis atriði í orðanotkun Halldórs Laxness. Erindið hefst klukkan 17.15 og er öllum opið og aðgangur er ókeypis. Þetta er fimmti fyrirlesturinn sem efnt er til í tilefni af afmælisári skáldsins og hefur verið hús- fyllir í öll skiptin. Bridge Bandaríkjamaðurinn Paul Soloway var skynsamur þegar hann ákvað að dobla ekki fjögurra spaða samning NS, þrátt fyrir að tromplit- urinn lægi í hel. Ef hann hefði gert það er líklegt að sagnhafi hefði get- að landað heim 10 slögum. Sagnir gengu þannig, vestur gjafari og NS á hættu: 4 Á64 «4 62 ♦ Á7543 ♦ G94 4 KG853 4» 109 ♦ KD62 * D6 4 D10972 «4 ÁK75 ♦ 10 * ÁK3 vestur norður austur suður 2 4» pass pass 2 4 pass 3 4 pass 4 4 p/h Félagi Soloways, Bobby Goldman, sem sat í vestur, opnaði á tartan- sagnvenjunni 2 hjörtu (veikt með sagðan hálit og annan láglitanna til hliðar). Útspil vesturs var lauffimma. Nía blinds kostaði drottningu hjá Soloway og sagnhafi drap á ás. Sagnhafí hafði enga hug- mynd um hina slæmu tromplegu, spilaði strax spaða á ásinn og gat eftir það ekki fengið nema 9 slagi. Ef Soloway hefði doblað hefði sagn- hafi getað fundið vinningsleiðina: trompa tígul heima og trompa þriðja hjartað með spaðaásnum. Þá hefði sagnhafi fengið slagi á laufás og gosa, ÁK í hjarta, spaðaás, tígulás, þrjár tígultrompanir og spaðadrottninguna í lokin. Það eina sem sagnhafi þarf að passa er að taka fljótlega annan slag sinn á lauf- ið áður en austur fær tækifæri til að handa laufi. ísak Örn Sigurðsson 4 - 44 DG843 4 G98 * 108752

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.