Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1997, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1997, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1997 9 Utlönd Þúsundir syrgja móöur Teresu í Kalkútta á Indlandi: Forsætisraðherrann líkti henni við Gandhi Þúsundir syrgjenda stóðu klukku- stundum saman í biðröðum í rign- ingu og kæfandi hita í Kalkútta í gær til að geta vottað móður Teresu virðingu sína. Trúarregla hennar tilkynnti að útför hennar færi fram á laugardag- inn kemur, 13. september. Kumar Gujral, forsætisráðherra Indlands, var meðal þeirra fyrir- manna sem gengu fram hjá líki litlu nunnunnar þar sem það liggur í kirkju heilags Tómasar í Kalkútta. Ráðherrann líkti móður Teresu við Mahatma Gandhi, andlegan leiðtoga sjálfstæðisbaráttu Indverja. Móðir Teresa lést úr hjartaslagi á föstu- dag, 87 ára. „Við höföum Gandhi á fyrri hluta aldarinnar til að sýna okkur leiðina til að beijast gegn fátækt og á síðari helmingi hennar sýnir móðirin okk- ur leiöina til að starfa fyrir þá fá- tæku,“ sagði Gujral við fréttamenn. Grátandi konur með hvita blómakransa gengu í röðum í gegn- um kirkjuna og krupu sumar þeirra við glerkistuna sem lík móður Ter- esu er í. Margir þeirra sem biðu eftir að komast inn i Tómasarkirkjuna, sem er í hjarta viðskiptahverfis Kalkútta, komu úr griðarlega stórum fátækrahverfum borgarinn- ar þar sem móðir Teresa starfaði mikið. Fyrir það starf hlaut hún friðarverðlaun Nóbels, auk viður- nefnisins „dýrlingur göturæsanna". Útför móður Teresu verður gerð með viðhöfn sem sæmir þjóðhöfö- ingjum og háttsettum stjórnmála- mönnum á Indlandi. Hún verður jarðsett í höfuðstöðvum trúarreglu sinnar sem hún stofnaði fyrir hartnær hálfri öld. Indverska stjómin hefur lýst yfir þjóðarsorg daginn sem útför móður Teresu fer fram. Engar opinberar skemmtanir fara fram þann dag og fánar verða dregnir í hálfa stöng. Reuter Geimfarar í Mir hvíla sig Áhöfhin um borö í rússnesku geimstöðinni Mir hvíldi sig í gær eftir sex klukkustunda langa geimgöngu á laugardag þar sem reynt var að gera við skemmdir á stöðinni. Þeim Anatólí Sólovjov og Michael Foale, sem er í Mir á vegum bandarisku geimferða- stofnunarinnar, tókst að stilla af sólarfleka svo hægt verði að framleiða meira rafmagn en þeir fundu ekki gat á geimstöðinni eftir árekstur við birgðaflaug í sumar. Reuter Isabella Darras frá Grikklandi var kjörin ungfrú Evrópa í Kænugarði í Úkraínu á laugardagskvöld. Fjöidi keppenda, þar á meðal ungrfrú Island, hafði stungið af og tók ekki þátt í keppninni. Símamynd Reuter /ið bjóðum. • Ótakmarkaöan aðgang að Internetinu fyrir 1.490 kr. á mánuði. • Fyrsta mánuðinn ókeypis. • Efcfcert skráningargjaltl. • Ókeypis geisladisk. með hugbúnaði, leihjum og hennslu á Internetið. • Þú ftemur með tölvuna og við setjum Internetið inn á } hana óheypis. »v> 4* islandia internet Krókhálsi 6 • Sími 750 5000 Vegna mjög hagstæðra samninga við alþjóðlegu innkaupakeðjuna UNITED getum við nú boóið vönduð sjónvarpstæki á áður óþekktu „gjafverði". verðlækku n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.