Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1997, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.07.1997, Blaðsíða 6
RITSTJÓRNARGREIN ISLAND HF. Magnús Pálmi Örnólfsson hagfræðingur kemst að þeirri niðurstöðu - í afar fróðlegri grein í þessu tölublaði Frjálsrar verslunar - að heildarkvóti tíl útgerða í landinu sé að verðmætí um 200 milljarðar króna. Hann bætir því við að ef hlutafélagið Island hf., þar sem hver landsmaður ættí einn hlut, hefði yfirráðarétt yfir þessum kvóta væri verðmætí hvers hlutar um 740 þúsund krónur. Með öðrum orðum; hver Islendingur ættí kvóta í hinni „sameiginlegu auðlind” upp á 740 þúsund krónur! Vissulega hefur áður verið horft á kvótamálin út frá því sjónarhorni að hver landsmaður ættí hlut í kvótanum og gæti jafhvel fengið það skriflegt. Það er hins vegar sláandi hve upphæðin er há - 740 þúsund á hvert mannsbarn - eða tæplega 3 milljónir á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Við svona tölur hljóta flestir að spyrja sig hvort það sé réttlátt og hagkvæmt að stjórnvöld afhendi útgerðum svo mikil verðmæti á silfúr- fatí - endurgjaldslaust - ár eftír ár. A meðan stjórnvöld gefa útgerðar- mönnum kvótann eru útgerðarmenn sjálfir ekki svo grænir í fjármálum. Engum útgerðarmanni dettur í hug að gefa öðrum útgerðarmanni kvóta! Hann selur hann - að sjálf- sögðu! Ekki eitt andartak veltír hann því fyrir sér hvort útgerðin, sem kaupir af honum, hafi ráð á kaupunum. Fær hann borgað? Annað þarf hann ekki að vita. Síst af öllu skjóta upp í kollinum á honum orð formanns síns, Kristjáns Ragnarssonar, til stjórnvalda um að útgerðir eigi ekkert fé tíl að greiða fyrir kvótann og sú greiðsla sé óréttlát Sem útgerðar- maður kæmist hann lítíð áleiðis í viðskiptum ef hann hugsaði þannig. Enda þarf hann þess ekki - markaðurinn segir annað. Markaðurinn sýnir mildl viðskiptí með kvóta. Fram kemur í áðurnefndri grein Magnúsar Pálma Örnólfs- sonar hagfræðings að Norðlendingar hafi bætt við sig kvóta frá öðrum kjördæmum og greitt fyrir hann um 14,5 milljarða króna á núvirði. Önnur kjördæmi hafa ekki misst kvóta sem því nemur - heldur selt. Kvóti streymir því á milli landshluta og leiðin liggur norður í þeim efiium - þótt straumur fólks liggi að visu i gagnstæða átt; suður. Höfúðborgarsvæðið þenst út og svo verður áfram hvernig sem málum háttar á fisk- og kvótamörkuðum. Meirihlutí þjóðarinnar er fylgjandi veiðileyfagjaldi, samkvæmt skoðanakönn- unum. Margir eru að vísu hlutlausir. Oft má heyra fólk segja að gjald fyrir veiði- leyfi sé réttlátt en aðferðafræðin sé óljós. Með öðrum orðum: Alltaf sé verið að ræða um réttlætí og hagkvæmni veiði- leyfagjalds en það vantí úrskýringar á aðferðinni, eins og hvers konar gjald og hvernig því verði komið á. Þetta er á margan hátt rétt. En á aðferðafræðin að taka réttlætínu fram? Og er svo erfitt að finna aðferð tíl að selja veiðileyfi? Að minnsta kostí gengur útgerðarmönnum sjálfúm ekki svo illa að leigja og selja kvóta. Aðferðafræðin vefst ekki fyrir þeim. Um það vitnar sala og leiga á kvóta fyrir tugi milljarða síðustu tíu árin. Þeir láta markaðinn einfaldlega ráða ferðinni og liggja ekki andvaka yfir því hvort kvóti streymi á milli landshluta og úr byggðarlögum. Stjórnvöld ættu að taka sér liðlega tíu ára reynslu útgerðarmanna tíl fyrirmyndar í sölu kvóta - veiði- leyfa - á markaði. Það, sem tekur fjögur ár að kenna í viðskiptafræðinni, kunna þeir manna best; að fá ódýrt og selja dýrt! Nýtum reynslu þeirra í þágu Islands hf. Þeir eru tíl fyrirmyndar! Jón G. Hauksson ISSN 1017-3544 Stofauð 1939 Sérrit um viðskipta-, efaahags- og atvinnumál - 58. árgangur RTTSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson - AUGLÝSÍNGASTJÓRI: Sjöfii Sigurgeirsdóttir - BLAÐAMAÐUR: Páll Ásgeir Ásgeirsson - UÓSMYNDARAR: Geir Ólafsson og Kristín Bogadóttir - UMBROT: Ágústa Ragnarsdóttir. - ÚTGEFANDI: Talnakönnun hf. - RTTSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA: Borgartúni 23,105 Reykjavík, sími: 561-7575, fax: 561-8646 - ASKRIFTARVERÐ: 3.315 kr. fyrir 6.-11. tbl. -10% lægra áskriftarverð ef greitt er með kreditkorti. - LAUSASÖLUVERÐ: 699 kr. nema bókin 100 stærstu sem er á 1.995,- - DREIFING í bókaverslanir og söluturna á Stór-Reykjavíkursvæðinu annast fyrirtækið Sala og dreifing, sími: GSM 89-23334. - FILMUVINNA, PRENTUN OG BÓKBAND: Prentsmiðjan Grafík hf. - LITGREININGAR: Prentmyndastofan hf. - Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir. 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.