Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1997, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.07.1997, Blaðsíða 31
Þjónusta fyrirtækisins við stærri fyrir- tæki og sveitarfélög vegur hvað þyngst í starfseminni. Þar er um alhliða þjónustu á sviði fjármögnunar, eignastýringar og verðbréfamiðlunar að ræða. Þjónustan fel- ur í sér að aðstoða við útgáfu hlutabréfa, skuldabréfa, víxla og hvers kyns markaðs- verðbréfa, auk sölu bréfanna. Kaupþing Noröurlands hefur séð um útboð og skrán- ingu sex þeirra níu norðlensku fyrirtækja sem skráð eru á Verðbréfaþingi íslands. HLUTABRÉFASJÓÐIR Félagið rekur tvo hlutabréfasjóði, Hlutabréfasjóð Norðurlands og Sjávarút- vegssjóð íslands. Báðir sjóðirnir mæta mjög vel þörfum hins breiða hóps fjárfesta sem eru þátttakendur á markaði í dag. Gildir það jafnt um einstaklinga eða lögað- ila, þá sem kjósa öryggi og hina sem eru áhættusæknari. Kaup á hlutabréfum í báð- um sjóðunum veitir rétt til skattaafsláttar. Hlutabréfasjóður Norðurlands hf. fjár- festir frá 40 til 70% eigna sinna í hluta- bréfum, en afganginn í traustum skulda- bréfum. Hefur það stuðlað að jafnri og góðri ávöxtun sjóðsins, sem verður 6 ára í nóvember. Aðall sjóðsins er öryggi en hann hefur sýnt hvað bestan árangur allra sjóða í gegnum hæðir og lægðir á hluta- bréfamarkaði. Á síðasta ári skilaði sjóður- inn hluthöfum um 48% ávöxtun en frá stofnun sjóðsins í nóvember 1990 hefur ársávöxtun verið 20% að meðaltali. Sjávarútvegssjóður íslands hf. var stofnaður í árslok 1996 og er fyrst og fremst farvegur fyrir þá sem vilja fjárfesta í sjávarútvegi og tengdum greinum. Eigna- dreifing sjóðsins er með þeim hætti að áhættunni er vel dreift og er leitast við að fjárfesta í arðbærum félögum á hverjum tíma. Sjóðurinn fjárfestir allt að 80% eigna sinna í innlendum og erlendum hlutabréf- um. Hér er kjörin leið að fjárfesta í undir- stöðuatvinnuvegum og ávaxta sitt pund. Sjóðurinn hefur sýnt 11% ávöxtun það Tryggvi Tryggvason framkvæmdastjóri. sem af er árinu sem samsvarar tæplega 17% ávöxtun á heilu ári. Auk þess, sem hér hefur verið nefnt, selur félagið bréf í verðbréfasjóðum Kaup- þings hf. Kaupþing Norðurlands er traust og framsækið fyrirtæki þar sem sveigjanleiki og persónuleg þjónusta eru f hávegum höfð. Félagið nýtur góðs af því að vera ekki stórt í sniðum, sem gerir það sveigjanlegt að þörfum viðskiptavina og markaðarins, en á sama tíma nýtur það stuðnings öfl- ugra bakhjarla. Auk áralangrar reynslu nýt- ur fyrirtækið krafta vel menntaðs starfs- fólks með fjölbreyttan bakgrunn, hér heima og erlendis. i i Sjóvarútvegssjó&ur Islands éá^KAUPÞING NOROURLANDS HF -Löggilt verðbréfafyrirtceki- Sími: 462 4700 • Fax: 461 1235 Á viðskiptagólfinu er fylgst með þró- un á verðbréfamarkaði. Hjá ráðgjöfum Kaupþings Norður- lands fá viðskiptavinir persónulega þjónustu. RIRTÆKI í ÖRUM VEXTI AUGLÝSINGAKYNNING 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.