Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1997, Blaðsíða 26

Frjáls verslun - 01.07.1997, Blaðsíða 26
FORSÍÐUEFNI BYLTING BÍTLANNA VAR GEGN ÍHALDSSEMI „Ég er af svonefndri ‘68 kynslóð sem upplifði frelsisbyltingu Bítlanna og Rolling Stones. Ég vil eiginlega orða það svo að þetta hafi verið bylting gegn íhaldssemi - að það sé í lagi að breyta til og gera hlutina öðruvísi en þeir hafa alltaf verið gerðir. Sjáifum er mér illa við íhaldssemi í hugsun. ” um árangri á, og réðum sérhæft sölu- og þjónustufólk, meðal annars Gylfa Arnason, sem þá var kennari við Háskólann. Gylfi er nú yfirmaður hjá Hewlett Packard í Evrópu. Okkur tókst að selja Unix-vélar til margra verkfræðistofa, Landsvirkj- unar, Háskólans, Orkustofnunar og ýmissa aðila. Þar með vor- um við byijuð að breiða aðeins úr okkur.” - Hvaða reglur hafði Hewlett Packard um starfsemi úti- búsins hér á landi? „Vinnureglurnar voru skýrar: Við urðum að hafa endur- söluaðila sem seldu einkatölvur og prentara fyrir okkur og einbeita okkur íyrst og fremst að sölu stærri tölva. Arið 1987 tókum við upp samstarf við Örtölvutækni um að selja einka- tölvur og prentara fyrir okkur. Við máttum ekki vera með eig- in smásöluverslun og selja beint til almennings heldur áttum við eingöngu að sinna stærri viðskiptavinum og endursölu- aðilum. Arið 1989 var gripið til nokkurra aðhaldsaðgerða hjá Hew- lett Packard út um allan heim og fengum við ekki að ráða þann mannskap sem við töldum nauðsynlegan til að stækka fyrirtækið. Við fundum þarna greinilega að við bjuggum við takmarkanir á því sem við gætum gert. Þá kom umræðan upp um að æskilegt væri að gera fýrirtækið að íslensku hlutafé- lagi. Eg var því mjög fylgjandi, að því gefnu að Hewlett Packard yrði áfram hluthafi og hefði mann í stjórn. Það gekk eftir árið 1991. Stofnað var félagið HP á íslandi hf. Ég ákvað að leggja allt undir og tók bankalán til að kaupa 30% hlut í félag- inu. Pharmaco eignaðist 35%, HP í Danmörku 15%, Werner Rasmusson 10% og aðrir starfsmenn 10%.” - Þegar þið keyptuð hlut Hewlett Packard í Danmörku í HP á Islandi árið 1995 þá breyttuð þið naíni fyrirtækisins í Opin kerfi. Hvers vegna það nafin? „Enska orðið yfir Opin kerfi er „Open Systems". Það þýðir að lögð er áherslu á að selja staðlaðar lausnir þannig að við- skiptavinirnir geta valið hvaða hugbúnað sem er til að keyra á þeim búnaði sem við seljum. Við seljum Unix-vélar og NT-net- þjóna. Þetta eru opin kerfi sem eru auðtengjanleg saman.” - Opin kerfi eru núna skráð á Verðbréfaþingi Islands? Hvaða áhrif telur þú að sú skráning hafi fyrir ykkur? „Ég tel að það styrki fyrirtækið mjög að vera skráð á Verð- bréfaþingi. Þingið gerir miklar kröfur til þeirra fyrirtækja sem það skráir þannig að í skráningunni felst ákveðin viður- kenning - en um leið áskorun til okkar um að gera enn bet- ur. Hluthöfum hefúr jafnframt fjölgað. Aður var fyrirtækið í eigu fárra hluthafa en núna eru hluthafar yfir 260 talsins. Við seldum starfsmönnum hlutabréf í vor á genginu 15. Síðan hefur gengi bréfanna á Verðbréfaþinginu verið í kringum 40, fór raunar hæst í gengið 42. Hlutaféð er 32 milljónir króna þannig að samkvæmt því er markaðsverðmæti fyrirtækisins núna um 1.280 milljónir. Opin kerfi voru með um 120 millj- óna króna rekstrarhagnað fyrir skatta á síðasta ári. Þar af FR0STI BERGSS0N... 1974 Frosti útskrifaðist sem rafeindatæknifræðingur frá Danmörku. Að námi loknu var hann ráðinn til að koma á laggirnar tölvudeild hjá Kristjáni Ó. Skagfjörð. 1984 Hewlett Packard í Danmörku ákvað að opna eigið útibú á íslandi. Frosti var ráðinn framkvæmdastjóri þessa „nýja íslenska ríkisborg- ara". Félagið þurfti heimild ráðherra til að starfa hérlendis. 1991 Hewlett Packard á Íslandí var breytt í sjálfstætt íslenskt hlutafélag og hlutafé þess 40 milljónir. Nýja félagið hét HP á (slandi hf. 1991 Stofnhluthafar í HP á Islandi hf. voru: Frosti Bergsson með 30%, Pharmaco 35%, Hewlett Packard í Danmörku 15%, Werner Rasmus- son 10% og nokkrir starfsmenn 10%. 1992 Viðræður um að sameina HP á íslandi og Örtölvutækni. Það gekk ekki saman. Örtölvutækni keypti síðan Digital-umboðið af Kristjáni Ó. Skagfjörð. 1992 í kaupsamningi Örtölvutækna á Digital var ákvæði sem var þannig að Werner Rasmusson gat ekki bæði átt í HP á íslandi og Örtölvutækni. Hann seldi þá 10% hlut sinn í HP og keypti félagið sjálft þann hluta. 1992 Þróunarfélagið keypti 20% hlut af Pharmaco í HP á íslandi og 5% hlut af Frosta Bergssyni í félaginu. Þar með var Þróunarfélagið komið inn sem sterkur hluthafi í HP á Islandi - með 25% hlut i fyrirtækinu. 1994 HP á íslandi breytti víkjandi láni f hlutafé og eignaðist þar með tæp- lega 20% hlut í Tæknivali. Um svipað leyti komu Þróunarfélagið og Eignarhaldsfélag Alþýðubankans inn sem nýir hluthafar. Saman áttu þessi félög um helming íTæknivali. 1995 . HP á Islandi keypti 15% hlut Hewlett Packard í Danmörku f félaginu og átti þar með orðið samtals 25% hlut í sjálfu sér. Sá hlutur var síð- an tekinn út með því að færa hlutaféð niður, eða úr 40 milljónum f 30 milljónir króna. 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.