Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1997, Blaðsíða 55

Frjáls verslun - 01.07.1997, Blaðsíða 55
SJAVARUTVEGUR FERÐIN VESTUR A FIRÐI Þegar hér var komið sögu var kom- ið fram í júní og mikið búið að skegg- ræða og skrafa, reikna og hringja langt fram á nætur um landið þvert og endi- langt og Grindvíkingar enn án sam- starfsaðila og orðnir þreyttir á dans- leiknum ef svo má segja. Þeir bræður undu nú för sinni vestur á Wf firði til þess að ganga frá skipakaup- 9 um. Þeir voru að festa kaup á Heiðrúnu ÍS af Bakka í Hnífsdal en skipið ætluðu þeir bræður að senda á netaveiðar. Aðalbjörn hafði, þegar hér var kom- ið sögu, leitað hófanna um sameiningu við ýmis fyrirtæki. Viðræður höfðu far- ið fram milli hans og Sighvatar Bjarna- sonar í Vinnslustöðinni í Vestmanna- eyjum og einnig hafði verið rætt við Ut- gerðarfélag Akureyringa en án árang- urs. Aðalbjörn mun lengi hafa bundið vonir við að hans eigið ljölskyldufyrir- tæki, Hraðfrystihúsið í Hnífsdal, væri tilbúið til sameiningar en þegar til átti að taka mætti það andstöðu frænda hans í stjórn fyrirtækisins. Urn líkt leyti og Þorbjarnarbræður voru að skoða skip fyrir vestan var unnið hörðum höndum að sameiningu Bakka við Gunnvöru hf. á Isafirði. Gunnvör hf. er gamalgróið og stönd- ugt útgerðarfyrirtæki sem gerir út frystitogarann Júlíus Geirmundsson. Auk þess á fyrirtækið 98% hlutafjár í ís- húsfélagi Isfirðinga, 8% hlut í SH og stóran hlut í Olíusamlagi útvegsmanna á Isafirði. Gunnvör er lokað ijölskyldu- fyrirtæki sem hafði fram að þessu lít- inn þátt tekið í þeim sameiningarþreif- ingum sem fóru fram meðal sjávarút- vegsfyrirtækja á ísafirði. Fram- kvæmdastjóri Gunnvarar er Magnús Reynir Guðmundsson sem lengi stýrði Togaraútgerð Isafjarðar sem gerði út Skutul ÍS og vó þungt þegar Básafell var stofnað úr ijórum fyrirtækjum. Búið var að fá stuðning Burðaráss, stórs hluthafa í Bakka, sem ætlaði að kaupa hlut Aðalbjarnar í fyrirtækinu. SAMIÐ VIÐ ELDHÚSBORÐIÐ Þegar Ijóst var að ekki var allskostar einhugur meðal hluthafa Gunnvarar um fyrirhugaða sameiningu við Bakka sneri Aðalbjörn sér þegar í stað til Þor- bjarnarbræðra. Hann bauð þeim að eignast allt fyrirtækið í stað þess að kaupa eitt gamalt skip. Þeir bræður fóru þegar í stað að skoða málið. Bakki var með veltu upp á 1,5 milljarða á móti 900 milljónum Þorbjarnar svo hlutföllin voru kannski ekki beinlínis Sameiningar Ritur Sléttanes Básafell Togarútgerð ísafjarðar J Norðurtangi Kambur Básafell hf. hagstæð við fyrstu sýn. Aðalbjörn var mjög einbeittur og Þorbjarnarbræður voru komnir í góða þjálfun eftir við- ræður undanfarinna mánuða og með nokkrum fundum í Reykjavík og skoð- unarferðum á báða staði var gengið frá sameiningu fyrirtækjanna á sléttum hálfum mánuði. Fyrir vestan vissu að- eins örfáir hvað var á seyði og sama sagan var suður í Grindavík. Það lýsir ágætlega starfsháttum hins gróna íjölskyldufyrirtækis að lokafundur Þorbirninga um væntan- lega sameiningu fór fram við eldhús- borðið á heimili Tómasar Þorvalds- sonar og Huldu Björnsdóttur í Grinda- vík. Þar sátu systkinin öll og fín- pússuðu samninginn og fengu blessun foreldranna á allt þetta ráðabrugg. Við þetta eldhúsborð höfðu margar farsæl- ar ákvarðanir verið teknar gegnum árin. Þetta var 13. júlí og síðan var skrifað undir á fundi í Reykjavík dag- inn eftir. Þorbjörn hf verður með um þriggja milljarða veltu eftir samein- ingu. Það segir sína sögu um mismun- andi skuldastöðu fyrirtækjanna að eignarhluti Bakka í Þorbirni er aðeins 29%. CUIB0N0? Cui bono? er latneskur frasi og þýð- ir: Hverjum í hag? I þessu tilviki má segja að báðir hagnist. Aðalbjörn losar eignarhlut sinn í Bakka og getur snúið sér að öðrum verkefnum. Þorbirning- ar fá þá dreifðu eignaraðild sem sóst var eftir og væntanlega tiltrú íjárfesta á hlutabréfamarkaði en þangað stefnir fyrirtækið. Auk þess fást við samein- SHARP Z810 8 eintök á mínútu Fast frumritaborð Stækkun-minnkun 70%-141% 250 blaSa framhlaðinn pappírsbakki 1 Ljósmyndastilling 1 Tóner sparnaðarstilling Stgr. m/vsk 84.900,- Ljósritunarvélar verd frá 39.900,- SHARP 2-810 55 Hönnun: Gunnar Steinþórsson / FÍT / 02. 97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.