Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1997, Blaðsíða 29

Frjáls verslun - 01.07.1997, Blaðsíða 29
FORSÍÐUEFNI þess að vinna hver gegn öðrum. Fátt er mikilvægara en að ná upp góðri liðsheild í fyrirtækjum.” - Ertu hlynntur því að nota bónuskerfi gagnvart forstjór- um fyrirtækja - að tengja laun þeirra við árangur í rekstri - en það tíðkast afar lítið hér á landi? „Ég tel það eðlilegt - og sá háttur er hafður á varðandi mín laun. Ég fæ greitt aukalega ef fyrirtækið nær ákveðnum mark- miðum um hagnað.” - Hvers vegna telur þú að launahvetjandi kerfi séu ekki í ríkari mæli hjá forstjórum - en flestir þeirra eru á sömu launum hvort sem fyrirtæki þeirra ganga vel eða illa? „Líklega er þetta eitthvað frá gamla tímanum og tengist veiðimannaþjóðfélaginu. Hugsunin er þá sú að ytri skilyrði í efnahagslífinu ráði meiru um gang fyrirtækja en bein stjórn- un þeirra. Hvernig eru aflabrögðin? Ef það veiðist vel þykir eðlilegt að afkoma fyrirtækja sé góð en ef það veiðist illa þyk- ir slæm afkoma afsakanleg. Vissulega hafa ytri skilyrði nokk- uð að segja um afkomu fyrirtækja. En samt sem áður vegur þyngst hvernig þeim er stjórnað. Bregst til dæmis fyrirtækið rétt við ef það harðnar á dalnum í efnahagslífinu? - Upp úr hverju leggur þú mest þegar þú ræður starfs- menn? Hvaða kosti verða þeir að hafa? „Ráðning starfsmanna er ein veigamesta ákvörðun sem stjórnendur taka - og fyrir vikið eiga þeir að vanda sig vel við það verk. Sjálfur legg ég mest upp úr að starfsmenn séu góð- ir sölumenn og vel að sér í tækni. Ég legg líka áherslu á að þeir séu alhliða, hafi áhuga og getu til að ganga í ýmis störf. Brýnt er að þeir séu meðvitaðir um rekstur og velti því fyrir sér á hverju fyrirtæki hagnist - og hvert sé hlutverk starfs- manna við að skapa verðmæti. Sömuleiðis þurfa þeir ætíð að geta sett sig í spor viðskiptavinarins. Er hann að fá þau verð- mæti sem hann er ánægður með? Veit viðskiptavinurinn af því að hann er að fá mikil verðmæti á góðu verði? Er það útskýrt fyrir honum? Er hann sáttur? Starfsmenn verða að ganga úr skugga um það. Viðskiptum er ekki lokið nema báðir aðilar geti vel við unað!” - Að lokum, þú hefúr verið i fremstu víglínu hérlendis í sölu á tölvum í hartnær 25 ár. Hefur hvarflað að þér að breyta til, hætta í tölvubransanum og selja þinn hlut í Opn- um kerfúm? „Nei, sú hugsun leitar ekki á mig, hvorki að hætta né selja hlut minn. Mér líður vel í þessu fagi og hlakka til að mæta til vinnu á morgnana og takast á við verkefni dagsins. Ég hef alla tíð tekið rnikinn þátt í að selja - og svo er enn - þótt eðlilega fari æ meiri tími hjá mér í daglega stjórnun og að vinna með þeim fyrirtækjum sem við höfum fjárfest í. Fátt er skemmtilegra fyrir sölumann en að vera með í því að selja fyrirtæki einhverja lausn og heimsækja það síðan og sjá að viðskiptavinurinn er ánægður með vöruna - og finnst hann hafa fengið það sem honum var lofað.” S3 ; Njótið lifandi sígildrar tónlistar í vetur Veljið gula, rauða, grænaeðabláa tónleikaröð Almenn sala áskriftarskírteina og miða á einstaka tónleika hefst 1. september Skrifstofa hljómsveitarinnar er opin alla virka daga kl. 9 -17 SINFÓNÍUHLjÓMSVEIT ÍSLANDS (i) Háskólabíói vib Hagatorg, sími 562 2255 29 ARGUS & ÓRKIN / SÍA SI112
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.