Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1997, Blaðsíða 30

Frjáls verslun - 01.07.1997, Blaðsíða 30
Starfsmenn Kaupþings Norðurlands hf. FV-mynd: Páll A. Pálsson. aupþing Norðurlands hf„ eina löggilta verðbréfafyrirtækið utan Reykjavíkur, er tíu ára í ár, en það var stofnað í apríl 1987. Eigendur félagsins eru auk Kaupþings hf„ sem á 62% hlut, þrir lífeyrissjóðir, fimm sparisjóðir, Búnað- arbankinn og KEA með innan við 7% hlut hver. Framkvæmdastjóri er Tryggvi Tryggvason og aðstoðarframkvæmdastjóri Sveinn Torfi Pálsson. Alls eru starfsmenn tíu talsins. Starfsemi Kaupþings Norðurlands hefur vaxið stöðugt frá stofnun þess. Á síðasta ári velti miðlun félagsins um 20 milljörðum króna og hagnaður var um 26 milljónir eftir skatta. Sjóðir í vörslu og rekstri Kaupþings Norðurlands hafa einnig vaxið ört og stuðl- að að enn frekari vexti. Til að mæta þessum öra vexti og krefjandi umhverfi mun félagið taka í notkun, fyrir árslok, nýtt og glæsilegt húsnæði að Skipagötu 9. Kaupþing Norðurlands veitir einstak- lingum og lögaðilum alls staðar á landinu alhliða þjónustu á sviði fjármála og verð- bréfaviðskipta. Má þar nefna miðlun allra helstu tegunda verðbréfa, fjárvörsluþjón- ustu, verðbréfavörslu og ráðgjöf. Einnig hafa skuldabréfa- og hlutafjárútboð verið ríkur þáttur í starfseminni. Þá hefur félag- ið getið sér gott orð fyrir sérþekkingu í sjávarútvegi en einn starfsmanna er sjáv- arútvegsfræðingur. FJÁRVARSLA - FYRIRTÆKJAÞJÓNUSTA Undanfarið hefur Kaupþing Norður- lands lagt aukna áherslu á fjárvörslu fyrir einstaklinga og fyrirtæki og getur hún bæði verið virk og hlutlaus. Munurinn felst fyrst og fremst í því hversu virk stýring er á verðbréfasöfnum sem sett eru í umsjá fé- lagsins. í byrjun meta ráðgjafar félagsins, í samvinnu við fjárfestinn, þá kosti sem í boði eru, meðal annars með tilliti til áhættu og bindingar. í kjölfarið mótar fjár- festirinn persónulega fjárfestingarstefnu, sem getur falið í sér mjög virka safnstýr- ingu. Um leið verður ráðgjafinn persónu- legur tengiliður hans á verðbréfamarkaði og sendir reglulega yfirlit um hreyfingar, allt með tilliti til umfangs og virkni safns- ins. Hinni virku þjónustu Kaupþings Norð- urlands hefur verið mjög vel tekið og þeim fjölgar stöðugt sem nýta sér hina persónu- legu þjónustu félagsins. TRAUST VERDBRÉFAFY 30 AUGLÝSINGAKYNNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.