Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1997, Blaðsíða 39

Frjáls verslun - 01.07.1997, Blaðsíða 39
Víkingalottóið kom til sögunnar í mars 1993 og er rekið í samvinnu við hin Norð- urlöndin. Samvinnan nær þó einungis til fyrsta vinnings hverju sinni og útdráttarins sem fer fram í Noregi og er sendur um gervihnött til hinna Norðurlandanna. Aðrir vinningar og vinningsupphæðir byggjast á sölu í hverju landi fyrir sig. Vilhjálmur seg- ir ánægjulegt hve samstarf landanna sé gott. í október er að vænta breytinga hjá Víkingalottóinu. Framlagið til fyrsta vinn- ings verður hækkað og verður hann þá enn myndarlegri en verið hefur. Halldóra Gunnarsdóttir, UIVIFÍ Lottóiö hefur gert ungmenna- félagshreyfingunni um allt land betur kleift aö vinna aö mark- miðum sínum um ræktun lýös og lands. 40% í VINNINGA Eins og fram hefur komið eiga þrenn samtök íslenska getspá: ÍSÍ á 46,67%, ÖBÍ 40% og UMFÍ 13,33%. í vinninga fara 40% innkomunnar en eigendur fá í sinn hlut um það bil 31% og hafa þeir fjármunir reynst mikil lyftistöng fyrir starfsemi samtak- anna. Vinningsmöguleikar eru mismunandi eftir löndum. Flér er möguleikinn á að fá fyrsta vinning 1 á móti 502 þúsund, eða tæplega tvisvar sinnum íbúatala landsins, og er líklega hvergi meiri. í Finnlandi er hann aðeins 1 á móti 15 milljónum en þar eru íbúartæpar 5 milljónir. Vilhjálmur leggur sérstaka áherslu á gott samstarf samtakanna sem standa að íslenskri getspá. í stjórn séu dugmiklir menn sem fylgist grannt með vexti og við- gangi fyrirtækisins auk þess sem afstaða almennings til fyrirtækisins sé mjög svo jákvæð. Fyrirtækið hefur verið farsælt hvað starfsfólk varðar og margir hafa starfað hjá því frá upphafi." Sala fslenskrar getspár hefur lengst af verið jöfn en fór þó upp úr öllu valdi í byrj- un. Sé lottóáhugi íslendinga borinn saman við áhuga annarra þjóða þá erum við í fjórða sæti meðal Norðurlandaþjóða en aðeins Svíar eru sölulægri. í Evrópu allri eru íslendingar í áttunda sæti. Vilhjálmur segir að erfitt sé að fullyrða nokkuð um það hvort lottóvinningar hafi gjörbreytt lífi vinningshafanna. Þó segist hann geta fullyrt að til dæmis ekkjan á Ak- ureyri, sem fékk fyrsta stóra lottóvinning- inn fyrir áratug, hafi svo sannarlega þurft á honum að halda. Svo hafi áreiðanlega ver- ið um fleiri. Á hinn bóginn ríkir hér nafn- leynd um vinningshafa og er hún fullkom- lega virt. Nú hefur verið tekin upp sú ný- breytni að þeim, sem hljóta háa vinninga, er boðin sérstök fjármálaráðgjöf og hefur sú þjónusta mælst vel fyrir. Lvm Engjavegi 6 Sími: 568 5111 Fax: 568 9766 Þorvaldur Steinsson vaktstjóri og Magnús Gunnarsson tölvari í stjórn- stöðinni. Björn S. Björnssonynne. -----ssa‘ Sölutölur eru hvergi hærri en í Kringlunni og þar er oft margt um manninn. AUGLÝSINGAKYNNING 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.