Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1997, Blaðsíða 28

Frjáls verslun - 01.07.1997, Blaðsíða 28
Frosti hefur enga skrifstofu frekar en aðrir starfsmenn. Vinnusvæði starfsmanna eru aímörkuð með skilrúmum og á bak við eitt þeirra situr Frosti - rétt eins og hver ann- ar starfsmaður. þeir hafa alltaf verið gerðir. Sjálfum er mér illa við íhaldssemi í hugsun. Það pirrar mig ef menn eru ósveigjanlegir. Það er mikilvægt að gefa starfsmönnum frelsi og olnbogarými til að ná árangri. Aukið olnbogaiými gefur mönnum samt ekki frel- si til að standa sig illa í starfi. Það kemur ætíð að uppgjörsdög- um og þá verður að leggja kalt mat á hlutina. Er árangurinn nógu góður? Hvernig er hægt að bæta hann? Hvernig getur stjórnandi liðsinnt sínum mönnum og hvernig geta starfs- menn bætt sig sjálfir? Hentar starfið viðkomandi starfs- manni?” - Hvaða stjórntæki er, að þínu mati, mikilvægast við rekstur fyrirtækja? „Maður er alltaf að komast betur og betur að því hve brýnt sé að skilgreina stefnu og markmið vel. Markmiðin verða að vera nákvæm og mælanleg til að hægt sé að fylgjast reglulega með því hvort þau náist. Vinna við markmiðasetningu hefur raunar aukist til muna í fyrirtækjum. Markmið nýtast núna sem stjórntæki. Þetta hefur batnað mikið frá því sem áður var. Vegna almennrar tölvuvæðingar í fýrirtækjum eru allar upp- lýsingar fyrr til staðar þannig að hægt er að grípa fljótt í taum- ana séu fýrirtæki komin af leið. Mikilvægt er að starfsmenn hafi skýr markmið. Nái þeir ekki markmiðum verður að leið- beina þeim og aðstoða. Markmiðin leiða einnig í ljós hvort það sé einfaldlega rangur maður f starfinu. Brýnt er að markmið- in séu raunhæf og að starfsmenn hafi olnbogarými og frelsi til að ná þeim.” - Hvaða vinnubrögð telur þú mikilvægust hjá stjómend- um í daglegri stjórnun? „Þeir verða að gæta þess að vera sýnilegir. Það er afar þýð- ingarmikið fýrir starfsfólk að stjórnendur séu sýnilegir og á ferðinni um fyrirtækið þannig að starfsmenn hafi greiðan að- gang að þeim. Lögð er áhersla á þetta í stjórnunarstefnu Hew- lett Packard erlendis og hefur þetta tekist ágætlega hjá okkur. Sjálfur reyni ég að hafa þann háttinn á að heíja hvern vinnu- dag á því að fara hring um fyrirtækið og ræða við starfsmenn, taka púlsinn, og funda með einstaka vinnuhópum. Stjórnend- ur mega aldrei gleyma persónulega þættinum; að ræða við starfsmenn.” - Hvernig er vinnutíma þínum háttað? „Eg mæti yfirleitt til vinnu á milli klukkan átta og hálfníu á morgnana og er oftast kominn heim um sjöleytið á kvöldin. Eg reyni síðan að hafa helgarnar án vinnu - og það hefur tek- ist bærilega. Aður vann ég mikið á kvöldin og um helgar.” - Hvernig slakar þú á í frístundum eftír erilsaman vinnu- dag? „Eg skokkaði mjög reglulega um tíma og hef keppt í hálf- maraþoni. En ég hef misst skokkið svolítið niður að undan- förnu en ég á frekar auðvelt með að koma mér af stað aftur. Þá hef ég verið að reyna aðeins fýrir mér í golfi. Það er skemmti- leg íþrótt en tekur helst til of mikinn tíma. Um árabil hef ég farið í laxveiðar í nokkra daga á hverju sumri. Oftast farið í Norðurá. Mér nægja alveg 1 til 2 fiskar i hverri ferð. Fyrir mér er veiðimennskan ekkert síður það að vera úti í náttúrunni og ganga um.” - Hver er afstaða þín tíl launahvetjandi kerfa í stjórnun? „Bónuskerfi eru mjög að mínu skapi og hljóta að auka af- köst starfsmanna. Þau skerpa ekki aðeins markmiðin innan fyrirtækja heldur hvetur það starfsmenn til dáða að fá auka- lega í vasann við að ná þeim. Við beitum bónuskerfúm hér hjá Opnum kerfum. I sölunni notum við hópbónus. Það gerum við til að menn hjálpist að og hvetji hver annan til dáða í stað UM HELSTU KEPPINAUTANA UM STYRK EJS UM STYRK TÆKNIVALS UM STYRK NÝHERJA EJS er á margan hátt Ifkt Opnum kerf- um. Fyrirtækið leggur mikið upp úr að veita iykilviðskiptavinum sfnum góða þjónustu og bjóða þeim gæðavöru. Sömuleiðis skilgreinir það sig vel og er öflugt. EJS starfar í auknum mæli sem hugbúnaðarfyrirtæki og hefur náð athyglisverðum árangri erlendis á því sviði. Tæknival hefur gott jarðsamband við heimilismarkaðinn - en sá markaður skiptir auðvitað miklu máli eftir að tölvur urðu almenningseign. Heimil- ismarkaðurinn er helsti styrkur Tæknivals. Fyrirtækið er með sterkt sölunet úti um allt land og hefur m.a. selt mikið af tölvubúnaði fyrir okkur. Styrkur Nýherja felst f IBM-merkinu og sterkum hópi viðskiptavina. IBM hafði yfirburðastöðu á markaðnum fyrir 20 árum þótt það hafi mjög breyst síðan. En engu að síður eru margar stofn- anir og stórfyrirtæki hefðbundið með IBM vörur - og hafa verið með til margra ára. Stóra spurn- ingin hjá Nýherja er sú hvort honum takist að halda stöðu sinni gagnvart stærri fyrirtækjum og stofnunum.” 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.