Vísir - 15.04.1978, Blaðsíða 3

Vísir - 15.04.1978, Blaðsíða 3
VISIR Laugardagur 15. april 1978 3 Deilur um starfsmannalista ó aðalfundi Flugleiða h/f „)>aö mun flestum ljóst bæOi sljórnendum og öðruin starfs- mönnum Flugleiða, að sundr- ung flugmanna hefur með ýms- um hætti haft óheilla vænleg ó- hrif á heildarreksturinn og þá grundvallarstefnu, sem að baki sameiningu isiensku flugfélag- anna lá. Sundrung flugmanna hefur smitað út frá sér og er tii þess fallin, að aðrir starfsmenn skipi sér i flokk um féiög, menn og málefni” sagði örn Ó. John- sen aðalforstjóri Flugleiða i ræðu á aðalfundi Flugleiða I gær, er hann las upp tir bréfi, sem Félagi islenskra atvinnu- flugmanna og Félagi Loftleiða- flugmanna hefur verið sent vegna ákvörðunar um, að frá 1. október taki Flugleiðir h.f. við öllum rekstri flugvéla Flugfé- iags Islands h.f. og Loftleiða h.f. örn sagði ennfremur að ákvörðun I máli þessu hefði veriö tekin einróma af stjórn Flugleiða og þeim sem sitja i varastjórn. Nokkrar umræður spunnust um þetta á aðalfundinum, en ákvörðun Félagsstjórnar nægöi um þetta atriði, þannig að aðal- fundurinn haföi ekki vald til að breyta þar neinu um. í 3. grein samþykktar Flugleiöa hefur verið ákvæði þess efnis að Flug- leiðir gætu ekki annast rekstur flugvéla, nema þvi aöeins að samþykki 3/4 félagsstjórnar kæmi til. A aðalfundinum fluttu þeir örn, Alfreð Eliasson og Sigurð- ur Helgason skýrslur um stöðu fyrirtækisins, störf þess og af- komu. Fundinn sátu um 400 manns. Eftir skýrslur forstjór- anna voru miklar umræöur þar sem m.a. var rætt um stefnu félagsins og stööu einstakra starfshópa innan þess. Stjórn Flugleiða var öll endurkosin til næsta árs en hana skipa: E. Kristinn Olsen, Einar Arna- son, Kristján Guölaugsson, örn Ö. Johnson, Alfreö Eliasson, Sigurgeir Jónsson, Svanbjörn Frimansson, Bergur G. Gisla- son, Halldór H. Jónsson, Sigurð- ur Helgason og Óttarr Möller. —BA— FLUGLEIÐIR H/F i i • • m -i Æ ■ k'v' .ípfffff« #**J uSt « :.-r f:: r; ***■ X Afkoma dóttur og hlutdeild- arfyrirtœkja Talsverð aukning varð á starf- semi Internationai Air Bahama Ltd., sem er dótturfyrirtæki Flugleiða. Mest munaði þar um stóraukið leiguflug. Velta fyrir- tækisins nam 15.5 milljónum dollara. en nokkurt tap varft á rekstri lelagsins arift 1977. Enginn rekstur er nu á vegum liekla Holdings l.td., sem er að fullu i eigu Flugleiða h/f. Starfs- menn eru engir. Tap varð á rekstri Hótel Esju h/fárið 1977 þrátt fyrir batnandi alkomu. Velta þettg ár varð 510 milljónir sem er um 60% aukn- ing frá árinu áður. Flugleiðir h/f urðu á árinu 1977 meirihlutaeigendur ferða- skrifstofunnar i rval h/f. A fyrirtækiö nú 80% hlutafjár. Nettó velta Úrvals arið 1977 varð 248 milljónir, en tap var sinávægilegt. Hlutdeildarfyrirtæki Afkoina Cargolux Airlines International var góð á árinu. Velta félagsins jókst verulega á árinu 1977 og varð hún sem nemur 72 milljónum dollara á gengi i árslok 1977 og hafði auk- ist um 35% á árinu. Starfsmenn Cargolux i árslok 1977 voru 424 og haföi fjölgað um 44 á árinu. Ky nnisferðir ferðaskrif- stofanna er sameignarfyrirtæki Flugleiða h/f og ferðaskrif- stofanna i Reykjavik. Eignar- aðild Flugleiða er 45%. Velta Ivrirtækisins var á siðasta ári um 90 tniiljónir. Flugleiðir á 35% af hlutafe Flugfélags Norðurlands h/f, en starfsmenn eiga 65%. Félagift á nu og rekur 4 flugvélar. Veltan a siðasta ári nam liðlega íoi milljón króna. Stöðug aukning hefur verið á umsvifum Hótel Húsavikur h/f, en Flugleiðir eiga 16.7% af hlutafé fyrirtækisins, sem er 36 inilljónir króna. 1977 var gerður rekstrar- samningur við Sheraton hótel- hringinn um rekstur Hótel Aerogolf í Luxemborg. Flug- leiðir eiga 23% stofnfjár hótels- ins. Flugleiðir h/f urðu á siðasta ari eignaraðili að Flugfélagi Austurlands, og hófst formlegt samstarf 1. júli 1977. Aðsetur flugfélagsins er á Egilsstöðum. Hlutafé er tæplega 7 milljónir króna og er eignaraðild Flug- leiða h/f 45%. — BA Heimsókn danska utanrikisráðherrans: K.B. Andersen utanrlkisráðherra Dana átti stuttan fund með blaðamönnum í gær. Myndin er tekin á fundinum. Mynd B.P. Fer til Vestmannaeyja, Egils- staða og Reyðafjarðar í dag Utanrlkisráðherra Dana K.B. Andersen átti fund með Einari Agústssyni utanrikisráðherra i gær. A fundi ráðherrana bar Einar Agústsson fram þá tillögu i samráði viö Vilhjálm Hjálmarsson menntamálaráð- herra, að stofnuö yröi nefnd sem skyidi fjalla um fyrirkomulag dönskukennslu I útvarpi og sjónvarpi hér á landi. Nefndin skuli vera -kipuð full- trúum ulanrikisráðuneyta og menntamálaráðuneyla land- anna, og starfa i samráði v ift fulltrúa haskóla, útvarps og sjónvarps Varö að samkomu- lagi á fundi i áðherrana aö koma á fót samvinnunefnd þessari og aö fyrsti fundur hennar verði haldinn i Reykjavik. Danski utanríkisráðherrann hitti einnig Geir Hallgrimsson forsætisráöherra I gær. Borgar- stjóri hafði boð fyrir dönsku gestina i Höfða, en þar var snæddur hádegisverður. Ráðherra átti einnig stuttan fund með blaftamönnum i gær. Þar Íagði ráðherra áherslu á veru tslands i Atlant sháfs- bandalaginu og talaði um þýö- ingu þess fyrir varnir Vestur- álfu. Rætt var um mai Græp- lendinga á fundinum og sagöi ráðherrann að hann teldí iiklegt aö heimastjórn kæmist þar á liklega i sumar Hann sagðist oft hafa verið hér á landi áður, en hlakkaði til aö fara til Vest- mannaeyja og skoða sig lltiö eitt um á Austurlandi, þar sem hann hefði ekki komiö áður. t gærkvöldi snæddi utanrlkis- ráöherra og kona hans Greta kvöldverö i boöi rikisstjórnar- ir.nar á Hótel Sögu. I ræöu sem Einar Agustsson hélt þar sagði hann m.a. að það hafi einmitt \i rið K.B Andersen sem hafi -srifað und:r þau lög, sem gerði þuö kleift íyrir okkur að fá handritin heim. Dönsku utanrikisráðherra- hmnin halda heim i fyrramáliö. —KP. KJORGARÐI LAUGAVEGI 59 SÍMI: 16975-18580 TEMPÓ SÓFASETTIÐ Vandað glœsilegt sófasett úr massívri furu Fóanlegt i mörgum litum, bœði óklœði og grind Sendum i póstkröfu um land allt

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.