Vísir - 15.04.1978, Blaðsíða 17

Vísir - 15.04.1978, Blaðsíða 17
m Laugardagur 15. april 1978 vtsir vism Laugardagur 15. aprii 1978 •• &> ð V ,/Ég er aö setja saman þátt um íslenskt mál í út- varpið", sagði dr. Jakob Benediktsson þegar við heimsóttum hann um daginn og drifum hann frá ritvélinni. „Það hefur orðið að samkomulagi, að ég haldi áfram með þá þætti til vorsins, þótt ég sé hættur störfum hjá Orðabók Háskólans". Jakob lét af störfum sem ritstjóri Orðabókarinn- ar um áramótin, og hafði þá gegnt því starfi frá upphafi eða i þrjátiu ár. En áður en Orðabók Háskóla Islands var sett á laggirnar dvaldi Jakob langdvölum í Kaupmanna- höfn, og við spurðum hann fyrst um Hafnarárin. ,,Já, það er rétt að ég dvaldi i tuttugu ár i Kaupmannahöfn — kom þangað árið 1926 og hélt heim aftur 1946. Fyrst var ég við nám i Kaup- mannahafnarháskóla, en þaðan lauk ég prófi árið 1932. Þá var hins vegar ekkert fyrir mig að gera hér heima, þar sem ég hafði tekið próf ,i frekar ópraktiskum fræðum, þ.e. klassiskri málfræði eða latinu og grisku. Ég gat hins vegar fengið nokkra atvinnu i Kaupmanna- höfn þóttá kreppuárunum væri, og gat þvi skrimt þar áfram. Framan af vann ég mest við kennslu við ýmsa skóla i Kaup- mannahöfn sem stundakennari. Einnig vann ég i átta ár hjá gömlum prófessor, sem var að gefa út griskar áletranir”. „Hvað kom til að þú fórst að sinna islenskum fræöum?” „Það æxlaðist svona smátt og smátt, einkum eftir að ég varð heimagangur á Arnasafni hjá Jóni Helgasyni, sem jók mjög áhuga minn á islenskum fræð- um. Það sem var þó afdrifarikast fyrirmig iþessuefni var að mér bauðst að starfa við v orðabók Arnanefndarum eldri islensku. Þar hóf ég störf árið 1939 og vann við þetta til ársins 1946. Þó var ekki um heilt starf að ræða og ég var jafnframt um nokkur ár bókavörður við Háskóla- bókasafnið i Kaupmannahöfn”. „Hvernig var aö dvelja í Kaupmannahöfn á striðsárun- um?” „Það fylgdu þvi að sjálfsögðu ýmsir erfiðleikar að búa i her- setnu landi. Hins vegar var auð- veldara að dvelja i Danmörku heldur en t.d. i Noregi, þar sem fólk bjó við sult og seyru. 1 Dan- mörku var aldrei skortur á mat, enda framleiða Danir mikið af matvælum sjálfir. Hins vegar voru margar nauðsynjavörur skammtaðar. Siðari striðsárin mögnuðust einnig átökin á milli Þjóðverja og dönsku andspyrnuhreyfing- arinnar, og þá gekk að sjálf- sögðu á ýmsu i Kaupmanna- höfn, eins og við er að búast á slikum timum”. Gengu Þjóðverjar vægar fram i Danmörku en t.d. i Noregi?” „Svo var i fyrstu en þegar leið á striðsárin og átökin mögnuð- ust þá varð yfirgangur Þjóð- verja augljósari og almennari. Útgöngubanni við t.d. mikið beitt, og margir, sem eitthvað voru bendlaðir við andspyrnu- hreyfinguna, urðu mjög fyrir barðinu á Þjóðverjum. „Voru margir tslendingar bú- settir i Kaupmannahöfn á striðsárunum?” „Já, þar var töluvert af stúdentum. Margir vildu ljúka námi hvað sem striðinu liði, einkum þeir, sem voru komnir langt i námi þegar striðið skall á. Hins vegar fóru nokkrir Is- lendingar heim, ásamt ýmsum löndum frá hinum Norðurlönd- unum, haustið 1940 i Petsamo- ferðinni, sem fræg varð. Þeir héldu allir til Petsamo i Finn- landi og þangað fór Esjan svo til að sækja þá. Samt sem áður var nokkuð stór hópur íslendinga i Kaup- mannahöfn öll striðsárin'.' „Höfðuð þið mikið samneyti?” „Já, það var meira félagslif hjá íslendingum i Höfn á þess- um árum en oft áður, bæði hjá stúdentafélaginu og Islendinga- félaginu. Það var t.d. nokkuð mikið um fundi og kvöldvökur, ekki aðeins fyrir stúdenta heldur einnig aðra Islendinga i Höfn. Þá gaf stúdentafélagið út sér- stakt timarit á árunum 1943 til 1945. Það hét Frón, og flutti al- mennt efni um mál, sem snertu ísland og Islendinga, og þær fréttir, sem hægt var að fá héð- an að heiman. Astæðan fyrir út- gáfunni var fyrst og fremst það sambandsleysi, sem varð við Is- land þegar striðið skall á. Þegar svo heimsstyrjöldinni lauk hætti blaðið að koma út, enda má segja að þá hafi ekki lengur verið ástæða til að halda þvi úti, auk þess, sem flestir þeir, sem stóðu að útgáfunni, héldu heim fljótlega eftir striðslokin”. „Hverjir stóðu aðallega að Fróni?” „Það var nokkur hópur manna. Ég átti að heita ritstjóri timaritsins, en Jón Helgason var ein helsta máttarstoðin og skrifaði bæði manna mest og best i timaritið. En það komu ýmsir fleiri við sögu þess, svo sem Sigurður Jó- hannesson, fyrrverandi vega- málastjóri, Guðmundur Arn- laugsson, rektor, og Magnús Kjartansson, alþingismaður”. „Nokkru eftir strfðslokin, eða 194G, hélst þú svo heim til ts- lands. Hvers vegna?” „Það var eiginlega Kristinn E. Andrésson, sem spandi mig heim. Hann var þá að fara i fri og vantaði mann fyrir sig á meðan til að veita Máli og menningu forstöðu. Ég ákvað að reyna þetta, og gegndi þvi starfi i nokkuð á annað ár. Nokkru siðar, eða sumarið 1947, var svo ákveðið að setja Orðabók Háskóla Islands á laggirnar, og það varð úr að ég réðst sem forstöðumaður Orða- bókarinnar og tók við þvi starfi i ársbyrjun 1948. Þar með festist ég hér og gengdi þessu starfi næstu þrjá áratugina”. „Þú hefur haft nokkur af- skipti af Máli og menningu allar götur siöan, og m.a. varstu lengi einn af ritstjórum Timarits M & M. Hefur rauði liturinn á forlag- inu og timaritinu orðið bleikari meö tímanum?” „Ekki vil ég nú segja þaö. Timaritið hefur aldrei verið pólitiskt i þeim skilningi, að það væri flokkspólitiskt. Hins vegar hefur timaritið alltaf verið vinstrisinnað og það hefur ekki breyst verulega. Aö þvi er bókaútgáfuna varð- ar þá hefur Mal og menning frá upphafi gefið út allra handa bækur. Alla tiö hafa vinstrisinn- aðar bókmenntir aöeins verið hluti af útgáfustarfseminni”. „Þannig aö þér finnst ekki, að Mál og menning sé orðin meira viðskiptafyrirtæki en áður var?” „Ég veit það ekki. Mál og menning er að sjálfsögöu orðið miklu stærra fyrirtæki en það áður var, og það kann að hafa leitt til þess, að það verði að taka meira tillit til fjárhagsins i starfseminni en áður var. í upp- hafi var um áskriftarfélag aö ræöa, sem byggði afkomu sina á nokkuö stórum hópi áskrifenda. Nú eru allt önnur viðhorf, og bókaútgáfa verður auðvitað að taka tillit til viðskiDtaleera að- stæðna i þeirri samkeppni, sem fyrir hendi er á þessum vett- vangi. Það verður með öðrum orðum að reka þetta eins og hvert annað forlag”. „Nú hafa við og við borist fréttir af átökum innan Máls og menningar?” „Þær frásagnir hafa verið talsvert orðum auknar. Hitt er rétt, að við fjárhagslega erfið- leika hefur verið að etja, en það er ekkert nýtt i sögu forlagsins. Annars eru ungir menn komn- ir þarna til forystu, og ég bind miklar vonir við þeirra störf”. ,,Hver var aðstaða ykkar, sem hófuð störf við orðabókina i árs- byrun 1948?” „Við vorum þrir, sem störfuð- um hjá orðabókinni i upphafi. Það voru mjög þröng fjárráð. Við gátum t.d. ekki keypt fólk til þess að annast ýmis konar handverk, og urðum þvi að vinna allt sjálfirr „A hvaöa grunni byggðuö þið ykkar starf til að byrja með?” „Við höfðum ekki annan grunn en Orðabók Sigfúsar Blöndals. Hún byggir hins vegar á takmarkaðri orðasöfnun, svo það var óhjákvæmilegt að byrja orðasöfnunina alveg aö nýju — þ.e. aðorðtaka bækur alls þess timabils, sem orðabókin á að ná yfir, sem er frá 1540 og frameft- ir. Orðabókin i Kaupmanna- höfn, sem ég minntist á áðan, á að ná fram til 1540. Þannig eiga þessar tvær orðabækur að ná yfir allt islenskt mál frá upp- hafi. Við höfum reynt að safna orð- um úr bókum alveg frá upphafi islenskrar prentaldar og fram á þennan dag. Þessi söfnun er nú komin mjög langt, og það, sem aðallega er eftir, er tölu- vert af bókum frá þessari öld. Það er sem sagt nokkurn veginn lokið orðasöfnun úr öllum is- lenskum bókum fram að þessari öld, og einnig hefur verið lesið allmikið af bókum sem komið hafa út á þessari öld. En þess ber að geta að bókamagnið hefur vaxið alveg gifurlega á undanförnum áratugum. A þessari öld hafa t.d. veriö gefn- ar út hér miklu fleiri bækur heldur en á öllum timanum fram að siðustu aldamótum. Þess vegna er talsvert verk eftir enn áður en hægt er að skipa þessu i útgáfuform”. „Hvað er þetta safn orðið stórt?” „1 safninu eru nú rúmlega tvær milljónir seðla”. „Og þá til skýringa á hversu mörgum orðum”. „Það veit enginn. Margir seðlar'eru til skýringa á hverju orði, og sum orðin hafa hundruð eða jafnvel þúsundir seðla. Ég gerði fyrir nokkrum árum lauslega athugun d þessu á þann hátt, að ég tók fjórar blaðsiöur i Orðabók Sig- fúsar Blöndals óg bar orðafjöld- ann þar saman við seðlasafnið hjá okkur. Þá kom i ljós, að i seðlabunkanum voru um það bil þrisvar sinnum fleiri orð en i Orðabók Blöndals. Þetta var hins vegar mjög lausleg athugun, og þvi vart að treysta á niðurstöðuna fyrir safnið i heild. Þá ber einnig aö hafa i huea. að lanemestur hluti frón IMM Ií-i.1 \ZKRA $Tl.:OKN'TA i KM.'l'MANNAHOtN Forsíðan á fyrsta tölu- blaði tímaritsins „Frón", sem dr. Jakob ritstýrði í Kaupmanna- höfn á stríðsárunum. viðbótarinnar eru samsetning- ar. Það er ekki svo mikið af nýj- um orðum. Og margar þessara samsetninga hafa verið til þegar Orðabók Blöndals var gerð, en ekki teknar með”. „Og markmiðið er svo að gefa þetta út í hókarformi?” ' „Já, markmiðið er að eignast sögulega orðabók, sem nær yfir allt þetta timabil. Ljóst er, að efni er til i margra binda verk, og við þekkjum það frá ná- grannalöndunum, að slikar orðabækur séu 20-30 bindi. Hvað verður hér skal ósagt látið, þvi það hefur ekki verið ákveðið. En auðvitað er það fyrst og fremst spurning um peninga. Það fer hreinlega eftir fjárveitingum þegar þar að kemur, hversu viðamikil þessi orðabók verður i útgáfu”. „Hcfur vlö oröasöfnun ykkar komið i ljós umtalsvcrður mis- munur á oröum og orðnotkun eftir landshlutum?” „Já, það er mun meiri mis- munur en menn héldu áður en þessi söfnun hófst. Þetta hefur fyrst og fremst komið i ljós i samband við útvarpsþátt okkar um islenskt mál. Við höfum fengið griðarlega mikið af upp- lýsingum frá hlustendum, og það er mjög mikils viröi fyrir okkur. Ég á von á, að i safninu séu nær 200 þúsund seðlar, sem geyma upplýsingar frá hlust- endum þessa þáttar. Það hefur komið i ljós við þessar athuganir að það er miklu meira til af staðbundnum orðum heldur en menn hafa gert sér grein fyrir. Hins vegar er þetta ekki með þeim hætti, að hægt sé að tala um mállýskur eftir landshlutum eins og gerist i mörgum öðrum löndum. Út- breiðslusvæði orðanna skarast ákaflega mikið. Það er t.d. mjög algengt aö orð, sem eru algeng- ust i einhverjum ákveðnum landshluta, komi fyrir viös vegar annars staðar um landið lika. Þaö, sem veldur þessu, er sú mikla hreyfing, sem hefur alltaf verið á íslendingum. Með flutningum manna milli lands- hluta breiðast ýmis orð, sem al- geng eru i upprunalegri heima- byggð þeirra, sem flytja, til allt annarra staða, þar sem fólkið sest að”. „Fer þessi mismunur orö- notkunar ininnkandi?” „Sjálfsagt er það að einhverju marki. Það liggur i þvi að málið staðlast meira og meira vegna almennari skólagöngu og áhrifa blaða og útvarps og sjónvarps. Þetta miðar allt að þvi að steypa oi ðnotkun meira og minna i sama mót. Hins vegar lifir ótrúlega mikið af þessu ennþá, ekki sist i sveitum lands- ins. En auðvitað breytist málið um leið og þjóðfélagið breytist. Orð sem fylgdu gömlu atvinnu- vegunum, hverfa og ný koma i staðinn”. „Er islenskan, sem almennt er notuð i dag, þá fátæklegri en áður var?” „Sjálfsagt hafa þeir nokkun áhrif,ekki sist útvarpið. Það er hins vegar afskaplega erfitt að meta þau áhrif. Eitt af þvi sem okkur skortir cinmitt hór á landi, er rannsókn á mæltu máli ungu kynslóðar- innar. Það er t.d. ákaflega erfitt að segja til um i hve rikum mæli erlendra áhrifa gætir i málfari ungs fólks. Það væri vissulega mikil þörf á, að slik rannsókn færi fram. Það væri miklu nær heldur en að eyða orku i að rif- ast um setu, sem engu máli skiptir”. „Þú hefur sinnt niörgu fleiru um ævina en fræðistörfum. Þýddir þú ekki mikið af bók- „Nokkuð hef ég fengist við þýðingar, einkum hér áður fyrr. Snemma á Hafnarárunum fór ég að þýða 'verk Halldórs Laxness á dönsku, og mun alls hafa þýtt um einn tug bóka eftir hann. Ég gerði litið af þvi eftir að ég kom heim, en siðasta bókin eftir Laxness, sem ég þýddi, var Atómstöðin. Þá hef ég þýtt nokkuð á is- lensku, aðallega þó leikrit fyrir maður i félaginu þegar það var stofnað árið 1953, en svo fór að ég var formaður féiagsins i nokkuð á þriðja áratug”. „Heimsóttir þú Kina áður en þú tókst að þér formennsku i fflaginu?” „Nei. Það fór að visu sendi- nefnd héðan til Kina nokkru áður en KIM var stofnað, en ég var ekki i henni. Hins vegar heimsótti ég Kina nokkrum árum seinna, eða Í956. Það var ákaflega merkileg lifsreynsla að ferðast um Kina. Þá voru aðeins fáein 4r siðan byltingin var gerð og þvi miklir sviftingatimar. Siðan eru liðin rúmlega tuttugu ár og margt hefur gerst á þeim tima sem kunnugt er”. „Eitt af þvi, sem gcrst hcfur, cr klofningur Kinverja og Sovétmanna”. „Já, þeirra deilna var ekki tekið að gæta þegar ég var i heimsókn þar. t sambandi við ágreining þessara tveggja rikja verðum við að hafa i huga, að þau hafa gjörólika sögu að baki, og hafa búið við mjög ólikar að- vMál og menning er að sjálfsögðu orðið miklu stærra fyrirtæki en það áður var, og það kann að hafa leitt til þess að það verði að taka meira tillit til f jár- hagsins í starfseminni en áður". „Það er ekki þar með sagt vegna þess, aö ný orð koma i staðinn vegna nýrra hluta, sem verða til. Það veit enginn með vissu, hvort orðaforði fólks sé minni eða meiri en hann var, en mér er það til efs, að hann sé minni en áður. Hann er hins vegar öðruvisi”. „Hafa fjölmiðlarnir mikil áhrif á málfar landsmanna?” Þjóðleikhúsið á sinum tima”. „Þú hefur einnig haft ýmis af- skipti af félagsmáium, og m.a. veriö lengi forystumaöur i Kin- versk-islenska menningarfélag- inu. Hvernig kom þaö til?” „Það er rétt að ég varð for- maöur KIM i upphafi, en hef nú nýlega látið af þvi starfi. Það var reyndar aö verulegu leyti tilviljun að ég valdist sem for- stæður. Þess vegna hefur þró- unin lika orðið allt önnur i Kina heldur en i Sovétrikjunum. Það er eðliiegt miðað við aðstæðurn- ar”. „Ert þú hrifinn af þvi þjóð- félagskerfi, sem nú er i Kina?” „Ég held að það fari ekki á milli mála, að ekkert annað vanþróað land hefur haft slika efnahagslega framþróun og Dr. Jakob við ritvélina. Hann var að skrifa þátt- inn islenskt mál, sem hann mun annast fram á vor. Kina, og það er gifurlegt afrek þegar litið er á þann mikla fjölda, sem i landinu býr, og það viðáttumikla landsvæði, sem Kina nær yfir. Þarna hafa Kin- verjar gert óhemjulegt átak á liðnum áratugum. Hversu mik- ill sá árangur er sést best af þvi, hvað gerst hefur i þvi landi, sem næst Kina kemur að fólks- fjöjda, Indlandi, á sama tima. Kinverjar hafa þannig óneitanlega leyst margvisleg alvarleg vandamál, sem öðrum hefur ekki lekist.” „Er KlM pólitiskt félag?" „Það hefur ekki pólitiskt hlut- verk, að minu áliti. Félagið hefur þaö verkefni að vinnu að auknum samskiptum Kina og tslands, ekki sist á sviði menn- ingarmála. og auknum kynnum Kinverja og Islendinga. Þetta starf hefur orðið mun auðveld- ara eftir að kinverskt sendiráð var opnað hér á landi. Það hafa t.d. verið skipulagðar ýmsar heimsóknir til Kina. 1 allmörg ár hafa kinverskir námsmenn stundað nám hér á landi, og is- lenskir stúdentar eru nú við nám 1 Kina. Ég á vissulega von á þvi, að samskipti okkar og Kinverja aukist, og ég tel, að tslendingar muni hafa gagn af þvi að hafa sem best samskipti við þá”. „Nú ert þú hættur störfum hjá Orðabók Háskólans, én vafa- laust ekki sestur i helgan stein. Hyggst þú sinna einhverjum sérstökum verkefnum á næst- unni?” „Ég er að velta ýmsu fyrir mér i þvi efri. en það er ekki fullráðið, og þess vegna vil ég sem minnst tala um það. Hins vegar hef ég ekki i hyggju að leggjast útaf”, sagði Jakob hlæjandi. —ESJ segir dr. Jakob Benediktsson, sem nv hefvr látið af störfum fersteðumanns Orðabókar Háskóla íslands

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.