Vísir - 15.04.1978, Blaðsíða 4

Vísir - 15.04.1978, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 15. april 1978 vism BÍLAVARAHLUTIR PEUGEOT 204 ARG. '69 FIAT 128 ÁRG. 72 FIAT 850 SPORT ÁRG. 72 BENZ 319 IILAPARTASALAN Hotóatuni 10, simi 11397. Opið Ira kl. 9 6.30, laugardaga kl. 9-3 oy sunnudaqa kl. l 3 DAIHATSU Armúla 23 — simi 85870 Opið fra kl. 9-7. Einnig a laugardögum. ^ Daihatsu 77 Toyota Mark 73 Toyota Mark 71 Toyota Carina 74 Toyota Carina 71 Toyota Corolla 2ja dyra 74 Chevrolet Vega 73 Duster 6 cyl, sjólfsk. 71 VW 1302 72 Lada station 77 Lada station 75 Vantar nýlega bila á skrá ix- bibeh sýrtingarsalur Seíjum í dag: Fiat 132 árg. '76 Verð kr. 2.400 þús. Fiat 131 special árg. '77 Verð kr. 2.400 þús. Fiatl 28 special árg. '76 Verð kr. 1.700 þús. Fiat 127 special árg. '77 Verð kr. i.öuu þus. Fiat 127 special árg. '76 Veró kr. 1.100 þús. Fiat 125 Ý special árg. '77 Veró kr. l.-oo þus. Fiat 125 P ár5 '77 Verð kr. 1.500 þus. Audi 100 L árg. '76 Nýinnfluttur. Verð kr. 3.100 þús Opið laugardaga kl. 1-5. Allir bílar á staðnum HAT IINKAUMBOO A ISLANOI Davíð Sigurðsson hf. Siðumúla 35, simar 85855 — K0NUR í f'lYNDL IST eftir Svölu Sigurleifsdóttur 100 stigvel i kiorbúð'' eftir Eleanor Antin 1971 Rettlætisbaratta þeirra sem minna mega sm er cinkenni tveggja seinustu áratuga. Þetta er aug- lióst ef litið er á sjálfstæðisbaráttu margra Afríku- þjóða, jafnréttisbaráttu blökkumanna í Bandarikj- unum, stúdentauppreisnina i Frakklandi 1968, eða kvenfrelsisbaráttuna i öllum heimshlutum. Kven- frelsisbaráttan tekur til helmings mannkyns og flestra þátta mannlífsins. i bókmenntum og listum kemur þessi barátta og það endurmat kvenna á sjálfum sér og umhverfinu sem henni fylgir, mjög skýrt i Ijós. Þessar greinar gera ekki aðeins að spegla hugmyndafræði baráttunnar, heldur taka þær einnig virkan þátt í mótun hennar. Ein af mörgum myndlistarkonum sem tengja listsköpun sina kvenfrelsisbaráttunni er Eleanor Antin, kenn- ari við Kaliforníu-háskóla i San Diego. „Eleanor Antin sem ballett dansmær" 1973. ELEANOR ANTIN Gegn Flaubert, Tolstoi, Dostoyevski og félögum 1 byrjun þessa áratugs er Kleanor Antin að koma fram á sjónarsviðið sem myndlistar- kona. Myndefni hennar er fyrst og fremst tengt sjálfskönnun og umhyggju fyrir konum og jafnréttisbaráttu þeirra i heild. llun vinnur með margskonar tækni, svo-sem ljósmyndatækni, með myndsegulband. hefð- bundið málverk, ritað mál. tramkvæmir gjörninga (per- furmance) o.fl. 1970 setur hún upp sýningu i New York sem hún nefnir ..Atta konur búsettar i New York". 1 þessu verki reynir hún að fjalla um konur sem sjálfstæða, jákvæða per- sonuleika. Henni ofbýður með- ferð skáldsagnahöfunda eins og Klauberts, Tolstois eða Dostoyevskis sem sýna konur ósjálfstæðar og hégómlegar. lTm þettía segir Antin: ,,Anna Karenina yfirgefur ekki hinn til- finningalausa mann sinn til að standa á eigin fótum. heldur að- eins þegar hún hefúr fundið annan mann til að hverfa i skuggann af. Og Flaubert getur sagt hverjum sem er að hann sé Madame Bovary. — en lokaði hon sig inni til að skrifa óvin- sælar skaldsögur eða fór hun l\ rir rétt til að verja þær eins og hann?” Konurnar sem Antin t jallar um i þessu verki eru m.a. Margaret Mead mannfræðingur ou Yvonne Rainer kvikmvnda- gerðarmaður. A sýningunni voru átta andlitsmyndir (portraits) eða sálarlifsspeglar þessara kvenna. Verkin eru hlutir, textar og ljósmyndir. og leggur Antin fyrst og fremst áherslu á þá lifshætti sem þessar konur hafa tamið sér. Við mynd Margaret Mead er textinn svo: ,,Hún er gifurleg bjartsýnismanneskja. Eitt sinn batt hún fyrir augun á sér og þreifaði sig áfram með staf. Að viku „lauk tilrauninni, og þá sagði hún að það væri ekki svo slæmt að vera blind, það kæm- ist upp i vana". 1 þessu veiki, „átta konur". koma fram sterk tengsl hennar við bókmenntir og persónulega söguskoðun sem einkenna verk hennar enn í dag. Stigvél og fleiri hugmyndir „Hugmyndaleg skáldsaga” (conceptual novel) er næsta verk hennar. Hún tekur mvndir af dökkum stigvélum við ýmsar aðstæður, viðsvegar i Kaliforniu og prentar myndirnar á póst- kort sem hún siðan póstleggur til fjölda fólks. M.a. sýna mynd- irnar ..100 stigvél andspænis hafinu", „100 stigvél á leið til kirkju", „100 stigvél á bila- stæði" og „100 stigvéi i kjör- búð”. Það, að hugmyndalist (conceptual art) kemur fram á svipuðum tima og nýja kven- frelsisvakningin, er engin til- viljun. Konur hafa átt stóran hlut að þróun hugmyndalistar og verið mörgum tæki til sjálfs- könnunar. „Bókasafnsfræöi” er verk frá 1971. Antin sendir ý m s u m m y n d 1 i s t a r k o n u m beiðni um að senda sér ein- hverja þá staðhæfingu er teng- ist lifi þeirra og list. Þau 26 svör sem hún fær send, flokkar hún sem bækur væru, eftir flokk- unarkerfi Þingbókasafnsins (Librarv of Congress). Verkið er einkum staðhæfing- ar myndlistarkvennanna og flokkunarspjöld Antins. t flokk- uninni sjálfri birtist skemmti- lega frjó hugsun hennar. Dæmi um þessa flokkun er; hún fær senda tilvitnun i R.D.Laing og þar sem hann hefur verið leiðarljós heillar kynslóðar ungra rómantiskra skálda, er tilvitnunin flokkuð undir „VK 1012 Vitaverðir”. f samvinnu við Lucy R. Lippard hefur Eleanor Antin fengist við tilraunir á sviði myndlistargagnrýni, og reynt að losa hana úr þvi staðnaða formi sem hún hefur verið i um langan tima. Þær vilja að þessi tengiliður milli listamanneskju og almenmngs sé fyrst og fremst upplýsingamiðlun. Um þetta efni segir Lippard meðal annars: „Myndlistarmann- eskjan veit ólikt betur en gagn- rýnandinn hvað hún er að fást við. Þvi ekki að fá hana sjálfa til að útskýra hvað fyrir henni vak-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.