Vísir - 15.04.1978, Blaðsíða 8

Vísir - 15.04.1978, Blaðsíða 8
8 Laugardagur 15. april 1978 vism Framboðsfrestur til borgarstjórnarkosninga i Reykjavík 28. mai 1978 rennur út miðvikudaginn 26. april n.k. Yfirkjörstjórn tekur á móti framboðslist- um þann dag kl. 15.00 til 16.00 og kl. 23.00 til 24.00 i dómhúsi Hæstaréttar við Lindar- götu. 14. april 1978, Yfirkjörstjórn Reykjavikur, Björgvin Sigurðsson Guðmundur V. Jósefsson, Ingi R. Helgason. Skrífstofu minni hefur verið falið að selja hluta úr jörð við ölfusá meðan við Selfoss. Eignarhlutanum fylgir m.a. 30 hektarar ræktað lands, veiðiréttur i ölfusá, góð 3ja herbergja ibúð, helmings hlut- deild i rúmum útihúsum. Makaskipti við ibúð á Reykjavikursvæðinu æskileg. Upplýsingar á skrifstofunni. Lögmannsskrifstofa Jóns E. Ragnarssonar hæstaréttarlögmanns, Túngötu 5, simar 17200 og 17900, heimasimi 13795. Byggingafélag verkamanna, Reykjavík Til sölu þriggja herbergja ibúð i 12. byggingar- flokki við Bólstaðarhlið. Félagsmenn skili umsóknum sinum til skrifstofu félagsins að Stórholti 16 fyrir kl. 12 á hádegi mánu- daginn 24. april n.k. Félagsstjórnin. Skrifstofustarf Skrifstofumaður óskast á skrifstofu Saka- dóms Reykjavikur. Góð rithönd og vélrit- unarkunnátta áskilin.Eiginhandarumsókn* ir sendist skrifstofu Sakadóms Reykjavikur fyrir 27. april n.k. Yfirsakadómari Nauðungoruppboð annað og siðasta á hluta i Leirubakka 32, talin eign Hauks M. Haraldssonar fer fram á eigninni sjálfri miövikudag 19. april 1978 kl. 11.00. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. I------------------------------------ Nauðungaruppboð annað og siöasta á eigninni Lækjargötu 9, Hafnarfirði, þingi.eign Erlu Gunnarsdóttur, fer fram á eigninni sjálfri þriðjudag 18. aprfl 1978, kl. 2.30. e.h. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði Fró Grunnskólum Reykjavíkur Innritun sex ára barna (þ.e. barna sem fædd eru á árinu 1972) fer fram i skólum borgarinnar mánudaginn 17. og þriðju- daginn 18. april n.k. kl. 15-17 báða dagana. Á sama tima þriðjudaginn 18. april fer einnig fram i skólunum innritun þeirra barna og unglinga sem þurfa að flytjast milli skóla. Fræðslustjórinn í Reykjavik. Ómar Þ. Halldórzzon rœðir við Guðmund Rúnar Lúðvíksson sem um þessar mundir gefur út hljómplötu með 270 Selfossbúum! Fimm milljón króna hugsión Um þessar mundir er aö koma á markað hljómplata með söng og hljóðfæraslætti u.þ.b. 270 Selfossbúa. Lögin á plötunni eru 13 eftir jafn- marga höfunda og aðilarnir sem flytja þau eru sömuleiðis 13. Þessir aðilar eru að sjálfsögðu misfjölmennir, allt frá einum upp í 55 manns. önnur hliðin inniheldur kórsöng og lúðrablástur/ en á hinni fá popparar staðarins að leika lausum hala. Platan er því eins konar þverskurður af tónlistarlífi þessa fjölmennasta hreppsfélags landsins. Helgarblaðið veit ekki ti! að slík plata hafi komið út áður og fékk því útgefandann, Guð- mund Rúnar Lúðvíksson, til að gefa lesendum blaösins nánari upplýsingar um þessa sérstæðu plötu. Guðmundur Rúnar er tuttugu og f jögurra ára gamall og hefur ekki komið nálægt plötuút- gáfu fyrr. Hann er framkvæmdastjóri félags- heimilisins Herðubreiðar á Seyðisfirði og hlaut menntun sína í Hótel- og veitingaskólanum sem er eftir því sem hann segir sjálfur eini skólinn á landinu sem lætur nemendurna éta prófverkefn- in sín. En hvað kemur til að fram- kvæmdastjóri austur á Fjörðum ræðst i plötuútgáfu með efni frá Selfossi? „Hugmyndin er orðin nokkuð gömul, sex ára eða meira. Ég hef búið á Selfossi af og til siðustu árin og fann strax og ég kom hingað að hér er óhemju- mikið músíklif. Þá kviknaði sú hugmynd að sem flestir af þess- um aðilum kæmu fram á e.k. byggðarlagsplötu, plötu sem hefði skemmti- og menningar- gildi i nútið og auk þess sögulegt gildi þegar fram liðu stundir. Ég reikna dæmið þannig að þessi plata verði talin þeim mun verðmætari sem lengra liður frá útkomu hennar, a.m.k. i augum Selfyssinga. Nú,á siðasta ári talaði ég um þetta við þessa aðila sem allir lýstu áhuga á þátttöku svo það var ekki eftir neinu að biða. Þetta eru 13 aðilar sem eiga lög á plötunni, samtals um 270 manns og liggur i augum uppi að svona framkvæmd tekst ekki nema með miklum samvinnu- vilja allra. Ætli það séu ekki um 10 prósent allra ibúa á Selfossi sem koma þarna við sögu á einn eða annan hátt.” Og efnið? „Músiklega skiptist það i tvennt. A annarri hliðinni er samkór staðarins, karlakór, kirkjukór, kórar barna- og gagnfræðaskólans, lúðrasveitin og hljómsveit tónlistarskólans. A hinni eru lög eftir popparana á staðnum, flutt af ólafi Þórarinssyni, Sveinbirni Odds- syni, hljómsveitinni Evrópu og fleirum. Ég tel að mjög vel hafi tekist til með lagavalið. Það sýnir mikla breidd i músiklif- inu.” En ertu ekkert hræddur um að þessi breidd komi niður á söl- unni? „Alls ekki. Ég tel að þarna sé komin plata fyrir alla fjölskyld- una. Og kannski er þessi plata einmitt merkilegust fyrir það að á henni er ekkert kynslóðabil. Þar eru börn og foreldrar, ömmur og afar og ef til vill langömmur og langafar — hver veit? Já, þú talar um sölumögu- leika. Ég er alls ekki að þessu til að græða á þvi. Ef platan stend- ur undir sér er ég ánægður. Mig langaði bara til að sýna hvað er að gerast i tónlistinni á Selfossi, hvað er hægt ef viljinn og áhug- inn eru fyrir hendi. Auk þess langaði mig sérstaklega að gefa poppurunum tækifæri til að sýna hvað i þeim býr. Þar eru á ferðinni menn sem hafa litið haft sig i frammi en ættu að réttu lagi að vera búnir að slá i gegn fyrir löngu.” — Sé svo hlýtur þetta að vera óhemju dýr hugsjón. „Ætli kostnaðurinn við fyrstu tvö þúsund eintökin verði ekki hátt á fimmtu milljón. Sjálfsagt gera sér fáir grein fyrir þvi að það er miklu dýrara að senda 13 aðila sinn i hverju lagi i stúdió heldur en einn. Timinn nýtist verr og stúdiótiminn þarna i Hljóðrita er það dýr að þarna er talsverður munur á. Rútu- kostnaður, matur og fleira þviumlikt er nokkuð sem útgef- andi t.d. i Reykjavik þarf ekki að hugsa um en er jafn-sjálf- sagður gjaldaliður hjá mér og stúdiótiminn sjálfur. Til að gefa plötunni meira gildi læt ég fylgja svolitinn pésa með myndum og upplýsingum um þá sem taka þátt i þessu. Mér finnst það svo merkilegt að það skuli vera hægt að fá sam- þykki 10% ibúa þetta stórs byggðarlags til þátttöku.að það verði að gera þetta sem eftir- minnilegast. Það er kannski óraunhæfur leikur að tölum, en imyndaðu þér 10% allra Reyk- vikinga, niu þúsund manns, á einni plötu! Við getum lika sagt 270 manns, samasem allir ibúar Súðavikur.” — Þú reiknar semsé ekki meö að önnur byggðarlög feti i fót- spor Selfyssinga i þessum efn- um? „Hvað aðrir gera veit ég ekki. Ég hef vissar taugar til Selfoss sem ég hef ekki til annarra staða og mér finnst nú frekar óliklegt að ég ráðist i sams kon- ar framkvæmdir annars staðar. Svo á það nú eftir að koma i ljós hvort þetta ber sig. Sjálfsagt er þetta framkvæmanlegt á fleiri stöðum. Þó efast ég um að margir staðir gætu státaö af 13 aðilum á plötu og öðrum 13 frambærilegum sem sætu heima. Mér kæmi ekki á óvart að Selfoss væri eini staðurinn á landinu sem getur státað af þvi.” — Svo i lokin. Hvernig fer það saman að vera framkvæmda- stjóri austur á Fjörðum og standa i plötuútgáfu á Selfossi? „Það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi. Ekki sist þegar maður hefur jafn-marga góða samstarfsmenn og að þessari plötu standa.” ÓÞH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.