Vísir - 15.04.1978, Blaðsíða 5

Vísir - 15.04.1978, Blaðsíða 5
5 vism Laugardagur 15. april 1978 ir og láta siðan lesendur um að draga sinar eigin ályktanir? Eleanor Antin skrifar um verk sin á árinu 1972. Megrun sem myndlist Eitt verka Antins fyrri hluta áratugsins er „Myndskurður, hefðbundin útskurðarmynd”. A 36 dögum tekur hún 144 myndir af sjálfri sér meðan hún tálgar 10 pund af likama sinum með hversdagslegu verkfæri sem nefnt er MEGRUN. Stöðugt er- um við öll að reyna að móta lik- ama okkar með þessu verkfæri og mótun hans er nátengd mót- un sjálfsimyndar okkar. Við veljum sjálfum okkur hlutverk sem við svo reynum að passa i. Það eru þessi hlutverk, sem okkur standa mögulega og ómögulega til boða i lifinu, sem Eleanor Antin fjallar um i verk- um sinum næstu árin. Fyrst þessara hlutverka hennar er „ballettdansmærin”, drauma- hlutverk hverrar ungrar stúlku. Þessum hlutverkum og viðhorf- um sinum til þeirra kemur hún hátt. „Þegar hinir raunverulegu atburðir eru liðnir tekur sagan við, og hún er ætíð skáldskap- ur”, segir Eleanor Antin. Ef saga eða réttara sagt söguleysi kvenna er haft i huga er þetta viðhorf Eleanor til sögunnar ákaflega eðlilegt. Hún tengir það ekki aðeins almennri sögu og myndlistarsögu, heldur einnig til „documentation” (þ.e.| skráningar athafna með ljós- myndun, texta, myndsegul- bandi o.s.frv.) myndverka. Að hennar mati eru frumherjar hugmyndalistar barnslega ein- faldir að álita hlutlausa skrán- ingu atburða mögulega.Eleanor | álitur skráningu atburöa ætið endursköpun þeirra á persónu- legan hátt, að þeim liðnum. Verkið „Engill miskunnar- innar” er i fjórum þáttum, sem eru: ljósmyndir. á veggjum sýn- ingarsalarinSi úr lifi Florence/Eleanor, málaðar stórar styttur af fólki fristand- andi á gólfi, gjörningur sem Antin framkvæmir i sainum — og er fjórði þatturinn samspil þessara þriggja þátta. 1 heild verða mörkin milli Florence og Eleanor, lifs og listar, 19. og 20. //Eleanor Antin í gjörningnum MISKUNNARINNAR árið 1977" ENGILL á framfæri með ljósmyndum eða gjörningum sem teknir eru upp á myndsegulband. Onnur hlutverk sem hún fæst við eru „sautjándu aldar konungur- inn”, „blakka kvikmynda- stjarnan” og „hjúkrunarkon- an”. Inntak verkanna er þó ætið það sama, að kanna og skýr- greina sjálfa sig á framsækinn hátt, en þetta er jafnframt það sem baráttumanneskjur kven- frelsis eru að fást viö. Eleanor Antin gengur lengra en flestar i þessu, að þvi leyti að hún lætur hefðbundnar takmarkanir, svo sem aldur, kyn, tima og rúm ekki setja valfrelsi sinu á hlut- verkum neina þröngar tak- markanir. Söguleysi kvenna í byrjun seinasta árs sýnir Eleanor verk i New York sem hún nefnir „Engill miskunnar- innar” og fjallar i þvi um hjúkr- unarkonu i Krimstriðinu (1854- 1856), sem án efa er Florence Nightingale. 1 þessu verki sam- samar Eleanor sig „konunni með lampann” á skáldlegan aldar ógreinileg. Um ljósmynd-1 irnar segir Eleanor Antin: „Þessar myndir eru sannanir | þess að ég var þarna”, en sem myndir úr lifi ungrar stúlku i | Englandi á Viktoriu-timanum og i herbúðum Krimstriðsins eru ljósmyndirnar mjög sann- | færandi. Þær eru reyndar teknar i Suður-Kaliforniu 1976, en teknar með sömu ljós- rnyndatækni og á miðri 19. öld svo að stemmingin virðist hin sama. Gjörningurinn sem hún framkvæmir byggist á meðferð I hennar á texta um stytturnar | sem hún hefur samið. Nýjasta verk Eleanor Antin er gjörningur sem er fram-1 kvæmdur fyrir myndsegulband og er hún þar enn i „hjúkrunar-1 konu” hlutverkinu. Inntak verksins er mótmæli gegn tæknivisindum nútimans sem eru á góðri leið með að koma mannkyninu á kaldan klakan. Hvort það má flokka undir „fyrirbyggjandi aðgerðir” i hjúkruoarmálum,i anda nútima læknavisinda, er ekki ljóst, en hugmyndir hennar og verk eru með þvi athyglisverðasta sem er að gerast i myndlist i dag. SMÁAUGLÝSINGAHAPPDRÆTTI VÍSIS ÞMTÞUfKKI MMIÝSAI SMÁAUSlÝSmUHUM? Allir, sem auglýsa i smáauglýsingum Visis til og með 19. april, eru sjálfkrafa þátttak- endur 'i smáauglýsingahappdrættinu með þessum glæsilega vinningi. Aðeins er dregið úr greiddum auglýsinga- reikningum AEG - TELEFVNKEN LITSJÓNVARPSTÆKI 26" BRÆÐURNIR ORMSSON % LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820 NÚ ffl HVlll SÍBASTUR! ÚREGIB 20. APRll Smáauglýsingamóttaka alla virka daga frá 9-22 Laugardaga frá 10-18 og sunnudaga frá 14-22

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.