Vísir - 15.04.1978, Blaðsíða 13

Vísir - 15.04.1978, Blaðsíða 13
vism Laugardagur 15. april 1978 13 The BEATLES Saga The Beatles er vist flest- um kunn, þannig að við munum að mestu láta hana liggja milli hluta, en einbeita okkur að þeim áhrifum sem þeir höfðu. Utan Liverpool(fæðingarborg Bitlanna', hafði svotil enginn heyrt um þá getið, er þeir gáfu út fyrstu tveggja-laga plötu sina,Loveme, do, sem kom út á vegum Parlophonehljömplötu- útgáfunnar. Þetta var i október- mánuði 1962. Plata þessi varð ekkert sérstaklega vinsæl, en vakti á þeim athygli. t febrúar 1963 kom svo út platan Please, please me, sem skaut þeim á topp breska vinsældarlistans og markaði brautina fyrir seinni 2ja-laga plötur þeirram sen fóru undantekningarlitið beint i 1. sæti listans, allar götur fram til 1970, er siðasta piata The BEATLES, Let it be, kom út The BEATLES og Windsor fjölskyldan Er Bitlarnir voru að leggja heiminn að fótum sér, var þess ekki lengi að biða, að þjóðernis- rembingur Breta slægi eign sinni á þá og hampaði þeim, til sönnunar þvi, að þrátt fyrir að breska heimsveldið væri löngu úr sögunni á hlutlægan máta, væru menningarlegir yfirburðir þess ennþá óumdeilanlegir. Bitlarnir urðu þjóðarstolt Bret- lands, fengu orður frá drottn- ingu og sátu fyrir á ljósmyndum með Harold Wilson, forsætisráð- herra. Bitlaæðið teygði lika anga sina inni konungsfjöl- skylduna og rann á hinn 15 ára Charles krónprins, sem var farinn að láta hár sitt vaxa. Hljóðfæraverslun ein fékk pöntun frá Windsor-kastalanum um rafmagnsorgel, rafmagns- gitar og magnara. Þótti þetta merki um, að bráðum væri von á hágöfugri bitlahljómsveit. Drottningarmóðirin og Snowdon lávarður gerðu sér lika ferð, ásamt konunglegum ljósmynd- ara, á hljdmleika Bitlanna og sögðust hafa haft gaman af, þrátt fyrir að hinn óprúttni John Lennon hafði við það tækifæri gengið að hljóðnemanum og urrað: — Þið þarna i ódýru sæt- unum, klappiði, en þið þarna i konunglegu stúkunni, hristið gimsteinana ykkar! Settur i stúlknabekk Ekki voru þó allir jafn-hrifnir af Bitlunum og drottningar- fólkið. Ungur aðdáandi þeirra mætti i skólann i byrjun skóla- ársins með hár á herðar niður. Hann bar þvi við, að þetta væri i tisku, — sem var auðvitað lauk- rétt. En skólastjórinn var ekki aldeilis á sama máli og setti bitilinn umsvifalaust i stúlkna- bekk. Hvernig skyldi það nú hafa lagst i stráksa? — Þetta er bara gaman, sagði umræddur piltur, Owen Holmes, 14 ára við frettamenn, daginn eftir þennan óvenjulega atburð. — Trúlega mun mér þó ekki geðjast að saumaskapnum, en það verður bara gaman að fá tilsögn i matreiðslu. Ég hef verið f jóra mánuði að safna hári og að þvi er ég best fæ. séð,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.