Vísir - 15.04.1978, Blaðsíða 2

Vísir - 15.04.1978, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 15. april 1978 vism FLUGLEIÐIR H/F: Hagnaður af rekstri fyrir- tœkisins en verri útkoma en í fyrra Hagnaður af rekstri Flugleiða h.f. varð 12,7 milljónir árið 1977, en var 685 milljónir króna árið 1976. Þetta er þriðja árið i röð sem Flugleiðir skila hagnaði, en verriafkomu árið 1977 vilja for- svarsmenn Flugleiða útskýra með m.a. hinu mikla og afdrifa- rika fargjaldastriði á Norður- Atlantshafinu. Þá nefna þeir verklall BSRB i október siðast- liðinn, sem orsakaði beint tap að upphæð um 74 milljónir króna. Og einnig tregðu verðlagsyfir- valda til að heimila hækkun inn- anlandsfargjalda í samræmi við hækkun tilkostnaðar, en tap af innanlandsflugi var um 56 mill’j’- ónir króna á siðasta ári. Veitan á siðasta ári var 16 milljarðar 503 milljónir króna og hafði aukist um 21,2%. Þrátt fyrir mikla flutninga og háa meðalnýtingu á Norður- Atlandshafinu, þá minnkaði sætanýtingin. Hleðslunýtingin varð hærri en áður, þar sem fragtflutningar jukust verulega. Tekjur af fragtflutningum er lægri en af farþegaflutningum og metin jafnast ekki. Launagreiðslur Flugleiða h.f. innanlands jukust árið 1977 úr 2 milljörðum 408milljónum króna i 3 milljarða 451 milljón eða um 43,3%. Til samanburðar má taka fram, að laun fyrirtækisins erlendis hækkuðu að meðaltali um 8—9%. Starfslið Flugleiða Loftleiða og Flugfélags Islands hérlendis eru 1160, en erlendis 484. Starfs- mönnum fjölgaði um 29 á árinu 1977. —BA— Um 400 manns sátu aðalfund Flugleiða i gær Ljósm. B.P ,Samningurum flug- umsjón yfir Norður- Atlantshaf aldrei hagstœðari" — segir deildarstjóri ICAOdeildar Björn Jónsson deildar- stjóri ICAO deildar á islandi hefur óskað eftir því að eftirfarandi komi fram um flugumsjón yfir Norður Atlantshafi: Um greiðslur frá aðildarrikj- um samningsins gildir sú höfuð- regla að rikin greiða tslandi fyrirfram fyrir hálft ár i senn samkvæmt samþykktri kostn- aðaráætlun. Árið 1956, þegar það samkomulag var gert er nú gildir, var ekki gert ráð fyrir meir en 5% verðbólgu á ári að jafnaði. Þess vegna eru greiðsl- ur til Islands takmarkaðar við endurskoðaðan útlagðan kostn- að árið áður að viðbættum 10%. Arið eftir er svo verðbólgan greidd með leiðréttingu. Þessi leiðrétting hefur undanfarin 4 ár numið 32—38% á ári. Útreikn- ingurinn á þessari leiðréttingu, sem einnig tekur til notenda- gjaldanna, er mjög flókin. Á miðju árinu 1974 var farið að innheimta hluta af þessum kostnaði beint frá eigendum eða -rekstraraðilum þeirra flugvéla, sem fljúga yfir hafið, svokölluð notendagjöld. Þannig greiða nú aðilar frá löndum, sem ekki eru aðilar aö samningum, stórar fúlgur upp i kostnaðinn. Þessar greiðslur eru færðar 19 aðildar- rikjum samningsins til bóta. Það er reginmisskilningur að þessar greiðslur séu ekki inntar af hendi fyrr en eftir 2. ár. Þær eru innheimtar mánaðarlega og eru að stórum hluta greiddar islenska rikinu innan þriggja mánaða frá þvi flugið átti sér stað. Af kostnaðinum eru nú 50 af hundraði innheimt sem notendagjöld. A árunum 1979 og 1980 á þetta að hækka i 60%, 1981 i 80% og 1982 i 100%. Vegna óðaverðbólgunnar hér á landi hefir orðið nokkur töf á að fullar greiðslur komi á rétt- um tima frá ICAO Alþjóða flug- málastofnunir.ni þannig skuldar ICAO nú um 170 milljónir fýrir s.l. ár. Þess ber þó að geta að greiðslur frá ICAO eru inntar af hendi með fyrirfram ákveðnu gengi. Þær eru þannig „verð- tryggðar” svo að krónurnar verði fleiri. Kostnaðaráætlunin fyrir þjón- ustuna hér á landi i ár, sem samþykkt hefir verið af fasta- ráði alþjóðaflugmálastofnunar- innar, nemur um 723 milljónum. Samanlagðar greiðslur aðildar- rikjanna 19 að viðbættum notendagjöjdum eru hinsvegar áætlaðar um 1 miljarður. Óánægja með þjónustuna hér á landi hefir aldrei komið fram, hvorki þá sem veitt er af Veður- stofu Islands, pósti og sima né flugmálastjórn. Þvert á móti hefur ánægja með hana verið margendurtekin af viðkomandi aðilum. Þrátt fyrir timabundin vandamál er samningurinn okkur mjög hagstæður og mun það aukast með stærra hlutfalli notendagjalda. Farþego- og fragt- flutningar Flug- leiða h/f 1977 1 Norður Atlantshafsflugi varð samdráttur, en það er flug sem hefsteða lýkur i Bandarikj- unum. Fraktflutningar jukust um 36,8%, en farþegum fækkað á árinu um 5,7% og urðu þeir 239,816. Flugleiðir fluttu alls 762.395 farþega á árinu 1977. Skiptingin á fluginu til New York og Chicago var þannig að 77% farþega á þessum flug- markaði ferðaðist um New York, en 23% um Chicago. Evrópuf lug Af einstökum mörkuðum i áætlanaflugi árið 1977 varð aukning i Evrópuflugi hvað mest. Mikil aukning varð i farþegaflutningum og voru fluttir 142.155 farþegar á þess- um leiðum og var aukningin 11,2% frá fyrra ári. En hlutfalls- lega var aukningin mest i vöru- og póstflutningum. Innanlandsflug Á siðasta ári fór farþegaf jöldi i innanlandsflugi Flugleiða i fyrsta sinn fram úr ibúafjölda landsins en farþegar voru 235.394. Sætanýting batnaði frá fyrra ári og var 65%, en hleðslunýting var 59,5%. Á árinu var opnuð ný söluskrifstofa á Húsavik, sem var nauðsynlegt vegna sivaxandi flugs um Aðaldals- flugvöll. Pílagrímaflug Flogið var á siðasta ári milli Kano i Nigeriu og Jedda i Saudi- Arabiu og einnig var flogið fyrir Air Algerie milli Oran i Alsir og Jedda. Alls voru fluttir 30.994 nilagrimar. Hagnaður af flug- inu var 152 milljónir króna eftir þvi sem komist verður næst. Þess má geta að á árinu 1976 voru 15.474 pilagrimar fluttir i sams konar ferður. Bahamaflug Farþegafjöldi var 82.231 á siðasta ári og hafði aukist nokk- uð. Sætanýting var mjög góð eða 76,5% og hefur aldrei orðið meiri. Mikil aukning varð á leiguflugi félagsins og voru farnar 56 leiguferðir flestar þeirra milli Zurich og Nassau. Fragtflutningar á þessari leið eru engir. —BA Tilboð opnuð i Hraun- eyjarfossvirkjun Tilboð hafa verið opnuð hjá Landsvirkjun i fyrsta áfanga við byggingu Hrauneyjafoss- virkjunar, sem er gröftur fyrir stöðvarhúsi virkjunarinnar og þrýstivatnsplpur. Eftirfarandi tilboð bárust: ístak h.f. Miðfell h.f. Loftorka h.f. Skanska Sementgjuteriet og Phil og Sön krónur 713.883.000. Hlaðbær h.f., Suðurverk h.f. og Fjölvirkinn h.f. krónur 781.570.000. Aðalbraut h.f., Sveinbjörn Runólfsson s.f. Fossvélar h.f. og Verkfræðistofan Burður h.f. krónur 1.043.350.000. Ellert Skúlason h.f., Svavar Skúlason h.f. og Vtutækni h.f. krónur 1.173.640.000. Hlutaðeigandi kostnaðaráætl- un ráðunauta landsvirkjunar, Harza Engineering Company og Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen h.f. nemur 850 milljónum króna. Tilboðin verða nú könnuð nánar með tilliti til útboðsgagna og borin endanlega saman. Að þvi búnu mun stjórn Lands- virkjunar taka afstöðu til þeirra og skýra frá niðurstöðum sinum i þvi efni. —KP.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.