Vísir - 15.04.1978, Blaðsíða 14

Vísir - 15.04.1978, Blaðsíða 14
14 Laugardagur 15. april 1978 vism brýtur hiö siða hár mitt alls ekki i bága við fræðslulöggjöfina. Mér er alveg sama, þótt ég sé með stelpuskaranum, — en hitt er annaö mál, að ég veit ekki hvort kærastan min verður eins hrifin af þvi. En hvaö segir skólastjórinn um málið? — Mér finnst að ég hafi gert hiö eina rétta i þessu máli, sagði John McMillan skóla- stjóri. — Owen var ljóst hvaö yrði gert i málinu, léti hann ekki skera hár sitt. Hann skal dúsa i stúlknabekknum meðan hár hans er þetta sitt. Það þarf náttúrulega ekki aö taka það fram, að stúlkurnar urðu yfir sig hrifnar að fá strák i bekkinn. Það var þó eitt, sem hinn ungi Owen kveið mikið fyrir; — Það litur út fyrir að morg- undagurinn verði nokkuö erfiður fyrir mig. Þá á égnefni- lega að vera i söngtima með stelpunum. Gallinn er sem sé sá, að þótt ég sé eins og bitill i útliti, þá er ég vita laglaus. Látum þá bara koma Yfirvöld annarra landa voru i fyrstu mörg hver hálf smeyk \ i'. að hleypa Bitlunum inn i lönd sin til þess að halda ,,hljóm leika”. Svo var t.d. með frændut okkaéog vini, Dani. en lögreglu sljórinn á Friöriksbergi var ekki á þvi að veita þeim leyfi til ..hfjómleikahalds" þar sem hann óttaðist að þeir myndu hafa óheppileg áhrif á ungling anasem á þá hlustuðu. af þvi að hann vissi að slikir „hljóm- leikar” höfðu áður valdið vand- ræðum. Málinu var skotið til Hækkerup, sem var dómsmála- ráðherra i þann tið. Hann taldi ekki Danmörku stafa ógn af Bitlunum og heimilaði „hljóm- leika”. John Lennon fæddist 9, október árið 1940 i Liverpool i Englandi. Foreldr- ar hans siitu samvistum er hann var kornungur og ólst hann af þeim sökum upp hjá frænku sinni. Hann hefur alia tið verið sár úti foreldra sina — finnst þau hafa svikið sig eins og f ram kemur i lagi hans Mother. John giftist Cynthiu Powell i ágústmánuði 1902 og átti með henni soninn Julian. Hann skildi svo við hana 1968 til þess að ganga aö eiga Yoko Ono en henni kynntist hann á Indlandi er hún vann þar við gerð kvikmyndar um dvöl Bitlanna 'hjá jóganum Maharishi. Ono hafði mikil áhrif a hugsunarhátt Johns og er talin höfuðorsök þess að vinskapur Johns ogPaul lór út um þúlur. Litið hefur heyrst Irá John að undanförnu og er það vegna þess, að honum finnst hann ekkert merkilegt hafa fram að færa sem stendur, en þaö á örugglega eftir að breytast. Paul McCartney fæddist 18. júni áriö 1942 i Liverpool. Hann á bróður að nafni Mike McGear sem var á sinum tima þekktur sem meðiimur I hljómsveitinni Scaffold . Þann 12. mars 1969 giftist hann Lindu Eastman og hefur eígnast með henni tvær da'tur, Mary og Stellu, en Linda atti fyrir stúlku að nafni Heather. Éftir að Bitlarnir lögðu upp laupana hætti Paul að mestu aö umgangast hina þrja. vegna fjárhagslegs ágreinings, en hann mun nú svo til úr sögunni. Arið 1971 stofnaði Paul hljómsveitina Wings og leikur Linda meðá pianó. Hann er sá eini al Bitlunum sem staðið hefur i íremstu viglinu popp- heimsins eftir að þeir hættu og bendirallt til þessað liann eigi lengi eftir að vera þar enn. Þegar Paul og f jölskylda hans er ekki á hljómleikaferða- lögum. heldur hun sig mest á bóndabæsinum i Argyleshæe i Skotlandi. Ringo Starr, eða Richard Starkey eins og hann heitir i raun og veru. fæddist 7. júli árið 1940 i Liver- pool. Aður en hann gerðist trommari, vann hann sem sendisveinn hjá Breska járn- brautal'élaginu og barþjónn á leiðinni Liverpool — Norður-Wales. Hann giftist Maureen Cox 11. febrúar 1965 og eignaðist með henni tvo syni og eina dóttur. Þau skildu eigi fyrir alllöngu og er hann þvi laus og liðugur þessa stundina. Endalok Bitlanna höfðu meiri afleiðingar fyrir ltingo en hina, vegna þess hve hann er litill lagasmiður. Árið 1971 samdi hann þó og gaf út lagið Itdon’tcomeeasy, sem seldist i milljónum eintaka. Einnig leikur hann oft undir hjá hin- um og þessum hljómsveitum sem session-maður. Ringo hefur leikið i nokkrum kvik- myndum við sæmilegan orð- stir. George Harrison fæddist 25. febrúar 1943 i Liverpool. Hann kynntist Paul i gagnfræðaskóla og lék með honum og John i ýmsum rokk- hljomsveitum uppúr 1956, en starfaði einnig um tima i raf- iðnaði. Hann giftist Patriciu Boyd i janúar 1966, en henni hafði hann kynnst er Bltlarnir unnu að mynd sinni, Nótt erfiðs dags. Meðan Bitlarnir voru saman féllu lagasmiðar hans i mikið i skuggann af lögum Lennons og McCartneys, en eftir að þeir hættu, hafa verk hans hlotið verðskuldaða athygli. Einkum þykir plata hans, AIl things must pass, mikið snilldarverk. Sama ár og hún kom út skipu- lagði og skémmti George á einum stærstu rokkhljómleik- um sögunnar og rann allur ágóðinn af þeim til hjálpar- starfs i Bangla Desh. George er ákaflega hrifinn af tónlist og heimspeki Austurlanda og gætir þess mjög i lögum hans. Bítilæði i Ameriku Siðsumars 1964 lögðu The BEATLES upp i sitt fyrsta hljómleikaferðalag um Banda rikin og settu þar að sjálfsögðu allt á annan endann. Var einna likast sem þar færi sjálfur for- setinn. Aðdáendaskarinn sem fylgdi þeim við hvert fótmál. gerði það að verkum, að það eina sem þeir sáu af U.S.A. i þær fimm vikur sem ferðalagið stóð, var hvernig amerisk hótel lita út að innanverðu. Reisa þessi hlaut auövitað mikla um- sögn i bandariskum fjölmiðlum. „Newsweek” helgaði þeim t.d. aðalfrásögn sina og hið virðu- lega „New York Hérald Tribune’’ birti um Bitlana for- ustugrein. þar sem sagöi, að koma þeirra til Bandarikjanna væri mesta áfall sem þau hefðu orðið fyrir af hálfu Breta siðan þeir brenndu Washington til kaldra kola árið 1814. Bandarisk ungmenni voru þó ekki á sama máli og „New York Herald Tribune”. Stúlka nokkur gat eitt sinn troðist gegnum röð lögregluþjónanna og fleygði sér. án tafar uppum hálsinn á Ringo Starr. Lögregluþjónarnir komu og reyndu að draga hana burt. en hún barðist um a hæl og hnakka. Þá brosti Hingo ofur- blitt til hennar. Eftir það áttu lögregluþjónarnir ekki i nokkr um vandræöum með dömuna. það hafði nefnilega steinliðið yfir hana. Oðru sinni gat stúlka strokið um vanga Pauls. Hneig hún siðan niður með sælubros a vör og andvarpaði: — Nú get ég dáið hamingjusöm. Bresku blöðin sögðu frá Bandarikjaferð Bitlanna sem einum mesta viðburði ársins. með griðarstórum fyrirsögnum á forsiöum og baksiðum. Ileimsviðburðir einsog yfirvof- andi hætta á styrjöld milli tveggja Atlantshafsbandalags rikja féllu algerlega i skuggann Gamla „mamma” hugsaði mest um að sýna „barninu” sinu frammá að hún væri enn i fullu fjöri. Bítlar i bitilæöi Bitlunum sjálfum fór að leið- ast „æðið” og allt það umstang sem þvi fylgdi. Þeir voru fa'rnir að lita á sig sem alvöru tón- listamenn, en ekki eitthvert tiskufyrirbrigði og þreyttir á þvi að láta nota sig á pólitiskan hátt af fólki sem þeir höfðu enga trú á sjálfir. Þeim leiddist einnig að þurfa að spila alltaf sömu lögin aftur og aftur fyrir fólk, sem svo heyrði ekki einu sinni tónlistina fyrir öskrunum úr sjálfu sér. Þeir ákváðu þvi að hætta að leika opinberlega og 29. ágúst 1966 komu þeir fram i siðasta skipti i Cow Palace i San Fransisco. 1 sama mánuði kom út Lp.-platan „Revolver”, sem sýndi, svo ekki var um villst, að tónlistarstefna The BEATLES hafði breyst. Ari seinna gáfu þeir svo út þá plötu sem flestir popptónlistarunnendur telja hina mestu i sögu poppsins, „Sgt. Pepper’s Lonely Hearts Club Band” og með henni settu þeir sjálfir i rauninni punktinn aftan við „bitilæðið”, þvi frá þeim degi sem hún kom út, tók popptónlistin alls staðar i heim- inum nýja stefnu. Ráö gegn bítilæði Að lokum birtist hér ráð það sem bandariski háðfuglinn Art Buchwald gaf bandariskum for- eldrum, væru börn þeirra haldin bitilæði, islenskum foréldrum sem þurfa að þola einhvers konar „æði™ á sinu heimili, til gagns og gamans: „Þegar Bitlarnir eða önnur álika fyrirbæri setja heimilið á annan endann, er það vegna þess að foreldrarnir vita ekki sitt rjúkandi ráð. En ráðið er svo einfalt. að öllum foreldrum ætti að vera hægðarleikur að beita þvi. Vinir okkar hjónanna, Gordonshjón- in, sem eiga tvö börn á hinum hávaðasama aldri hafa útrýmt bitilæðinu úr húsakynnum sin- um fyrir fullt og allt. Þau fóru þannig að þvi. Við heimsóttum þau um dag- inn til að lyfta með þeim glasi. Dóttir þeirra, fimmtán ára gömul, var að lesa lexiurnar sinar. Frú Gordon var að þvo upp frammi eldhúsi og söng hástöf- um: „Jé, je, je!” Hún var að hlusta á bitlaplötu og skókst öil til eftir hljóðfallinu. — I guöanna bænum,mamma,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.