Vísir - 15.04.1978, Blaðsíða 10

Vísir - 15.04.1978, Blaðsíða 10
10 * VÍSIR utqefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdarstjori: Daviö Guömundsson Ritstjorar: Þorsteinn Palsson abm. Olafur Ragnarsson Ritstjornarfulltrui: Bragi Guðmundsson. Fréttastjori erlendra fretta: Guðmund ur Petursson. Umsjon meö helgarblaði: Arni Þórarinsson. Blaöamenn: Berglind Asgeirsdottir, Edda Andresdóttir. Elias Snæland Jonsson, Guðjon Arngrimsson, Jon Einar Guðjonsson, Jonina Mikaelsdottir, Katrin Palsdottir, Kjartan Stefans son, Oli Tynes, Sæmundur Guðvinsson, Iþrottir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Palsson. Ljósmyndir: Biorgvin Palsson, Jens Alexandersson. Utlit og honnun: Jon Oskar Hafsteinsson, Magnus Olafsson. Laugardagur 15. april 1978 VISIR Auglysinga- og sölustjori: Pall Stefanssor Dreifingarstjori: Sigurður R. Petursson Auglysingar og skrifstofur: Siðumula 8 simar 86611 og 82260 Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611 Ritstjorn: Siöumula 14 simi 86611 7 linur Askriftargjald er kr. 1700 á manuði innanlands. Verð i lausasölu kr. 90 eir.íakið. Prentun Blaðaprent h/f. Kosningar eru i aðsigi. Senni- lega hefur það ekki farið fram- hjá nokkrum manni. Flokksblöð- in ummyndasf smám soman og sýna heiminn í svörtu og hvitu. Þingkosningarnar einkennast öðru fremur af efnahagsmála- umræðum og hætf er við að sveit- arstjórnarpólitíkin verði háð i skugganum af þeim. Þetfa er fyrir margra hluta sakir slæmt. Á þessum kosning- um er mikill munur. Viðfangs- efnin .eru önnur. Fólk greiðir gjarnan öðrum flokkum atkvæði i sveitarstjórnarkosningum en þingkosningum. Þegar á þessar aðstæðu er litið er óheppilegt að þessar kosningar skuli fara f ram með mánaðarmillibili. Stjórnmálaágreiningur skiptir mönnum eðlilega i flokka í sveit- arstjórnum. En þar eru til með- ferðar málefni, er standa borg- urunum miklu nær i önn dagsins en yf irborðskenndar umræður um ef nahagsmál. Það er því eðli- legt að menn kjósi öðru vísi til sveitarstjórna en þings. Þar get- ur skipt meira máli traust og samhent framkvæmdastjórn en pólitísk hugmyndafræði. Að réttu lagi ættu þessar kosn- ingar því ekki að fara fram á sama ári. En við þvi verður ekk- ert gert eins og málum er komið. Framhjá því verður ekki horft að borgarstjórn í Reykjavík hefur mesta þýðingu i sveitarstjórnar- kosningunum. En meiri hlutinn þar er ágætt dæmi um stjórn er notið hef ur fylgis kjósenda úr öll- um flokkum., Það hefur sýnt sig í borgar- stjórn Reykjavíkur og eins i nokkrum sveitarfélögum úti á landi, að meirihlutastjórn eins flokks leiðir yfirleitt til meiri festu í stjórnun. Engum vafa er t.a.m. undirorpið, að samsteypu- stjórnarformiðá verulegan þátt i því að ríkisstjórnir hafa ekki náð tökum á efnahagsmálunum. Samsteypustjórnarformið hef ur það einnig i för með sér, að kjósendur ráða nákvæmlega engu um það hvernig ríkisstjórn er mynduð að kosningum lokn- um. Stjórnarmyndunarvaldið er alfarið í höndum fárra flokks- foringja. Þóað kjósendur ráði at- kvæðahlutfallinu í þinginu, hafa þeir engin áhrif á stjórnarmynd- un. Kosningar eru því ekki það að- hald að stjórnarflokkum, sem þær ættu i raun réttri að vera. í annan stað gerir stjórnarsam- vinna það að verkum,að stjórn- unin verður ekki jafn markviss og ella. Öllum er Ijóst, að mála- miðlun milli ólíkra flokka veikir getu ríkisstjórna til þess að taka á vandamálum. Á það er einnig að líta í þessu sambandi að vald kjósenda er meira, þegar þeir geta valið ákveðinn flokk til meirihlutafor- ystu, hvort sem það er á þingi eða sveitarstjórnum. Engar pólitísk- ar forsendur eru fyrir sliku að því er þingið varðar. En í nokkr- um sveitarstjórnum og þar á meðal í borgarstjórn Reykjavík- ur eiga kjósendur þess kost að ákveða sjálfir hverjir skuli fara með meirihlutavaldið. Glöggt dæmi um kosti meiri- hlutastjórnar eins flokks fram yfir samsteypustjórnir má sjá á ólíkum viðbrögðum við þeim ef nahagsþrengingum, sem við höfum staðið frammi fyrir und- anfarin ár. Miklum erfiðleikum hef ur verið bundið að hafa hemil á útgjöldum ríkisins að því er varðar rekstur og f járfestingar, þó að öllum hafi verið Ijóst, að þörf var fyllsta aðhalds í þeim ef num. Borgarstjórn Reykjavíkur hefur á hinn bóginn getað tekið með miklu ákveðnari hætti á þessum vandamalum. Jafnvel á kosningaári hefur áformuðum framkvæmdum verið skotið á frest til þess að tryggja örugga fjármálastjórn. í stjórnarsam- vinnu margra flokka er mjög erf itt um vik að ná samstöðu um slika festu i fjármálastjórn. Á þrengingatímum i fjármál- um er þvi í raun réttri mjög brýnt að traust meirihlutastjórn fái áframhaldandi umboð. Og það myndi örugglega bæta lands- stjórnina,ef kjósendur gætu valið og hafnað ríkisstjórnum. Ólíkir stjómarhœftir ÞAÐ KOSTAR EINA KRÓNU.. Stokkhólmi, Skömmtunarvörur hafa jafnan, samkvæmt lögmálinu um fram- boð og eftirspurn, verið dýrmæt- ari en annar varningur. t>að sem hver maður getur tint uppaf götu sinni kostar li'tið, en fáséðir hlutir eru geipiverðmætir svo að ein- ungis hinir riku og voldugu geta veitt sér þá. Af öllum hlutum er frelsið dýr- mætast. Kannski er það svona dýrmætt vegna þess að það hefur alltaí verið og er naumt skammt- að — misjafnlega naumt skammtað að sjálfsögðu, eftir löndum, staðháttum, stjórnarfari og siðvenjum. En það er með li lsið eins og annað sem skammtað er, að það kostar yfir- leitt peninga að veita sér það. Þvi meii'i peninga sem maður á, þeim nvn meira og viðtækara frelsi getur maður veitt sér. Á íslandi eru nátturlega allir frjálsir siðan danir hættu að skammta okkurfreisið ogamrik- anar tóku að sér að varðveita það fyrir okkur. Umhverfis landið hefur ekki verið reistur neinn múr sem hindrar okkur i þvi að ferðast hvert sem er — að þvi auðvitað tilskildu að við fáum fri i vinnunni og eigum fyrir farmið- anum. Við búum við mikið frelsi. Við megumbyggja okkur hús, ferðast, borða, drekka (þó ekki bjór) og skemmta okkur eins og okkur lystir, svo lengi sem við eigum peninga til að borga þetta trelsi. Og við höfum lika ókeypis frelsi til aö gera eitt og annað, jafnvel þótt alveg ótrúfega margl kosti peninga. Okeypis frelsi er það sem ekki kostar peninga og ekki er bannað með lögum, til dæmis að skoða i búðarglugga eða gá til veðurs eða hugsa. Ókeypis tjáningarfrelsi höfum við lika, svo langt sem það nær, samanber það sem karlinn sagði: „Viðgullfiskana mina get ég sagt svona hérumbil það sem mér sýn- ist.” Málfrelsi er náttúrlega til, en það er svo naumt skammtað að stofnaður hefur verið sérstakur sjóður svo að almenningur geti notfært sér það án þess að eiga á hættu að lenda á nauðungarupp- boði. En þrátt fyrirtilkomu þessa sjóðs er þvi miður fyrirsjáanlegt að málfrelsi eykst varla til muna á næstunni, þvi að sjóðurinn verður liklega upptekinn við að greiða kostnaðinn af þvi, að nokkrir ágætismenn hættu á að tjá á prenti andúð sina á pólitísku brölti ákveðins hóps, sem kennir sig við Varið land og hefur áhyggjur af þvi að rússinn komi ef kaninn fer. Það getur sem sé kostað mikla peninga að notfæra sér málfrelsið tilaðsegja meiningu sfna, og þess vegna finnst mörgum vissara að þegja yfir henni. Samt þykja það sjálfsögð réttindi i lýðræðisrikj- um aðfá að hafa pólitiska skoðun — og á Islandi búa menn við nargrómað lýðræði. Pólitisk skoðun einstaklings á að byggjast á þvi, hvað hann ein- læglega hyggur að sé landi sinu og þjóð fyrir bestu. Og að sjálf- sögðu á pólitisk skoðun einstakl- ings i lýðræðisriki sist af öllu að verða honum til persónulegs framdráttar, né heldur til trafala, þannig að hann sé látinn gjalda hennar, rétt eins og negrar i Suðurafriku og viðar eru látnir gjalda litarháttar sins. 1 löndum þar sem fólki er mis- munað vegna stjórnmálaskoð- fólki mismunað vegna trúar- bragða eða litarháttar. En það stafar kannski af þvi að Lúterska kirkjan á Islandi ersvo voldug, að hún telur sig hafa efni á þvi að sýna minni trúarsöfnuðum kristi- legt umburðarlyndi — nema kannski stöku sinnum, eins og þegar biskupinn okkar fór að vara fólk við Bahaimönnum — og fi GRUNNI'IIÐUM ef tir Þráin Bertelss’on ana, trúarbragða, litarháttar, efnahags eða kynferðis — þar er ekki lýðræði rikjandi heldur póli- tisk spilling af þvi tagi, sem við islendingar höldum stundum að þekkist aðeinsi þeim löndum, sem við með fyrirlitningu spyrðum saman og köllum: Bananalýð- veldi! Ég ætla að leyfa mér að halda þvi fram, að hin pólitiska spilling á Islandi taki útyfir allan þjófa- bálk.Sem betur fer kann ég þó fá- ar sögur af þvi, að á íslandi sé negra- eða gyðingaofsóknir þekkjast varla, sennilega af svip- uðum ástæðum. Á tslandi er landlæg annars konar mismunun; vegna stjórn- málaskoðana, efnahags og kyn- ferðis; og svo skuggaleg er hún orðin að fólk er mikið til hætt að kippa sér upp við hana og tekur henni eins og sjálfsögðum hlut, slæmu kvefi, gæftaleysi, sinfóniu i útvarpinu eða rigningu um verslunarmannahelgina. Svo landlæger þessi mismunun orðin, að margpindir ibúar bananalýð- veldanna gætu með fullum rétti hæðst að siðferðislegri eymd okk- ar og kallað okkur: Þorskalýð- veldi! Óviða kemur hin pólitiska spiil- ing, eða vanþroski jafngreinilega i ljðs og þegar maður skoðar em- bættaveitingar rikisins, sem frægar eru að éndemum. í mörg- um lykilstöðum sitja embættis- menn launaðirmeðféúr vasa alls almennings og eiga að þjóna hagsmunum allra landsmanna en ekki aðeins stundarhagsmunum sins eigin flokks, sem hefur launað þeim fylgispektina með þvi að setja þá i embætti sem þeir eru sjaldnast hæfir til að gegna. Eins og allir vita þykir það sjálfsögð aðferð til að fá fyrir- greiðslu af einhverju tagi; til að fá lán, til að fá lóð, til að fá starf; að fá einhvern flokksbróður til að fylgja málinu eftir. Ef þetta er ekki spilling, hvað er það þá? Annað dæmi um spillingu sem fær að þróast viðstöðulítið er kúg- un kvenfólksins: Konur eru einkaritarar en ekki forstjórar, blaðamenn en ekki ritstjórar, hjúkrunarkonur en ekki læknar, alþingismenn en ekki ráðherrar. Með öðrum orðum eru þær konur sem hafa komist áfram, eins og það heitir á máli samkeppnis- þjóðfélagsins, ekki annað en und- antekningar sem sanna þá reglu, aðkonurnjóta ekki sömu réttinda og karlmenn — nema i hæsta lagi i orði kveðnu. Hversu lengi á þessi mismunun sem vex eins og illgresi i þjóðfé-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.