Vísir - 15.04.1978, Blaðsíða 11

Vísir - 15.04.1978, Blaðsíða 11
VISIR Laugardagur 15. april 1978 11 Þegar einhver brosir svo breitt að eyrun á viðkomandi færast aftur á hnakka ogþað má telja jaxlana þá er brosið kallað ameriskt. Flestir eru á einu máli um að iAmerikanar séu sér fræðingar i þessum stórbrosum öðru nafni lannburstabrosum. lAmerisk . bros skjóta upp koll- inum hvar sem Ameríkanar eru á ferð Ameriskir túristar eru duglegir að láta skina i tanngarðinn á sér og við siáum þessi ^ros hvarvetna i ameriskum fjölmiðlum — biöðum, sjónvarpi, kvik- myndum. Hvers vegna brosa Am- jerikanar svona mikið? Eru þetta ekta bros, eða er þetta bara vani? Ameriska þjóðarsálin virð- ist almennt alin upp við þá kenningu að bros sé vænlegra til árangurs en skeifa. Allt þetta káta og glaðværa fólk i sjón- varpi og kvikmyndum kemst svo langt. Skólar leggja áherslu á jákvætt viðmót i þjóðfélags- legri umgengni. Flest störf bjóða upp á umgengni við annað fólk og atvinnurekendur leggja mikla áherslu á að starfsfólk sýni sem mesta alúð. Brosið er lykillinn að góðum árangri hvar sem er. Frægasta og nýjasta dæmið er Jimmy Carter forseti. Að visu heldur enginn þvi fram að h ann haf i unnið kosninga rnar á brosinu einu saman. En það hjálpaði honum vafalaust. Þeg- ar Ford aðalkeppinautur Jimmy brosir. þá er það likast grettu. Hann tapaði lika kosningunum. Þáttur atvinnurekenda er drjúgur i ræktun brossins. Flest stærri fyrirtæki halda námskeið i viðmóti við kúnnann fyrir nýtt starfsfólk. Frami innan fyrir- tækja byggist meðal annars á breidd brossins. McDonald’s-hamborgara- staðirnir leggja sérstaka áherslu á bros og kurteist við- mót. Þegar maður kemur inn til áð kaupa hamborgara fyrir hundraðkall ogeina litla kók þá eru viðtökurnar eitthvað á þessa leið: ,,Það verða 200 krónur herra. Augnablik herra, hér, gjörið svo vel, Jierra. Tómatsósu? Já, sjáEsagt, gjörið svo vel herra. Takk fyrir herra og eigið ánægjulegan dag.” Starfsfólk McDonald’s fær lægstu laun sem greidd eru og það er yfirleitt ungt að árum. McDonald’s er ódýrasti veitingastaðurinn i Ameriku. Samt liggur við að kúnninn drukkni i kurteisi og blindist af brosum. Flest brosin koma frá hjart- anu. En þegar bros sumra verða bara hluti af starfinu eða framanum, þá hljómar falskur tónn. Fjöldinn allur af skemmti- kröftum brosir jafn auðveldlega og að depla auga. Falleg bros eru hluti af starfinu. Og þegar afgreiðsludaman hjá McDon- ald’s er búin að selja þrjú- hundraðasta hamborgarann þanndaginn þá litur bros henn- ar út eins og loku sé rennt frá pianóborði. Atvinnubrosin eða plastbrosin fara i taugarnar á mörgum. Ef fólk meinar ekkert með brosinu þá á það ekki að brosa. En sturrdum er brosið orðið svo ósjálfrátt að við vissar kring- umstæður brosir fólk eins og eftir pöntun. Amerikanar brosa þó mismunandi mikið eftir þvi hvar þeir búa. Flestir eru sam- mála um að fólk á vesturströnd- inni brosi mest ogsýni þægileg- asta viömót. Enski rokk- söngvarinn Elvis Costello þolir ekki fólk á vesturströndinni. Hann ‘iar á hljómleikaferð um alla ;Ameriku og kunni best við fólk i Chicago. Þar eru allir kuldalegir i viðmóti segir Costello. „En ef einn enn hefði sagt við mig ,,Have a nice day,’’ þá hefði ég drepið viðkomandi,” segir Costello um dvöl sina á vestur- ströndinni. Kannski hefur veðurfars- munurinn sitthvað að segja um breidd brosanna. I austurhluta og miðhluta Ameriku eru vetur harðir og oft hörkufrost vikum saman. A vesturströndinni ber litið á frostum og þegar sunnar dregur til Kaliforniu þekkist frost varla. Veðrið er næstum alltaf gott þar og brosin hvað breiðust. Ef veðrið er einhver skýring þá er engin furða þótt Islendingar leggi litla rækt við amerisk bros. Enginn vill eiga á hættu aö fá kal á tunguna. Ameriskir túristar þekkjast úr i milu f jarlægð. Nokkrir tugir þúsunda þeirra koma árlega til íslands. Fatnaðurinn og fasið sker þá úr. Þeir eru gjarnan i köflóttum buxum, t.d. græn- köflóttum eða rauðköflóttum, hvitum skóm, i sniðlausum vindjökkum sem eru yfirleitt Þessi amerísku tannburstabros jafn sterklitaðir og buxurnar nema hvað jakkaliturinn er allt annar en buxnaliturinn og með baseball-húfu með deri. Framan á bumbunni trónir Pentax myndavél. Þessi lýsing getur átt viö hvort kynið sem er. Ameriskir • túristar af yngri kynslóðinni eru ekki jafn-skrautlegir en þeir þekkj- ast samt úr. Þeir eru gjarna i gatslitnum gallabuxum, sem eruof viðar að ofan og of þröng- ar að neðan. Skyrtan er úr köflóttu bómullarefni og yfir- höfnin oft á t’iðum notaður her- mannajakki. Aftan á bakinu hangir slitinn og þvældur bak- poki. Ástæöan fvrir þessum múnderingum ameriskra túr- ista er aðallega sú aö þeir klæð- ast þvi sem þeim þykir þægileg- ast og hafa minnstu áhyggjur i heiminum af þvi sem kalla má tisku. Stórverslanirnar i Am- eriku þar sem flestir kaupa föt sin bjóða stundum nær ein- göngu upp á þennan sérkenni- lega stil. Sá eða sú sem vill kaupa tiskufatnað verður að borga meira. Ef maður sættir sig við köflóttar buxur, þröngar niður og með teygju um mittiö þá er ódýrt að fata sig i Ameriku Og þaðþarfekki að strauja þennan fatnað. Tiska þekkist varla í almenn- um fatnaði Amerikana.. Klæðnaðurinh nú er ekki mjög frábrugðinn þvi sem hann var ívrir tiu árum. Hann er fyrst og fremst þægilegur. Það þarf að fara til stórborganna til aö sjá karlmenn á hælaháum skóm. Auðvitað er til tiskuíatnaður. Hann er aðallega sniðinn eftir evrópskum fyrirmyndum og kostar margfalt meira en venjulegur fatnaður. Það er helst i stórborgunum á austur- ströndmni að fólk leggur i..- hvað upp úr tiskufatnaði. Ungt fólk i Ameriku hefur samt haft mikil áhrif á tisku ungs fólks annars staðar i heiminum. Gallabuxur og stutt- erma bolir koma þaðan. íslensk ungmenni fylgjast yfirleitt ákaflega vel með tisk- unni — teljið bara tisku- verslanirnar við Laugaveginn. En tiskan spyr sjaldnast hvernig veðrið sé. Vinsælasti tiskufatnaðurinn fellur oft illa að i'slensku veöurfari. Hins veg- ar er ameriskt veðurfar oft ek.ært skárra og þar kemur tiskuleysið Amerikönum að gagni. Þeir eru ekkert feimn- ir við að klæða af. sér kuldann jafnvel þótt þeir séu að fara út að skemmta sér. Dúnúlpur eru feikivinsælar og sparijakkinn vikur fyrir peysunni ef halda skal á skemmtistaö og þa.ð er kalt úú. Enginn er að halda þvi fram að klæðaburður Amerikana sé augnayndi. En hann er þægilegur og ódýr. Og þegar allir klæðast eins þá þarf engar áhyggjur að hafa al' þvi að verða að athlægi — nema kannski i löndum eins og Islandi. laginuaðfá að viðgangast? Ætla þeir sem völdin hafa að halda áfram á sömu braut, þartil att- aniossar þeirra eru komnir i öll störf og embætti sem hægt er að búa til? Á kannski að gera mis- mununina auðveldari i fram- kvæmd með þvi að skipa öllum sem’ tilheyra pólitiskum minni- iiluta að auðkenna sig á einhvern hátt frá öðru fólki: til dæmis með þvi að ganga með rauð bindi um vinstri upphandlegg? (Rauð stjarna gæti minnt óþægilega á daviðsstjörnuna, sem gyðingar voru látnir festa á föt sin hér i eina tið). Á að tjóðra allt kvenfólk við eldavélar eöa rúmstólpa, nema þá þær konur sem vinna nauðsynleg láglaunastörf? Hvar á þetta að enda? Taliö er að höfuðprýði lýðræðis sé þegar meirihlutinn stjórnar og sýnir jafnframt minnihlutanum fulla úllitssemi. Þegar meiri- hlutinn er farinn að kúga minni- hlutann, eða öllu heldur: hinn sterki kúgar hinn veikari — þá er ekki lengur hægt að tala um lýð- ræði. A Islandi reyna menn að beita pólitiska andstæðinga sina misk- unnarlausu ofbeldi, ef aflsmunar gætir. Réttlætinu er ýtttil hliðar. Meira að segja pólitisk umræða einkennist af blindri og siðlausri grimmd. samanber hefndarað- gerðir VL-hópsins: I skjóli úreltr- ar og ranglátrar meiðyrðalög- gjafai- reyna þeir að knésetja pólitiska andstæðinga sina fjár- hagslega með svo mikium fyrir- gangi, að fólki ofbýður og það stofnar sjóð til verndar málfrels- inu i landinu. Ekki geta þessir \T.-menn verið að hugsa um æru sina, heldur peninga, og þeim hljóta þá að vera aurarnir kærari en æran, úr þvi þeim nægir ekki að fá ummæli andstæðinganna dæmd röng eða dauð og ómerk. Það er þessum VL-mönnum til skammar. og svo réttarfarinu i landinu, að fólk skuli þurfa að gri'pa til þess örþrifaráðs að stofna sjóð til verndar jafnsjálf- sögðum mannréttindum og mál- frelsið er. I Sviþjóð er nú i uppsiglingu | meiðyröamál sem hefur vakið mikla athygli. Forsaga þess er sú, að Kvöldblaðið i Stokkhólmi birti ádeilugrein sem fjallaði að verulegu levti um forsætisráð- herra Sviþjóðar. Þorbjörn Fáll- din. Höíundur greinarinnar. Rolf Börjlind, lét sem hann tæki viðtal við Falldin og Falldin væri á geð- veikrahæli. Þessu reiddist Fálldin og hann stefndi Kvöldblaðinu. Hann krefst þess að greinin skuli dæmd dauð og ómerk og að Kvöldblaðinu verði gert að greiða honum eina krónu i miskabætur, enda hafi greinin innihaldið meiri skammir en hægt sé að ætlast til að einn forsætisráðherra þoli þegjandi og | hljóðalaust. Þetta uppátæki Fálldins að stefna Kvöldblaðinu hefur verið harðlegagagnrynt i Sviþjóð.Flest- j öll blöð eru á einu máli um, að með þessu tiltæki sinu sé hann að stefna i haHtu málfrelsi og prent-1 frelsiogstuðli jafnframtaðþvi að [ kippa grundvellinum undan þeirri politisku umræðu sem nauðsynleg er i lýðræðisriki. Samt kostar það ekki nema kronu að skamma Fálldin á prenti. þvi i honum er meira umhugað um ær- j una en aurana. Málfrelsið virðist þvi vera | ódýrara i Sviþjóð en á Islandi, j sern kannski bendir ti) þess að það sé ei jafnnaumt skammtað. Hvernig væri þá, úr þvi að inn flutningur er frjáls á Islandi, að | einhver flytti inn ofurlitiö meira málfrelsi. svo það verði ekki | lengur munaðarvara?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.