Vísir - 15.04.1978, Blaðsíða 15

Vísir - 15.04.1978, Blaðsíða 15
VISIR Laugardagur 15. april 1978 15 ætlarðu ekki að hætta þessu? Ég er að reyna að lesa. — Je, je, je, æpti frú Gordon. — Ég elska bitlana, ég get ekki gert að þvi, ég dái þá. Við snerum okkur að ungu stúlkunni, sem yppti öxlum. — Það er orðin heil vika sem hún hefur hagað sér svona. Það er óþolandi. Ég get ekki einu sinni boðið vinstúlkum minum heim. Frú Gordon stillti sér fyrir framan plötuspilarann og hrist- ist öll og skókst. — Taktu i hönd mér, æptihún, taktu i hönd mér! — Ó mamma, þú gerir mig brjálaða. Geturðu ekki hlustað á eitthvað annað? — Þú skilur ekki neitt, sagði frú Gordon, unga fólkið skilur ekki neitt. Je, je, je! — Nú, það er sama sagan, sagði sonurinn, sextán ára, þegar hann konn inn úr dyrun- um. Systir hans hristi höfuðið: — Þetta er i þritugasta skiptið sem hún spilar þessa plötu i dag. Það hlýtur að vera orðið litið eftir af henni. Herra Gordon kom nú heim. Hann var greiddur eins og bitill. — Je, je, je, heilsaði hann börnum sinum. — Nei heyrið þið, mamma er að hlusta á lagið okkar. — Ég held ég fari bráðum að flytja að heiman, sagði stúlkan beiskri röddu. — Við gætum farið á hæli fyrir munaðarleysingja, sagði sonur- inn. Þau myndu ekki taka neitt eftir þvi. — Settu hana aftur á fótinn mamma, hrópaði Gordon, og hækkaðu pinulitið. Ég vil hafa fútt i þessu. — Ég fer niður á bókasafn, andvarpar unga stúlkan. — Biddu eftir mér, sagði bróð- ir hennar, ég kem lika. Þau hröðuðu sér bæði út. — Eru þau farin? spurði frú Gordon. — Já, svaraði Gordon, þau fóru aftur niður á safn. Frú Gordon slökkti á plötu- spilaranum. — Þetta er nú búið að vera meira puðið, sagði hún og kast- aði mæðinni. — Börnin okkar voru hvað villtust hér i hverfinu, sagði Gordon. Þau voru að æra okkur. Við reyndum allt. Hótanir, pen- inga, bænarorð, en allt kom fyrir ekki. Þá fékk Alice þessa hugmynd, að ef við myndum sjálf taká bitilæði, þá myndu þau læknast af þvi. — Það er ekki til sá unglingur, sagði frúin, sem gæti hrifist af einhverju sem foreldrar hans hefðu áhuga á. Allir vinir þeirra halda, að fyrst við séum svona hrifin af Bitlunum, þá geti nú ekki verið mikið varið i þá. Við höfum komið af stað heilli and- spyrnuhreyfingu gegn bitlunum hér i hverfinu. Það hefur ekki verið hlaupið að þvi, en ég veit eiginlega ekki hvað við eigum að taka til bragðs hér i þessu landi. Við sátum yfir koniaksglösum og höfðum hlustað á Leonard Bernstein i tvo klukkutima, þegar frú Gordon rauk allt i einu uppúr sæti sinu og hrópaöi: — Ég heyri i þeim! Hún hljóp fram i eldhús og setti plötuna með Bitlunum aftur á fóninn. Þegar börnin komu inn, stökk herra Gordon á fætur og æpti: — Je, je, je!” —pp. Margor hljómsveitir komu nóttúrulega í kjölfar bítlanno s.s. The Merseybeots, Manfred Mann, Searchers og Animals FERÐIST HAGKVÆMT OG ÓDÝRT Ferðir til Norðurlanda vikulega. Hag- kvæm fjölskyldufargjöld. Einnig til London og Luxemburg. 8/21 dagsfargjöld um alla Evrópu. Kinaferðir 1/06, 31/08, 16/10. Búlgaria i allt sumar, örfá sæti laus. Enskur skóli i júni, júli og ágúst. Lærið ensku i enskum skólum A.C.E.G. Bæklingur fyrirliggjandi. Sigling um Miðjarðarhaf 4/06. Southamton, Corona, Spáni, Gibraltar. Messina, Sikiley, Aþena, Istanbul, Odessa. Flogið um Moskvu-Leningrad og stoppað þar einn dag. Hægt að dveljast i viku i London i ferðalok. Sigling til Eyjahafs 9/09. Farið frá London-Odessa i flugi. Siglt til Rhodos-Krít-Aþena-Thessalonika-Istanbul-Varna-Odessa. Flogið til London i bakaleið. Hvort tveggja 3. vikna ferðir. Verð frá 230 þús. kr. á mann. Otvegum lestarfarmiða — farmiða og flugfarseðla um allan heim. Bókið timanlega. Ekki missir sá sem fyrstur fær. Ferdaskrifslota KJARTANS HELGASONAR Skolavordustig 13A Reyk/avik sim 29211

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.