Vísir - 15.04.1978, Blaðsíða 25

Vísir - 15.04.1978, Blaðsíða 25
vism Laugardagur 15. april 1978 25 Manstu eftir Framboðsfiokknum? Helgi Seljan, alþingismabur: Ég man mætavel eftir Fram- boösflokknum. Þaö var sumpart gaman aö þessu, þetta var viss skopstæling á okkur þingmönnunum. Ég haföi hinsvegar litið af þeim aö segja, þar sem þeir buöu aöeins fram i Reykjavik, Reykjanesi og Suöurlands- kjördæmi. Þaö heföi veriö gaman aö hafaþáö hinum 14 sameiginlegu framboösfund- um okkar fyrir austan. Guömundur Sigurösson, verkamaöur: Er þaö ekki S j á lf stæöis f lokk u rinn ? Eygió Steinsdóttir, húsmóöir: Nei, ég man ekkert eftir Framboösfiokknum. Nei ég reikna ekki með að ég myndi styöja slikan flokk — þaö er ekki hægt að styöja hvaö sem Þórunn Sigurbergsdóttir, hús- móöir: Maður er nú ekki aö draga ský fyrir sólu meö þvi aö hugsa um slikt á svona degi. i sannieika sagt þá man ég nú eftir þeim og ég haföi til og meö áhuga, en svo gufuöu þeir bara upp. Sighvatur Björgvinsson, 'al- þingismaöur: Já, ég man eftir þeim. Þaö var mest gaman undir það siðasta þegar útlit var fyrir að þeir fengju þing- mann kjörinn. Þá heyröi maö- ur um deilur innan flokksins um hvort halda ætti áfram og reyna að koma manni aö eða bara að hætta við allt saman. Viktor Ingólfsson, tækniskóla- nemi: Já ég man eftir honum. Ég þekkti svolitiö til sumra sem voru i þessu. Hjá nokkr- um var þetta virkileg gagn- rýni á kerfiö en svo voru aftur aörir innan um sem voru bara gringosar. Sennilega myndi ég nú ekki styöja O-flokkinn i dag. — JEG skólamálum er að fjölga skól- um. Stefna Framboðsflokksins i félagsmálum er aö auka félags- lega samhjálp og samábyrgö. Stefnan i tryggingamálum er að bæta tryggingar. Stefna Framboösflokksins i landhelgismálinu er skýlaus. Stefnan i húsbyggingarmal- um er að stækka ibúðir meö þvi að minnka herbergjafjöldann. Stefna flokksins i samgöngu- málum er að auka samgöngur. Stefnan i brúarmálum er að breikka brýr. Stefna Framboðsflokksins i landhelgismálinu er markviss. Stefna flokksins i vegagerðar- málum er að lagður verði hring- vegur umhverfis landið, hring- vegur i hverju kjördæmi, i , hverri sýslu og i hverri sveit, þannig að landið verði allt markað stórum O-um. Stefna flokksins i hafnarmál- um er að dýpka hafnir. Stefnan i siglingamálum er norð-norð-austur. Stefnan i landhelgismálinu er fastmótuð. Stefna Framboðsflokksins i flugmálum er betra skyggni. Flokkurinn er á móti mengun. Stefna flokksins i stjórnar- skrármálinu er að stjórna eftir stjórnarskránni. Stefna flokksins i áfengismál- inu er ódýrara áfengi. Stefnan i bindindismálum er meira bindindi. Stefna Framboðsflokksins i bjórmálinu er bjór i mjólkur- búðir. Stefna flokksins i útflutnings- málum er að auka útflutning, en i innflutningsmálum að minnka innflutning. Stefnan i sjávarútvegsmálum er að auka fiskveiðar, með vax- andi vernd fiskimiða og auka verðmæti aflans með bættri nýtni og fullkomnari tækjum i landi. Þróunin i landhelgismálinu er okkur i hag. Stefna flokksins i fiskiðnmál- um er að auka fiskiðnað en i öðrum iðngreinum að auka iðn- að. Stefna Framboðsflokksins i stóriðjumálum er að stórauka stóriðju. Stefna flokksins i land- búnaðarmálum er að auka grassprettuna á kostnað hrossa- ræktar. Stefna Framboðsflokksins i sauðfjárræktarmálum er að minnka kjötframleiðslu, en auka framleiðslu á gæruskinn- um. Flokkurinn styður hundahald, — i sveitum. Stefna Framboðsflokksins i utanrikismálum er friðsamleg samskipti við allar þjóðir. Stefnan i landhelgismálinu er að færa út landhelgina. Stefna flokksins i efnahags- málum er að festa hagfótinn hiö snarasta og afnema siðan skatt- ana. Nú vænti ég þess að menn gangi ekki lengur að þvi grufl- andi, hver Framboðshugsjónin er i raun og sann”. 1 lok ræðu sinnar sagði stýri- maður: ,,Að lokum, kjósendur góðir, látið ekki grinframboð gömlu flokkanna blekkja yður á kjördag, og munið að 13. júni...tekur alvaran við”. „Alvöru"-stjórnmála- mennirnir Þótt flokksblöðin hafi dyggi- lega reynt að þegja framboð O- listans i hel gerðu „óháðu” blöö- in Visir, Mánudagsblaöið og Ný vikutiðindi sér mikinn mat úr þvi. 4. júni er t.d. þessi fyrirsögn i Nýjum vikutiðindum: „EFT- IR SJÖNVARPSUMRÆÐURN- AR: O-LISTI STÓRVINNUR Á. ÚRSLITIN ALDREI ÓVISSARI EN Nú”. Heimildin er að visu ekki pottþétt, en hljómgrunnur O-framboðsins var ótviræður. En Gunnlaugur sagði að þrátt fyrir vissan taugatitring innan gömlu flokkanna hafi atvinnu- stiórnmálamenn vfirleitt tekið Framboðsmönnum vel. „Ég man eftir þvi að á fyrsta af þremur framboðsfundum sem við tókum þátt i á Suður- landi gætti þó talsverðrar tor- tryggni i okkar garð. Þessi fundur var haldinn á Selfossi og það var alveg greinilegt á við- brögðum sumra stjórnmála- mannanna að þeir áttu von á öllu illu. Þeir voru brúnaþungir mjög á fundinum og stökk ekki bros þótt við færum vitaskuld á kostum. En þegar þeir upp- götvuðu að við vorum ekki með sprengjur i handraðanum og ætluðum ekki að hleypa upp fundinum breyttist viðhorfið, og á næsta fundi tóku þeir mjög kurteislega á móti okkur, og hrósuðu þessu hressa unga fólki fyrir góða framkomu. En stað- reyndin var sú að þeir vissu ekkert á hverju þeir áttu von, enda gengu ýmsar sögur um uppátæki Framboðsmanna”. Þingmaður magann Það voru ekki aðeins „al- vöru” - stjórnmálamennirnir sem voru uggandi yfir framboði að nokkrum skugga á framboð okkar þá held ég að markmið þess hafi náðst”. Árangur O-listans Ekki kom til þess að Fram- boðsmenn stæðu andspænis þeirri ógn og skelfingu að vera komnir með þingmann. Engu að siður var arangur flokksins i kosningunum athyglisverður. Hann fékk 2,0% af heildarat- kvæðamagninu (2,110 atkvæði), 3,0% i Reykjavik, 3,2% i Reykjaneskjördæmi og 1,9% i Suðurlandskjördæmi. Gunn- laugur kvað ógerning að segja til um það hverjir hefðu verið kjósendur Framboðsflokksins. Vafalaust hefðu það verið óánægðir kjósendur úr ýmsum áttum, þótt meirihlutinn hafi trúlega verið ungt skólafólk. En hver voru óbein áhrif Fram- boðsflokksins? „Um það er erfitt að segja”, svaraði Gunnlaugur. „I kosningunum urðu miklar breytingar á fylgi stjórnmála- flokkanna og ég er ekki i nokkr- komu siðast saman til fundar fyrir kosningarnar ’74 til að ræða hvort gera skyldi aðra at- lögu, en niðurstaðan varð nei- kvæð. „Það er ekki hægt að endurtaka svona uppákomu, a.m.k. ekki af sama fólki og á sama hatt”, sagði Gunnlaugur. „Þar fyrir utan eru alltaf fyrir hendi for- sendur til að gera grin að stjorn- málum og stjórnmálamönnum. Aðstæður núna eru þó, held ég, talsvert frábrugðnar þeim sem við gengum út frá ’71 og beita þyrfti nýjum aðferðum við framboð af þessu tagi.til dæmis fyrir kosningarnar i ár”. örlög Framboösmanna En hvað hefur orðið um Framboðsmenn sjöárum siðar? „Stór hópur þeirra er nú, — og var reyndar lika þá —, stuðn- ingsmenn Álþýðubandalagsins. Flest þetta fólk var róttækt i stjórnmálaskoðunum. Sjálfur hef ég alltaf verið róttækur og gegni nú trúnaðarstörfum fyrir Alþýðubandalagið. I"lest okkar Brot af því ritsmíðaf lóði sem Framboðsf lokkurinn olli í blöðum. T.v. má sjá að O-listinn er kominn inn í bókmenntirnar í Ijóði Matthíasar Johannessen.,,Undir regnhlif". O-listans. Um tima voru Fram- boðsmenn sjálfir óttaslegnir yf- ir þeim möguleika sem varð æ stærri eftír þvi oem nær dró kjördegi, að svo margir yrðu til að kjósa Framboðsflokkinn að hann fengi nauðugur viljugur þingmann kjörinn. „I byrjun júni fórum við að verða skithræddir um þennan möguleika”, sagði Gunnlaugur. „Og m.a.s. spekúlantar hjá hin- um flokkunum töldu vaxandi likur á þessu. Siðustu dagana fyrir kjördag beindist kosninga- barátta Framboðsmanna þvi einkum að þvi að fá fólk ofan af þvi að kjósa flokkinn! Miðstjórn Framboðsflokksins kom saman til að ræða hvað til bragðs skyldi taka ef hann kæmi manni að og voru nokkuð deildar meiningar um viðbrögð. Sjálfsagt hefði það veriðhægðarleikur fyrir okkur i þvi andrúmslofti sem þá rikti, að fá mann eöa jafnvel menn kjörna ef slikt hefði veriö ætlun- in frá upphafi. En það stóð hreinlega aldrei til. Þó verður að segja þá sögu eins og hún er, að einn af frambjóðendum flokksins var undir lokin búinn að fá þingmann i magann vegna velgengni framboðsins og flutti við stjórnmálaumræður i út- varpssal 3. júni alvarlega kosn- ingaræðu. Það voru auðvitað svik við Framboðshugsjönina sem var einfaldlega að hleypa fjöri i kosningarnar og fletta ofan af hefðbundnu lýð- skrumi. En þótt þetta hafi varp- um vafa um að Framboðsflokk- urinn hefur verkað sem hvati á þessar breytingar. Þær komu einkum fram i fylgisaukningu Alþýðubandalags og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, enda beindust spjót Framboðs- flokksins óhjákvæmilega mest að þeim flokkum sem setið höföu við völd i áraraðir — og voru þar með fulltrúar kerfis- ins. Það er erfitt að meta þessi áhrif. Og þótt framboð O-listans hafi þá gert atvinnupólitikusum erfiðara að nota innantóm slag- orð i málflutningi sinum, þá hafa þau áhrif ekki orðið sér- lega langvinn ef marka má stjórnmálaumræðuna núna. Framboöið hefur engu að siður stuðlað að vitrænni umræðu, og það sýndi fram á að fámennum hópi er auðveldlega kleift að bjóða fram i kosningum og ööl- ast þannig auglýsinga- og áróöursaðstöðu i rikisfjölmiðl- um og viðar.” Framhaldið Eftir kosningar voru uppi ýmsar hugmyndir meðal Fram- boðsmanna um að halda áfram starfsemi flokksins, m.a. að gefa út dagblað, sem yrði aðeins ein leiðarasiða og fengist þannig lesin upp i útvarpi. Niðurstaðan varð þó sú að grundvöllur var ekki fyrir áframhaldandi starfi. Aðstandendur framboðsins höfðu fastmótaöar stjórnmála- skoðanir og kusu þá flokka ’71 sem þau fylgdu að málum. Ég held að sárafáir í’ramboðs- menn hafi kosiö O-listann! 1 þessu þarf ekki að felast nein mótsögn. Framboösflokkurinn var einfaldlega tæki til að sparka i hefðbundin stjórnmál. Þar með er ekki sagt að Fram- boðsmenn hafi talið atkvæðum sinum best borgiö þannig. Þótt ég sé alls ekki sammála öllu þvi sem sagt er og gert i nafni Al- þýðubandalagsins, þá fylgir það stefnu sem kemst næst minum eigin hugmyndum. Ef mabur vill hafa áhrif á stjórnmála- þróunina þá eru stjórnmála- flokkarnir tæki til þess. En ég er á móti trúarlegu viðhorfi i stjórnmálum og maður selur engum flokki sálu sina fyrir fullt og fast. Afturámóti er timi Fra- boðsflokksins einhver allra skemmtilegasti timi sem ég hef upplifað. 1 kringum framboðið var mikið fjör og kátina og hópurinn var i heildina mjög samhentur.” Stenduröu þig nokkurn tima að þvi i virkri þátttöku i stjórn- málastarfsemi núna, að þú takir þér i munn þá frasa og slagorö sem þið Framboðsmenn spaug- uðuð með fvrir sjö árum’’ ..Nei. Ég held ég hafi verið al- veg bólusettur fyrir sliku. Von- andi fvrir lifstið”. — AÞ. Myndir: Björgvin Pálsson o. ffl.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.