Vísir - 15.04.1978, Blaðsíða 7

Vísir - 15.04.1978, Blaðsíða 7
VÍSIB Laugardagur 15. apríl 1978 S'PURT A GÖTUNNI Á að banna verkföll? Eirikur Ragnarsson, afgreiðslumaður: Það má vel vera að banna ætti vérkföll. Égerámóti þessuiit- flutningsbanni Verkamanna- sambandsins eins og það er framkvæmt. Eins og ástandið er i dag þá held ég að við höfum ekki efni á útflutningsbanni. Ég var á móti hinum ólöglegu vekfallsaðgerðum l.og2.mars. Ég held að þær aðgerðir hafi sýnt að tengsl verkalýðsforyst- unnar við félagsmennina eru ekki eins og þau ættu að vera. Lonni Eigilsson, sjúkraliði: Já, alveg tvimælalaust. Þjóðin fer bara hreinlega á hausinn — við getum ekki staðið undir þessu. Hvað varðar aðgerðirnar 1. og 2. mars þá er ég og hef ætið verið á móti ólöglegum aðgerð- um.-Slikar aðgerðir geta ekki leitt neitt gott af sér. Fólk verður að standa við sinar skuldbindingar og það gengur ekki ef allir eru alltaf að fara i verkfall. Kristján Sigurðsson, fyrrverandi sjómaður: Nei, ég er mótfallinn því að verkföll verði bönnuð. Það er nauðsynlegt tæki til þess að knýja fram kauphækkanir. Ég hef sjálfur staðið i verkfaUsað- gerðum sem leiddu til hærri launa. Ég var með þeim aðgerðum sem verkalýðssamtökin gripu til 1. og 2. mars — það voru að visu til aðrar leiðir, en ég styð þær sem valdar voru. Gunnar Björn Hólm, nemi: Það er skoðun mín að ekki sé réttlætanlegt að banna verkföll. Ef það yrði gert myndu kjör verkamanna fljótlega skeröast og þá væru þeir búnir að missa sitt sterkasta vopn. Þó að verk- föll séu skaðvænleg gæti það orðið skaðvænlegra að banna þau. Ég veit ekki um aðra færa leið en verkföll þegar ómögu- legir menn eru i rikisstjórn. Lausn krossgátu í síðasta Helgarblaði Þw_ I ^ ^ lA j - rn 6 - F'" KROSSG/ÍTAN F30GUR-EITT Ú fí_ — — M k fí — — — L Æ T orðaÞraut a fí Ð — — — Þrautin er fólgin i því aö breyta þessum fjórum oröum i eitt og sama orðiö á þann hátt að skipta þrívegis um einn staf hverju sinni i hverju orði. i neðstu reitunum renna þessi f jögur orð þannig sam- an í eitt. Alltaf verður aö koma fram rétt myndaö íslenskt orð og að sjálfsögðu má það vera í hvaða beyging- armynd sem er. Hugs- anlegt er að fleiri en ein lausn geti verið á slíkri orðaþraut. Lausn orðaþrautarinnar er að finna á bls. 21. SMÁA UGL ÝSINGASÍMI VÍSIS ER 86611

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.