Morgunblaðið - 01.03.2004, Page 1

Morgunblaðið - 01.03.2004, Page 1
STOFNAÐ 1913 60. TBL. 92. ÁRG. MÁNUDAGUR 1. MARS 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Flöskupokar úr íslenskri ull Ullarflókar koma skemmtilega út í ýmsum nytjahlutum | Daglegt líf Fasteignir | Frumvarp um fasteignasölu  Athafnakona í iðnaðarhúsnæði  Baðherbergið Íþróttir | Bikarstemning í handboltanum  Snæfell deildarmeistari  Eiður skoraði Fasteignir og Íþróttir í dag AUKIN harka virðist hlaupin í deilu hjúkrunarfræðinga og sjúkra- liða við Heilsugæsluna í Reykjavík. Heilsugæslan hefur gert bráða- birgðasamkomulag við fyrirtækið Alhjúkrun og munu þrír starfsmenn á vegum fyrirtækisins hefja vinnu fyrir Heilsugæsluna strax í kvöld. Þá hafa þrír starfsmenn af þeim fjörutíu sem sögðu upp störfum hjá Heilsugæslunni dregið uppsagnir sínar til baka. Ekki hefur verið greint frá því hvað Heilsugæslan greiðir fyrir þjónustu Alhjúkrunar en Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga, Fíh, segir það sérkennilegt að samið sé við slíkt fyrirtæki því að eftir því sem hún hafi komist næst greiði þessar starfsmannaleigur talsvert hærri laun en hjúkrunarfræðingar fái hjá ríkinu. Því sé eðlilegt að spyrja hvers vegna Heilsugæslan treysti sér til þess að greiða þeim betur en sínu eigin fólki. Hún telur að lítið beri í milli og ef Heilsugæsl- an væri reiðubúin að gefa eilítið eft- ir væri hægt að leysa deiluna með tímabundnum „sólarlagsákvæð- um“. Talsmenn starfsmannanna sem sagt hafa upp frá og með deginum í dag segja kröftum yfirstjórnar Heilsugæslunnar undanfarna daga ekki hafa verið varið til þess að leysa deiluna heldur miklu frekar í það að storka starfsmönnum með því að auglýsa stöður þeirra lausar og leita til annarra aðila um að þeir taki að sér störf þeirra. Þeir hvetja heilbrigðisráðherra til að hlutast til um að skapa á ný frið um heima- hjúkrunina. Þórunn Ólafsdóttir hjúkrunarfor- stjóri segir að ekki sé formlega búið að ganga frá samningi við Alhjúkr- un en fyrir liggi loforð um að starfs- menn fyrirtækisins muni starfa fyr- ir Heilsugæsluna og ganga kvöldvaktir í kvöld. Þórunn segir hins vegar ekki vera frágengið hversu mikið Heilsugæslan muni greiða fyrir þjónustu Alhjúkrunar. Deilan um heimahjúkrun á höfuðborgarsvæðinu enn óleyst Sjálfstætt hjúkrunarfyrirtæki annast hluta kvöldvakta Sérkennilegt segir formaður Fíh Á SÍÐUSTU 5 árum hefur nemum í fram-haldsnámi við HÍ fjölgað um nálega 150%. Þeir eru nú 1.240. Þar af leggja 1.130 nem- endur stund á meistaranám og 110 á dokt- orsnám, sagði Páll Skúlason háskólarektor við brautskráningu kandídata á laugardag. „Vöxturinn jafngildir því,“ sagði Páll, „að innan vébanda Háskóla Íslands hafi orðið til nýr háskóli með yfir 1.200 nem- endur sem eru allir meira eða minna virkir í rannsóknarstarfi. Að auki eru þeir iðulega í nánum tengslum við fyrirtæki og stofn- anir í þjóðfélaginu sem oft taka beinan þátt í þessari uppbyggingu með styrkjum og fjárframlögum.“ /6 Mikil fjölgun framhalds- nema við HÍ Morgunblaðið/Kristinn GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti tilkynnti í gær að hann hefði ákveðið að senda bandaríska land- gönguliða til Haítí og munu þeir fara fyrir alþjóðlegum hersveitum sem ætlað er að tryggja stöðugleika í landinu. Frakkar hyggjast einnig senda hermenn til Haítí. Fyrr um daginn hafði forseti Haítí, Jean- Bertrand Aristide, sagt af sér emb- ætti og haldið í útlegð. AP-fréttastofan hafði eftir ónafn- greindum embættismanni í Wash- ington að bandarísku landgöngulið- arnir myndu halda strax til Haítí og voru þeir væntanlegir til höfuðborg- arinnar Port-au Prince í nótt. Við- ræður hófust þegar í gær í Örygg- isráði Sameinuðu þjóðanna um ályktun þar sem kveðið yrði á um hlutverk alþjóðlegra friðargæslu- sveita í landinu. Stjórnleysi í Port-au Prince Haft var eftir Guy Philippe, leið- toga uppreisnarmanna, að hann yrði senn kominn til Port-au Prince. „Ég held að hið versta sé afstaðið og nú bíðum við bara alþjóðlegu her- sveitanna. Við munum sýna þeim fullan samstarfsvilja,“ sagði Phil- ippe við CNN-sjónvarpsstöðina. Mikil ringulreið ríkti í Port-au Prince eftir að Aristide flýði land og gengu stuðningsmenn hans ber- serksgang, skutu af byssum sínum og stunduðu gripdeildir. Seint í gær lýsti lögreglan yfir útgöngubanni. Rúmlega þrjár vikur eru nú liðn- ar síðan uppreisn hófst á Haítí en óánægja hefur verið með stjórnar- hætti Aristides. Er talið að um 100 manns hafi beðið bana í þeirri óöld sem hefur ríkt undanfarnar vikur. Aristide sagði í yfirlýsingu að hann vildi ekki að meira blóði yrði úthellt. „Ef afsögn mín getur orðið til að fyrirbyggja frekari blóðsút- hellingar þá er ég tilbúinn til að hverfa á brott,“ sagði hann. Bandarísk og frönsk stjórnvöld fögnuðu ákvörðun Aristides en þau hafa gagnrýnt hann harðlega und- anfarna daga og hvatt hann til að hugleiða afsögn. Richard Boucher, talsmaður utanríkisráðuneytisins bandaríska, staðfesti að Aristide hefði notið aðstoðar Bandaríkja- manna við að komast úr landi en hann flaug frá Port-au Prince eld- snemma í gær. Ekki var vitað hvert hann fór en bæði Panama og Kosta Ríka höfðu lýst sig reiðubúin til að veita honum tímabundið hæli. Bandarískir land- gönguliðar til Haítí AP Stuðningsmenn Aristide, forseta Haítí, voru ósáttir þegar fréttist að hann væri farinn í útlegð. Margir íbúar borgarinnar Cap-Haitien í norðurhluta landsins fögnuðu hins vegar innilega en stuðningur við uppreisnar- menn er einna mestur þar. Í Port-au Prince ríkti stjórnleysi lengi dags eftir að fréttist um afsögn Aristides. Aristide forseti sagði af sér og er farinn í útlegð Washington, Port-au Prince. AP, AFP.  Aristide/13 Fögnuðu afsögn Aristides ÞÝSKIR jafnaðarmenn guldu afhroð í fylk- iskosningum sem fram fóru í Hamborg í gær ef marka má spár sem byggðu á talningu hluta atkvæða. Niðurstaðan er sögð mikið áfall fyrir Gerhard Schröder, kanslara Þýskalands, en talið er að kjósendur hafi vilj- að refsa Schröder fyrir óvinsælar umbætur í efnahagsmálum sem hann hefur beitt sér fyrir. Fyrstu tölur bentu til að SPD-flokkur Schröd- ers myndi fá um það bil 30% atkvæða en Kristi- legir demókratar (CDU) allt að 47%. Yrði þetta versta útkoma SPD í Hamborg frá því í síðari heimsstyrjöldinni. CDU bætir hins vegar verulega við sig, fékk aðeins 26,2% í síðustu kosningum, 2001. CDU áfram við völd Grannt var fylgst með kosningunum í Hamborg enda þykja þær gefa vísbendingar um stöðu Schröders sem á næstunni þarf að ganga í gegnum kosningar í mörgum sam- bandslanda Þýskalands, auk þess sem Evr- ópuþingskosningar fara fram í sumar. Úrslitin í Hamborg þýða að CDU verður áfram við völd í Hamborg og allt benti reynd- ar til að flokkurinn myndi geta stjórnað borginni án aðstoðar minni flokka. CDU hefur stýrt málum í Hamborg frá því eftir kosningarnar 2001 í samstarfi við flokk dómarans hægrisinnaða, Ronald Schill. Til kosninganna nú var hins vegar boðað eftir að erfiðleikar komu upp í samstarfinu. Schill, sem fékk 19,4% í kosningunum 2001, fékk að- eins 3% að þessu sinni og rauf því ekki múr- inn sem þarf til að fá fulltrúa kjörna. SPD galt afhroð í Hamborg Hamborg. AFP, AP. Gerhard Schröder

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.