Morgunblaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 24
MINNINGAR 24 MÁNUDAGUR 1. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Svava Jakobs-dóttir, rithöfund- ur og fyrrv. alþing- ismaður, fæddist 4. október 1930. Hún lést á Landspítalan- um – háskólasjúkra- húsi í Fossvogi 21. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru sr. Jakob Jóns- son og Þóra Einars- dóttir. Eftirlifandi systkini Svövu eru Guðrún Sigríður, írönskufræðingur og hjúkrunarfræðingur í Kaupmannahöfn, gift Hans W. Rothenborg, húðlækni, Þór Edw- ard, veðurfræðingur og deildar- stjóri, kvæntur Jóhönnu Jóhann- esdóttur, rannsóknatækni, og Jón Einar, lögmaður og stórkaup- maður, kvæntur Gudrun Jakobs- son, skrifstofustjóra; látinn er Jökull, rithöfundur. Eftirlifandi eiginmaður Svövu er Jón Hnefill Aðalsteinsson, pró- fessor emeritus, og eiga þau einn son, Jakob S., leikstjóra, leik- skáld og verkefnisstjóra í Sví- þjóð. Sambýliskona hans er Katja Öz, háskólanemi. Að loknu stúdentsprófi nam Svava bókmenntir, fornensku og forníslenskar bókmenntir við Smiths College og Oxfordhá- skóla, og síðar sænskar nútímabók- menntir við Upp- salaháskóla áður en hún gerðist rithöf- undur. Hún var starfsmaður utan- ríkisráðuneytisins, kennari, blaðamað- ur og dagskrár- gerðarmaður og þingmaður Alþýðu- bandalagsins 1971– 79; hún gegndi auk þess fjölda trúnað- arstarfa, m.a. fyrir samtök rithöfunda og sem fulltrúi Íslands í Norður- landaráði og á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Eftir Svövu liggja smásögur, skáldsögur, leikverk og fræðileg- ar ritgerðir; mörg verka hennar hafa verið þýdd og gefin út víða um heim. Svava varð heiðursfélagi Rit- höfundasambands Íslands frá 1996, hún hlaut Henrik Steffens- verðlaunin í Þýskalandi 1997 fyr- ir framlag sitt til evrópskrar menningar og var sæmd riddara- krossi hinnar íslensku fálkaorðu 2001. Heiðurslauna listamanna naut hún hin síðari ár. Útför Svövu fer fram frá Hall- grímskirkju í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ein kærasta minning sem ég hef um Svövu mágkonu mína er frá Mörk á Landi í Rangárþingi. Þarna hófu þau systkinin, Svava og Þór, gróðursetningu og uppgræðslu sumarið 1988. En móðuramma þeirra systkina, Guðrún Jónasdóttir, var ættuð frá Mörk, þar sem faðir hennar fæddist og ólst upp. Svava var ákaflega vandvirk við öll verk og svo var einnig með þessi. Hún leitaði víða ráða um staðsetn- ingu í landspildunni og um val á plöntum. Þetta var líka nauðsynlegt því að reynsla okkar fjögurra í þeim efnum var af skornum skammti. Það varð úr að gróðursetja í skjólsælu mýrlendi fyrir neðan Baðsheiðina. Það sannaðist með tímanum að valið var rétt. Mér er minnisstætt hvernig hún valdi hverri plöntu skjól utan í þúfu, en ekki í laut. Plantan skyldi fara hæfilega langt niður, hnausinn skyldi mulinn svo að hægt væri að þjappa vel að rótinni. Þó að ekki hafi hver einasta planta endurgoldið um- hyggju Svövu með því að ná þroska hafa þær sem lifa orðið að trjám, sannkölluðum birkidrottningum. Við gátum yfirleitt haldið blessaðri sauðkindinni úti, en auðvitað fyrir- fundust glufur á girðingunni fyrstu árin. Eitt sinn keyptu Svava og Jón myndarlegt birkitré sem þau kölluðu tréð hans Jóns Hnefils litla, sonar- sonarins sem stundum var með í för. Eina helgina komum við að trénu, sáum þá að vandlega hafði verið nag- aður af því börkurinn og bitnir af mýkstu sprotarnir. En það náði sér á strik og lifir nú góðu lífi. Eitthvað bindur okkur við stað sem við vitum rætur okkar standa í. Svava var mjög áhugasöm, ef ekki gagntekin af landinu. Var Mörk eins konar átthagar fyrir henni? Hún hafði ferðast víða og notið margs, en kannski ekki haft stað á Íslandi þar sem „hjartað finnur forsælu“ svo að vitnað sé lauslega í orð skáldsins. Landið í Mörk er nokkuð erfitt til ræktunar og verður seint allt fullgró- ið. Að öðru leyti er óþarft að bæta nokkru orði við þá fögru og sönnu lýs- ingu sem er bakgrunnur smásögunn- ar „Undir eldfjalli“ og birtist í sam- nefndri bók Svövu 1989. Flest benti til að hún hefði hugsað sér að hafa þar verkefni í framtíðinni, en annir tóku við hjá henni nokkrum árum síðar, og þar á eftir langvarandi veikindi. Á seinni árum leitaði hún oft frétta hjá okkur Þór um Mörk, en henni auðnaðist ekki að koma þangað. Ég þakka Svövu fyrir vináttu hennar og tryggð. Jóni Hnefli, Jakobi S. og fjölskyldu votta ég samúð mína. Samúðarkveðjum er einnig skilað frá börnum okkar búsettum í útlöndum, Þóru, Vésteini og fjölskyldum. Blessuð sé minning hennar. Jóhanna Jóhannesdóttir. Ég hringi dyrabjöllunni, athuga snöggt hvort ég og litla systir lítum ekki vel út og bíð spennt eftir að Svava frænka opni. Í höfði mínu ómar setning föður míns um að haga okkur vel og vera kurteisar. Svava kemur til dyra og hleypir okkur inn brosandi. Okkur systrum er boðið í kvöldmat. Ég var búin að ákveða að sýna mínar bestu hliðar og var kurteisin uppmál- uð. Við setjumst við uppdúkað borð og ég set á diskinn minn kartöflur, kjöt og grænar baunir. Vanda mig við að halda rétt á hnífapörunum og halda olnboga niður, er ég sker kjöt- ið. En það tekst ekki betur til en svo að hnífurinn rennur til á diskinum, beint í baunirnar og þær fljúga fram af diskinum, rúlla um allt borð og nið- ur á gólf. Ég var eyðilögð! Auðvitað gerðu hvorki Svava né Jón Hnefill nokkurt mál úr þessu og við tíndum upp baunirnar og héldum áfram mál- tíðinni. En mér fannst ég hafa gjör- samlega eyðilagt þessa fínu ímynd sem ég ætlaði að sýna. Ég var senni- lega 11 ára gömul þegar þetta gerðist og fyrir nokkrum árum rifjaði ég þessa sögu upp fyrir Svövu. Í stað þess að hlæja með mér fékk frænka mín áfall og spurði hvort mér hefði virkilega liðið svona illa heima hjá sér. Þarna fékk ég þó tækifæri til að útskýra fyrir Svövu frænku hvað mér fannst sem barni og það var svo sann- arlega allt annað en vanlíðan í kring- um hana. Ég bar alltaf svo mikla virð- ingu fyrir Svövu. Mér þótti hún fáguð og merkileg kona. Og hún var guð- móðir mín! Mér leið alltaf vel í návist hennar og mig langaði til að sýna að ég væri fín og fáguð líka. Baunirnar fljúgandi skemmdu einungis áform mín. Við þetta breyttist áhyggjusvip- ur Svövu í bros og svo hlátur. Hlátur sem ég þekkti vel. Því að alltaf þegar ég hugsa til Svövu þá sé ég hana fyrir mér hlæjandi. Hún hafði mikið og gott skopskyn. Sá skoplegu hliðarnar á ýmsum málum og gerði óspart grín að sjálfri sér líka. Hafði þann eigin- leika sem ég dái í fari annarra, að taka sjálfa sig ekki of hátíðlega. Ég og Svava áttum mjög gott sím- tal fyrir um níu árum eftir erfiðan kafla í lífi mínu og hún sagði mér þá að tíminn læknaði öll sár. Faðir minn var ekki sammála og sagði að við lærðum að lifa með sárunum. Í dag sé ég að systkinin höfðu bæði rétt fyrir sér. Þegar við látum reynslu verða að lærdómi þá gróa sárin og lærdóminn tökum við með í framhaldið. Þetta símtal frá Svövu skipti mig miklu máli. Nokkrum árum síðar var ég aft- ur mætt við útidyr Svövu. Rétt rúm- lega þrítug kona en með hnút í mag- anum. Ég hélt á blaðabunka í vinstri hendi og hringdi dyrabjöllunni. Ég hafði tekið það stóra skref að biðja frænku mína að lesa yfir ljóðin sem ég hafði skrifað og vissi að frá Svövu fengi ég heiðarlega gagnrýni. Að venju tók hún vel á móti mér og við fórum yfir þessi skrif mín saman. Ég fékk frá henni hvað betur mátti fara og hvað væri gott. Og í lokin sagði hún: „Það sem ég er ánægðust með að sjá er að þú ert ekki ung kona föst í sjálfsvorkunn. Skrif þín lýsa erfiðum tímum og þungum hugsunum en hér er hvergi að finna neinn vælutón.“ Ég var himinlifandi ánægð með þessi orð og þau sitja enn föst í minni. Setning þessi hvatti mig til að lifa mínu lífi með þessum hætti. Svava var því ekki aðeins systir föður míns og guðmóðir mín, heldur mikill áhrifavaldur í lífi mínu. Guð blessi minningu hennar. Bryndís Eva Jónsdóttir. Virðing og yfirvegun eru fyrstu orðin sem koma í hugann þegar ég hugsa til Svövu. Einstök yfirvegun ríkti í allri hennar framkomu og sem barn skynjaði ég fljótt að hvert orð og látbragð hafði þýðingu og náði at- hygli allra hvort heldur þeir voru ungir æringjar eða virðulegir borg- arar. Það er ekki öllum gefið að hafa slík áhrif á umhverfi sitt og að geta með beinum og óbeinum hætti mótað við- horf og ýtt úr vör krefjandi og um leið spennandi umfjöllun. Svava hafði hárfín tök á rökræðum og stundum mátti sjá hana fyrir sér sem þaulæfðan skylmingamann slá vopnin úr höndum viðmælanda. Stundir með Svövu urðu sjálfkrafa dýrmætar kennslustundir. Í uppvexti sínum upplifði Svava það ásamt Guðrúnu systur sinni að vera nýbúi í eigin landi. En það helg- ast af því að þegar skólaganga henn- ar hófst á Íslandi við lok barnaskóla kom hún úr enskum skóla þar sem fjölskylda hennar hafði búið í Kanada alla hennar barnæsku. Þá ríkti eng- inn skilningur fyrir nauðsyn þess að veita stuðning við aðlögun. Í stað þess flugu háðsglósur úr skólaum- hverfinu ef smá misritun varð. En systurnar voru fljótar að læra og síð- ar fékk þjóðin að njóta og dást að ein- stakri ritsnilld Svövu. En svo lengi býr að fyrstu rótum að alla sína ævi taldi hún upp á ensku. Svava var næm á umhverfi sitt og mikill náttúruunnandi og hafði lag á að vekja athygli á hinu sérstæða og fínlega í umhverfinu. Hún kom frá af- ar sterkri fjölskyldu þar sem menn- ing, menntun og listir voru inngrónar í stoðkerfi daglegs lífs og sú mótun hafði áhrif langt út fyrir fjölskyldu- kjarnann. Á umbrotatímum þjóðarinnar þeg- ar þjóðin fór í gegnum stórfelldar breytingar með atvinnuþátttöku kvenna kom Svava og tók oddaflugið sem frumkvöðull og fánaberi fyrir nýja umræðu um stöðu kynjanna og um jafnréttismál Á hárréttum tíma kom hún fram með rök, sjónarhorn og nýja beitta hugsun sem mótaði samtímann og það svo að samfélagið logaði. Erfið veikindi hafa hamlað starfs- þreki Svövu lengi og hefur Jón Hnef- ill staðið sem klettur við hlið hennar. Á taflborðinu er drottningin farin, drottningin sem var öðrum færari í að búa til snilldarfléttur og óvænt sóknarfæri. Það eru forréttindi að geta í upp- vexti mátað gildi, viðhorf og sýn sam- an við þroskaða dómgreind mann- eskju sem með samræðulist nær eyrum allra og gefur þannig vega- nesti fyrir lífið – og fyrir það er ég ómælt þakklát um leið og ég votta Jóni Hnefli og Jakobi og börnum djúpa samúð. Guðrún Þórsdóttir. Svava frænka er dáin. Það var hún kölluð á mínu heimili. Þegar ég var að skrifa leikrit mitt Íslands þúsund tár tóku foreldrarnir í verkinu uppá því að saga dóttur sína í sundur í sirkus- atriði. Ég var hugsi yfir þessu og svo laust niður í huga minn sögu eftir Svövu sem heitir Saga handa börnum þarsem móðirin á heimilinu er bútuð niður af fjölskyldunni. Bíddu við! hugsaði ég, ætli við Svava séum eitt- hvað skyldar? Það var eðlileg hugsun í ljósi þess að fjölskylduboðin voru þá að mestu aflögð enda má segja að þá hafi flestir í fjölskyldunni verið komnir með sína eigin sög. En í sam- bandi við þennan skáldskap okkar var annað hvort um að ræða kvenlega íróníu en írónían er vopn þess sem stendur utangarðs, ellegar þá aust- firskan húmor og ég hallaðist að þeirri kenningu. Þessvegna er sorg- legt ef Austfirðingar eru nú að nota þennan ágæta húmor til að búta og saga undan sér landið í staðinn fyrir að smíða kistur. Það þarf að læra að nota húmor einsog önnur verkfæri í lífinu. Að öðru leyti er svolítið merkilegt ef mannkynið sem setur andann í öndvegi ætlar að nota þennan anda til að búta niður líkamann. Kannski ein- hver misskilningur um himnavist á jörðu. Svo liðu stundum heilu árin ánþess ég hitti Svövu. En í seinni tíma hitti ég stundum elsta barnabarnið henn- ar á kaffihúsi, hann Jón Hnefil, og bað fyrir kveðju til hennar. Ég hugs- aði um að heimsækja hana og fá að læra eitthvað af henni en mín minni- máttarkennd og fjörðurinn í fjöl- skyldunni kom í veg fyrir það. Og þá kemur að því að hafa samband við látna ættingja sína fyrst það var ekk- ert við þá lifandi. Í vikunni var ég að ljúka við leikrit. Textinn rann í stríð- um straumum en byggingu verksins vantaði. Þá fannst mér Svava standa við hlið mína og minna mig á bókina sína Tólf konur. Og þá laust byggingu verksins í huga minn, tólf jarðarfarir, já, og nú er leikritið um það hvernig hægt er að jarða sömu konuna tólf sinnum. Og fyrst komið var á dálítið samband þótti mér við hæfi að bjóða henni heim í stofu og þakka henni heilræðið. Heil bygging er ekki svo lítils virði. Ég notaði líka tækifærið og spurði hana hvernig í ósköpunum hún hefði farið að því að koma svona seint fram á ritvöllinn og slá svona rækilega í gegn. Ég er snillingur, sagði hún og bætti við: Þeir eiga hnífasafn. Og það þarf að taka vel á móti konu-snillingum. Svava var í útliti einsog persóna á sviði, hún hefði sómt sér vel í leikriti, hún hefði getað þagað allan tímann og framvindan hefði farið á verulegt flug. Eða komið með eitraðar athuga- semdir þegar allir aðrir þögðu. Hún bjó til móment handa mér í síðasta fjölskylduboðinu sem við hittumst í; ég var að kveðja, það var setið við mörg borð, ég kastaði kveðju yfir hópinn en þá reis kona úr sæti, það var Svava frænka mín sem kallaði: Bless Ella. Mér fannst einsog hún væri alveg eins að segja: Komdu Ella. Ömmubörnunum votta ég mína dýpstu samúð, Hans Jakobi frænda mínum og Jóni Hnefli manni hennar. Elísabet Kristín Jökulsdóttir. Svava var „það sem menn kalla Geni“. Það er heiður að hafa verið samferða henni. Þegar ég sá hana fyrst fannst mér eins og ég hefði alltaf þekkt hana. Hún var minni en ég átti von á en samt var hún stærri en við hin. Þó að hún væri gömul fannst mér hún alltaf ung. Þó að hún væri veðruð af erf- iðum veikindum kom það mér á óvart þegar hún kvaddi. Samræður við Svövu voru ævin- týri. Hún hafði þann sjaldgæfa kost að vera næstum alveg laus við klisjur. Hugur hennar flaug víðar og dýpra en flestra. Í samræðum okkar tók hún reglu- lega í sundur heimsbókmenntirnar og goðafræðina og raðaði þeim sam- an upp á nýtt til þess að skilja þær betur og lesa í þær nýja merkingu. Þá sat hún stundum eins og völva og þuldi, en ég sat spenntur og varð að einbeita mér til að skilja. Svava leit- aði kjarnans og undi sér ekki hvíldar fyrr en leiðarenda var náð. Ekki var leiðinlegra að ræða við hana um hversdagslegri mál, stjórn- málin, nýjustu bækurnar eða venjur og siði Íslendinga. Hjá henni fékk maður alltaf nýtt sjónarhorn, hvarf inn í annan heim sem virtist oft ólíkt skynsamlegri og mennskari en fjöl- miðlasíbyljan. Hún var jákvæð og uppörvandi en innantómt hól var fjarri henni, eins og allt merkingar- laust hjal. Svava var hrein og bein, hafði ríka réttlætiskennd og vildi engar málamiðlanir um grundvallar- atriði. Hún hafði áhuga á lífinu og tókst á við það af heimspekilegri al- vöru en írónían þó aldrei fjarri. Þess- ir eiginleikar öfluðu henni virðingar fyrir ritverk sín. Hún var Sunn-Mýlingur í föðurætt og frænka okkar Davíðs Oddssonar, eins og hún stríddi mér stundum með. Hún var prestsdóttir, næstelst í stórum systkinahóp og bar þess merki að koma úr mikilli og góðri fjöl- skyldu. Hún dvaldi í bernsku í Kan- ada en kom hingað á stríðsárunum og sá þjóðina stundum utanfrá fyrir vik- ið. Eftir stúdentspróf lærði hún ensku í sjálfum Smith College og eitt ár las hún fornbókmenntir hjá Tur- ville-Petre í Oxford. Hún sagði mér eitt sinn að Turville-Petre hefði ætlað henni að skrifa um Morkinskinnu og sagðist því fegnust að ég hygðist gera það í staðinn. Hennar eigin rann- sóknir leiddu hana á aðrar og sér- stæðari brautir. Hún sneri goðsögun- um við og las þær á röngunni eins og hún sagði stundum. Þann lestur má meðal annars sjá í Gunnlaðar sögu, sem ég hafði lesið unglingur og hrifist af en kom samt aldrei almennilega orðum að því við Svövu. Síðar var hún kennari og blaða- maður, bjó um hríð í Svíþjóð og bar mikla virðingu fyrir þeirri þjóð. Árið 1971 varð hún áttunda konan sem kosin var á Alþingi. Friðarbaráttan réð úrslitum um að hún lagði á þá braut og ég veit að hún hreif marga með sér sem ella hefðu ekki kosið Al- þýðubandalagið. Á þingi barðist hún meðal annars fyrir Launasjóði rithöf- unda sem margir njóta nú góðs af. Það gladdi hana þegar alþingi veitti henni heiðurslaun listamanna þó að sá heiður væri síðbúinn. Seinustu ár voru Svövu erfið. Lík- aminn gaf sig löngu á undan andan- um. Hún naut þá Jóns Hnefils sem studdi hana af fádæma styrk. Utan- aðkomandi skynjuðu hversu lánsöm þau voru að eiga hvort annað. Tvö tré á ströndu. Ármann Jakobsson. Kveðja frá Rithöfundasambandi Íslands Svava Jakobsdóttir er horfin sjón- um okkar en eftir standa verk henn- ar, frumleg, áhrifarík og einstök. Svava markaði djúp spor í sögu ís- lenskra bókmennta á fleiri en einu sviði og náði í listsköpun sinni lengra með hverju nýju verki. Í smásögum sínum, leikritum, skáldsögum og rit- gerðum fór hún jafnan ótroðnar slóð- ir, svo það var ekki einungis hér á heimavelli sem verk hennar vöktu umtal og aðdáun. Svava var leiftrandi fulltrúi íslenskra rithöfunda á er- lendri grund og það áður en útrás ís- lenskra nútímabókmennta hófst fyrir alvöru. Svava sat í stjórn Rithöfundafélags Íslands og Leikskáldafélags Íslands um árabil og var ennfremur öflugur liðsmaður íslenskra listamanna þeg- ar hún átti sem þingmaður stóran þátt í að leggja grunninn að Launa- sjóði rithöfunda, en með tíð og tíma hefur sá sjóður orðið einn helsti bak- hjarl íslenskra rithöfunda. Svava Jakobsdóttir var kjörin heiðursfélagi Rithöfundasambands Íslands árið 1996. Félagar hennar í rithöfundastétt kveðja hana með þakklæti og virð- ingu. Jóni Hnefli, Jakobi og fjöl- skyldu sendum við samúðarkveðjur. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson. Ég þakka Svövu Jakobsdóttur ævilanga samfylgd. Ég þakka henni bækurnar, fræðigreinarnar, hlýhug- inn og hvatninguna. Þegar maður kveður stóran anda verða allar hug- renningar fátæklegar. Svava var kletturinn í hafi skáldskaparins. Meistarinn án hávaðans. Allt höfund- arverk hennar var einstakt, kraft- mikið og öflugt. Hún hafði líka þá reisn til að bera sem hvorki verður auglýst né keypt og aldrei verður SVAVA JAKOBSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.