Morgunblaðið - 01.03.2004, Side 21

Morgunblaðið - 01.03.2004, Side 21
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. MARS 2004 21 FRÁBÆRT VERÐ ! OSRAM flúrperur Lumilux Daylight, Lumilux Cool White Lumilux Warm White Lumilux Interna Kaupbætir fy lg i r hver jum 100 stk af perum. Jóhann Ólafsson & Co Johan Rönning Reykjavík/Akureyri Rekstrarvörur Reykjavík Rafbúðin Álfask. Hfj. Rafbúð R.Ó. Keflavík Árvirkinn Selfoss Faxi Vestmannaeyjar Rafás Höfn S.G. Raftv. Egilsstaðir Víkurraf Húsavík Ljósgjafinn Akureyri Tengill Sauðárkrókur Straumur Ísafjörður Glitnir Borgarnes Rafþj.Sigurdórs Akranes Það birtir til með OSRAM H rin gb ro t - SPENNANDI VALKOSTUR Stangarhyl 3 110 Reykjavík Sími: 591 9000 www.terranova.is Akureyri sími: 461 1099 Salou Salou hefur notið mikilla vinsælda vegna fjölbreytileika svæðisins, þar ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Salou er fallegur strandbær í Suður-Katalóníu á Costa Dorada ströndinni, um 100 km sunnan við Barcelona. Frá kr. 49.890 Miðað við 2 í íbúð á Novelty 20. maí – vikuferð með 8.000 kr. afslætti Frá kr. 37.495 Miðað við hjón með 2 börn, 2-11 ára á Novelty 20. maí – vikuferð með 8.000 kr. afslætti suður af Barcelona sólarperlan 8.000 kr. Bókaðu fyrir 15. mars ogtryggðu þér 8.000 kr. afsláttí valdar brottfarir. afsláttur ef þú bókar strax. Vikulegt flug í sumar NÓBELSKÁLDIÐ José Sara- mago sagði á dögunum að lýðræði væri „aðeins froða sem flyti á yf- irborðinu“. Skel lýðræðisins „er fög- ur og fín. En ef hún er gegnumlýst kemur aðeins tómið í ljós. Kannski ekki algjört tóm, en nálægt því“ vegna þess að lýðræðið virkar ekki. Íslenskur veruleiki rímar við þessa lýs- ingu. Kosningar eru fyrst og fremst skraut- sýningar og stjórn- málaflokkar líta yf- irleitt á þær sem allsherjar réttindaafsal almennings. Sýnilegt og ósýnilegt vald Valdið fer oftast sínu fram hvað sem lýðræð- isvottun flokka líður. Það amast við virku lýðræði og sýnir jafn- vel tennurnar þegar fólk hagnýtir sér mannréttindi sín og leitast við að verja kjörgripi í þjóðminjasafni ís- lenskrar náttúru. Aldrei var heldur auglýst fyrir kosningar að stofnanir eins og Landsvirkjun og Alcoa myndu stýra á bak við tjöldin og krefjast náttúrufórna í nafni hag- vaxtar og vélaverndar. Hagvöxtur er fyrirbæri án gilda. Komandi kynslóðir, velferð fólks og hamingja skipta þar engu. Hið eina sem gildir eru aukin umsvif, aukið fjárstreymi, líkt og Landsvirkjun þarf á að halda; hún þarf ávallt meira „dóp“. Hagvöxtur eykst við aukna framleiðni og sérstaklega ef fram- leiðnin leiðir til sóunar. Eiturlyf auka hagvöxt og vega jafn þungt og snilld. Vegna þessarar flónsku er löngu tímabært að setja gildismat á hagvöxt – að verðlauna ekki það sem er náttúrufjandsamlegt líkt og Vald- ið hefur kappkostað undanfarin ár. Gildismat fyrir framtíðina Fyrir rúmum þrjátíu árum var tekist á um lífsgildi norður í Þingeyj- arþingi. Hetjur sem riðu þá um hér- uð tóku tennurnar úr hagvaxt- arskrímslinu þegar þær skelltu gildismati á náttúru, sögu og ham- ingju sína. Valdið lúffaði og samin var stórmerk sáttargjörð um vernd- un Laxár og Mývatns sem Alþingi staðfesti með lögum og átti að virða um aldur og ævi. Þingeyingar og flestir landsmenn voru stoltir af gjörningnum og lögin hafa reynst þungamiðja í verndun íslenskar nátt- úru. Að baki voru ískyggileg áform stjórnar Laxárvirkjunar um að sökkva Laxárdal, veita mestöllu Skjálfandafljóti og Suðurá í Kráká (sem getur flætt í Mývatn) eða veita öllu í Mývatn og gera skurð í gegn- um Haganes og kvíslarnar. Virkjanir áttu að vera hjá Baldursheimi, Hof- stöðum og Hólkoti auk virkjunar við Brúar (Laxárvirkjun III). Í Sam- vinnunni 1970 lýsti f.v. orku- málastjóri ásýnd Mývatnssveitar eftir nauðgun orkugeirans: ,„(M)eð því er vitanlega ekki sagt að ein- stakir staðir, svo sem gígar, eldfjöll, eyjar o.fl. geti ekki haldizt óbreyttir innan skynsamlegs heildar- skipulags.“ Niðurstaðan var sú að lítil virkjun (Laxárvirkjun III) var reist. En virkjunarklíkan með Orku- stofnun sem bakhjarl hafði í hyggju að fórna náttúrugersemum Suður- Þingeyjarsýslu, ábúð og menningu þessara sveita fyrir risastóra virkj- un. Menn vörðust vel og sigruðu með beittustu vopnunum, orðum og penn- um, en til að feitletra orðin reyndist dínamítið vel að ógleymdri maura- sýru sem laumað var á nokkrar vinnuvélar. Ólögleg stífla við Mývatn sprakk því Laxárvirkjun hafði um árabil fiktað í vatnsborði Mývatns og truflað lífríki þess með ófyrirsjáan- legum afleiðingum fyrir skordýra- og silungsklak; æti og afkomu fugla og fiska. Síðan þetta gerðist hafa Íslend- ingar orðið æ sundurleitari hjörð og tapað flestum orrustum. Á meðan hafa Þingeyingar verið sveipaðir dýrðarljóma fyrir afrekið forðum daga; fyrir baráttuþrek, framúrskar- andi málflutning og djúpa vitund um frelsi og fósturjörðina byggða á gömlum, traustum rótum sveita- menningar og samvinnuhugsjóna. Þarna var ekki aðeins barist gegn of- urefli og eyðileggingu sveita heldur líka fyrir sjálfstæði fólks. Bar- áttuhetja þeirra daga var Hermóður Guð- mundsson, bóndi í Ár- nesi í Aðaldal, en marg- ar fleiri kempur, konur og karlar, komu við sögu í sveitunum sem af einhverjum ástæðum hafa fóstrað fleiri skáld við þessi blikandi vötn en dæmi eru um. Af svörtum riddurum Sagan er löng og full af falsi, hótunum og til- raunum til mútu- greiðslna (velviljakaupa). Flestir héldu að málið væri til lykta leitt en það reyndist grófur misskilningur. Svikráðin voru einna fyrst opinberuð í fjölriti Orkustofnunar árið 1979. Þar er fullyrt að fullvirkjun Laxár sé með hagkvæmustu virkjunarkostum og að samkomulag muni „nást um frekari virkjun við Brúar, þegar öld- ur Laxárdeilu eru hjaðnaðar ...“ og „einhvern tíma“ eftir aldamót þykir höfundum eðlilegt að virkja ofar í Laxá. Árið 1983 keypti svo stóri bróðir, Landsvirkjun, Laxárvirkjun, ekki aðeins vegna þess að hún hafði reynst gullkálfur heldur var mark- miðið frá upphafi að rjúfa sáttina, reka fleyg á milli manna og stækka virkjunina, því aldrei skyldi ósýni- lega valdið lúffa fyrir virku lýðræði og síst af öllu sveitamönnum. Lapp- að var upp á aðferðafræðina, svika- myllur og áróðursmaskínur gang- settar. Og aldeilis hefur Landvirkjun orðið ágengt. Ekkert skal í vegi standa; engir samningar, loforð, lög eða friðanir halda þegar svartir ridd- arar hennar ríða í hlað og krefjast fórna. Við þekkjum það frá Kára- hnjúkum og friðlandi Kringilsárrana og margfriðuðum Þjórsárverum, jafnvel eftir að Landsvirkjun lýsti yf- ir að hún væri hætt við Kvíslaveitu 6. Svik eru ávallt í tafli líkt og hjá fyr- irmynd þeirra og vinum í Impreglio. Hjálparhöndin dygga Um árabil var umhverfisráðherra álitinn æðsti verndari og málsvari ís- lenskrar náttúru, svo hlálega sem það nú hljómar. Stuðningur Sivjar við stórkostlega landeyðingu hefur umbreytt ráðuneytinu og Lands- virkjun í heljarvirkjun. Ráðherra hefur barist af heift gegn nátt- úruvernd og á ferlinum hefur henni tekist að eyðileggja bæði mat á um- hverfisáhrifum framkvæmda og Skipulagsstofnun. Í þau örfáu skipti sem Skipulagsstofnun hefur lagst gegn framkvæmd hefur Siv snúið niðurstöðunni við. Matið er lýðræði svikamyllunnar sem hvorki almenn- ingur né félagasamtök geta haft áhrif á. Allt þetta er fórnarkostnaður Kárahnjúkavirkjunar. Vélráð Sivjar og svörtu ridd- aranna felast í því að breyta lögum um verndun Laxár og Mývatns til að leyfa stífluhækkun og gera landeig- endur berskjaldaða fyrir þrýstingi og bolabrögðum; taka vopnin af landeigendum sem Alþingi innsiglaði með lögum. Enn og aftur veður Siv inn í helg vé af fullkomnu ábyrgðar- og tillitsleysi og tekur undir væl um „opna og lýðræðislega umræðu og ákvarðanatöku“ eins og áróð- ursstofan Athygli orðar það á vef Lv. Öll vita þau að matsferlið er skrípó og líka að 2. maí 1974 var sátt- argjörðin innsigluð með lögum á Al- þingi. Umhverfisráðherra Íslands hefur áhyggjur af vélum Landsvirkjunar! Og til að bæta gráu ofan á svart margtyggur ráðherra þvætting um aukna laxagengd í Aðaldal með hækkun stíflu þótt hún viti að sand- gildra við stíflu yrði framtíðarvandi en ekki lausn og að ENGAR vist- fræðirannsóknir um minni sandburð styðja tilgátur um aukna laxagengd. Gys að lýðræði Alþingi Íslendinga er stofnun sem hefur rist djúpt í vitund Íslendinga og margir vilja enn trúa því að þar ríki siðgæði, þekking og festa ásamt velvilja gagnvart landi og þjóð. En það er undir því fólki komið sem kos- ið er á þing hverju sinni hvernig til tekst. Því miður virðist eins og andi skip- timarkaðar svífi yfir samkomunni – allt er falt – og lög þaðan geta nú orðið að „skiptimynt“. Umhverf- isráðherra er griðníðingur, hún sem á að vernda hefur á ný rofið helgi og sátt um friðlýst svæði, tryggingu komandi kynslóða fyrir náttúru- og raunverulegum lífsgæðum. Nýverið lýsti þingforseti, Halldór Blöndal, því yfir að hann vildi alfriða endur á Íslandi – líka þær sem eru ekki í neinni hættu og þola veiði. Sami þingforseti hefur árum saman með offorsi stutt kísilgúrnám í Mývatni sem vitað er að ógnar merkustu fuglaparadís norðurhjara. Og nokkr- um dögum eftir hið tilfinninga- þrungna anda-varp þá styður þing- forsetinn hækkun stíflu og eyðileggingu dýrðlegs hluta Lax- árdals, sem er ekki aðeins vinsæll til silungsveiða og útiveru heldur varð- veitir hann líka æti- og varpstöðvar andfugla, jafnvel tegunda í yfirvof- andi hættu. Það verður fróðlegt að vita hvort meirihluti þingheims muni vanvirða lög um samfélagslega sátt, sverta sögu Alþingis og þá ekki síður héraðskempur og afrek þeirra? Eru stuðningsmenn frumvarpsins að gera því skóna að gamlir bar- áttujaxlar og börn þeirra hafi um- breyst í lyddur og landeyður? Enn standa spjótin á Suður-Þing- eyingum. Landeigendur á bökkum Laxár og Mývatns sem staðið hafa vörðinn eiga mikinn heiður skilinn. Hvergi á landinu nema í Gnúpverja- hreppi hinum forna með Má Har- aldsson í forsvari hafa menn barist jafn drengilega fyrir sveitinni sinni, náttúru hennar og framtíð barna sinna. Hvort skyldi þingheimi þykja líklegra að menn guggni nú á bökk- um Laxár með gróðaglýju í auga eða standi sem forðum öruggir í fasi og upplýstir í anda og fræðum – öðru fólki og Alþingi til fyrirmyndar og sóma? Vélavernd og vélráð Eftir Guðmund Pál Ólafsson ’Landeigendur á bökkum Laxár og Mývatns sem staðið hafa vörðinn eiga mikinn heiður skilinn. ‘ Guðmundur Páll Ólafsson Höfundur er rithöfundur og náttúrufræðingur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.