Morgunblaðið - 01.03.2004, Page 2

Morgunblaðið - 01.03.2004, Page 2
FRÉTTIR 2 MÁNUDAGUR 1. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ ARISTIDE Í ÚTLEGÐ Jean-Bertrand Aristide, forseti Haítí, sagði af sér embætti í gær og hélt í útlegð. Mjög hefur verið þrýst á Aristide undanfarna daga að víkja og uppreisnarmenn í landinu voru um það bil að hefja áhlaup á höf- uðborgina Port-au Prince þegar Ar- istide ákvað að flýja land. Stjórn- leysi ríkti á götum borgarinnar í gær en Bandaríkjamenn og Frakkar hafa ákveðið að senda hermenn til landsins til að reyna að stilla til frið- ar. Boniface Alexander, forseti hæstaréttar Haítí, tekur við emb- ætti forseta til bráðabirgða. Rætt um launahækkanir Farið er að ræða almennar launa- hækkanir á næsta samningstímabili, lífeyrismál og starfsmenntamál í við- ræðum SA, Starfsgreinasambands- ins og Flóabandalagsfélaganna. Þess er vænst að skýrast muni í dag hvort líklegt sé að samningar takist á næstu dögum en samninganefnd- irnar munu fara yfir stöðuna með fé- lagsmönnum fyrir hádegi í dag. Schröder í vanda Þýskir jafnaðarmenn, SPD, töp- uðu stórt í fylkiskosningum sem fram fóru í Hamborg í gær. Eru úr- slitin talin mikið áfall fyrir Gerhard Schröder, kanslara Þýskalands. Kristilegir demókratar unnu stór- sigur í Hamborg, bættu við sig um 20% í fylgi frá því í síðustu kosn- ingum í Hamborg árið 2001. Fjöldi í framhaldsnámi Nú stunda 1.240 nemendur fram- haldsnám við Háskóla Íslands og hefur þeim fjölgað um nær 150% á síðustu fimm árum. 1.130 nemendur leggja stund á meistaranám og 110 á doktorsnám við HÍ. Átján manna saknað Að minnsta kosti þrír fórust þegar sprenging varð um borð í norsku flutningaskipi um 80 km undan aust- urströnd Bandaríkjanna í fyrrinótt. Skipið sökk í hafið eftir spreng- inguna um borð og er átján manna saknað. Sex komust lífs af. Samið við Alhjúkrun Heilsugæslan í Reykjavík hefur gert bráðabirgðasamkomulag við fyrirtækið Alhjúkrun og munu þrír starfsmenn á vegum þess hefja vinnu fyrir Heilsugæsluna í kvöld. Þrír starfsmenn af þeim 40 sem sagt hafa upp störfum hafa dregið upp- sagnir sínar til baka og hvetja heil- brigðisráðherra til að hlutast til um að skapa frið um heimahjúkrunina. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Þjónusta 31 Viðskipti 11 Skák 31 Vesturland 12 Bréf 34 Erlent 13 Dagbók 36/37 Daglegt líf 14/15 Kirkjustarf 37 Listir 16/17 Leikhús 38 Umræðan 18/20 Fólk 38/41 Skoðun 21 Bíó 38/41 Forystugrein 22 Ljósvakar 42 Minningar 24/29 Veður 43 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is EKKI er hægt að bera saman nið- urstöður mælinga Samkeppnis- stofnunar og Hagstofunnar á breyt- ingu á grænmetisverði þar sem mælingaaðferðir eru ólíkar. Þetta segir Guðmundur Sigurðsson, for- stöðumaður samkeppnissviðs hjá Samkeppnisstofnun, spurður að því hvers vegna mælingar stofnunar- innar sem birtar voru í síðustu viku benda til hækkunar á grænmetis- verði en hækkun mælist ekki í grænmetislið vísitölu neysluverðs sem Hagstofa Íslands gefur út. „Við erum ekki að mæla almenna breytingu á grænmetisverði heldur breytingu á verði á einstökum teg- undum grænmetis í einstökum verslunum. Hagstofan miðar við neysluvægi bæði eftir grænmetis- tegundum og eftir verslunum en við notum einfalt meðaltal. Þarna er í raun verið að mæla sitt hvorn hlut- inn,“ segir Guðmundur. Í frétt Morgunblaðsins frá 26. febrúar sl. kemur fram að sam- kvæmt könnun Samkeppnisstofnun- ar hafi meðalverð á grænmeti hækkað um 14–51% á milli febrúar 2003 og 2004. Tveimur dögum síðar var sagt frá því að grænmetisliður vísitölu neysluverðs hefði lækkað um 0,2% á sama tímabili. Hækkun Samkeppnisstofnunar mælist því ekki í vísitölunni. Ætlað að veita aðhald Guðmundur kveðst ekki telja mælingar Samkeppnisstofnunar ónákvæmar. Hann segir tilgang þeirra einfaldlega ekki hinn sama og mælinga Hagstofunnar. Sam- keppnisstofnun fylgist með verðþró- un á grænmeti í því skyni að veita aðilum á markaði aðhald og auka samkeppni. Mismunandi vægi versl- ana í vísitölu neysluverðs geti einnig haft sitt að segja, en í mælingum Samkeppnisstofnunar hafi allar verslanir sama vægi burtséð frá veltu. Að sögn Guðmundar hyggst Sam- keppnisstofnun kanna nánar verðþróun á grænmeti í kjölfar hækkana á verði sem mælingar hennar leiddu í ljós. Samkeppnisstofnun um breytingar á grænmetisverði hérlendis Ekki hægt að bera sam- an ólíkar niðurstöður UPPSELT er á tónleika hljómsveit- arinnar Korn, hinn 30. maí næst- komandi. Kári Sturluson, skipu- leggjandi tónleikanna, segir gríðarlega eftirspurn hafa verið eftir miðum og afgreiðslufólk í verslunum varla haft við að af- greiða þann fjölda sem kom til að kaupa miða, en raðir byrjuðu að myndast snemma á föstudag. Þeir miðar sem voru til sölu á Akureyri, Selfossi og Akranesi kláruðust mjög fljótt og um tíuleytið í gær- kvöld höfðu allir miðar sem til voru í verslunum Skífunnar selst. Fólki var hleypt inn í verslunina í hópum. Morgunblaðið/Þorkell Uppselt á tónleika rokkaranna í Korn  Veðurbarðir/40 REIST verður um 3.900 fer- metra stjórnsýsluhús fyrir sýslumannsembættið á Kefla- víkurflugvelli og starfsemi Flugmálastjórnar á vellinum, ef farið verður að tillögu sem sett er fram í skýrslu sem Fram- kvæmdasýsla ríkisins hefur unnið fyrir utanríkisráðuneytið og embættin tvö. Byggingarkostnaður er áætl- aður 700 milljónir króna og er lagt til í skýrslunni að byggingin verði í eigu einkaaðila og að rík- issjóður taki hana á leigu. Gert er ráð fyrir að gerð útboðsgagna fari fram á þessu ári og fram- kvæmdum verði lokið á árinu 2006. Með aðstöðu í 26 gámum Húsnæðismál sýslumanns- embættisins á Keflavíkurflug- velli hafa um langt skeið verið talin óviðunandi og er starfsemi þess m.a. komið fyrir í um 26 gámum við flugstöðina og við húsnæði aðalstöðva embættis- ins. Gert er ráð fyrir að bygg- ingin verði reist vestan við Flug- stöð Leifs Eiríkssonar og verði á þremur hæðum auk kjallara. Einka- aðilar eigi húsið og leigi ríkinu Bygging stjórn- sýsluhúss á Kefla- víkurflugvelli  Kostar/10 HLAUPÁRSBÖRN héldu upp á af- mæli sín í gær, loksins á sínum eig- in degi. Þau börn sem héldu upp á fjögurra ára afmælið sitt í gær eru hins vegar enn sjaldgæfari sort hlaupársbarna, en hlaupár kemur einungis upp á aldamótum þegar fjórir ganga upp í tölu aldarinnar. Óðinn Arason er einn slíkra alda- mótabarna, en hann hélt upp á fjög- urra ára afmælið sitt með pomp og prakt í gær. Hann býr ásamt for- eldrum sínum í Kópavogi og geng- ur í leikskólann Marbakka. Óðinn er hress og kátur pjakkur og hefur mjög gaman af tónlist, enda eru foreldrar hans mjög tónlistarlega sinnaðir. Hann fékk lítinn gítar að gjöf frá pabba og mömmu og segist vilja verða fótboltamaður eða gít- arleikari, enda heldur hann mikið upp á hljómsveitina Hljóma og sér- staklega hlustar hann á Rúnar Júl- íusson. Foreldrar Óðins, þau Ari Björn Sigurðsson og Ester Ingvarsdóttir, hafa bæði lagt fyrir sig tölv- unarfræði en Ari Björn er gít- arleikari hljómsveitarinnar Vonar. Þau segja engan ákveðinn dag hafa ríkt þegar haldið hefur verið upp á afmælið hans hingað til, en veislan hefur verið haldin helgina næst mánaðamótunum. Hlaupársbörnin fögnuðu afmælinu Morgunblaðið/Þorkell Óðinn horfir á Vilberg vin sinn munda stærðar sveðju.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.