Morgunblaðið - 01.03.2004, Síða 37

Morgunblaðið - 01.03.2004, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. MARS 2004 37 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake FISKAR Afmælisbörn dagsins: Þú ert listræn/n og átt ekki í neinum vandræðum með tæknimálin. Þú átt einnig auðvelt með mannleg sam- skipti og leggur rækt við út- lit þitt. Þú ert að hefja nýtt tímabil vaxtar og ævintýra. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Gleymdu því ekki að þú getur bætt vinnuaðstæður þínar á þessu ári. Þú getur annað hvort gert þetta í núverandi starfi eða með því að skipta um vinnu. Naut (20. apríl - 20. maí)  Gerðu ferðaáætlanir fyrir þetta ár. Ást og rómantík, leikur með börnum og list- sköpun munu setja svip sinn á næstu mánuði hjá þér. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú getur með einhverjum hætti bætt aðstæður fjöl- skyldu þinnar á þessu ári. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Styrkur þinn liggur í bjart- sýni þinni en hún getur fært þér mikla velgengni á þessu ári. Mundu að flest ævintýri hefjast með lítilli hugmynd. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Flest ljón munu hafa meiri fjárráð á þessu ári en á því síðasta. Á sama tíma eru þau að eyða meiru þannig að það er ekki víst að þau geri sér fulla grein fyrir breyting- unni. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þetta ætti að geta orðið eitt af bestu árum ævi þinnar. Njóttu þess að vera sólar- megin í lífinu. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Tilraunir þínar til að efla and- legan þroska þinn munu bera góðan árangur. Þú þarft að gefa þér meiri tíma til að líta inn á við. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Vinsældir þínar eiga eftir að aukast mikið á þessu ári. Það er hreinlega eins og allir vilji vera í návist þinni. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þér ætti að ganga vel í vinnunni á þessu ári því hinn heppni Júpiter er á hægri ferð í gegnum stjörnukortið þitt. Velgengnin virðist hreinlega leita þig uppi. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Mál sem tengjast ferðalög- um, framhaldsmenntun og lögfræði ættu að ganga sér- lega vel á þessu ári. Lífs- reynsla þín mun aukast til muna. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú munt á einhvern hátt hagnast á auði annarra á næstunni. Það er hugsanlegt að þú fáir gjafir, arf, lán eða aðra fyrirgreiðslu. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Nánustu sambönd þín ganga sérlega vel þessa dagana. Þú nýtur þess að láta faðma þig. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. TVÆR MYNDIR Litaspjaldið á veggnum í djúpri flúraðri umgerð. Ókunnugt fólk kemur, horfir á það og dáist. Enga tvo daga eins. En mitt hús er afsíðis og enginn veit hvar ég á heima. Á því er einn gluggi og spegill. Jón úr Vör LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA ERLA Sigurjónsdóttir og Sigfús Þórðarson ná vel saman í tvímenningi; Erla er áræðin og sagndjörf, en Sigfús varkár og nákvæm- ur. Sem er góð blanda. Þau urðu í sjötta sæti í tvímenn- ingi Bridshátíðar og höfðu betur gegn efstu pörunum. Erla var fljót að ná sér í ell- efu slagi og toppskor í þessu spili gegn Ásmundi Pálssyni og Guðm. P. Arnarsyni: Vestur gefur; AV á hættu. Norður ♠1085 ♥73 ♦93 ♣ÁK9762 Vestur Austur ♠DG6432 ♠9 ♥2 ♥KD10865 ♦ÁD862 ♦1075 ♣3 ♣G108 Suður ♠ÁK7 ♥ÁG94 ♦KG4 ♣D54 Vestur Norður Austur Suður Ásmundur Sigfús Guðm. Erla 2 spaðar Pass Pass 2 grönd Pass 3 grönd Pass Pass Pass Ásmundur kom út í „leynilitnum“ með lítinn tíg- ul og Erla fékk fyrsta slag- inn á gosann. Eldsnöggt tók hún sex slagi á lauf og henti þremur hjörtum heima. Spilaði svo hjarta á ásinn: Norður ♠1085 ♥7 ♦9 ♣– Vestur Austur ♠DG6 ♠9 ♥– ♥K108 ♦ÁD ♦7 ♣– ♣– Suður ♠ÁK7 ♥– ♦K4 ♣– Ásmundur varð að halda eftir ÁD í tígli og fór niður á þrjá spaða. Þá spilaði Erla ÁK í spaða og sendi Ás- mund inn á drottninguna. Og fékk ellefta slaginn á tíg- ulkóng í lokin. Fyrir það tók hún 96 stig af þeim 132 sem voru til skiptanna. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 Be7 4. Rf3 Rf6 5. cxd5 Rxd5 6. e4 Rxc3 7. bxc3 O-O 8. Bc4 c5 9. O-O Rc6 10. He1 Da5 11. Bd2 b5 12. Bf1 Hd8 13. c4 b4 14. d5 Rb8 15. e5 exd5 16. cxd5 Hxd5 17. Bc4 Hd8 18. Db3 Dc7 19. Bxf7+ Kh8 20. Bg5 Rc6 21. Dc2 Bg4 22. Bxe7 Dxe7 23. Bb3 Bxf3 24. gxf3 Rxe5 25. Df5 Staðan kom upp í Norðurlandamóti í skólaskák sem lauk fyrir skömmu í Sví- þjóð. Perttu Antilla hafði svart gegn Geir Sune Gullaksen (2362). 25... Dg5+! 26. Dxg5 Rxf3+ 27. Kg2 Rxg5 28. h4 c4 29. Bxc4 Hd4 30. Hac1 Hg4+ 31. Kf1 Rf3 32. Hed1 He8 og hvítur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. Á kyrrðardögum förum við í hvarf, njótum friðar og hvíldar án áreitis, látum uppbyggjast og endurnærast á líkama og sál Mars 3.–7. Systradagar, kyrrðardagar kvenna. FULLBÓKAÐ Leiðsögn: Systrasamfélagið 12.-14. Kyrrðardagar tengdir tónlist Leiðsögn: Þorvaldur Halldórsson, tónlistarmaður 23.–25. Kyrrðardagar tengdir Qi Gong: Innri sátt og ræktun lífsorku Leiðsögn: Gunnar Eyjólfsson, leikari 26.–28. Kyrrðardagar tengdir tólf spora starfinu,en öllum opnir Leiðsögn: Sr. Jakob Hjálmarsson, dómkirkjuprestur og Auður Bjarnadóttir, leikstjóri Apríl 7.-10. Kyrrðardagar í Dymbilviku. Leiðsögn: Sigurbjörn Einarsson biskup. FULLBÓKAÐ 22.-25. Kyrrðardagar við sumarkomu - áhersla á útiveru Leiðsögn: Sr. Halldór Reynisson og dr. Sigurður Árni Þórðarson, verkefnastjórar á Biskupsstofu Maí 30.4.-2.5. Kyrrðardagar með bænafræðslu Leiðsögn: Sigurbjörn Einarsson biskup. FULLBÓKAÐ 13.-16. Kyrrðardagar hjóna Leiðsögn: Dr. Sigríður Halldórsdóttir, prófessor, Margrét Scheving, sálgæsluþjónn, sr. Gunnlaugur Garðarsson, sóknarprestur, og Þorvaldur Halldórsson, tónlistarmaður Upplýsingar og skráning í Skálholtsskóla. Sími 486 8870, netfang: skoli@skalholt.is Svövusjóður styrkir þau er þess þurfa til þátttöku í kyrrðardögum. VERIÐ HJARTANLEGA VELKOMIN Á KYRRÐARDAGA Í SKÁLHOLTI KYRRÐARDAGAR Í SKÁLHOLTI Í VOR Ljósmynd/Jóhannes Long BRÚÐKAUP. Agnes Jóhannsdóttir og Magnús Stefánsson voru gefin saman í Lágafellskirkju af sr. Jóni Þorsteinssyni á afmælisdegi brúðarinnar 4. febr. sl. MEÐ MORGUNKAFFINU Hvernig stendur á því að þessi sólgleraugu eru helmingi ódýrari en hin?       MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyr- irvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Viðhorf okkar til dauðans FULLORÐINSFRÆÐSLA Laugarneskirkju býður nú upp á tveggja kvölda námskeið með Vigfúsi Bjarna Albertssyni guðfræðingi sem nýlokið hefur framhaldsnámi í sálgæslufræð- um í Bandaríkjunum. Þriðjudagskvöldin 2. og 9. mars mun hann fjalla um efnið: „Viðhorf okkar til dauðans“ og skoða þær afleiðingar sem tíð- arandinn hefur á líf okkar í því sambandi. Hefur Vigfús Bjarni margt nýtt til málanna að leggja og er ástæða til að hvetja fólk til þátttöku í þessu sérstaka námskeiði sem hefst þriðjudaginn 2. mars kl. 20.00. Gengið er inn um litlar dyr bakatil á austurgafli Laug- arneskirkju. Kostnaður er eng- inn og þátttaka öllum heimil. Þess má geta að fyrirhugað er annað námskeið með Vigfúsi Bjarna, þar sem hann mun ræða um fyrirgefninguna sem verkefni í daglegu lífi. Morgunblaðið/Árni Sæberg KIRKJUSTARF 8., 9. og 10. bekk kl. 20–22. Umsjón Stefán Már Gunnlaugsson. Grafarvogskirkja. Kirkjukrakkar fyrir börn á aldrinum 7–9 ára kl. 17.30– 18.30 í Engjaskóla. KFUK fyrir stúlkur á aldrinum 9–12 ára kl. 17.30–18.30. Lestur passíusálma, 4. sálmur, kl. 18.15. Samtal Kristí við lærisveinana. Björk Vilhelmsdóttir, varaborgarfulltrúi les. Seljakirkja. KFUK 9–12 ára kl. 17.30. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 16 ára og eldri kl. 20–22. Ástjarnarsókn. Ponzý (unglingastarf ætlað árg. 1990 og upp úr) á mánudög- um kl. 20–22. Lágafellskirkja. Barnastarf kirkjunnar, Kirkjukrakkar, er í Varmárskóla. Bæna- stund kl. 19.45. Al-anon fundur kl. 21. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 16 Æskulýðsstarf fatlaðra, yngri hópur. Helgistund og gott samfélag. Hulda Lí- ney Magnúsdóttir æskulýðsfulltrúi og sr. Þorvaldur Víðisson. Kl. 20 Nær- hópastarf í Landakirkju. Umsjónarfólk. Þorlákskirkja. Biblíufræðsla kl. 20. Borgarneskirkja. TTT-starf kl. 15.30– 16.30. Hjálpræðisherinn á Akureyri. Kl. 15 heimilasamband. Allar konur velkomn- ar. Kl. 17 Örkin hans Nóa, fyrir 1., 2. og 3. bekk. Kl. 18 KK fyrir 4. og 5. bekk. Hvítasunnukirkjan á Akureyri. Kl. 20 bænastund. Beðið fyrir öllum innsend- um bænarefnum. Áskirkja. Hreyfi- og bænastund kl. 12 og kl. 17.30 í neðri safnaðarsal. Hallgrímskirkja. Æskulýðsfélagið Örk kl. 20. Langholtskirkja. Lestur passíusálma kl. 18 í Guðbrandsstofu í anddyri Lang- holtskirkju. Allir velkomnir. Laugarneskirkja. Opinn 12 sporafund- ur kl. 18 í safnaðarheimilinu. Umsjón hefur Arnheiður Magnúsdóttir. Allt fólk velkomið. Vinir í bata. Tólf spora hópar koma saman kl. 20. Gengið inn um að- aldyr safnaðarheimilisins. Umsjón hafa Gunnlaugur Ólafsson og Hafdís Mar- grét Einarsdóttir. Neskirkja. 6 ára starf kl. 13.40. Sögur, söngur, leikir og föndur.Uppl. og skrán- ing í síma 511 1560. TTT-starf kl. 16.30. Starf fyrir 10–12 ára börn. Leik- ir, ferðir o.fl. Árbæjarkirkja. Mánudagar: Kl. 15 STN- starf með sjö til níu ára börnum í safn- aðarheimili kirkjunnar. Fella- og Hólakirkja. Opið hús fyrir full- orðna í safnaðarheimilinu kl. 13– 15.30. Spilað og spjallað. Kaffiveiting- ar. Þeir sem óska eftir akstri láti vita í síma 557 3280 fyrir hádegi. Fyrirbæna- stund í kapellu kirkjunnar kl. 15.30. Bænaefnum má koma til djákna, presta eða annarra starfsmanna kirkj- unnar. Stúlknastarf fyrir 11–12 ára kl. 16.30. Æskulýðsstarf fyrir unglinga í Safnaðarstarf

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.