Morgunblaðið - 01.03.2004, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 01.03.2004, Qupperneq 10
FRÉTTIR 10 MÁNUDAGUR 1. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Akrýl innimálning Gljástig: 3, 7 og 20 Verð frá kr. 298 pr.ltr. M ál nin gartilbo ð Allar Teknos vörur framleiddar skv. ISO 9001 gæðastaðli FJÖLMENNI mætti á opinn borg- arafund átakshóps Höfuðborg- arsamtakanna og Samtaka um betri byggð um færslu Hring- brautar, sem haldinn var í Tjarn- arsal Ráðhúss Reykjavíkur í gær. Þar var gerð grein fyrir ólíkum til- lögum og sjónarmiðum varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir við færslu Hringbrautar. Eins og kunn- ugt er hafa Höfuðborgarsamtökin og Samtök um betri byggð mót- mælt harðlega þeim áformum borg- aryfirvalda að setja ekki Hring- brautina í stokk og skera þannig í sundur núverandi byggð og þá byggð sem koma mun í Vatnsmýr- ina í framtíðinni auk þess sem verð- mætt byggingarland fari til spillis. Útboð um framkvæmd færslu Hringbrautar var auglýst í Morg- unblaðinu í gær, en það eru Vega- gerðin, Reykjanesumdæmi og Reykjavíkurborg sem standa að framkvæmdinni. Í útboðsauglýsing- unni, sem auglýst er á Evrópska efnahagssvæðinu, segir að auk vegalagningar og mannvirkjagerð- ar verði lagnir fyrir Orkuveituna og Landssíma Íslands. Vel sóttur borgarafundur Morgunblaðið/Þorkell irnar er gert ráð fyrir að hönnunar- forsendur verði skilgreindar á þessu ári og lokið verði við gerð útboðs- gagna en miðað er við að fram- kvæmdum verði lokið á árinu 2006. Tilbúið til ákvörðunar Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðar- maður utanríkisráðherra, bendir á að gert sé ráð fyrir að um einka- framkvæmd verði að ræða og því ekki um beina fjárfestingu að ræða fyrir ríkissjóð. Nú þegar frumathug- un Framkvæmdasýslunnar liggur fyrir ætti málið að vera tilbúið til ákvarðanatöku. Húsnæðismál sýslumannsemb- ættisins á Keflavíkurflugvelli hafa verið talin óviðunandi um langt skeið en á undanförnum árum hafa ný og umfangsmikil verkefni bæst við hjá embættinu í tengslum við aðild Ís- lands að Schengen og vegna aukinna krafna í alþjóðlegum flugöryggis- málum. Aðalstöðvar sýslumannsembætt- isins eru í húsnæði í Grænási sem byggt var árið 1958 en hluti starf- seminnar er einnig dreifð í skrif- stofugámum á svæðinu. Er embætt- ið á bráðabirgðaundanþágu frá Vinnueftirlitinu bæði hvað varðar starfsaðstöðu í Grænási og bráða- birgðaaðstöðu lögreglu við Leifs- LAGT er til að reist verði tæplega 3.900 m² stjórnsýslubygging fyrir sýslumannsembættið á Keflavíkur- flugvelli og Flugmálastjórnina þar, í nýlegri frumathugun Framkvæmda- sýslu ríkisins vegna húsnæðis fyrir þessi embætti. Lagt er til að hún verði staðsett á lóð vestan við Leifs- stöð í samræmi við deiliskipulag flugvallarsvæðisins. Byggingarkostnaður er áætlaður um 610 milljónir króna án virðis- aukaskatts og því til viðbótar er gert ráð fyrir lausum búnaði fyrir um 90 milljónir kr. Er þannig gert ráð fyrir að heildarstofnkostnaður nemi um 700 milljónum kr. Lagt er til í skýrslu Fram- kvæmdasýslunnar, varnarmálaskrif- stofu utanríkisráðuneytisins, sýslu- mannsembættisins og flugvallar- stjóra á Keflavíkurflugvelli að bygg- ingin verði í eigu einkaaðila og að ríkissjóður taki hana á leigu. Leigu- gjald á ári er áætlað um 66 milljónir kr. utan orku, þrifa og lauss bún- aðar. Framkvæmdum við húsið verði lokið árið 2006 „Lagt er til að bygging húsnæð- isins verði boðin út ásamt leigu- samningi. Þessi útboðsaðferð er í meginatriðum sambærileg við alút- boð, en í stað þess að byggingin verði að fullu greidd við afhendingu er hún tekin á leigu. Fara verður náið yfir skilyrði slíks leigusamnings sérstak- lega m.t.t. kaupréttar og eingarhalds á einstökum búnaði sem er mjög sér- hæfður í þessari byggingu. Þannig verði leitast við frá upphafi að halda heildarkostnaði í lágmarki, án þess að rýra markmið um hagkvæmni byggingarinnar fyrir starfsemina sem hún kemur til með að hýsa,“ segir í skýrslunni. Er lagt til í skýrslunni að byggðar verði þrjár hæðir auk kjallara. Sam- kvæmt tímaáætlun um framkvæmd- stöð. Skv. upplýsingum Jóhanns R. Benediktssonar sýslumanns er ým- iss konar starfsemi við flugstöðina og við húsnæðið í Grænási komið fyrir í um 26 gámum. Í frumathugun Framkvæmdasýsl- unnar kemur fram að Flugmála- stjórn á Keflavíkurflugvelli hefur um nokkurt skeið leigt aðstöðu í Leifs- stöð en vegna aukinna verkefna, sem kallað hafa á fjölgun í starfsliði, hef- ur þrengst verulega um starfsemina. ,,Auk þess sem erfiðlega hefur geng- ið að fá frekara pláss leigt í flugstöð- inni eru leigugjöld verulega há. Í desember 2001 ákvað utanríkisráðu- neytið að skoða möguleika á því að embættið yrði í samfloti með sýslu- mannsembættinu varðandi nýtt hús- næði enda eiga þessi embætti margt sameiginlegt varðandi stjórnsýslu á Keflavíkurflugvelli,“ segir í skýrslu Framkvæmdasýslunnar. Í umfjöllun Framkvæmdasýsl- unnar um nýtingu byggingarinnar kemur m.a. fram að í samráði við Landlæknisembættið er gert ráð fyrir að kjallari byggingarinnar geti þjónað sem neyðarmóttaka fyrir far- þega við stærri áföll, s.s. vegna flug- slysa. Engin aðstaða er nú á flug- þjónustusvæðinu fyrir móttöku hópa sem grunaðir eru um að vera smit- aðir af hættulegum farsóttum. Kostar um 700 milljón- ir og verði í einkaeign Morgunblaðið/Árni Sæberg Gert er ráð fyrir að stjórnsýslubyggingin verði reist vestan við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á svonefndum C-reit samkvæmt deiliskipulagi. Reist verði 3.900 m² stjórnsýsluhús á Keflavíkurflugvelli Starfsemi á veg- um sýslumanns er m.a. komið fyrir í 26 gámum SKIPTAR skoðanir eru meðal þing- manna í Norðausturkjördæmi á áformum um hækkun stíflu Laxár- virkjunar og bráðabirgðaákvæði frumvarps um verndun Laxár og Mývatns. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Halldór Blöndal, forseti Alþingis, eru þeirrar skoðunar að ef ekkert verður að gert til að bæta rekstr- aröryggi Laxárvirkjunar til lengri tíma litið megi gera ráð fyrir að virkjunin verði lögð niður. Óhjákvæmilegt að athuga hvaða kostir eru í boði Halldór segir ekki launungarmál að skiptar skoðanir séu á málinu heima í héraði en bendir jafnframt á að það sé mikið alvörumál ef nauð- synlegt reynist að loka Laxárvirkj- un. Segist hann telja óhjákvæmilegt fyrir byggðina að athugað verði til hlítar hvaða kostir séu í boði. „Það má ekki gleyma því að sand- burðurinn bæði í efri Laxá og neðri Laxá hefur vond áhrif á lífríkið og því fylgja ótvírætt miklir kostir ef sandgildra yrði sett upp í Kráká,“ segir Halldór. Hann segir ljóst að Laxárvirkjun muni ekki fara með neinu offorsi í þetta mál. „Það liggur fyrir að ef ekki næst um það sæmileg sátt, þá verður niðurstaðan sú að ekkert verður gert og Laxárvirkjun verður lögð niður þegar fram í sækir. En það er mikill misskilningur að minni hyggju ef menn halda að það sé sátt um það,“ segir hann. Skipuleg vinna til að leysa vandann til framtíðar Valgerður segir að ráðast þurfi í skipulega vinnu til að leysa vanda- mál Laxárvirkjunar til framtíðar. Hún segist gera sér fulla grein fyrir að málið sé viðkvæmt en mikilvægt sé að leita leiða til að leysa þessi vandamál, sem við er að eiga, m.a. vegna sandburðar í ánni, og bendir á að heimamenn hafi áhyggjur af því. Leiða þurfi í ljós hvaða aðgerða sé þörf en slíkar aðgerðir séu í raun- inni umhverfisverndaraðgerðir. Valgerður er einnig þeirrar skoð- unar að til lengri tíma litið sé ljóst að verði ekkert að gert muni virkj- unin verða lögð niður. Hún leggur áherslu á að alls ekki sé ætlunin að valta yfir heimamenn í þessu máli. Algerlega á skjön við samkomulagið frá 1973 Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs, segist mjög óánægður með að umræddu bráða- birgðaákvæði „sé smyglað þarna með í annars ágætu frumvarpi, sem að mestu leyti er samstaða um“, eins og hann orðar það. Steingrímur segir ákvæðið al- gjörlega á skjön við anda samkomu- lagsins sem náðist 1973 í Laxárdeil- unni og ákvæði gildandi laga um verndun Laxár og Mývatns. „Að mínu mati er þarna verið að byrja á algerlega öfugum enda í málinu. Ef einhver von á að vera til þess að menn verði ásáttir um ein- hverjar ráðstafanir til að bæta rekstraröryggi Laxárvirkjunar, sem er að sjálfsögðu æskilegt að gera, þá eiga menn auðvitað að byrja á því að koma sér saman um hvað menn fallast á í þeim efnum,“ segir hann. ,,Fátt er Landsvirkjun og ríkis- stjórninni heilagt ef þeir skammast ekki einu sinni til þess að umgang- ast þetta viðkvæma mál í ljósi sög- unnar, af meiri nærgætni en þetta,“ segir hann. Þingmenn kynna sér aðstæður Kristján Möller, þingmaður Sam- fylkingarinnar í Norðausturkjör- dæmi, segir mikilvægt að finna sáttaflöt á þessu máli. Ljóst sé að Laxárvirkjun sé mikilvæg fyrir þetta svæði en jafnframt verði að ganga um þessa náttúruperlu í Lax- árdal af varúð. Að sögn Kristjáns er frumvarp umhverfisráðherra nú til umfjöllun- ar í umhverfisnefnd og munu hann og Einar Már Sigurðarson, þing- menn Samfylkingarinnar í kjör- dæminu, og þingmenn flokksins í umhverfisnefnd fara norður á næst- unni og kynna sér þau sjónarmið sem uppi eru og skoða aðstæður. Kristján segir ljóst að skoðanir heimamanna séu mjög skiptar í mál- inu, sumir séu andvígir hækkun stíflunnar, einnig hafi heyrst þau sjónarmið að heimila mætti minni hækkun stíflunnar og fram hafi komið þau sjónarmið að setja mætti upp sandgildrur ofar í ánni. Kristján Möller Valgerður Sverrisdóttir Steingrímur J. Sigfússon Halldór Blöndal Skiptar skoð- anir á áform- um um hækk- un Laxárstíflu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.