Morgunblaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 36
DAGBÓK 36 MÁNUDAGUR 1. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Mannamót Aflagrandi 40. Vinnu- stofa og leikfimi kl. 9, boccia kl. 10, kl. 14 fé- lagsvist. Hársnyrting, fótaaðgerð. Farið verð- ur í Hagkaup Skeif- unni miðvikudaginn 3. mars frá Grandavegi og Aflagranda kl.10. Veitingar í boði Hag- kaupa, skráning á Afla- granda. Árskógar 4. Kl. 9–12 handavinna, kl. 10 söngstund, kl. 13–16.30 smíðar, útskurður, kl. 13–16.30 handavinna, kl. 13.30 félagsvist, kl. 16 myndlist. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9–16 handavinna, kl. 9– 12 bútasaumur, kl. 9– 17 fótaaðgerð, kl. 10– 11 samverustund, kl. 13–16 bútasaumur, kl. 13.30 dans. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 kl. 20.30. Fótaaðgerð kl. 10. Skrifstofan er opin í dag kl. 10–11.30. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 10 leikfimi, kl. 13 brids. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 handa- vinnustofan opin, kl. 10–13 verslunin opin, kl. 11–11.30 leikfimi. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Bað kl. 9– 12, opin vinnustofa, kl. 9–16.30, félagsvist kl. 13.30. Félagsstarf eldri borg- ara Mosfellsbæ, Dval- arheimilinu, Hlað- hömrum. Kl. 16 spænskunámskeið. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Kvenna- leikfimi kl. 9.30, kl. 10.20 og kl. 11.15, spænska framhald kl. 11.30, glerbræðsla, pílukast og aðstoð við tölvu í Garðabergi kl. 13, spænska, byrj- endur, kl. 14. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli. Opnað kl. 9, pútt í Hraunseli kl. 10–11.30, biljardsalurinn opin til 16, tréútskurður kl. 13, félagsvist kl. 13.30, kóræfing Gaflarakórs- ins kl 17. Félag eldri borgara, Reykjavík, Glæsibæ. Brids kl. 13, hand- mennt kl. 13.30, línu- danskennsla, byrj- endur kl. 18, kennsla í samkvæmisdönsum, framhald kl. 19 og byrjendur kl. 20.30. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9–17 handavinna, kl. 9.30 gler og postu- lín, kl. 13 skák, kl. 20 skapandi skrif. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 vefnaður, kl. 10 ganga, kl. 11 boccia, kl. 13 brids og búta- saumur, kl. 20.30 fé- lagsvist. Hraunbær 105. Kl. 9 postulín, keramik og fótaaðgerð, kl. 10 bænastund, kl. 13.30 skrautskrift, kl. 13 hár- greiðsla, kl. 13.30 skrautskrift. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9–15 handmennt, kl. 9– 10 og kl. 10–11 jóga, kl. 13–16 spilað. Fótaað- gerðir virka daga, hár- snyrting þriðju- til föstudags. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16 fótaaðgerð, kl. 10– 11 ganga, kl. 13–16.45 opin vinnustofa, mynd- list. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9–10 boccia, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 9.30– 10.30 boccia, kl. 11–12 leikfimi, kl. 12.15–13.15 danskennsla, kl. 13–16 kóræfing. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.30 bókband, búta- saumur og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir og boccia, kl. 13 handmennt, gler- bræðsla og spilað. Þjónustumiðstöðin, Sléttuvegi 11. Opið frá kl. 9–16. Kl. 13.30 opið hús, m.a. söngur, fé- lagsvist. Þórðarsveigur 1–5 Grafarholti. Kl. 13.30 spiladagur, kaffiveit- ingar, allir velkomnir. Félag eldri borgara Suðurnesjum. Bingó í Selinu, Vallarbraut 4, Njarðvík, öll mánu- dagskvöld kl. 20. Gullsmárabrids. Bridsdeild FEBK, Gullsmára, spilar í fé- lagsheimilinu, Gull- smára 13, mánu- og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. Leshópurinn í Gull- smára, Gullsmára 13. Dr. Hannes Hólm- steinn Gissurarson prófessor verður gestahöfundur í kvöld kl. 20 og stendur í hálf- an annan tíma. Hana-nú Kópavogi, fundur kl. 20 í kvöld í Gjábakka vegna sam- starfsverkefnis Nafn- lausa leikhópsins og Hana-nú varðandi upp- setningu á örleikritum. Jónína Leósdóttir leik- ritahöfundur kemur á fundinn. Skipað verður í hópa. Sjálfsbjörg, Hátúni 12. Kl. 19 brids. Í dag er mánudagur 1. mars, 61. dagur ársins 2004. Orð dagsins: Styrkst þú þá, sonur minn, í náð- inni, sem fæst fyrir Krist Jesú. (2. Tím. 2, 1.)     Friðbjörn Orri Ketilssoner með heimasíðu á slóðinni frjalshyggja.is/ orri.     Hann vitnar í eftirfar-andi frétt á mbl.is: „Guðni Ágústsson land- búnaðarráðherra segir að ekki eigi að byggja mjólkurframleiðslu í landinu á aðkeyptu vinnuafli og vélmennum heldur eigi mjólkurbúin að vera rekin af fjöl- skyldum í sveitum lands- ins.“     Um þetta segir Frið-björn Orri: „Við lest- ur þessara orða varð mér hugsað til bókar sem ég las fyrir nokkrum árum. Hún heitir orðrétt: „Æf- intýrið um áætlunina miklu“ og var skrifuð 1932 og gefin út af Bók- menntafélagi jafn- aðarmanna.     Bókin var gefin út semkennslubók í Sov- étríkjunum fyrir ung- linga um hvernig fyrsta 5 ára áætlunin yrði og til hvers hún væri.     Ég las bókina þegar égvar í Verzlunarskól- anum og hún gaf mér bestu sýn á hugsjón Sov- étríkjanna sem ég hef fengið um dagana. Bókin er uppfull af hugsjónum og fegurð um fjarlægan heim þar sem enginn þarf að vinna og allt er til alls.     Frítími átti að veranægur og birta, hreint loft og breiðar göt- ur einkennandi. Ferða- frelsi algjört, auðlindir, menning, matur og vín öllum til handargagns. Mennirnir voru vinir og hjálpuðust að í ást og væntumþykju. Enginn gerði annan atvinnu- lausan og enginn þurfti að óttast tekjumissi eða áfall af einhverju tagi. Allt var gott.     Auðvitað vitum við svohvað var í raunveru- leikanum. Skortur, hung- ursneyð, vinnubúðir, milljónir mannslífa tekn- ar, ömurleiki, vansæld og á endanum algjört hrun sem ennþá hefur mikil áhrif á svæði fyrrum Sov- étríkjanna.     Í Ameríku eru vélarnarekki til aðstoðar verka- mönnunum, ekki vinir þeirra, heldur óvinir. Hver ný vél, hver ný upp- finning, kemur þús- undum verkamanna á vonarvöl. Í glerverk- smiðjunum býr nú einn verkamaður til 3000 flöskur á klukkutíma. Áð- ur fyrr þurfti til þess 77 menn. Vélarnar svipta menn brauðinu,“ segir á blaðsíðu 17 í áðurnefndri bók.     Ég held að Guðni ættiað setjast niður og hugsa sinn gang,“ segir Friðbjörn Orri Ketilsson að lokum. STAKSTEINAR Sovét-hugsjónin Víkverji skrifar... Víkverji glápir mikið ásjónvarp. Því miður eyðir hann jafnvel tíma sínum fyrir framan sjónvarpstækið þó að það sé ekki neitt á dagskrá sem er þess virði að horfa á. Nýverið hefur Víkverji farið að velta því fyrir sér hvers vegna Ríkissjónvarpið er ekki enn farið að sýna nýj- ustu þáttaröðina af Soprano- fjölskyldunni, að ekki sé tal- að um Vesturálmuna. Þá vakti það undrun Víkverja að Stöð 2 skyldi bíða svo lengi með að hefja sýningar á nýj- ustu (og síðustu) syrpunni af Vinum. Nú svara menn því hugsanlega til að þessir þættir séu dýrastir í inn- kaupum fyrst eftir að þeir eru sýnd- ir vestra. En hvers vegna getur Skjár 1 þá alltaf verið með glænýja þætti af Survivor? x x x Talandi um sjónvarpsgláp, hvernigstendur á því að Flugleiðir skuli aldrei bjóða upp á sýningar á skemmtilegum kvikmyndum í flugi til Evrópu? Hvers vegna fær maður aðeins að njóta afþreyingar ef ferð- inni er heitið vestur um haf til Bandaríkjanna, en ekki til Evrópu? Víkverji spyr að gefnu tilefni, hann flaug nýverið til Lundúna og leiddist ógurlega það sjónvarpsefni sem boðið var upp á í flugvélinni. Í þriggja tíma flugi ætti alveg að vera hægt að sýna eins og tæplega tveggja klukkustunda langa bíó- mynd, eða hvað? x x x Víkverji átti ekki erindi til Lund-úna að þessu sinni heldur notaði Heathrow aðeins sem stökkpall lengra út í heim. Sannfærðist hann enn frekar um það í þessu ferðalagi að vart er hægt að hugsa sér verri flugvöll en Heathrow að fara um. Það fara einfaldlega alltof margir um Heathrow og oft umbreytist viðkoma þar í hina mestu martröð. Rangalarnir eru endalausir, þurfi að fara úr einum „terminal“ í annan, og vilji maður einfaldlega setj- ast niður og fá sér drykk er næsta víst að hvergi er sæti að finna og enga þjónustu að fá. x x x Óskarsverðlaunin voru af-hent í nótt og var það ásetningur Víkverja að vaka yfir öll- um herlegheitunum, jafnvel þó að þess megi vænta að ekki fari að færast fjör í leikinn fyrr en seint um nótt. Víkverji er ekki búinn að sjá allar myndirnar, sem tilnefndar eru til verðlauna, eða leggja dóm á frammistöðu allra þeirra leikara sem best þóttu standa sig. Hann var þó að vona að leikarinn Bill Murray fengi Óskar fyrir leik sinn í Lost in Translation og að þriðji hluti Hringadróttinssögu tæki af- ganginn. Reuters Billy Crystal var kynnir á Óskarshátíðinni í nótt. Rukkarar UNDANFARIÐ hefur tölu- vert verið rætt og ritað um handrukkara, menn sem innheimta skuldir á vægast sagt óvæginn hátt. Öllu minna hefur borið á umræðum um hina rukkar- ana, þessa löglegu, lögfræð- ingana. Aðferðir þeirra er þó að mörgu leyti ekki betri en aðferðir handrukkar- anna. Að undangengnum bréf- legum hótunum ítrekuðum, nafnbirtingum í blöðum í formi auglýsinga, þá birtast þeir að kvöldlagi þrír saman með gerðarbók og aðra pappíra, lögfræðingur skuldunauts með fulltrúa sýslumanns sér til fulltingis og svo einhvern þriðja mann. Í krafti valds síns er þeim heimilt að reka heila fjölskyldu út á guð og gadd- inn. Þetta geta þeir gert jafnvel þótt allar afborganir af íbúðinni séu í skilum, hús- bréfalán, fasteignagjöld og þess háttar. Þegar svona er komið er skuldin búin að safna á sig óheyrilegum kostnaði með alls konar auka vanskila inn- heimtu og ég veit ekki hvað og hvað. Þá skiptir engu hvernig skuldin er til komin, hvort það hafi orðið vegna veikinda, atvinnuleysis eða einhvers annars, skuldina verður að innheimta, sama hvað. Hafi maður átt erfitt með að greiða skuldina í upphafi þá er það vita von- laust nú. Einhver frá hinu opin- bera sagði hreykinn að börn væru aldrei borin út, þeim væri alltaf komið fyrir ann- ars staðar á meðan – og hvað svo? Hafa þau þá ekki verið borin út? Meira að segja í Banda- ríkjunum er bannað að taka heimili af fólki vegna skatta- skulda. Fyrir mörgum árum heyrði ég sagt að skatturinn mætti taka allt af fólki nema rúmið en núna hefur hann bara áhuga á fasteignum. Eftir útburðinn tekur ekki betra við. Að fá leigða íbúð er vonlaust. Enginn leigir fólki sem er á svörtum lista. Að kaupa sér eitthvað án staðgreiðslu er líka ómögulegt. Manni er í raun og veru bannað að vera með, svona rétt eins og maður eigi bara að hætta að vera til. Mætti ég þá heldur biðja um að vera lamin og eiga þess kost að lemja á móti heldur en að hljóta kúltiv- eraða meðferð hvítflibb- anna. Þ.G. Mikil fagmennska VIÐ borðuðum á skyndi- bitastaðnum Mama’s Taco’s í Lækjargötu síðastliðinn fimmtudag og viljum koma á framfæri að þar er mikil fagmennska og kurteisi starfsmanna staðarins. Í gæðum matar og þjón- ustu er þessi staður langt fyrir ofan venjulegan staðal skyndibitastaða og eiga eig- endur og starfsfólk mikið hrós skilið fyrir frábær vinnubrögð. Magnús & Silja. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is LÁRÉTT 1 fjall, 4 hvítleitur, 7 op, 8 bárum, 9 málmpinni, 11 siga hundum, 13 krakki, 14 hrósar, 15 hnika til, 17 skoðun, 20 skar, 22 málmur, 23 þráttar, 24 daufa ljósið, 25 verkfær- in. LÓÐRÉTT 1 hafa stjórn á, 2 slyngir, 3 lengdareining, 4 borð, 5 vesalmenni, 6 víðan, 10 flón, 12 fæða, 13 augn- hár, 15 gildleiki, 16 ung- viði, 18 smá, 19 hreinan, 20 fall, 21 döpur. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 táknmálið, 8 skurð, 9 assan, 10 inn, 11 ræðir, 13 sjóða, 15 fulla, 18 hreif, 21 nær, 22 grugg, 23 okans, 24 mannalæti. Lóðrétt: 2 áburð, 3 náðir, 4 árans, 5 ilskó, 6 ásar, 7 anda, 12 ill, 14 jór, 15 fága, 16 lauga, 17 angan, 18 hroll, 19 efast, 20 fúsa. Krossgáta  Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.