Morgunblaðið - 01.03.2004, Page 44
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 1. MARS 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
Áskriftarsími 881 2060
Í FORMI
LIFANDI
VÍSINDI
Áskriftarsími 881 4060
RÖGNVALDUR Sig-
urjónsson píanóleikari
er látinn, áttatíu og
fimm ára að aldri. Með
honum er genginn
einn fremsti tónlistar-
maður Íslendinga á
síðari hluta 20. aldar.
Rögnvaldur Kristján
Sigurjónsson var
fæddur 15. október
1918 á Eskifirði. For-
eldrar hans voru Sig-
ríður Þorbjörg Björns-
dóttir húsmóðir og
Sigurjón Markússon
sýslumaður.
Rögnvaldur lauk prófi frá Tón-
listarskólanum í Reykjavík árið
1937 og nam eftir það píanóleik hjá
M. Ciampi í París 1937–1939 og M.
Horzovsky og Sascha Gorodnitzki í
New York 1942–1945. Þá lauk hann
prófi í hljómsveitarútsetningum hjá
Vittorio Giannini við Juilliard
School of Music í New York árið
1944.
Rögnvaldur kenndi píanóleik við
Tónlistarskólann í Reykjavík á ár-
unum 1945 til 1986 og var yfirkenn-
ari í framhaldsdeild píanódeildar
skólans frá 1959. Hann varð síðan
yfirkennari í píanóleik við Nýja tón-
listarskólann frá 1986 þar sem hann
starfaði það sem eftir var ævinnar.
Rögnvaldur hélt marga einleiks-
tónleika, kom fram með hljómsveit-
um og lék á fjölda útvarps- og sjón-
varpstónleika, bæði hér á landi og
erlendis, þar á meðal á Norðurlönd-
unum, Ameríku og Austur- og
Vestur-Evrópu. Telst hann einn
víðförlasti tónlistarmaður Íslands.
Auk þess lék hann inn
á margar hljómplötur.
Rögnvaldur starfaði
sem tónlistargagn-
rýnandi við Morgun-
blaðið, Tímann og
Þjóðviljann. Eftir að
hann hætti opinberum
píanóleik vegna hand-
armeins gerði hann
þáttaröð fyrir útvarp,
Túlkun í tónlist, sem
varð eitt vinsælasta
útvarpsefni sem gert
hefur verið á Íslandi. Í
þáttunum, sem útvarp-
að var á árunum 1985–
1988 fjallaði Rögnvaldur um sígilda
tónlist í tali og tónum.
Eftir Rögnvald liggja einnig tvær
endurminningabækur, Spilað og
spaugað og Með lífið í lúkunum,
báðar ritaðar af Guðrúnu Egilson.
Rögnvaldur gegndi trúnaðar-
störfum fyrir íslenska tónlist-
armenn og var meðal annars for-
maður FÍT frá 1977 til 1983. Hann
var einnig forseti Einleikara-
sambands Norðurlanda 1979 til
1981.
Rögnvaldur hlaut riddarakross
hinnar íslensku fálkaorðu árið 1974
fyrir framlag sitt til menningarmála
á Íslandi. Þá hafði hann einnig ver-
ið gerður að heiðursborgara Winni-
pegborgar árið 1963 auk þess sem
hann var heiðursfélagi Félags ís-
lenskra tónlistarmanna.
Eiginkona Rögnvaldar var Helga
Egilson, en hún lést árið 2001.
Rögnvaldur og Helga eignuðust tvo
syni, Þór og Geir, sem lifa foreldra
sína.
Rögnvaldur
Sigurjónsson látinn
LIÐIN helgi var svo sannarlega helgi lands-
byggðarinnar í íþróttalífinu. Á laugardaginn
fóru fram úrslitaleikir bikarkeppninnar í hand-
knattleik. Í kvennaflokki bar lið Vestmanna-
eyinga sigurorð af liði Hauka úr Hafnarfirði og í
karlaflokki vann lið KA frá Akureyri sigur á
Reykjavíkurfélaginu Fram. Var liðunum vel
fagnað þegar þau komu til heimabæja sinna á
laugardagskvöld. Ekki var gleðin minni í Stykk-
ishólmi í gærkvöldi þegar lið Snæfells vann
Hauka úr Hafnarfirði 79:69 og tryggði sér deild-
armeistaratitilinn í körfuknattleik, þann fyrsta í
sögu félagsins. Ríkti taumlaus gleði á áhorf-
endapöllunum í leikslok, eins og myndin ber með
sér./Íþróttir
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Landsbyggðarliðin fögnuðu sigri um helgina
GERT var hlé á viðræðum Samtaka
atvinnulífsins, Starfsgreinasam-
bandsins og Flóabandalagsfélag-
anna í gærkvöldi til kl. 13 í dag eftir
mikil fundahöld yfir alla helgina.
Farið er að ræða almennar launa-
hækkanir á næsta samningstímabili,
lífeyrismál og starfsmenntamál og
mun væntanlega skýrast í dag hvort
líklegt sé að samningar takist á
næstu dögum eða upp úr slitni.
Aðalsamninganefndirnar munu
fara yfir stöðuna með sínum fé-
lagsmönnum fyrir hádegi í dag og
kanna baklandið áður en viðræðum
verður haldið áfram eftir hádegi.
Sigurður Bessason, formaður Efl-
ingar, segir lokasprettinn nú hafinn í
viðræðunum. „Hlutirnir gætu geng-
ið mjög hratt fyrir sig ef allt gengur
saman en þetta getur líka tekið enn
þá nokkurn tíma, ef það ber mikið í
milli aðila um niðurstöðutölur. Það
sjáum við kannski ekki fyrr en á
morgun [mánudag] þegar við förum
að þreifa á þessu af fullri alvöru,“
sagði hann í gærkvöldi.
Ræddu við ríkisstjórn
Sl. laugardag áttu forystumenn
samtakanna fund með ríkisstjórn-
inni vegna mála sem snúa að stjórn-
völdum í tengslum við samnings-
gerðina og var m.a. rætt um
lífeyrismál, atvinnuleyfi vegna út-
lendinga og starfsmenntunarsjóði.
„Þeir hlustuðu á okkar mál en við
höfum ekki fengið nein svör frá þeim
og væntanlega mun það ekki gerast
fyrr en komið er á endapunktinn. Við
lítum svo á, sérstaklega varðandi líf-
eyrismálin, að innspil ríkisstjórnar-
innar muni skipta verulegu máli,“
segir Sigurður Bessason.
Ari Edwald, framkvæmdastjóri
SA, segir að mestu lokið að hnýta
aðra enda en þá sem varða almennar
launabreytingar og lífeyrismál. Við-
ræðum um þau mál sem eru á loka-
fasa samningagerðarinnar verði
haldið áfram í dag.
Að sögn Halldórs Björnssonar,
formanns SGS, er gerð sérsamninga
lokið. Spurður hvort mikið bæri í
milli varðandi almennar prósentu-
hækkanir launa sagði hann svo vera,
a.m.k. væri meiningarmunur þar á. –
Samningar eru þá ekki í augsýn?
„Ekki eins og staðan er núna en það
þarf ekki mikið til að breyta því,“
svaraði Halldór.
Unnið hefur verið að gerð nýrrar
launatöflu fyrir alla félagsmenn sem
skv. kröfugerð SGS verður byggð á
sex þrepum. Gengið er út frá að sam-
ið verði til fjögurra ára, að því gefnu
að takist að semja um nýja launa-
töflu og tryggingarákvæði. SGS
settu í upphafi fram þá kröfu að taxt-
ar hækki um 30% á tímabilinu, al-
mennar launahækkanir verði 19% og
dagvinnutrygging hækki um 40%.
Samninganefndir hafa lokið gerð allra sérsamninga
Tekist á um launahækk-
anir á endasprettinum
Morgunblaðið/Þorkell
Arnar Sigurmundsson og Kristján Gunnarssonar handsala samkomulag.
NÍNA Ósk Kristinsdóttir, 18
ára gamall framherji í bikar-
meistaraliði Vals í knatt-
spyrnu, hefur
svo sannar-
lega slegið í
gegn með
Hlíðarendalið-
inu á undan-
förnum vik-
um.
Nína hefur
skorað 20
mörk í fimm
leikjum Vals-
liðsins á Reykjavíkurmótinu,
þar af sjö gegn Íslandsmeist-
urum KR-inga í síðustu viku,
og í gær skoraði hún sex mörk
þegar Valur burstaði ÍBV,
8:2. Nína skoraði alls átta
mörk gegn Eyjakonum um
helgina en hún gerði tvö mörk
í 4:2 sigri Vals á móti ÍBV á
laugardaginn.
Býr í Sandgerði
„Ég er búin að vera sérlega
markheppin að undanförnu og
vonandi heldur það bara
áfram,“ sagði Nína Ósk í sam-
tali við Morgunblaðið en hún
þykir í hópi efnilegustu knatt-
spyrnukvenna landsins. Nína
Ósk er Sandgerðingur og lék
með Reyni Sandgerði og
RKV, sameiginlegu liði á Suð-
urnesjum, áður en hún gekk
til liðs við Val.
Hefur skor-
að 20 mörk
í 5 leikjum
Nína/B1
Nína Ósk
Kristinsdóttir