Morgunblaðið - 01.03.2004, Síða 41

Morgunblaðið - 01.03.2004, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. MARS 2004 41 ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.45. Ísl. tal. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. AKUREYRI Sýnd kl. 5.40.  Kvikmyndir.com  HJ MBL „Fínasta skemmtun“ B.Ö.S. Fréttablaðið KRINGLAN kl. 5.30, 8.30 og 10. ÁLFABAKKI kl. 5 og 8. AKUREYRI kl. 8. KEFLAVÍK kl. 8. Stórbrotin ogmargverðlaunað stórmynd með Óskarsverðlaunahafanum, Nicole Kidman, Golden Globe og BAFTA verðlaunahafanum Renée Zellweger og Jude Law.  Kvikmyndir.com B.i. 16 ára. DV SV MBL KRINGLAN Sýnd kl. 6. KRINGLAN Sýnd kl. 6. Ísl. tal. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8 og 10.20. KRINGLAN Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i. 14 ára Já, það vantar ekki stjörnulið leikara í þessari mynd. Sumir hafa vilja líkja þessari mynd við myndir á borð við The Royal Tenenbaums og Virgin Suicides. Leikstjóri er Burr Sears en hann hefur komið nálægt myndunum Pulp Fiction, Naked In New York, Reservoir Dogs, The Last Days of Disco á einn eða annan hátt. Myndin er uppfull af kolsvörtum húmor auk þess sem hún er skemmtilega djörf og dramatísk. SÉRVISKA ER ÆTTGENG KEFLAVÍK Sýnd kl. 10. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8. HIÐ svokallaða Roadworks- verkefni eða Vegavinna mið- ar að því að gefa ungu og efnilegu tónlistarfólki færi á að koma sér á framfæri á hljómleikum. Ís- lendingar kynnt- ust þessu síðasta haust er Hera, Santiago og Geir Harðar fóru rúnt í kringum landið. Hera fór í framhaldinu til Ítalíu að spila og þannig gengur þetta; tónlistarmenn heimsækja lönd hver annars og fara saman í tónleikaferð. Í kvöld og næstu daga kemur þannig breska söngvaskáldið Adam Mast- erson til landsins og heldur hér nokkra tónleika. Með í för verða hin íslenska Hera og hin ítalska Fiamma. Hera á nú að baki fjórar breið- skífur og var valin söngkona ársins þegar Íslensku tónlistarverðlaunin voru veitt fyrir árið 2002. Nýjasta plata hennar, Hafið þennan dag, var ein af mest seldu íslensku plöt- unum um síðustu jól. Fiamma á að baki eina plötu, Contatto, en þar blandar hún saman þjóðlagastíl og raftónlist, eins konar þjóðlaga- tæknó. Hrós Masterson, sem er einungis 22 ára gamall, hitaði upp fyrir Stereo- phonics í desember. Frumburður hans heitir One Tale Too Many þar sem hann sækir áhrif víða, m.a. til Van Morrison, Nick Drake, Wat- erboys, Bruce Springsteen og Bob Dylan. Honum til aðstoðar í hljóð- veri voru tónlistarmenn úr sveit Van Morrison og ljær það plötunni sígilda, tímalausa áferð. Hvenær byrjaðir þú að vasast í tónlistinni? Masterson: „Ég var sextán eða sautján. Það var í London. Svo hef ég spilað í New York og í Evrópu. Svo spilaði ég með Stereophonics í desember. Það var meiri háttar.“ Platan þín hljómar mjög vel. Í raun líkari fjórðu plötu heldur en byrjendaverki ... „Takk fyrir það. Við hljóðrit- uðum hana í fyrra og með mér voru mjög færir tónlistarmenn. Platan var nánast tekin upp „læf“. Núna er ég byrjaður að semja fyrir næstu plötu og lögin eru ekki í sama formi og þessi gömlu. Ég ætla að spila nokkur þeirra hér á landi.“ Hvað með áhrifavaldana? Maður heyrir Springsteen, Dylan, Young ... „Já. Þetta er auðvitað mikið hrós þar sem þetta eru stórkostlegir listamenn. Ég er auðheyrilega und- ir talsverðum áhrifum frá þeim og lögin á fyrstu plötunni eru í mjög sí- gildum stíl. Það er mjög fínt að þessi nöfn hafi verið nefnd en auð- vitað vil ég standa undir nafni sjálf- ur. Sem er dálítið erfitt þegar það er tönglast á þessum nöfnum. En þetta er auðvitað nausynlegur þátt- ur í því, þegar kynna á nýja lista- menn. Þá verður að líkja þeim við einhverja.“ Lagræn vegavinna Hinn stórefnilegi Breti, Adam Masterson, mun halda nokkra tónleika hér á landi á vegum Roadworks-verkefnisins. Arnar Eggert Thor- oddsen ræddi stuttlega við kappann kornunga. Fyrstu tónleikar Masterson og félaga verða í kvöld á Castro, Reykja- nesbæ. Á morgun eru það Nýheimar á Höfn í Hornafirði, á miðvikudaginn er það Draugabarinn á Stokkseyri og ferðalagið endar í Leikhúskjall- aranum í Reykjavík á fimmtudaginn. www.roadworksmusic.com www.adammasterson.com arnart@mbl.is Adam Masterson með tónleika á Íslandi PJETUR Sigurðsson á DV vann í flokknum Fréttaljósmynd og Mynd ársins í samkeppni Blaðaljósmynd- arafélagsins. Sýning á myndum í keppninni Mynd ársins 2003 var opnuð á laugardaginn af Ólafi Ragn- ari Grímssyni, forseta Íslands. Að því loknu kynnti Bjarni Eiríksson, formaður dómnefndar, úrslitin. Þrjátíu ljósmyndarar sendu inn sam- tals um 915 ljósmyndir í forval. Dóm- nefnd valdi svo úr um 180 myndir sem eru á sýningunni ásamt verð- launamyndunum. Árni Sæberg, ljós- myndari Morgunblaðsins, hlaut tvenn verðlaun. Sú nýbreytni var við val á þessum myndum að forvalið fór fram á staf- rænu formi þar sem myndirnar voru skoðaðar á risaskjá, að því er segir í fréttatilkynningu frá félaginu. Árni hlaut verðlaun í flokknum Daglegt líf og fyrir röð mynda af ketti sem bjargað er úr vatnsröri. Árni Torfason, ljósmyndari á Morg- unblaðinu, hlaut verðlaun í flokknum þjóðlegasta myndin. Þorvaldur Örn Kristmundsson hjá DV hlaut verð- laun í flokknum skop. Gísli Egill Hrafnsson hjá Fróða var með bestu tímaritamyndina. Kristinn Ingvars- son, hjá Morgunblaðinu, hlaut verð- laun fyrir bestu portrett-myndina. Brynjar Gauti á Morgunblaðinu tók bestu íþróttamyndina. Ljósmynd/Pjetur Sigurðsson Fréttaljósmynd og Mynd ársins: Norðurljósin seld. Jón Ólafsson, fyrrver- andi eigandi Norðurljósa, kemur til landsins í einkaþotu til að ganga frá sölu á fyrirtæki sínu. Umsögn dómnefndar: Góð fréttamynd þar sem margt er að gerast samtímis. Fangar vel hraða nútímaviðskiptahátta þar sem mikið er lagt undir og tíminn oft knappur. Morgunblaðið/Eggert Verðlaunahafar í keppninni: Kristinn Ingvarsson, Gísli Egill Hrafnsson, Árni Sæberg, Pjetur Sigurðsson, Árni Torfason, Þorvaldur Örn Kristmundsson og Brynjar Gauti Sveinsson. Pjetur Sigurðsson tók fréttaljósmynd ársins Moggabúðin Íþróttataska, aðeins 2.400 kr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.