Morgunblaðið - 01.03.2004, Side 14

Morgunblaðið - 01.03.2004, Side 14
DAGLEGT LÍF 14 MÁNUDAGUR 1. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Efnalaug og fataleiga Garðabæjar Garðatorgi 3 • 565 6680 • www.fataleiga.is Ný sending af brúðarkjólum til leigu og sölu 1 4 4 4 w w w. g u l a l i n a n . i s Heimili Þorgerðar Ásu Tryggvadótturber því glöggt vitni að húsráðendureru miklir fagurkerar. Þegar beturer að gáð kemur í ljós að fjölmargt innanstokks er beinlínis runnið undan rótum húsmóðurinnar sjálfrar enda hefur hönnun og handverk fylgt henni sem áhuga- mál um árin. Þorgerður Ása er fóstra og hafði starfað við leikskóla í fimmtán ár þegar hún ákvað að söðla um. Hún skellti sér í Iðnskól- ann í Hafnarfirði fyrir þremur árum. Fyrsta árið var hún í hönnunardeildinni, fór svo út í gluggaútstillingar og mun út- skrifast sem gluggaútstillir í vor ásamt níu öðrum kynsystrum sínum. „Þetta er mjög fjölbreyttur og skemmtilegur hópur, sem ég tilheyri í skólanum, og við erum á öllum aldri, allt frá átján ára til fimmtugs,“ segir Þorgerður Ása um leið og hún gefur bæði náminu og kennurunum hæstu einkunn. „Mig langar að starfa við þetta í lausamennsku svo ég geti unnið að eigin hönnun í bílskúrnum mínum þess á milli." Síðustu daga hefur út- skriftarhópurinn unnið hörðum höndum við gluggaútstillingar í verslunarmiðstöðinni Firðinum í Hafnarfirði. Það er liður í lokaverkefni hópsins og verður formleg opnun á verkinu laugardaginn 6. mars. „Það verður forvitnilegt að sjá hvernig til tekst, en við sjáum um útstillingar í öllum verslunum Fjarðarins og notum til þess bárujárn og vegg- fóður sem uppistöðu, ýmist sem bakgrunn eða vörubera.“ Með náminu í Iðnskólanum fór Þorgerður að dunda sér við eitt og annað í bílskúrnum sínum og byrjaði á því að hanna og búa til breið arm- bönd úr nýsilfri og messing. Hún leit á þetta sem hálfgert dundur og var lítið að segja frá þessari sköpun sinni. Eitt sinn er hún skrapp í Kringluna átti hún m.a. erindi inn í verslunina Sautján. Þar rak eig- andinn, Svava Johansen, augun í armbandið og fannst hönnunin al- veg kjörin fyrir söngkonuna Birg- ittu Haukdal, sem þá var á leið í Evróvisjón-söngkeppnina. Birgitta valdi sér tvö breið armbönd og spöng um hálsinn úr messing auk þess sem Svava bauðst til þess að taka armböndin inn í verslanir sín- ar Evu við Laugaveg og Centrum í Kringlunni. Armböndin eru einnig seld í Búðinni við Laugavegi. „Mig hafði aldrei dreymt um að koma þessu inn í verslanir. Ég var bara svo af- skaplega glöð að einhverjum þótti þetta fallegt hjá mér. Ég sker málminn niður í mátulegar stærðir, hamra svo stykkin, beygi málminn og pússa í póleringavél, sem ég keypti mér í skúr- inn.“ Litskrúðugir ullarflókar Þorgerður lætur sér skartið ekki nægja því hún er nú að vinna með bæði íslenska og nýsjá- lenska ullarflóka, sem hún segir að komi mjög skemmtilega út í ýmsum nytjahlutum. „Ég fór í framhaldsnám eftir fóstrunámið í myndlist og tónlist fyrir einum sex árum og kynntist þá ull- inni hjá Önnu Þóru Karlsdóttur textílkonu. Ég notaði aðferðina í starfi mínu með leik- skólakrökkum á Sólbrekku á Seltjarnarnesi og krakkarnir höfðu gaman af að því að fá að sulla með ullina í sullukarinu, sem ég útbjó fyrir þau.“ Nú er Þorgerður farin að búa til flöskupoka úr íslenskum ullarflóka, sem hún segist kaupa hjá Ístex í Mosfellsbæ, og sjöl úr nýsjálenskri merinó-ull, sem hún fær hjá Heimilisiðn- aðarskólanum, en sú nýsjálenska er mun mýkri og fínni en sú íslenska. „Hvað varðar flöskupok- ana, þá kaupi ég ullina í alls konar litum, sem ég raða saman samkvæmt tískustraumum, set ull- ina síðan í vatn og blautsápu og nudda hana saman þar til ég fæ út heppilegan þéttleika. Þetta er þolinmæðisverk en pokarnir eru það þéttir að þeir einangra bæði kulda og hita.“ Hún segist vitaskuld hafa hug á því að koma sjölunum og flöskupokunum, í verslanir eftir velgengni armbandanna. „Ég hef reynt að forð- ast að apa upp eftir einhverjum öðrum, heldur reyni ég að gera eitthvað öðruvísi.“  HÖNNUN|Flöskupokar, sjöl, hálsmen og armbönd Armbönd og hálsmen söng- konunnar Birgittu Haukdal í Evróvisjón voru búin til af Þor- gerði Ásu Tryggvadóttur. Jó- hanna Ingvarsdóttir heimsótti listakonuna og komst að því að henni er fleira til lista lagt. Formbeygður píanóbekkur: Þorgerður Ása smíðaði bekkinn í Iðnskólanum í Hafnarfirði. Armbönd: Þorgerður notar nýsilfur og mess- ing í skartgripina. Morgunblaðið/Ásdís Þorgerður Ása Tryggvadóttir: Með sjal, sem hún hannaði. join@mbl.is Kaffipásaer hefðá flest-um skrifstofum og gefur fólki tæki- færi til að slaka á. Þetta hefur verið ríkjandi viðhorf, en á þó ekki við um karla því kaffið gæti haft miður góð áhrif á þá. Á vefnum This is London, www.thisislond- on.co.uk, segir í grein eftir Mark Prigg að vís- indamenn hafi komist að því að koffín hefur mjög mismunandi áhrif á kyn- in. Verri áhrif á karla en konur, því það eykur streitu hjá þeim og gerir þeim erf- iðara um vik að einbeita sér og vinna undir álagi. Konur, aftur á móti, verða ekki fyrir þessu og í sumum tilfellum vinna betur eft- ir kaffisopann. Í Bretlandi drekka karlar meira kaffi en konur, 1,7 bolla á dag á móti 1,5 bollum hjá konum. Dr. Lindsay StClair, sem stjórnaði rannsókn á áhrifum koffíns á kynin, segir að það sé alls ekki góð hugmynd fyrir karlmenn að fá sér kaffi- eða tebolla áður en þeir fara á mik- ilvægan fund. Gerðar voru myndbands- upptökur af 100 manns, konum og körlum. Þær sýna að koffín olli því að karlmenn virtust mun stressaðri og minna afslapp- aðir þegar þeir töluðu fyrir framan fólk. Aftur á móti virtist koffínið hafa þveröfug áhrif á konur. Þeir sem tóku þátt í könn- uninni voru einnig látnir taka próf á tölvur til að meta viðbragðstíma og umhugs- unartíma. Karlmenn sem drukkið höfðu kaffi komu heldur illa út úr þessum próf- um. Viðhorfið hefur verið, að sögn dr. Lindsay StClair, að fólk verði skarpara eft- ir að hafa drukkið kaffi. Þegar það gerist ekki verður fólk mjög stressað, hæfileikinn til að miðla upplýsingum versnaði og kvíði jókst til muna. Einnig kom fram að streita jókst til muna ef þeir sem höfðu drukkið kaffi voru beðnir að vinna í hóp. Sam- keppni jókst og þeir misstu allan hæfileika til að vinna saman. Konum gekk mun betur að vinna í hóp, sama hvort þær höfðu drukkið kaffi eða ekki. Dr. Lindsey St. Clair viðurkennir að meiri rannsókna sé þörf áður en leyndardómurinn um hvers vegna koffín hefur mismunandi áhrif á kynin verður leystur. Kaffi er ekki gott fyrir karla undir álagi  LÍFSSTÍLL Kynjamunur: Koffín hefur verri áhrif á karla en konur. Hamrað, pússað, pólerað og þæft Flösku- pokar: Úr þæfðri ís- lenskri ull. Stílhreint: Rauð og svört taska úr ullarflóka.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.