Morgunblaðið - 01.03.2004, Side 6

Morgunblaðið - 01.03.2004, Side 6
FRÉTTIR 6 MÁNUDAGUR 1. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Einnig eigum við til Cherokee Overland árg. ‘04 Verð kr. 5.700.000 og á súperverði nýr Dodge Ram 2500 Diesel, leður, árg. ‘04 Verð kr. 4.600.00 RISATILBOÐ á nýjum Cherokee jeppum árg. 2003 Netsalan ehf. • Knarravogi 4 • sími 517 0220 Alltaf með nýjungar! Cherokee Limited ‘03 verð kr. 4.990.000 Cherokee Overland ‘03 verð kr. 5.200.000 Háskólarektor sagði þennan nýja Rannsóknar-Háskóla vera eina meginskýringuna á mikilli fjölgun nema og á aukinni fjárþörf Háskólans til kennslu, rannsókna og margvíslegra þjónustuverk- efna. Páll sagði það því skipta afar miklu máli að allur almenningur og stjórnvöld gerðu sér grein fyrir þeirri staðreynd að Rannsóknar- Háskóli Íslands væri ekki að verða til vegna duttlunga eða löngunar NÝJA náttúrufræðihús Háskóla Ís- lands í Vatnsmýri hefur hlotið nafnið Askja að því er Páll Skúla- son rektor greindi frá við braut- skráningu kandídata á laugardag- inn. Að þessu sinni voru brautskráðir 245 kandídatar og þar af voru 44 að ljúka meist- aranámi en að auki hafa fjórir lok- ið doktorsnámi frá því í október. Páll greindi í ræðu sinni frá mikilli fjölgun nemenda í meist- ara- og doktorsnámi við HÍ en nú stunda 1.130 nemendur meist- aranám og 110 doktorsnám við skólann. Páll benti á að framhalds- nemum hefði fjölgað um hátt í 150%. Rannsóknar-Háskóli Íslands að verða til „Vöxturinn jafngildir því,“ sagði Páll, „að innan vébanda Háskóla Íslands hafi orðið til nýr háskóli með yfir 1200 nemendur sem eru allir meira eða minna virkir í rannsóknarstarfi. Að auki eru þeir iðulega í nánum tengslum við fyr- irtæki og stofnanir í þjóðfélaginu sem oft taka beinan þátt í þessari uppbyggingu með styrkjum og fjárframlögum. Við gætum kallað þennan skóla „Rannsóknar- Háskóla Íslands“ og gefið honum formlega stöðu eins og víða er gert erlendis ...“ HÍ til að þenja sig út og gína yfir rannsóknum og háskólamenntun í landinu. „Hann er að verða að veruleika vegna brennandi áhuga fjölda Ís- lendinga á eflingu vísinda og fræða og þar með á æðri menntun í þágu íslensks þjóðfélags – og vegna þess að allt starf Háskóla Ís- lands hefur frá öndverðu verið fólgið í því að svara af fullum krafti þörf þjóðfélagsins fyrir fræðilega menntun og rannsóknir. [-] Okkur skortir satt að segja að- eins herslumun til að skapa hér ákjósanlegustu skilyrði í húsa- kosti, tækjabúnaði og launum og tryggja þar með að „Rannsóknar- Háskóli Íslands“ verði sú grósku- mikla uppspretta nýrra hugmynda í vísindum, fræðum og tækni sem Ísland þarf öllu öðru fremur á að halda til að efla sjálfstæði sitt í framtíðinni,“ sagði Páll. Nýja náttúrufræðihúsið í Vatnsmýri heitir Askja Morgunblaðið/Kristinn „Við gætum kallað þennan skóla „Rannsóknar-Háskóla Íslands“ og gefið honum formlega stöðu eins og víða er gert erlendis…“ Þetta sagði Páll Skúlason rektor þegar hann brautskráði 245 kandídata á laugardag. Yfir 1.200 nem- endur HÍ virkir í rannsóknarstarfi Á FUNDI Félags eldri borgara og Öryrkjabandalags Íslands vegna heimahjúkrunardeilunn- ar á laugardag var samþykkt ályktun þar sem því er harð- lega mótmælt að verið sé að rýra aðbúnað veikustu þegna landsins. Skorað var á stjórn- völd að ekki yrði gripið til neyð- arþjónustu eins og um náttúru- hamfarir væri að ræða. Ólafur Ólafsson, formaður Félags eldri borgara, segir að margir í félaginu beri ótta í brjósti vegna þessa ástands sem muni skapast ef deilan leysist ekki. „Menn sjá það að ef helmingur starfsmannanna fer þá þýðir ekki fyrir stjórn- endur heilsugæslunnar að koma og segja að það verði ekki nein veruleg röskun. Við botn- um einfaldlega ekki í þeirri samlagningu. Það sjá allir að það verður veruleg röskun á heimahjúkruninni. Og þetta er viðkvæmasta þjónustan,“ segir Ólafur. Ólafur segir það ekki vera neina lausn að menn geti leitað til félagsmiðstöðvanna og heilsusgæslustöðva eins og stjórnendur Heilsugæslunnar hafi stungið upp á. „Það sýnir sig nú þegar að þær hafa of mikið að gera.“ Ólafur segir vel vera hægt að leysa deiluna og bendir t.d. á að formaður Hjúkrunarfræðinga- félagsins hafi komið með ágæta tillögu. Ekki verði gripið til neyðar- þjónustu RANNSÓKN á líkfundinum í Nes- kaupstað miðar vel áfram en fyrir liggur játning í málinu eins og fram kom í Morgunblaðinu á laugardag- inn. Lögreglan á Eskifirði leitar nú að áhaldi, væntanlega hnífi, sem stungið var í líkið en talið er að áhaldið sé í sjónum fyrir utan bryggjuna á Norðfirði og hafa því kafarar aðstoðað lögregluna við leit- ina. Teppið, sem lögreglan auglýsti eftir á föstudag, hefur enn ekki komið í leitirnar. Lögreglan hefur vissu fyrir því að einhverjir mannanna þriggja, sem nú sitja í gæsluvarðhaldi, keyptu teppið föstudagsmorguninn 6. febr- úar í verslun BYKO í Kópavogi. Grunurinn styrkist gegn öllum mönnunum þremur Arnar Jensson, aðstoðaryfirlög- regluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, segir að þau gögn og upplýsingar sem verið hafa að koma fram við rannsókn málsins styðji þann grun sem fyrir hendi er og gæsluvarð- hald yfir mönnunum þremur bygg- ist á. Arnar staðfestir að grunurinn styrkist gegn þeim öllum en ekki bara gegn einum eða tveimur þeirra. „Rannsóknin gengur vel og henni er haldið áfram af fullum krafti og henni miðar í þá átt sem grunurinn hefur beinst að og hann styrkist eft- ir því sem henni vindur fram.“ Arnar segir teppið enn ekki hafa fundist og lögreglan óski sem fyrr eftir upplýsingum hjá þeim sem telja sig hafa orðið vara við slíkt teppi. „Við höfum fengið einhverjar ábendingar,“ segir Arnar, „en þær hafa ekki reynst réttar. Arnar segir ekki enn ljóst hvenær staðfest dánarorsök Vaidas Jucivi- cius muni liggja fyrir. Morgunblaðið/Júlíus Lögreglan hefur vissu fyrir að hinir grunuðu hafi keypt nákvæmlega svona teppi í BYKO að morgni föstudagsins 6. febrúar. Teppið hefur ekki komið í leitirnar SKEMMDIR voru unnar á golfvell- inum í Vestmannaeyjum aðfaranótt laugardags þegar stolnum bíl var ekið yfir flatir og girðingar. Ekki urðu miklar skemmdir á flötunum þar sem frost var í jörðu. Ökumað- ur keyrði yfir og eyðilagði allar girðingar umhverfis æfingasvæði á vellinum. Að sögn Ragnars Þórs Baldvins- sonar, formanns vallarnefndar Golf- klúbbs Vestmannaeyja, bjargaði frostið því sem bjargað varð. Hefði ekki verið frost í jörðu hefðu skemmdir á flötunum getað orðið miklar, að mati Ragnars Þórs. Hann kveðst ekki geta sagt með vissu hve mikið tjónið er, en telur það geta hlaupið á hundruðum þús- unda. Ekki er vitað hvað ökumanni gekk til með athæfinu. Bíllinn, sem stolið var úr bænum fyrr um nótt- ina, stórskemmdist en ökumaður yfirgaf hann 3–4 metra frá bjarg- brún, þaðan sem 20–30 metrar eru í stórgrýti og sjó. Málið er í rann- sókn hjá lögreglunni í Vestmanna- eyjum. Morgunblaðið/Sigurgeir Girðingar umhverfis æfingasvæði Golfklúbbs Vestmannaeyja voru keyrð- ar niður. Frost var í jörðu svo ekki urðu miklar skemmdir á flötunum. Skemmdir unnar á golfvellin- um í Eyjum Frost í jörðu bjargaði flötunum Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. LÖGREGLAN í Keflavík stöðvaði sautján ára ökumann á ofsahraða á Reykjanesbraut um helgina. Mæld- ist hann á 149 km hraða og verður hann sviptur ökuleyfi fyrir þetta aksturslag. Ofsaakstur á Reykjanesbraut ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.