Morgunblaðið - 01.03.2004, Síða 19

Morgunblaðið - 01.03.2004, Síða 19
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. MARS 2004 19 Skeifan 2 - 108 Reykjavík - S. 530 5900 poulsen@poulsen.is - www.poulsen.is NSK legur og pakkdósir NÝJU e-kortin frá SPRON hafa vakið athygli og umræðu og er það vel. Meðferð persónuupplýs- inga í tengslum við kortið hefur meðal annars komið við sögu og ástæða er til að staldra við það sérstaklega. Sumir virðast mis- skilja þann þátt málsins eða fara beinlínis með rangar fullyrðingar og draga jafnvel ályktanir af eigin misskilningi eða rangfærslum. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra og efni standa því til að nefna hér fáein atriði lesendum til glöggvunar. Í fullu samræmi við lög um persónuvernd SPRON leggur ríka áherslu á að handhafar e-korts njóti friðhelgi og persónuverndar og hagar með- ferð persónuupplýsinga í einu og öllu í samræmi við lög þar að lút- andi. Þetta hefur formaður Neyt- endasamtakanna staðfest op- inberlega. Jafnframt var eftir honum haft að SPRON ætti að taka skýrar fram að fólk gæti beð- ist undan því að tilheyra markhóp- um í tryggðakerfi e-kortsins. Sjálfsagt er að verða við því enda er það beinlínis markmið SPRON að upplýsa almenning um allar hliðar málsins, ekki síst hvað varðar meðferð persónuupplýsinga og persónuvernd, til að þeir fái notið allra kosta kortsins sem vilja. Upplýsingar, sem umsækjendur um e-kort veita SPRON eða verða til við notkun kortsins, fara ekki úr húsi SPRON. Um þær gilda lög um bankaleynd. Korthafar eru í trúnaðarsam- bandi við SPRON og SPRON miðlar alls ekki persónulegum upplýsingum til samstarfsfyr- irtækja um e-kortið eða til ann- arra. Það væri brot á lögum. Upplýst samþykki korthafa Á heimasíðunni ekort.is geta kort- hafar merkt við marga tiltekna flokka af vörum í samræmi við þarfir, óskir og áhuga. Korthafi gæti til dæmis viljað frétta af herrafatnaði á tilboði og merkir þá við þann flokk á heimasíðunni. Samstarfsfyrirtæki, sem selja herrafatnað, kynnu síðan að vilja gera korthöfum sértilboð á skyrt- um eða jökkum. Þau láta SPRON vita og þaðan berst kort- höfum tölvupóstur eða SMS-skeyti í far- síma um tilboðið, þ.e. beint frá SPRON. En vel að merkja: þeir sem ekki kæra sig um að vera í markhópum e- kortsins fá heldur ekki nein tilboð send. Og hafi menn skráð sig í markhóp er auð- velt afskrá sig hvenær sem er á ekort.is. Þátttakan byggist sem sagt á upplýstri ákvörðun við- skiptavinarins sjálfs. Hann er alltaf í öku- mannssætinu. Traust í stað ábyrgðarmanns Að gefnu tilefni er svo í lokin rétt að svara spurningunni: hvers vegna óskar SPRON eftir tilteknum upplýs- ingum um fjár- málalega stöðu um- sækjenda e-kortsins? Tilgangurinn er sá að draga úr vægi ábyrgðar skulda, gera ábyrgðarmenn í mörgum til- vikum óþarfa og byggja samskipti SPRON og viðskiptavina á gagn- kvæmu trausti. Með þessu móti eru jafnframt gerð að veruleika markmið samkomulags frá árinu 2001 um að draga úr vægi skulda- ábyrgðar en miða frekar lánveit- ingar við greiðslugetu og eigin tryggingar greiðandans sjálfs. Að þessu samkomulagi stóðu Samtök banka og verðbréfafyrirtækja, Samband íslenskra sparisjóða, Neytendasamtökin og við- skiptaráðherra af hálfu stjórn- valda. Þá er rétt að benda á að fjár- málalegar upplýsingar sem not- aðar eru til að meta lánshæfni við- komandi hafa ekkert með vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við tilboð til e-korthafa að gera og eru ekki notaðar í tengslum við mark- aðsstarf. Kemur þetta skýrt fram í skilmálum kortsins. Að lokum þetta: Við hjá SPRON áttum frumkvæði að því að setja á laggir kerfi sem byggist á trausti og trúnaði í samskiptum og við- skiptum og við setjum persónu- vernd og friðhelgi einstaklings og fjölskyldunnar í öndvegi. Persónuvernd virt í hvívetna Kristján Þór Harðarson skrifar um e-kort ’… við setjum persónu-vernd og friðhelgi ein- staklings og fjölskyld- unnar í öndvegi.‘ Kristján Þór Harðarson Höfundur er framkvæmdastjóri markaðssviðs SPRON. Laugavegi 32 sími 561 0075

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.