Morgunblaðið - 01.03.2004, Page 28

Morgunblaðið - 01.03.2004, Page 28
MINNINGAR 28 MÁNUDAGUR 1. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ sýndi að hún lét ekkert fram hjá sér fara. Hún var einnig mjög kappsöm en um leið metnaðar- gjörn. Í flestum verkefnum sem hún leysti lagði hún upp úr því að koma sem flestum fróðlegum upp- lýsingum til skila. Hún var óhrædd við að prófa og naut þess að gera tilraunir með eitthvað nýtt; hún var t.d. ein af þeim sem nutu þess að þreifa á og skoða brjósthols- líffæri sem bekkurinn krufði í 7. bekk. (Ég vil benda á verkefni eftir Lindu og myndir af henni á vefsíðu bekkjarins frá því í 5. og 6. bekk. Slóðin er www.ismennt.is/not/run- korm.) Linda var líka mjög uppá- tækjasöm, hún framkvæmdi það sem aðrir hugsa kannski bara um. Ég man t.d. eftir því ein jólin að nemendur í bekknum bjuggu til sínar eigin kirkjur úr sykurmolum. Linda var fljót að ljúka við sína kirkju en lét ekki þar við sitja held- ur dreif sig í næstu byggingavöru- verslun og fékk afgreiðslumanninn til að hjálpa sér við að finna réttu græjurnar til að útbúa ljós sem hún gæti sett inn í kirkjuna. Þetta framkvæmdi hún svo og var sú eina sem var með raflýsta kirkju. Þá kemur annað ógleymanlegt atriði upp í hugann sem lýsir hugmynda- flugi og framkvæmdasemi Lindu vel. Einn daginn í skólanum komu hún og félagar hennar til mín upp- veðruð af því að þau hefðu verið niðri í fjöru. Þar hefðu þau safnað alls kyns sjávarlífverum eins og kröbbum og kuðungum í stórt ker. Þau spurðu hvort þau mættu ekki koma með kerið í skólann og var það ekki nema sjálfsagt, enda var þetta frábært framlag í náttúru- fræðikennsluna. Daginn eftir mættu þau svo galvösk í skólann, keyrandi með kerið á kassabíl, og sýndu bekkjarfélögum sínum aflann, alls óhrædd við að snerta á dýrunum sem öll voru lifandi. Linda var ákaflega gáfuð, hún tók tvívegis þátt í verkefnum á veg- um Háskóla Íslands, sem afburða- nemendum er boðið að taka þátt í, þar sem kafað er djúpt í ákveðin málefni. Eitt af hennar verkefnum var t.d. að fræðast meira um reiki- stjörnuna Júpíter. Árlega tók Linda þátt í Norræna skólahlaupinu og skilaði hún yfir- burðaárangri á því sviði. Hún hljóp alltaf hratt og örugglega og hljóp þar til tíminn leyfði ekki meira. Ég man sérstaklega eftir árinu hennar í 7. bekk, þar sem hún kepptist við að safna sem flestum kílómetrum fyrir bekkinn sinn, þá hljóp hún um tvo þriðju úr maraþoni. Geri aðrir betur! Með þessum minningarbrot- um hef ég vonandi komið til skila hversu frábær Linda var. Það er ljóst að hún notaði tímann sinn vel, bæði í leik og starfi. Síðasta minn- ingin sem ég á um hana er þegar hún kom og heimsótti mig í Mela- skóla síðastliðið haust, þá full eft- irvæntingar og gleði yfir því að vera nýbyrjuð í Hagaskóla. Það er erfitt að kveðja þig, Linda mín, en ég vona svo sannarlega að þú sért á góðum stað núna. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér, elsku Linda, megi Guð varðveita þig að eilífu. Ellen, Guðjón og Ólöf, ég votta ykkur mína dýpstu samúð og megi Guð vera með ykkur í þessari miklu sorg. Öðrum ættingjum, vin- um og félögum Lindu votta ég einnig mína innilegustu samúð. Rún Kormáksdóttir. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Það er erfitt og sárt til þess að hugsa að Linda sé farin frá okkur svona ung. Eftir að Linda byrjaði í Haga- skóla kynntumst við fljótt hvaða kostum hún var gædd. Hún var einstaklega dugleg, samviskusöm, metnaðarfull og setti markið hátt. Linda var falleg stúlka með góða og fágaða framkomu sem skilaði sér vel inn í skólastarfið þar sem hún var alltaf tilbúin að taka fullan þátt hvort sem var í námi eða leik. Lindu er sárt saknað. Utan skólans var hún mjög virk í tómstundum, tók þátt í skátastarfi, stundaði tón- listarnám og einnig æfði hún skíði með KR. Ég kveð Lindu með þakklæti fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast henni. Blessuð sé minning hennar. Ég sendi fjölskyldu og aðstand- endum Lindu mínar innilegustu samúðarkveðjur. Megi Guð styrkja þau í þeirra miklu sorg. Margrét Adolfsdóttir, umsjónarkennari 8-S, Hagaskóla. Kveðja frá D-bekknum í Melaskóla Okkur langar til að kveðja Lindu Guðjónsdóttur en hún var bekkjar- félagi okkar í Melaskóla. Við hitt- umst fimmtudagskvöldið 26. febr- úar í gömlu skólastofunni okkar þar til að minnast hennar. Sr. Örn Bárður Jónsson, Ragna Ólafsdóttir skólastjóri og foreldrar áttu með okkur fallega stund og við þökkum þeim kærlega fyrir. Rún Kormáks- dóttir, kennarinn okkar, sendi kveðju frá Ítalíu. Það hefur verið erfiður tími frá því að Linda dó en við eigum öll fallegar minningar um hana sem við munum varðveita um alla ævi. Linda var skemmtileg og klár stelpa. Hún var góð við alla, metn- aðarfull og mjög vinsæl. Við rifj- uðum upp nokkrar minningar um Lindu sem okkur langar til að miðla til annarra: Einu sinni spurði Linda hvort ekki væri hægt að breyta súrefni í vatn. Hana langaði til að finna upp aðferð til að gefa hungruðum þjóðum að drekka. Linda var alltaf fljót með verk- efnin í skólanum, hún var fyrst út úr öllum prófum og fékk næstum alltaf tíu í einkunn. Hún fékk síð- ustu tíuna sína daginn sem hún dó, það var í trúarbragðafræði. Linda rétti alltaf upp hönd í tím- um, hún vissi alltaf svarið. Einu sinni var spurt um fisk sem enginn þekkti. En þá rétti hún upp hönd og vissi hvaða tegund hann til- heyrði. Lindu datt nafnið á bekkjar- blaðinu okkar í hug. Það var Heyrt og séð. Það var ómögulegt að hitta Lindu í skotbolta, hún vatt sér allt- af undan boltanum. Linda var örvfætt en rétthent. Hún var frábær í íþróttum og æfði frjálsar, skíði og var í skátunum. Hún æfði líka á altflautu í tónskól- anum. Hún vann oftast alla í bekknum í sjómann. Linda var alltaf stillt í skólanum en samt greip hún tækifærin sem gáfust til að gera prakkarastrik. Einu sinni eltum við kall og hún krítaði aftan á jakkann hans: Bros- kall. Linda var mjög nákvæm og við deildum stundum á leiðinni í skól- ann hvað klukkan væri upp á mín- útu. Linda vann alltaf í Gettu betur- spilinu. Hún var líka mjög góð í viðskiptaspilum. Hún kom oft með frumlegar hug- myndir og stundum ímyndaði hún sér hvað hún myndi gera ef þetta eða hitt gerðist. Einu sinni ímynd- aði hún sér að það myndi kvikna í húsinu hennar. Hún sagðist þá myndi fara fyrst inn á bað og setja á sig sundgleraugun, svo myndi hún hnýta saman lök og nota þau til að fara niður svalirnar. Einu sinni klifruðum við upp í toppinn á háu grenitré í garðinum okkar og sömdum lag. Við vonuðumst til að það yrði tekin mynd af okkur og sett í Morgunblaðið. Þetta eru bara örfáar minningar um Lindu af ótal mörgum. Við munum aldrei gleyma henni og alltaf minnast hennar. Hún hefur verið okkur gömlu félögunum í D- bekknum góð fyrirmynd og við þökkum fyrir að hafa átt hana sem vinkonu og félaga. Við sendum fjölskyldu hennar okkar innilegustu samúðarkveðjur, og biðjum Guð um að geyma Lindu og Sunnu Þórsdóttur sem lést einn- ig í umferðarslysinu og styrkja alla þá sem elskuðu þær. Það er ótrúlegt og sárt að þurfa að standa í þeim sporum að kveðja bekkjarsystur okkar, hana Lindu. Hún var svo ung og átti allt lífið framundan. Linda var góð í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Hún var metnaðarfull, skemmtileg og góður vinur. Hún var alltaf góð við alla og gerði aldrei neitt rangt. Hún var gáfuð og dugleg. Linda var mjög góð í stærðfræði og tók þátt í stærðfræðikeppni fyrir stuttu. Hún æfði skíði og frjálsar íþróttir og stóð alltaf framarlega í íþróttum. Linda hafði líka áhuga á tónlist og æfði á altflautu. Hún var líka félagi í Skátafélaginu Ægisbú- um. Í minningunni er Linda orku- mikil, gáfuð, fjörug og skemmtileg. Hennar er sárt saknað og við vott- um fjölskyldu, aðstandendum og vinum okkar dýpstu samúð. Minn- ing hennar mun lifa í hjörtum okk- ar um alla tíð. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Kveðja, bekkjarfélagar í 8. S, Hagaskóla. Þær hörmulegu fréttir bárust stjórn Skíðasambands Íslands, föstudaginn 20. febrúar, að Linda Guðjónsdóttir hefði látið lífið í hræðilegu bílslysi ásamt vinkonu sinni, Sunnu Þórsdóttur, en þær voru á leið í sitt fyrsta bikarmót á skíðum. Stjórn Skíðasambands Íslands, fyrir hönd skíðahreyfingarinnar, vottar aðstandendum samúð sína og megi góður Guð styrkja alla þá sem eiga um sárt að binda. Nú guð ég vona að gefi af gæsku sinni frið. Og sársaukann hann sefi af sálu allri bið. Og þó að sárt sé saknað og sól sé bak við ský. Þá vonir geta vaknað og vermt okkur á ný. Þá ljósið oss mun leiða með ljúfum minningum og götu okkar greiða með góðum hugsunum. (Jóhann Tryggvason.) Með samúðarkveðju, Skíðasamband Íslands. Kveðja frá Skíðaráði Reykjavíkur Það er föstudagur og hópar ungra skíðamanna eru á leið norð- ur í land á fyrsta bikarmót vetr- arins. Eftir strangan undirbúning er tilhlökkunin mikil, einkum hjá þeim sem eru að taka þátt í mótinu í fyrsta skipti. Skyndilega breytist allt. Hörmulegt slys og tvær ungar stúlkur fallnar frá. Smám saman berst fréttin milli manna og hóp- arnir snúa við. Allir eru harmi slegnir og sorgin er mikil. Hug- urinn hjá þeim sem eiga um sárt að binda. Það er erfitt að skilja hvers vegna svo ungar og efnilegar stúlk- ur eru kallaðar á brott. Linda var afar efnileg stúlka sem náði góðum árangri í því sem hún tók sér fyrir hendur. Hún æfði skíði með skíðadeild KR, stundaði íþróttina af samviskusemi og hafði tekið miklum framförum á undan- förnum árum. Hún var meðal þeirra fremstu í sínum aldurshópi. Linda var þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga góða foreldra sem studdu við bakið á henni í því sem hún tók sér fyrir hendur. Þetta fór ekki framhjá okkur sem eigum börn á svipuðu reki því oftast voru þau í fjallinu að fylgjast með eða hjálpa til. Fyrir foreldrana og fjölskylduna er missirinn sár. Áfallið er einnig mikið fyrir okkur í skíðahreyfing- unni. Stórt skarð er höggvið í okk- ar hóp. Skarð sem verður ekki fyllt og minnir okkur á þær aðstæður sem við þurfum að takast á við til þess að stunda íþróttina. Aðstæður sem við sjáum ekki alltaf fyrir. Í hópi jafnaldranna er söknuðurinn mikill en minningin um góðan fé- laga og verðugan keppinaut mun lifa áfram þó leiðir skilji. Fyrir hönd Skíðaráðs Reykjavík- ur flyt ég Guðjóni, Ellen, Ólöfu Ásu og fjölskyldum þeirra ásamt fé- lögum hennar í KR innilegar sam- úðarkveðjur á þessum erfiðu tím- um. F.h. Skíðaráðs Reykjavíkur, Guðmundur Ingi Ásmundsson, formaður. Helgina 21. og 22. febrúar stóð til að halda skíðamót fyrir 13–14 ára unglinga á Dalvík og í Ólafs- firði. Fjórar stúlkur frá skíðadeild KR lögðu af stað norður um miðjan dag á föstudag á tveimur bílum í fylgd þjálfara síns og einnar móð- ur. Allar mögulegar varúðarráð- stafanir voru gerðar fyrir ferðina. Það var lagt snemma af stað til að njóta dagsbirtunnar og ökumenn- irnir óku gætilega. En samt varð slys á leiðinni með þeim óskiljan- legu afleiðingum að tvær af stelp- unum okkar, þær Linda Guðjóns- dóttir og Sunna Þórsdóttir, deyja samstundis. Móðir Sunnu, Guðrún vinkona okkar, slasast illa og María þjálfari þarf að halda fast utan um stúlkurnar tvær sem voru í fylgd með henni og urðu vitni að slysinu. Fregnin um þetta hörmulega slys barst frá manni til manns í skíðadeild KR og um kvöldið kom- um við saman í Neskirkju til að faðmast, gráta og biðja fyrir stúlk- unum tveimur og fjölskyldum þeirra. Skíðamótunum fyrir norðan var samstundis aflýst og þátttakendur voru harmi slegnir. Á laugardegi var helgistund í Akureyrarkirkju þar sem heimafólk og gestir gátu komið saman og leitað eftir styrk. Á Dalvík var einnig samverustund. Við í skíðadeild KR erum hrærð yf- ir þeirri samhygð og vináttu sem skíðafélög af öllu landinu og fulltrúar Skíðaráðs Reykjavíkur og Skíðasambands Íslands hafa sýnt okkur undanfarna daga. Þegar svona stendur á erum við öll í sama liði, skíðaliði Íslands. Linda Guðjónsdóttir var ljúfur vinur í efnilegum hópi unglinga sem er búinn að æfa saman í skíða- deild KR mörg undanfarin ár. Það hefur ekki verið þrautalaust því snjóleysi og vont veður hefur oft gert okkur erfitt fyrir en hópurinn staðið því betur saman. Og nú reynir fyrst verulega á þessa sam- heldni. Það verður sárt að mæta aftur á æfingu og sjá skörðin tvö í hópnum þar sem hann sameinast efst á brekkubrún og býður eftir merki þjálfarans. En við verðum að halda áfram því það er það sem Linda hefði viljað. Við félagar og foreldrar í skíða- deild KR samhryggjumst foreldr- um Lindu, litlu systur hennar og fjölskyldu allri. Mynd og minning góðrar vinkonu verður ávallt með okkur. Skíðadeild KR. Kæru fjölskyldur, vinir, skíða- félagar og skólafélagar. Við deilum með ykkur sorg og sárum söknuði. Tómlegt er nú á fjöllum en þau geyma sporin um ókomna tíð. Við Ármenningar mun- um varðveita minninguna – minn- ingu um góðan félaga og duglega skíðakonu. Við biðjum guð og engl- ana að styrkja þá mörgu sem eiga um sárt að binda. Með samúðarkveðju, Skíðadeild Ármanns. Elsku Linda. Okkur finnst svo erfitt að sætta okkur við að fá ekki að sjá þig aftur og skíða með þér í fjallinu okkar í brjáluðu veðri eða í glampandi sól. Við vorum að rifja það upp hvernig þú varst fyrst þegar við kynntumst þér. Þá varstu feimin og sagðir ekki margt. Síðan þegar við kynntumst þér betur og árin liðu þá brostirðu alltaf meira og meira og hættir að vera svona feimin. Við eignuðumst góða vin- konu í fjallinu og alltaf vorum við saman í hóp á æfingum. Þú varst alltaf svo dugleg og samviskusöm. Gerðir allt svo vel. Við munum t.d. ekki eftir þér á hausnum eða að þú hafir stundað það að krækja. Þú dast reyndar einu sinni í braut í keppni en þá var það náttúrulega ekki þér að kenna. Þú varst trufluð og fékkst að renna þér aftur. Mikið varstu fegin þá og glöð að fá að fara aftur. Annars leyndir þú mikið á þér og gast í raun verið mikill prakkari. Við munum þegar þú stökkst úr stólnum þar sem það mátti alls ekki. Þá hefðir þú örugglega getað fengið verðlaun fyrir að vera lúmskasti prakkari Skálafells. Það var frábært að fá að skíða með þér í Tékklandi. Minningarnar þaðan eru svo æðislegar af þér og Sunnu að spassast. Þetta eru minn- ingar sem verða geymdar á góðum stað. Ástarkveðjur, Salka, Ólöf Gerður og Sunnefa. Við, Ármannskrakkar, kynnt- umst Lindu í fjöllunum. Hún var svo kát og brosmild og við erum þakklát fyrir að hafa kynnst henni. En svo spyrjum við okkur hvers vegna hún fór svo fljótt og fáum ekkert svar. Tvær litlar stjörnur eru horfnar og þeirra verður sárt saknað. Við vottum öllum sem syrgja okkar dýpstu samúð, 13–14 ára krakkar í skíðadeild Ármanns. Ég og þú kynntumst þegar við áttum heima í Tjarnarmýrinni og mömmur okkar fóru að spjalla saman og við með. Eftir það urðum við allra bestu vinkonur. Manstu, Linda, við vorum alltaf saman í 1. bekk, við vorum eins konar „sam- lokur“. Ef þú þurftir að fara á kló- settið fór ég með og öfugt. Ef önn- ur var með kvef, sögðumst við báðar vera lasnar svo við gætum verið inni í frímínútum og leikið okkur. Við gerðum nánast allt sem okkur datt í hug. Mannstu þegar við bjuggum til uppskriftina af súkkulaðikökunni og bulluðum eitthvað, settum m.a. 5 egg og 250 g súkkulaði í kökuna og líka 250 g í kremið? Svo fórum við með uppskriftina til pabba þíns og sögðum að þetta væri frá mömmu. Pabbi þinn fór út í búð og keypti allt sem vantaði í uppskrift- ina. Svo fannst okkur þetta svo fyndið og hlógum okkur máttlausa. Já og ég man að kakan var rosa- lega góð með öllu þessu súkkulaði. Ohh, já manstu, þegar við fórum til Akureyrar á skíði með pabba þínum? Ég kunni ekkert á skíði en þú varst voða flink, dast aldrei og ég datt örugglega svona 100 sinn- um. Þegar við vorum á leiðinni til Akureyrar bjuggum við til texta við lagið Skreytum hús með græn- um greinum og ætluðum að senda það í Eurovision. Þegar við svo komum úr fjallinu bundum við plastpoka um fæturna og runnum niður litla brekku og duttum alltaf. Þetta var voðalega skemmtilegt og við komum útataðar í snjó aftur inn. Manstu eftir þessu, Linda, ég LINDA GUÐJÓNSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.