Morgunblaðið - 01.03.2004, Síða 35

Morgunblaðið - 01.03.2004, Síða 35
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. MARS 2004 35 Dagskort á skíðasvæði höfuðborgarinnar fylgja skíða- og brettapökkum H ön nu n: G un na r S te in þó rs so n / M ar ki ð / 0 2. 20 04 Frábær tilboð á skíða- og brettapökkum 20-30% afsláttur UPPLÝSINGUM um reiðleiðir verður safnað saman og kort með reiðleiðum gerð almenningi aðgengi- leg á Netinu, en samningur þess efn- is hefur verið undirritaður af Land- mælingum Íslands, Landssambandi hestamannafélaga (LH) og Vega- gerðinni. Hestamenn segja það vera mikið umhverfis- og öryggismál að gera upplýsingagrunn um reiðleiðir aðgengilegan almenningi, en búist er við að um 80–85 þúsund innlendir sem erlendir ferðamenn eigi eftir að ferðast um landið á hestbaki á þessu ári. Ætlunin er að kortlegga 150 leiðir á þessu ári, þar af eiga 50 leiðir að vera tilbúnar fyrir 1. júní á þessu ári. Hestamannafélögin munu sjá um að afla gagna um reiðleiðir, Landmæl- ingar munu koma upplýsingunum í landfræðilegt upplýsingakerfi og Vegagerðin númera reiðleiðir og veita upplýsingar um hvaða leiðir hafa verið viðurkenndar. Kostnaðar- áætlun fyrir verkið liggur ekki fyrir, en reiðleiðir um allt land verða skráðar í grunninn. Hestamenn virkjaðir til samstarfs „Við þurfum náttúrlega á hesta- mönnum að halda, við þurfum GPS punkta og hjálp þeirra sem fara um landið við að taka niður punkta. Við ætlum að reyna að virkja hesta- mannafélögin í landinu sem eru 48 talsins, hvert á sínu svæði, til að afla þeirra gagna sem við þurfum,“ segir Jón Albert Sigurbjörnsson, formað- ur LH. Upplýsingar um reiðleiðir verður í framtíðinni hægt að finna á vef LH, sem og vef Landmælinga, sem einnig munu gefa út kort með reiðleiðum. „Draumurinn er sá að um leið og menn kalla fram veganúmer geti þeir fengið upplýsingar um hvaða að- staða er í boði. Séð hvar er styst í gistingu, hvar er aðhald fyrir hrossin og svo framvegis,“ segir Jón Albert. Á blaðamannafundi þar sem samningurinn var undirritaður, sagði Einar K. Guðfinnsson, formað- ur ferðamálaráðs, að búast mætti við að 80–85 þúsund ferðamenn fari um landið á hestbaki á þessu ári, í lengri eða styttri ferðum. Könnun sem gerð var árið 2000, þegar um 300.000 ferðamenn komu til landsins, leiddi í ljós að 60–70 þúsund erlendir ferða- menn og 14 þúsund innlendir ferð- uðust um landið á hestbaki. Í ár sé gert ráð fyrir talsvert fleiri ferða- mönnum, eða um 350 þúsund. Jón Albert segir að þetta sýni að gríðarlegur fjöldi fari á hestbak hér á landi. „Þetta er viðkvæmt land og gróðurinn kemur seint upp. Við get- um líka lokað leiðum, t.d. þannig að það komi fram á Netinu að ákveðnar leiðir séu blautar og erfiðar yfirferð- ar,“ segir hann og bætir við að skrán- ing reiðleiða sé mikið umhverfismál og á þennan hátt séu hestamenn að bregðast við aukinni umferð hesta- manna. Einnig sé þetta mikið örygg- ismál, Vegagerðin, sem og hesta- menn, vilji hafa reiðleiðir í ákveðinni fjarlægð frá umferðargötum. Reiðleiðir verða kort- lagðar og settar á Netið Morgunblaðið/Árni Sæberg Einar K. Guðfinnsson, formaður ferðamálaráðs, segir að gera megi ráð fyrir að 80–85 þúsund manns muni ferðast um landið á hestbaki á þessu ári. Við hlið hans sitja Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga, Jón Al- bert Sigurbjörnsson, formaður Landssambands hestamannafélaga, og Ey- mundur Runólfsson, deildarstjóri áætlanasviðs Vegagerðarinnar. MAGNÚS Gottfreðssson smit- sjúkdómalæknir tók á móti styrk til rannsókna á meningókokkum og meningókokkasjúkdómi á skrifstofu Landlæknisembættisins 25. febrúar síðastliðinn. Styrkinn hlaut Magnús til að halda áfram rannsóknum sín- um á arfgerð meningokokkastofna og samspili arfgerðanna og ónæm- iskerfis þeirra sem sýkst hafa hér á landi síðastliðinn aldarfjórðung. Styrkurinn er minningargjöf sem Landlæknisembættinu var gefin síð- astliðið haust til minningar um Bjarka Friðriksson sem lést úr þeim sjúkdómi fyrir rúmum tíu árum. Styrkurinn nemur tæpum 280 þúsund krónum og er hann ágóði tónleika sem aðstandendur og vinir Bjarka Friðrikssonar stóðu fyrir og færðu Landlæknisembættinu að gjöf síðastliðið haust til rannsókna á meningókokkasjúkdómnum. Viðstödd afhendinguna voru for- eldrar Bjarka, Friðrik Alexand- ersson og Þuríður Einarsdóttir, ásamt Albert Steini Guðjónssyni, vini hans sem skipulagði umrædda tónleika. Sigurður Guðmundsson færði þeim þakkir fyrir höfðinglega gjöf og ekki síður fyrir þá sam- félagslegu ábyrgð sem þau sýndu í verki með henni. Friðrik Alexandersson, Albert Steinn Guðjónsson, Þuríður Einarsdóttir, Magnús Gottfreðsson smitsjúkdómalæknir og Sigurður Guðmundsson landlæknir við afhendingu styrksins, sem er ágóði tónleika. Styrkur til læknisrannsókna SÍMINN hefur afnumið stofn- gjöld í ADSL-þjónustu til ein- staklinga um allt land. Við- skiptavinir í ADSL-þjónustu hjá Símanum hafa fram að þessu greitt 6.000 kr. fyrir stofngjöld en niðurfelling þeirra er liður í bættri þjónustu við viðskiptavini fyrirtækisins, segir í fréttatilkynningu. Afnema ADSL- stofngjald

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.