Morgunblaðið - 01.03.2004, Síða 33

Morgunblaðið - 01.03.2004, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. MARS 2004 33 Hitaveitur/vatnsveitur Þýskir rennslimælar fyrir heitt og kalt vatn. Boltís sf., s. 567 1130 og 893 6270. Búslóðaflutningar. Stór bíll, fast verð á Stór-Reykjavíkursvæðinu, 16 þús. + vsk og þú hefur bílinn í allt að 12 tíma. Sími 868 4517. Bílskúrshurðir. Hurðamótorar, öll bílskúrshurðajárn og gormar. Iðnaðarhurðir og allt viðhald við bílskúrs- og iðnaðarhurðabúnað. Bílskúrshurðaþjónustan - HallDoors - s. 892 7285. Bílaþjónusta Mosfellsbæjar Þú gerir við bílinn sjálfur eða færð aðstoð. Sími 893 4246. Viltu vinna heima? Leitum að fólki sem vill vinna heima. Góðar tekjur fyrir rétta fólkið. Hlutastarf - Fullt starf. Starfsþjálfun í boði. Edda Borg, s. 896 4662 - www.eddaborg.com www.midlarinn.is til sölu notaðir hlutir tengdir bát- um og smábátum. Net og teinar, vélar og drif, spil og dælur, skip og bátar. S: 892 0808. E-mail midlarinn@midlarinn.is Toyota Landcruiser VX, árg. '95. Ek. 285 þús., sjálfsk., túrbó, intercooler, toppl., 36" br., 35" dekk. Glæsil. bíll. V. 2.450 þús. Til sölu eða skipti á ód. S. 860 1180. Toyota Corolla, ek. 42 þús. km. Toyota Corolla Terra vvti 1.4 bsk, 6/01, ekinn 42.000 km. Verð 1.090.000. Upplýsingar hjá Bílar gs Sport, símar 421 8808 og 892 8808. Toyota Avensis Terra, árg. '99, ek. 119 þús. Til sölu Toyota Av- ensis 1,6 Terra 3/99. Verð 890.000, lán 670.000, afb. 19.000. Upplýs- ingar hjá Bílar gs Sport, símar 421 8808 og 892 8808. Til sölu. Toyota RV 4, nýskráður 11.2002, ekinn 27 þús. km. Tvö- faldur dekkjagangur og dráttar- krókur. Upplýsingar í síma 861 7620 eftir kl. 20.00. Subaru Legacy árg. '93 ek. 240 þús. km. Subaru Legacy ´93 ek. 240 þ.km, beinskiptur, vel með farinn, ný vetrardekk, V. 350 þ. Uppl. í s: 552 5319 / 690 3904. Subaru Impreza árg. '98 ek. 118 þús. km. 4 dyra 2WD. Vel með farinn og lítur vel út. Skipti á ódýrari koma til greina. Verð 540 þús. Uppl. í síma 869 3633. MMC (Mitsubishi) Galant ES, árg. '02 2.4, 1/02, ekinn 17.000, perluhvítur, hlaðinn aukabúnaði. Verð 2.200.000, lán 1.350.000, afb. 30.000. Upplýsingar hjá Bílar gs Sport, símar 421 8808 og 892 8808. Mercedes Benz SLK 230 Compr. árg. '99, ek. 70 þús. km. '99 árg., sjálfs., leður, ek. 70 þ. Listav. 2.990 þ., stgtilb. 2.590 þ. Bílalán 2.070 þ., afb. 51 þ. Innfl. nýr. www.bilasalan.is, s. 533 4000. Glæsilegur M. Benz e 230 Avantgarde. Árg. 1997, ssk., abs, asr spólv., álf., fjarstart, bose há- talarar, cd og magasín, hraðast., leður, rafm. í öllu, gler-toppl., hleðsluj. o.fl. Ásett v. 2.350 þ.- Áhv. 750 þ. 28 þ. á mán. Tilboð 1.790 þ. stgr. Uppl. í síma 820 8096. Chrysler Town And Country Lxi, árg. '01 02/01, glæsilegur bíll, hlaðinn aukabúnaði. Verð 3.680.000, tilboð 3.180.000, lán 1.450.000, afb. 32.000. Upplýsingar hjá Bílar gs Sport, símar 421 8808 og 892 8808. Bryngljái á bílinn! Endist árum saman - verndar lakkið - auðveldar þrif. Mössun - blettun - alþrif. Yfir 20 ára reynsla! Litla Bónstöðin, sími 564 6415 og gsm. 661 9232. Sími 590 2000 Hratt og örugglega frá Bandaríkjunum, tvisvar í viku Scania, Volvo eigendur! Varahlutir á lager. Upplýsingar, www.islandia.is/scania G.T. Óskarsson, Vesturvör 23, Sími 554 6000. Sími 590 2000 Rafgeymarnir komnir TOPPGÆÐI áttavitarnir komnir Stór- lækkað verð Glæsileg kennslubifreið, Subaru Impreza, 4 wd. Góður í vetraraksturinn. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, símar 696 0042 og 566 6442. Quelle - Ókeypis listi! Quelle vor- og sumarlistinn með frábær- um fatnaði, búsáhöldum, heimilis- vöru o.fl. o.fl. Lækkað verð og frá- bær tilboð. Listinn er ókeypis en burðargj. kr. 200 á greiðslukort. Quelle - sími 564 2000. Verslun Dalvegi 2, Kópavogi. Úrvalsgóð heilsárshús á góðu verði Gólfefnaval ehf., sími 517 8000, netf.: gunnar@golfefnaval.is Þvegillinn, stofnað 1969 Hrein- gerningar, bónleysing og bónun. Þrif eftir iðnaðarmenn. Flutningsþrif. Símar 544 4446 og 896 9507. Orkuboltarnir Reynsla - þekking og árangur. Þrífum íbúðir, stiga- ganga, flutningsþrif, húsgögn, teppi o.fl. Gerum tilboð. Veitum öryrkjum og eldri borgurum af- slátt. Sími 587 5612 og 699 8779. Fyrirlestur í boði heimspekideild- ar Háskóla Íslands Mary McDon- ald-Rissanen, dósent í ensku við Tampereháskóla í Finnlandi, flytur opinberan fyrirlestur í boði heim- spekideildar Háskóla Íslands og Norræna félagsins um kanadísk fræði þriðjudaginn 2. mars 2004, kl. 17.15 í stofu 201 í Árnagarði. Fyrirlesturinn nefnist Life Writing and the Women of Prince Edward Island eða Sjálfsævisöguleg skrif og konurnar á Prince Edward-eyju. Mary McDonald-Rissanen mun kynna rannsókn sína á óbirtum dag- bókum kvenna á Prince Edward- eyju, sem er við austurströnd Kan- ada, og er jafnframt fæðingarstaður Lucy Maud Montgomery og sögu- svið bókanna um Önnu í Grænuhlíð. Í rannsókninni leitast Mary McDon- ald-Rissanen við að kalla fram dulda sögu kvenna á 19. og 20. öld, eins og hún birtist í skráðum sögum héraða og bæjarfélaga, munnmælasögum, söngvum og auglýsingum dagblaða, en í dagbókunum fæst í hnotskurn innsýn í borgar- og sveitalíf, með einstaklingsbundnum áherslum. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Að honum loknum býður Íslandsdeild Norræna félagsins um kanadísk fræði upp á léttar veitingar. Femínistafélag Íslands efnir til fundar um konur, stjórnmál og fjöl- miðla: Strákarnir spjalla. Tveir fjöl- miðlamenn og tvær stjórn- málakonur skiptast á skoðunum um hlut kvenna í fjölmiðlum. Fundurinn verður á morgun, þriðjudaginn 2. mars, kl. 20. Á MORGUN EFTIRFARANDI ályktun hefur borist frá Sjúkraliðafélagi Íslands: „Fundur félagsstjórna Sjúkraliða- félags Íslands haldinn, laugardaginn 14. febrúar, harmar síendurteknar aðfarir stjórnvalda og Alþingis Ís- lendinga að grundvelli hátækniþjón- ustu landsmanna, Landspítalanum – háskólasjúkrahúsi. Fundurinn beinir þeim eindregnu tilmælum til fjárveitinganefndar Al- þingis að hún taki til endurskoðunar fyrri ákvörðun um niðurskurð á fjár- veitingum til Landspítalans, sem gæti valdið þjóðinni óbætanlegum skaða. Uppbygging þróaðs hátækni- sjúkrahúss er margra ára starf fær- ustu sérfræðinga, hjúkrunarfólks og annarra starfsmanna sem erfitt er að byggja en auðvelt að eyðileggja. Hætt er við að þjóðin missi fjölda af sérhæfðu starfsfólki til annarra starfa ef heldur sem horfir. Fundurinn mótmælir harðlega því metnaðarleysi heilbrigðisráðuneyt- isins að gera ekki athugasemd við ákvörðun Ríkisendurskoðunar að bera saman kostnað, mönnun og ár- angur af starfi Landspítala – há- skólasjúkrahúss hér á landi við sjúkrahús á Bretlandi. Sjúkrahús þar í landi munu seint bíða þess bæt- ur, að hafa þurft að lúta áratuga nið- urskurði og annarri aðför stjórn- valda að heilbrigðisþjónustu landsins. Niðurstaða Ríkisendur- skoðunar er enn ein staðfesting á því að þjónusta starfsfólks Landspítal- ans er mjög góð. Í mörgum þáttum er hún til muna betri en á saman- burðar sjúkrahúsunum þrátt fyrir fámenni okkar, dreifðra byggða og minni kostnaðar. Árangri af markvissri uppbygg- ingu Landspítala – háskólasjúkra- húss er stefnt í hættu með vanhugs- uðum skammtímaaðgerðum að kröfu fjárveitinganefndar Alþingis. Upp- byggingu öflugrar sérfræðiþjónustu, sem er meginforsenda fyrir starf- semi öflugs háskólasjúkrahúss, er fórnað, breyti stjórnvöld ekki ákvörðun sinni. Sjúkraliðafélag Íslands lýsir yfir miklum áhyggjum og eindreginni andstöðu við ákvarðanir stjórnvalda um niðurskurð á fjárveitingum til heilbrigðisþjónustu landsmanna sem engan endi virðist taka. Fyrst Land- spítalinn og nú er kné látið fylgja kviði með ofbeldisfullum kröfum fjárveitingavaldsins um niðurskurð á þjónustu sjúkrahúsanna á lands- byggðinni. Félagið hvetur stjórnvöld ein- dregið til að taka ákvarðanir sínar til endurskoðunar og leita annarra leiða til hagræðingar, í samstarfi og sam- ráði við starfsfólk heilbrigðisþjón- ustunnar, samtök launþega og ann- arra aðila sem hagsmuna hafa að gæta varðandi gæði og skilvirkni heilbrigðiskerfisins.“ Fjárveiting- ar til LSH verði endur- skoðaðar KB banki og Landssamtök eldri kylfinga hafa gert með sér samning um að bankinn veiti samtökunum fjárhagslegan styrk til eins árs. Bankinn býður nú golfáhugafólki sérstakt Golfkort í samvinnu við Golfsamband Íslands. Golfkortið er kreditkort hlaðið golftengdum fríð- indum sem veita t.d. 20% afslátt á vallargjöldum GSÍ, 5–15% afslátt í völdum golfverslunum, 20% afslátt í golfhermi Sporthússins en auk þess fylgir Gullgolfkorti allt að 150 þús kr. trygging á golfsetti, sem er nýjung hér á landi. Með samningnum fá Golf- korthafar KB banka 500 kr. afslátt á mótum hjá Landssamtökum eldri kylfinga. Ekkert stofngjald er á Golfkortunum og árgjald er ókeyp- is fyrsta árið, segir í fréttatilkynn- ingu. Ríkarður Pálsson, forseti LEK, Hafliði Kristjánsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs KB banka, og Lucinda Grímsdóttir, ritari LEK. KB banki styrkir Lands- samtök eldri kylfinga FRJÁLSHYGGJUFÉLAGIÐ hvet- ur íslensk stjórnvöld til að jafna rétt- indi samkynhneigðra og gagnkyn- hneigðra. Það á ekki að vera hlutverk hins opinbera að velja fjölskyldu- mynstur fólks. Mikilvægt er að rétt- indi samkynhneigðra verði viður- kennd að fullu, líkt og annarra hópa sem ekki hafa notið fullra réttinda á undan þeim, segir í ályktun Frjáls- hyggjufélagsins. Þar segir einnig: „Frelsi hvers ein- staklings til að finna hamingjuna á eigin forsendum er mikilvægt og á að vera handa öllum en ekki aðeins þeim sem kjósa sér maka af gagnstæðu kyni. Frjálshyggjufélagið hvetur Al- þingi til þess að endurskoða löggjöf sem mismunar fólki eftir kynhneigð, með það að leiðarljósi að samkyn- hneigðir njóti sömu réttarstöðu og gagnkynhneigðir í hvívetna. Að endingu fordæmir Frjáls- hyggjufélagið hugmyndir að stjórn- arskrárbreytingum í Bandaríkjunum sem miða að því að takmarka frelsi samkynhneigðra til þess að ganga í hjónaband.“ Réttindi sam- kynhneigðra verði viður- kennd að fullu UNGIR jafnaðarmenn í Reykjavík telja kosningar vera hornstein lýð- ræðisins og sjá ekki eftir þeim kostn- aði sem til þeirra fellur þar sem þeir virði lýðræðislegan rétt fólksins í landinu til að bjóða sig fram. Í ályktun ungra jafnaðarmanna segir: „Í 5. gr. stjórnarskrárinnar segir að forseti skuli kjörinn beinum, leynilegum kosningum af þeim, er kosningarrétt hafa til Alþingis. Þar segir jafnframt að forsetaefni skuli hafa meðmæli minnst 1500 kosning- arbærra manna og mest 3000. Þetta ákvæði hefur verið óbreytt frá árinu 1944. Þá voru Íslendingar tæplega 128.000 talsins, en eru nú rúmlega 290.000. Þeim hefur því fjölgað um meira en 126%. Í ljósi þessarar fjölgunar telja Ungir jafn- aðarmenn eðlilegt að ákvæði um lág- marksfjölda meðmælenda með for- setaframboði verði breytt þannig að krafist verði fleiri meðmælenda en nú er. Skynsamlegt væri að fara fram á að ákveðið hlutfall kjósenda hverju sinni mælti með framboði í stað þess að tilgreina ákveðna fasta tölu eins og nú. Þannig væri hægt að koma í veg fyrir að þörf væri fyrir frekari breytingar í framtíðinni.“ Ákvæði um meðmælendur verði breytt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.