Morgunblaðið - 01.03.2004, Page 40

Morgunblaðið - 01.03.2004, Page 40
40 MÁNUDAGUR 1. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÁLFABAKKI kl. 4 og 6. Ísl tal. Kvikmyndir.is DV  ÓHT Rás 2 i i .i Tilnefningar til óskarsverðlauna Frábær gamanmynd frá höfundi Meet the Parents KRINGLAN kl. 8. Enskt tal. EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 6, 8 og 10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5 og 8. b.i. 14 . HJ. MBL  ÓHT. Rás2 6 Tilnefningar til óskarsverðlauna m.a. besta mynd ársins Sýnd kl. 9.10. B.i. 16. Heimur fa rfuglanna Sýnd kl. 6 og 8.Sýnd kl. 10. B.i. 14 ára. Sýnd kl. 6 og 9.  Kvikmyndir.com  HJ MBL „Fínasta skemmtun“ B.Ö.S. Fréttablaðið Gamanmynd eins og þær gerast bestar ! Jack Nicholson, Diane Keaton, Keanu Reevesog Amanda Peet í Rómantískri Gamanmynd frá Nancy Myers, leikstjóra „What Women Want“. ÓHT Rás2  VG DV  Kvikmyndir.com Sýnd kl. 6. Stórbrotin ogmargverðlaunað stórmynd með Óskarsverðlaunahafanum, Nicole Kidman, Golden Globe og BAFTA verðlaunahafanum Renée Zellweger og Jude Law.  Kvikmyndir.com Sýnd kl. 6 og 9. B.i. 16. Sýnd kl. 8.05. Kynnir SV MBL DV SV MBL HJ. MBL Sýnd kl. 6, 8 og 10.10. „Yndislegt kraftaverk; sönn, djúp og fyndin kvikmynd!“ -Roger Ebert „Ótrúlega áhrifarík. Frumleg, fyndin og elskuleg.“ -BÖS, Fréttablaðið HIÐ ÁRLEGA Samfésball fór fram á föstudagskvöldið í Laug- ardalshöllinni. Ballið hefur orðið fjölsóttara með hverju árinu en talið er að á fjórða þúsund ungmenni hafi verið í Höllinni. Nokkrar af vinsælustu hljómsveitum landsins léku á ballinu auk þess sem sigurvegarar úr söngvakeppni Samfés létu ljós sitt skína. Ballið heppnaðist vel í alla staði og á meðfylgjandi myndum sést að ungmennin skemmtu sér með besta móti. Rífandi stemning á Samfésballi Morgunblaðið/Þorkell Á föstudaginn frumsýndi Ís- lenski dans- flokkurinn leik- sýninguna Lúnu í Borgar- leikhúsinu. Sýn- ingin saman- stendur af tveimur verkum um ástina og líf- ið: Æfing í Paradís og Lúnu. Æfing í Paradís fjallar um belgíska danshöfundinn Stijn Celis. Hann hefur skapað myndrænt verk sem fjallar um fólk sem fer um í leit að betra lífi. Það rís úr auðn- inni og finnur eitthvað annað. Tónlistin er eftir Frederick Chop- in. Lúna er eftir danshöfundinn Láru Stefánsdóttur. Konur og karlar stíga lífsvalsinn undir tunglsins tæra skini. Allir vilja upp- lifa ástina, ein er týnd, ein lifir í voninni, einn elskar of mikið ... Gagnkvæm ást og óendurgoldin ást. Verkið er samið við tónlist Hjálmars H. Ragnarssonar, Cyrano. Ástin og lífið Morgunblaðið/Þorkell Áhorfendur kunnu vel að meta sýningu dansflokksins og að sýningu lokinni voru leikarar og dansarar klappaðir upp. Frumsýning Íslenska dansflokksins Morgunblaðið/Þorkell Það var mikil gleði baksviðs að frumsýningunni lokinni. ROKKÞYRSTIR aðdáendur bandarísku þungarokkssveit- arinnar Korn, sem mun halda tón- leika hér á landi hinn 30. maí, biðu ekki boðanna þegar tilkynnt var að miðasala á tónleika sveitarinnar myndi hefjast klukkan níu í gær. Fyrstu raðirnar voru byrjaðar að myndast á laugardagskvöldinu fyr- ir utan verslun Skífunnar á Lauga- vegi, tæpum sólarhring áður en miðasala átti að hefjast. Að sögn Kára Sturlusonar, ann- ars af skipuleggjendum tón- leikanna, hafa engin óþægindi hlot- ist af þeim hópum fólks sem halda til fyrir utan miðasölustaði. „Það er mikill spenningur í þeim sem eru fremst og eru búnir að bíða lengst. Allt er þó með kyrrum kjörum og þetta eru frábærir krakkar sem hafa það eitt að markmiði að fara á góða rokk- tónleika,“ sagði Kári. Hann segir að fólk á öllum aldri sækist eftir miðum á tónleikana, allt frá óhörðnuðum ungmennum upp í eit- ilharða rokkara í eldri kantinum. Að sögn Kára er tímasetningin á miðasölunni með breyttu sniði. „Áður hófst miðasala á morgnana á virkum dögum. Það mæltist ekki vel fyrir hjá aðstandendum versl- ana í kringum miðasölustaðina sem urðu fyrir truflunum. Þeir sem ætla sér að ná í miða þurfa ekki að vera frá vinnu eða skóla þar sem miðasala hefst á frídegi. Það má því segja að við séum að mæta kröfum vinnuveitenda og skóla- yfirvalda,“ segir Kári. Annað Rammstein-ævintýri? Allt útlit er fyrir að uppselt verði á tónleika Korn en áhuginn fyrir tónleikum sveitarinnar er gríðarlegur. Kári var annar af skipuleggjendum tónleika þýsku rokksveitarinnar Rammstein hér á landi árið 2001. Hann segir að áhuginn fyrir tónleikum Korn sé ívið meiri en fyrir Rammstein. „Allt bendir til þess að við séum að upplifa annað Rammstein- ævintýri.“ Eins og áður greinir hófst miða- sala á tónleikana í verslun Skíf- unnar á Laugavegi, Kringlunni og Smáralind klukkan 21 í gærkvöldi. Einnig voru seldir miðar á Selfossi og Akranesi en þar höfðu einnig myndast miklar biðraðir. Miðasala hófst klukkan eitt í verslun Penn- ans á Akureyri og seldust miðarnir upp á tuttugu mínútum. Veðurbarðir og harðir aðdáendur Morgunblaðið/Þorkell Þessir hörðu aðdáendur sveitarinnar víluðu það ekki fyrir sér að leggjast til svefns á Laugaveginum. Morgunblaðið/Þorkell Það er margt hægt að gera til þess að stytta sér stundir á meðan beðið er eftir miðunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.