Morgunblaðið - 01.03.2004, Page 29

Morgunblaðið - 01.03.2004, Page 29
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. MARS 2004 29 ✝ Hörður GrímkellValdimarsson, Svalbarði 4 á Höfn í Hornafirði, fæddist á Fáskrúðsfirði 19. júlí 1928. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 21. febrúar síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru hjónin Kristín Kristjáns- dóttir og Valdimar Bjarnason. Hörður var fjórði elstur átta systkina. Á lífi eru: Ástvald, Heiðrún og Björk. Látin eru: Óskar, Kristinn Bjarni, Sigríður og Héðinn. Fósturbróðir þeirra er Valdimar Víðir Gunnarsson. Hörður kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Helgu Elísabetu Pétursdóttur frá Höfn, á jóladag 1959 og eignuðust þau eina dóttur, Örnu Ósk. Hún er gift Þór- halli Einarssyni og eiga þau þrjú börn. Fyrir átti Hörður soninn Trausta. Hann er kvæntur Soffíu K. Kristjáns- dóttur og eiga þau tvö börn. Fyrir átti Helga soninn Gísla Pál Björnsson. Hann er kvæntur Hrefnu Lúðvíksdóttur og eiga þau þrjú börn og fimm barna- börn. Hörður var jarðsunginn frá Hafnarkirkju laugardaginn 28. febrúar. Hörður móðurbróðir okkar er látinn. Þegar systir mín sagði mér þessar fréttir fyrir nokkrum dög- um, þá flugu nokkur minningabrot gegnum hugann og set ég þau hér á blað um leið og ég minnist Harðar frænda míns. Heimili afa míns, ömmu og barna þeirra, var austur á landi í litlu sjávarþorpi, Búðum við Fáskrúðs- fjörð. Hús þeirra bar nafnið Laufás, nett og fallegt hús sem stendur of- an við aðalgötu byggðarlagsins. Ein af fyrstu minningum frá æsku minni er einmitt frá þessu húsi og frændfólki mínu þar. Ég var rétt um tveggja ára aldur, þegar móðir mín fór með mig frá Reykjavík til heimsóknar austur. Mér var leyft að vera við leik fyrir utan íbúðar- húsið, á meðan fullorðna fólkið fékk sér kaffisopa. Ég var fyrirferðar- mikill og áræðinn að auki og því fór ég, snáðinn, á flakk niður brekkuna frá íbúðarhúsinu, yfir aðalgötuna og niður að bryggju. Þar mun ég hafa klifrað yfir bryggjukantinn og dottið í sjóinn. Þetta fréttist með eldingarhraða til heimilisins og var mér sagt síðar, að Hörður frændi hafi dregið mig upp úr sjónum og varð mér ekki meint af þessu. Kunni ég alla tíð Herði frænda, mesta þakklæti fyrir björgunina. Þarna við sjávarsíðuna snerist lífið að sjálfsögðu mest um sjósókn og vinnslu sjávarfangs, þetta var uppistaða alls lífsviðurværis. Svo þegar atvinnutækifærum fækkaði í byggðarlaginu, þá fluttist flest unga fólkið á heimilinu til Hafnar í Hornafirði, þar sem talsverð útgerð og atvinnutækifæri voru fyrir. Frændur mínir, Óskar, Ástvald, Hörður og Héðinn, stunduð allir sjósókn frá Höfn. Systurnar voru þrjár, Sigríður móðir mín bjó ásamt fjölskyldu sinni í Reykjavík, Heið- rún flutti upp á hérað og býr á Eg- ilsstöðum í dag og í húsi sem ber nafn „ættaróðalsins“ eða Laufás. Björk yngsta systirin býr á Höfn. Hörður stundaði sjósóknina framan af aldri og vann meðal annars einn- ig við síldarvinnslu á gullaldarár- unum á Siglufirði, en vann hin síð- ari ár við frystihús Hafnar. Ég vissi af heilsubresti sem plagaði hann á seinni árum, en hann bar sig bara nokkuð vel vegna þessa, er við átt- um tal saman. Ég hafði einnig mikla ánægju af því að geta að- stoðað hann við bifreiðakaup, þegar hann brá undir sig betri fætinum og kom suður til að kaupa sér nýjan jeppa og gátum við þá um leið rætt aðeins fjölskyldutengslin. Eitt af þeim minningabrotum sem flaug í gegnum huga minn var af því, þeg- ar að Hörður frændi kom á sínum yngri árum í heimsókn til Reykja- víkur. Ég sé hann enn fyrir mér, grannan og myndarlegan í dökkum sparifötum, þar sem hann kom gangandi í átt að heimili mínu og ég man vel svipbrigði og gleði móður minnar, þegar hún kom auga á bróður sinn. Það var ekki oft sem systkinin hittust og liðu oft mörg ár á milli, því var skiljanleg gleðin og fagnaðarfundurinn, þar sem hún hljóp eins og byssubrandur á móti honum,flaug upp um háls hans og knúsaði. Eitthvað var þetta víst misskilið af nágrönnum (það heyrði ég síðar) því það var auðvitað ekki vitað að þessi myndarlegi maður væri elskulegur bróðir hennar. Hörður var aufúsugestur á heim- ilinu, natinn og umhyggjusamur við okkur börnin. Hann spilaði á gítar, var söngvinn og mjög vinsæll vegna þess. Ég votta efirlifandi eiginkonu hans, Helgu Elísabetu Pétursdótt- ur, börnum og öllum nánustu ætt- ingjum, innilega samúð mína. Blessuð sé minning Harðar frænda. Hilmir Elísson. Elsku afi. Mig langar að þakka þér allar stundirnar sem þú hefur gefið mér í gegnum tíðina. Þó sér- staklega er mér það minnisstætt hvað þú varst natinn við mig þegar ég var lítil. Í minningunni eru það bestu stundirnar okkar þegar ég var hjá ykkur ömmu þegar mamma var í vinnunni og ég fór á móti þér þegar þú varst að koma úr vinnunni í há- deginu. Það var nefnilega svo gam- an að fá að sitja á hjólinu hjá þér. Eftir hádegismatinn var það svo punkturinn yfir i-ið að skríða upp í sófa til þín og fá að heyra heima- tilbúna músasögu. Útreiðartúrarnir og heyskapur- inn eru mér líka minnisstæðir en músasögurnar held ég nú samt að hafi verið bestar. Þessar stundir eru ómetanlegar. Þegar ég eignaðist svo sjálf börn og sá þig með þeim þá rifjuðust upp margar góðar minningar. Þú gafst þér alltaf tíma til að spjalla við þau og að sjálfsögðu fengu þau líka brjóstsykur og stöku ferð í hest- húsin. Og fyrir þau allra yngstu söngstu og lallaðir. Þótt við höfum kannski ekki allt- af verið sammála um hlutina og stundum greint á þá eigum við, ég og börnin mín, yndislegar minning- ar um þig sem við komum til með að ylja okkur við. Það er ég viss um að þú situr á þægilegu skýi í himnaríki með litlum englabörnum og segir músa- sögur og gefur öllum brjóstsykur. Ég vil enn og aftur segja takk fyrir mig og mína, elsku afi minn. Guð geymi þig. Þín Íris. HÖRÐUR G. VALDIMARSSON ✝ Sigurjón Auðuns-son fæddist á Ljótarstöðum í Skaft- ártungu 4. apríl 1917. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 20. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Auðunn Jakob Odds- son, f. 24.9. 1893, d. 29.12. 1969, og Stein- unn Sigríður Gests- dóttir, f. 29.8. 1889, d. 6.10. 1965. Sigur- jón var næstelstur sex systkina. Hin eru: Gestur, látinn, Haraldur, látinn, Kjartan, Bárður, látinn, og Magn- ea Erna. Hinn 16. september 1939 kvæntist Sigurjón Sigríði Nikulás- dóttur, f. 18.7. 1914, d. 15.5. 1973. Þau eignuðust þrjú börn. Þau eru: Gylfi, f. 8.12. 1939, kvæntur Lilju Þorsteinsdóttur, þau eiga þrjár dætur, sjö barnabörn og eitt barnabarnabarn; Aðalsteinn, f. 27.3. 1942, kvæntur Þóru Hjördísi Gissurardóttur, þau eiga þrjá syni og fimm barnabörn; Ingibjörg, f. 14.11. 1950, gift Friðriki Gíslasyni og eiga þau tvö börn. Frá árinu 1977 bjó Sigurjón með Jó- hönnu S. Einarsdótt- ur, f. 5.1. 1928. Jó- hanna á þrjú börn, Stefán, Ragnhildi og Önnu Björk, sem var aðeins átta ára þeg- ar þau hófu búskap. Sigurjón stundaði sjómennsku framan af starfsævi sinni en vann síðan ýmis störf er tengdust fiskvinnslu, svo sem verkstjórn hjá Ís- félagi Vestmannaeyja og eftirlits- störf hjá SÍS og Fiskmati ríkisins. Sigurjón bjó á Snæbýli í Skaft- ártungu með foreldrum sínum þegar Katla gaus 1918. Þá flutti fjölskyldan til Reykjavíkur og þaðan til Vestmannaeyja þar sem Sigurjón bjó þar til gos hófst í Vestmannaeyjum 23. janúar 1973. Eftir það bjó hann á fastalandinu þar til sl. haust að hann flutti á Hraunbúðir í Vestmannaeyjum. Útför Sigurjóns verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku besti Sigurjón pabbi. Mig langar svo mikið að þakka þér fyrir alla þá ást og hlýju sem þú hefur veitt mér. Maður er aldrei tilbúinn að kveðja þá sem manni þykir vænt um. Ég veit að hvíldin var þér svo kærkomin eftir langan og erfiðan tíma. Núna rifjast upp margar dýr- mætar minningar um mann sem ég var svo heppin að fá að kalla pabba. Ég var sjö ára þegar við kynntumst og þú bræddir hjartað mitt um leið og ég sá þig. Ég man ekki betur en ég hafi verið komin strax í hlýja góða fangið þitt. Þú kenndir mér að hjóla og gafst mér fyrsta hjólið mitt. Þú bauðst mér alltaf hlýjan og tryggan faðm ef eitthvað bjátaði á. Það var alltaf svo gott að leita til þín því þú hafðir tíma til að hlusta og ráðleggja. Þú sagðir mér svo margar og skemmtilegar sögur og kenndir mér vísu til að fara með þegar ég varð myrkfælin. Þú leyfðir mér að skottast með þér um landið á sumrin þegar þú vannst hjá Sambandinu. Mér fannst þú vera eins og kóngur því það var svo vel tekið á móti þér alls staðar þar sem við komum. Þú hvattir mig áfram í lífinu og varst stoltur af mér þegar ég lauk mikilvægum áföngum. Þú leiddir mig inn kirkjugólfið þegar ég gifti mig og þú hefur ver- ið manninum mínum yndislegur tengdafaðir. Þú varðst afi þegar ég eignaðist stelpurnar mínar – afastelpurnar þínar eins og þú kallaðir þær. Ég þekki ekki neitt annað en að eiga þig sem pabba og það er nokkuð sem enginn getur tekið frá mér. Núna kveð ég þig í hinsta sinn, elsku besti Sigurjón pabbi. Þín Anna Björk. Elsku afi. Okkur afastelpurnar langar svo að segja að við elskum þig og þú varst alltaf svo góður við okkur. Núna eigum við engan afa til að kúra hjá og spila við, en við setjum mynd af þér við hliðina á afa Jóni og afa Guðmundi. Við elskum þig. Rakel Ýr og Thelma Rut. Oft kemur kallið á óvart, og var það þannig þegar ég frétti að Sig- urjón Auðunsson vinur minn væri látinn. Þegar ég kynntist Sigga Auðuns, eins og hann var alltaf kallaður, var hann verkstjóri hjá Ísfélagi Vestmannaeyja hf. Þar var hann yfirverkstjóri í mörg ár. Hann flutti með Ísfélaginu á Kirkjusand í Reykjavík í gosinu og hélt áfram að starfa þar fyrir félagið á meðan það var starfrækt þar. Þegar ég ungur strákur hóf störf hjá Ísfélaginu tók Siggi Auðuns á móti mér. Hann var stór maður og hvass og ekki laust við að manni brygði við að hitta hann. Þarna fór samt ljúfur maður sem ég kunni að meta við nánari kynni. Á þessum tíma upp úr 1960 voru engin vökulög og var því vinnutím- inn oft langur, unnið frá því eld- snemma á morgnana fram á nótt virka daga og oft um helgar. Aðdá- unarvert var að sjá hversu vel hann gat staðið að málum á slíkum álagstímum. Verkstjórn Sigga náði yfir marga þætti eins og móttöku, flökun og pökkun á fiski. Auk þess sem hann hafði eftirlit með fryst- ingu og útskipun. Á humarvertíð- um þurfti hann að stjórna öllum krakkaskaranum sem þá fékk vinnu við að slíta humarinn. Þá var ekki notaður sími til að ræsa út heldur voru nokkrir peyjar sendir um bæinn að ræsa. Hann reyndist okkur krökkunum mjög vel og var alltaf mjög sanngjarn við okkur. Leiðir okkar Sigga lágu aftur saman eftir gos þegar ég fór að selja honum fisk inn á Kirkjusand, og var þar sami jákvæði maðurinn sem ég mætti, aldrei nein vanda- mál. Siggi Auðuns flutti ekki aftur til Eyja eftir gos en var nýkominn þangað til að eyða ævikvöldinu í gömlu heimabyggðinni, nálægt börnum sínum, þegar kallið kom. Ég þakka Sigga Auðuns fyrir þann tíma sem við áttum saman, þann lærdóm sem ég eignaðist undir hans stjórn, og bið fjölskyldu hans Guðs blessunar. Magnús Kristinsson. Nú þegar góðvinur minn Sigur- jón Auðunsson er fallinn frá á 87. aldursári er mér ljúft að minnast hans með nokkrum orðum. Við Sigurjón kynntumst árið 1978 þegar við á sama tíma geng- um í Oddfellowregluna. Þrátt fyrir nokkurn aldursmun tókst með okk- ur vinátta sem aldrei bar skugga á. Af afspurn félaga okkar, er hafði náin persónuleg kynni af Sigurjóni, kemur fram, að á ýmsum ferðalög- um og mannamótum kom gjarnan til hans fólk sem unnið hafði undir hans stjórn sem skipstjóra eða verkstjóra í frystihúsum á fyrri ár- um, og minntist það þess hversu ábyrgur og vinsamlegur hann hafði ætíð verið í garð þess. Sigurjón var vel látinn Oddfellow og stundaði vel regluna og á þann hátt sýndi hann trúmennsku sína og virðingu fyrir stúku sinni. Sigurjón var myndarlegur mað- ur á velli og í minningunni er hann hinn trausti góði félagi og vinur, hið þétta innilega handtak hans bar vott um traustið og þann mann er hann hafði að geyma. Ég votta aðstandendum hans samúð mína. Genginn er fjalltryggur félagi, fari hann í guðs friði. Blessuð sé minning Sigurjóns Auðunssonar. Arthur Moon. SIGURJÓN AUÐUNSSON man þetta eins og það hefði gerst í gær. Einu sinni vorum við orðnar hundleiðar á því að pabbi þinn og mamma mín voru ekkert hrifin af hvort öðru svo við ákváðum að koma þeim saman, til að við gætum orðið systur. Þetta var eitt af því skemmtilegasta sem við gerðum. Við hringdum og sögðum að mömmu mína langaði að tala við pabba þinn, og sendum þeim líka ástarbréf. Við reyndum allt sem í okkar valdi var að reyna að koma þeim saman en ekkert gekk. Ó já, manstu Linda, þegar við fórum í Húsafell með pabba þínum, Ólöfu Ásu og ömmu þinni. Pabbi þinn keypti fullt af núðlum og við átum þær næstum allan tímann. Við vorum alltaf í heita pottinum og pabbi þinn var að verða vitlaus á að blanda í pottinn. Einn daginn fórum við í mínígolf, við týndum öllum kúlunum sem við fengum því við skutum bara upp í loftið. Dag- inn sem við fórum heim fórum við á hestbak. Fyrst fórum við rólega en manstu, við vildum fara hraðar en þorðum ekki að spyrja, en svo fengum við að fara hratt, það var æði. Það er svo leitt að þú skulir vera farin frá okkur, við áttum svo margt ógert t.d að baka fleiri kök- ur! En ég veit að þú munt alltaf vera hjá okkur og fylgja okkur hvert sem er. Ef ég hefði vitað þetta þegar við hittumst seinast hefði ég aldrei hætt að tala við þig. Guð blessi þig og fjölskyldu þína. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mi hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. (Úr 23. Davíðssálmi.) Jóhanna Sigríður. Það er með sárum söknuði og ólýsanlegum trega sem við skáta- systkin Lindu í Ægisbúum kveðj- um hana, nú þegar hún hverfur heim til skapara síns. Linda var sannur skáti í sönn- ustu merkingu þess orðs, glaðlynd, úrræðagóð og þrautseig. Hún naut mikillar hylli meðal félaga sinna í Ægisbúum enda vinur sem hægt var að reiða sig á. Við í forystusveit félagsins bundum miklar vonir við starf Lindu í félaginu þar sem hún hafði alla þá eiginleika sem prýða mega góðan skátaforingja og töld- um einsýnt að þar færi einn af öfl- ugustu foringjum félagsins í fram- tíðinni. Við flytjum ástvinum Lindu ein- lægar samúðarkveðjur skáta í Æg- isbúum, minning um yndislega stúlku mun ylja okkur um ókomin ár. Ægisbúar kveðja traustan félaga og vin í hinsta sinn: Sofnar drótt, nálgast nótt, sveipast kvöldroða himinn og sær. Allt er hljótt, hvíldu rótt. Guð er nær. Skátafélagið Ægisbúar. Ég og Linda vorum bestu vin- konur. Við áttum margar góðar stundir saman. Linda var klár og góð stelpa. Hún var mikill grallari og ef eitthvert tækifæri gafst til að gera prakkarastrik nýtti hún sér það. Hún var svolítið feimin en ef hún vissi eitthvert svar í skólanum hikaði hún ekki við að rétta upp hönd. Við gistum oft saman og á sumr- in gistum við stundum úti í garði í tjaldi. Ég man að einu sinni fórum við út í 10-11 og keyptum okkur hvor sitt tveggja manna kúlutjaldið á 700 kr. Síðan fórum við út í garð- inn minn og tjölduðum til að at- huga hvort þau væru gölluð. Þetta endaði með því að við gistum í tjöldunum um nóttina. Ég mun ávallt minnast Lindu sem bestu vinkonu minnar og taka hana með mér í allt sem ég tek mér fyrir hendur. Elsku Ellen, Guðjón og Ólöf, megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Auður Guðmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.